Morgunblaðið - 31.07.1997, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 31.07.1997, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP LAWRENCE Tierney leikur föðurlegan vin í „Evicted". MAGNIJS Jónsson fer með hlutverk evrópsks eiturlyfja sala i myndinni. „EVICTED“ er um ævintýri tveggja félaga þegar þeir eru bornir út úr íbúð sinni. Framleiðir kvik- mynd í Los Angeles Það eru ekki margir Islendingar sem hafa fengið nöfn sín skrifuð stórum stöfum á hvíta tjaldið í er- lendum kvikmyndum. Bjöm Bald- vinsson framleiðandi og Magnús Jónsson leikari eru tveir ungir menn sem geta státað af þessu. Anna Sveinbjamardóttir náði tali af Bimi nýverið. kvikmyndarinnar „Evicted". BJÖRN og Magnús unnu að gerð óháðrar banda- rískrar kvikmyndar, „Evicted“, sem er leik- stýrt af Michael Tiemey og hefur m.a. leikarann gamalkunna Lawr- ence Tierney innanborðs (eftir- nafnið er ekki tilviljun, þeir eru frændur). Myndin er nú fullgerð og vinnur Björn þessa dagana að markaðssetningu „Evicted“. Fyrsta spuming var auðvitað hvemig það hafi borið til að hann tók að sér að framleiða myndina. Hann svarar strax að það sé nú saga að segja frá því. „Þegar við Magnús Jónsson voram 14-15 ára gamlir kom vinur okkar, Stefán sonur Árna Egilssonar bassaleik- ara, í heimsókn frá Bandaríkjunum ásamt félaga sínum, Michael Ti- erney, en við voram að gutla sam- an í tónlist á þessum tíma. Micha- el og Magnús stóðu í bréfaskriftum í einhvem tíma eftir þessa heim- sókn en síðan datt sambandið nið- ur. Þegar ég hélt til Los Angeles fyrir fjóram árum sagði Magnús: ,jÞú berð Michael kveðju mína.“ Eg benti honum á að 11 milljón manns byggju í borginni svo lík- urnar á óvæntum endurfundum væru ekki miklar. Ég er síðan úti að djamma með tveimur öðram íslendingum kvöld eitt og við skellum okkur óboðnir inn í gamlan flottan bíl. Öku- maðurinn snýr sér að okkur og spyr hvaðan við komum. Við svör- um því og hann spyr: „Þekkið þið strák sem heitir Magnús?“ Þetta var þá Michael. Við endumýjuðum kynnin í kjöl- farið. Michael vissi ekki í fyrstu að ég væri á leiðinni í kvikmynda- nám, hélt ég væri enn í tónlist- inni, en þegar það kom upp úr dúmum þá sagði hann mér að hann væri með handrit í smíðum. Við ákváðum að skella okkur út í að kvikmynda það. Michael redd- aði peningamönnurn og átti einnig smá pening svo við gátum byijað.“ Björn segir að slagorð krotað á klósettvegg í skólanum sem hann sækir hafi ýtt við sér að drífa sig í þetta verkefni en það hljóðar: „Vertu ekki að láta skólann tefja þig.“ Bornir út „Evicted“ er um tvo unga menn sem eiga í stríði við umsjónarmann íbúðarhússins þar sem þeir leigja. Umsjónarmaðurinn, fyrrverandi Víetnamhermaður, tekur deilurnar alvarlega og dregur þá fyrir rétt og lýkur málinu með því að þeir eru reknir út, m.a. vegna þess að þeir mæta of seint fyrir dóm og öll pappírsmál þeirra eru í klúðri. Félagamir fara á þvæling, hitta m.a. dóphaus og stripp-stelpur, og ákveða í kjölfar þess að kveðja umsjónarmanninn með því að halda rokna partý í íbúðinni. Um- sjónarmaðurinn hefur í millitíðinni fengið bakþanka og býður þeim að vera nokkram dögum lengur, en félagarnir hundsa boðið og partýið skellur á. Leikstjórinn sjálfur, Michael, leikur aðalhlutverkið ásamt systur- syni sínum, Terence. í öðram stór- um hlutverkum eru Terry Camil- leri sem umsjónarmaðurinn og Magnús Jónsson sem evrópskur eiturlyijasali, en föðurbróðir leik- stjórans, Lawrence Tierney, leikur föðurlegan vin aðalsöguhetjunnar. Eins og Bjöm bendir á er Lawr- ence þekkt nafn í Hollywood með litríkan feril að baki. Hann hóf að leika í kvikmyndum á fimmta ára- tugnum og er þekktur fyrir hlut- verk sín í glæpamyndum eins og „Dillinger" (1945) og „Bom to Kill“ (1947). Lawrence var einnig alræmdur slagsmálahundur og gerði það hann óvinsælan í Holly- wood. Síðustu tíu árin hefur ferill hans aftur verið í uppsveiflu en hann hefur leikið í myndum eins og „Prizzi’s Honor“, „Tough Guys Don’t Dance“ og „Reservoir Dogs“. Terry Camillieri hefur einnig langan feril að baki. Hann lék í einni af fyrstu myndum Peter Weir, „The Cars That Ate Paris“, árið 1974. Á síðari árum hefur hann leikið í ýmsu t.d. Napóleon í „Bill & Ted’s Excellent Advent- ure“ árið 1989. Nýjasta hlutverk Camillieri er í „The Truman Show“ sem Peter Weir leikstýrir en Jim Carrey fer með aðalhlut- verkið. Að sögn Björns tók undirbún- ingur fyrir tökur um hálft ár, en þær fóru fram í mars 1995 og stóðu í fimm vikur. „Við Michael ákváðum tökudag og auglýstum eftir leikurum. 2.000 manns svör- uðu. Los Angeles er staður þar sem hægt er að fara af stað með svona kvikmynd og hlutirnir rúlla. Það er hægt að nálgast þekkt nöfn af því að maður þekkir mann sem þekkir mann... og menn eru til- búnir að slá af launakröfum ef þeim líst vel á handrit. Áhersla á útlit Ég útvegaði mikið af tökuliðinu. Við lögðum áherslu á að við vildum gott útlit á myndina. Það er ljótt að horfa á ódýrar, óháðar myndir eins og „Clerks“ og „Brother McMullen". Við fengum reyndan kvikmyndatökumann með sína að- stoðarmenn sem var dýrt. Einnig fengum við góðan hljóðmann sem vann t.d. við tökur á „Jurassic Park“. Þetta var sterkur kjarni og útkoman er sú að myndin lítur rosalega vel út. Sagan sjálf gengur líka vel upp. Hún gengur lengra en hefðbundin Hollywood-fram- leiðsla leyfir sér.“ Um síðustu vikur fyrir tökur og upptökutímann sjálfan segir Björn: „Það var allt bijálað í 2-3 mán- uði. Maður svaf í 3 tíma á nóttu. Við gerðum allt sjálfir. Michael sá t.d. sjálfur um tónlistina fyrir myndina. Þetta var eins og stríð, mjög óraunverulegt tímabil en ein- hvern veginn gekk allt upp. Einn daginn vantaði okkur t.d. nauðsyn- lega leikmuni fyrir ákveðin atriði og þeir komu bara upp í hendum- ar á okkur.“ Áhugi Sundance Eins og fyrr sagði vinnur Bjöm nú að því að koma „Evicted" á markaðinn. „Við erum að stúdera kvikmyndahátíðimar, og einnig að ræða við menn í Hollywood. Stjóm- andi Sundance-kvikmyndahátíðar- innar, Geoffrey Gillmore, hefur sýnt áhuga á því að sjá myndina en hann vill færa hátíðina nær upprana sínum, það er að gefa nýjum kvikmyndagerðarmönnum tækifæri til þess að koma myndum sínum á framfæri. í Hollywood eru allir tilbúnir að sjá fullgerða kvikmynd. Stúdíóin era að verða undir og vantar efni eins og þeir sem vinna á óháða markaðinum gera, en þeir era frek- ar tilbúnir til þess að taka áhættu. Maður verður samt að gæta þess að láta myndina ekki í rangar hendur. Röng markaðssetning get- ur eyðilagt mynd. Við eru þess vegna að leita að kynningarfull- trúa. Við getum prufukeyrt myndina í einu landi og eram að hugsa um Island eða Ástralíu, þar sem við höfum sambönd. Við höfum tæki- færi til þess að framsýna hana í haust eða vetur. Okkur liggur svo sem ekkert á. Framleiðslan var ódýr, myndin kostaði um hálfa milljón dollara, svo við erum ekki að tapa peningum þó við gefum okkur tíma. Hver veit nema íslensk- ur bíóstjóri sýni áhuga á „Evicted" þá eram við tilbúnir að slá til! Ef dómar hér um myndina væra síðan jákvæðir þá yrði það gott nesti fyr- ir markaðssetninguna. “ Björn hefur fleiri járn í eldinum en „Evicted". Hann er enn í námi við Columbia College og er kominn af stað með nýtt verkefni, þó að hann viðurkenni að það sé erfitt að sinna náminu og standa í kvik- myndaframleiðslu á sama tíma. Björn segir ekki mikið um nýja verkefnið annað en það sé komið af stað og velþekktir leikarar eins og Ed Harris og Drew Barrymore hafi fengist til þess að lesa yfir handritið. MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Matthildur (MatUd'd)'k k ★ Sonur forsetans (First Kid)-k ★ ★ 'h Leitin að lífshamingjunni (Unhook the Stars)ir ★ ★ 'h í deiglunni (The Crucible)k ★ ★ 'h Tvö andlit spegils (The MirrorHas Two Faces) ★ ★ ★ Ógnarhraði (Runaway Car)-k k Lífið eftir Jimmy (After Jimmy)k ★ ★ Bundnar (Bound)k k k Ókyrrð (Turbulence)'h Hatrinu að bráð (Divided by Hate)k 'h Gullbrá og birnirnir þrír (Goldilocks and the Three Bears) k'h Þruma (Blow Out)k k k 'h Tortímandinn (Terminator)k k FARÐU AÐ H3IMAN París Isic og Go25 korthafar greiða 22.100 Hamborg Dusseldorf Munchen 251 afsláttur fyrir 12 - 21 árs 24.900 19.900 23.000 25.000 Kaupmannahöfn frá 13/9 21.030 Innifalið: Flugfar báðar leiðir og flugvallarskattar Uh x o x X 2 ED O S X X x (JlD Farðu að heiman - en komdu við á Ferðaskrifstofu stúdenta. EmI pað dugar ekki AÐ SmA HEIMA OG LESA! slni: 561 5656 fax: 551 9113 heimasIða: http://www.centrum.is/studtravel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.