Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Framkvæmdastj óri VSÍ vill að leikskólar verði einkavæddir
Sammngurinn hefur
efnahagsleg áhrif
„ÞAÐ er bamaskapur ef menn
halda að það hafi ekki einhver efna-
hagsleg áhrif eða áhrif á vinnu-
markaði þegar mjög stórir hlutar
opinbera geirans eru að semja um
prósentuhækkanir sem samræmast
betur verðbólgutölum síðasta ára-
tugar heldur en því sem nú er að
gerast,“ sagði Þórarinn V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands íslands, um nýgerð-
an kjarasamning leikskólakennara.
Þórarinn sagðist hafa áhyggjur
af þenslu i opinberri þjónustu. Sveit-
arfélögin kæmu ekki til með að
bregðast við þessum samningi með
því að skera niður þjónustu eða
draga úr kostnaði. „Sveitarfélögin
koma fyrst og fremst til með að
hækka skatta. Þetta er ákvörðun
um að auka vægi opinbera geirans.
Það fínnst mér umhugsunarvert. Ég
er þeirrar skoðunar að það hefði átt
að vera liður í þessu máli að einka-
væða þessa þjónustu og koma henni
sem allra mest í útboðsform úr þessu
reglugerðarsamfélagi sveitarfélaga
og ráðuneytis,“ sagði Þórarinn.
Hækkanir hjá opinberum
starfsmönnum
„Það kæmi mér ekki á óvart að
þeim, sem voru fyrir sama samn-
ingstímabil að semja um 16-18%
hækkun, finnist dálítið merkilegt að
þetta endurmat á launum leikskóla-
kennara skuli skyndilega hafa farið
fram með þessum hætti. Það kemur
undarlega fyrir sjónir ef endurmat
á launahiutföllum eigi aðallega að
felast í að opinberir starfsmenn
hækki umfram aðra. Það getur ver-
ið tilefni til breytinga, en á almenn-
um vinnumarkaði hafa þær breyt-
ingar aðallega haldist í hendur við
einhverjar breytingar á skipulags-
málum sem hefur gefíð færi á að
ná fram kostnaðarlækkun."
Þórarinn sagðist vita að kostnað-
ur við leikskólakerfið væri hár og
mönnunin væri mjög mikil. „Það
er auðvitað firra ef menn halda að
kostnaðurinn muni ekki koma fram.
Við höfum áhyggjur af því að kostn-
aður opinberra aðila fari vaxandi.
Almennar launahækkanir á íslandi
eru langt umfram það sem gerist
í samkeppnislöndum okkar. Þær
hækkanir sem eru þarna á ferðinni
og verið er að ræða um í þeim samn-
ingum sem nú standa yfir fara langt
fram úr því sem annars staðar er
verið að gera,“ sagði Þórarinn.
PAOLA
SVART/HNOTA
HNOTA
Frábærir stólarpá Rossetto
Áklæði eftir vali
Stgr.verð 37.810 kr.
rnrv húsgögn
Ármúla 44
sími 553 2035
Mokveiði
eftir
Iþrótta- og tómstundaráð
1,9 milljónir
í styrki
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu frá íþrótta- og tómstundaráði
um að veita fimm styrki, samtals
að upphæð 1.920 þús.
Samþykkt var að styrkja íþrótta-
félag heyrnarlausra um 500 þús.,
Skáksveit Hólabrekkuskóla 170
þús., Skásambandið v/skólaskák-
móta 400 þús., Fræðslu- og þjón-
ustudeild kirkjunnar vegna starfs
með nýbúum 350 þús. og Taflfélag
Hellis 500 þús.
seladráp
Það gengur á ýmsu á sjóbirtings-
slóðum sunnanlands þessa dagana.
Það var t.d. handagangur í öskj-
unni er fréttist af selnum í vatna-
mótum Tungufljóts, Eldvatns og
Hólmsár á fimmtudag. Selurinn
var skotinn og fjarlægður úr ánni
samdægurs og á föstudag og laug-
ardag var eins og við manninn
mælt, sjóbirtingur gekk af krafti
í Tungufljótið og hollið sem var
að veiðum naut góðs af, mokveiddi
á föstudag og laugardag, alls 30
birtinga frá 5 pundum og upp í
12 pund! Fram að því hafði veiði
verið lítil.
Sjóbirtingsveiði glæðist í
Ytri-Rangá
„Sjóbirtingurinn er farinn að
ganga af nokkrum krafti hjá okkur
og að undanfömu hafa komið þó
nokkrir mjög góðir dagar. Hafa
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
MAGNÚS Jónasson og Þórður Pétursson renna stórlaxi af
Hólmavaðsstíflu í Laxá í Aðaidal sprelllifandi ofan í klakkistu.
menn oft verið að fá 10-20 físka
á dag, mest fyrir neðan Ægissíðu-
foss, frá báðum bökkum. Birt-
ingurinn er af ýmsum stærðum.
Það er mikið af pundsfíski, en
góður slatti af 2-7 punda fiski
með. Bleikjuveiði hefur einnig
glæðst, en þær eru algengastar
um 2 pund. Þá eru menn enn að
reyta upp lax, enda er nóg af hon-
um, sérstaklega á Rangárflúðum
og í Ármótahyl á urriðasvæðinu.
Þar er mikið af laxi. Nokkrir stór-
laxar hafa verið veiddir að undan-
förnu, 12-14 punda, þeir gefa sig
oft einmitt á haustin," sagði Þröst-
ur Elliðason leigutaki árinnar í
gærdag. Hann sagði að laxveiði í
Ytri-Rangá og Hólsá væri komin
í 1.050 laxa og í Eystri-Rangá
hefðu veiðst um 1.650 laxar, eða
alls um 2.700 laxar.
Vantar nýjan fisk í Grenlæk
Agnar Davíðsson, formaður
Veiðifélags Grenlækjar og Jóns-
kvíslar, sagði í samtali við blaðið
í gær að talsvert mikill fískur væri
í Grenlæk fyrir ofan Flóð, en það
væri mest leginn fískur og lítið
hefði gengið af nýjum físki upp á
síðkastið. „Það hefur fyrir vikið
verið fremur róleg veiði, en þó
hefur hún glæðst allra síðustu
daga þar sem hlýnað hefur veru-
lega í veðri. Það fékk t.d. eitt
þriggja daga hollið 60 birtinga á
Seglbúðasvæðinu, allt á flugu og
mjög mikið af því 4-8 punda físk.
Það er reyndar eitt albesta hollið
í sumar og haust. Svæðin fyrir
ofan hafa einnig verið að gefa og
ekki er óalgengt að menn fái 2-6
fiska á dag. Stærstu fiskamir í
haust hafa verið 10-12 punda. í
Jónskvísl er talsvert af físki, en
hann hefur tekið illa. Sumir fá
ekkert, en aðrir 2-4 yfír daginn.
Það vantar líka nýjan físk í Jóns-
kvísl,“ sagði Agnar.
Málþing um mannréttindi
Varnir gegn ómann-
úðlegri meðferð
fanga í Evrópu
Evrópunefnd um varn-
ir gegn pyndingum
og ómannúðlegri og
vanvirðandi meðferð eða
refsingu" er nafnið á nefnd
sem sett var á stofn sam-
kvæmt Evrópusamningi
með sama nafni, sem ísland
hefur verið fullgildur aðili
að frá árinu 1991. Þessi
samningur varð til fyrir til-
stilli ráðherranefndar Evr-
ópuráðsins árið 1987 og
fagnar því tíu ára afmæli
sínu í ár.
Af því tilefni stendur
Mannréttindaskrifstofa ís-
lands og íslandsdeild Am-
nesty International í kvöld
fyrir málstofu um samning-
inn og áhrif hans í þeim
löndum sem hafa fullgilt
hann. Málstofan fer fram í
Litlu Brekku, bakhúsi veit-
ingastaðarins Lækjarbrekku í
Reykjavík, og hefst kl. 20:30.
Frummælendur verða séra Jón
Bjarman, fulltrúi í Evrópunefnd-
inni, og Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögmaður, sem ný-
kominn er af alþjóðlegri ráðstefnu
um samninginn í Lundúnum.
Morgunblaðið fékk sr. Jón til
að segja frá hlutverki þessarar
óvenjulegu nefndar, sem hann
hefur starfað með síðan 1992.
„Hlutverk nefndarinnar var
fyrst og fremst það að koma í veg
fyrir að ófijálsir menn sem eru
sviptir frelsi sínu af stjórnvöldum
séu beittir harðræði eða jafnvel
pyntaðir," segir Jón. „Aðalhlut-
verk nefndarinnar er þannig fyrir-
byggjandi eðlis. Það sem er merki-
legt við hana er að aðildarþjóðir
samningsins gera með sér sam-
komulag um að „skoða hver í
annars garði“.“
- Hvert er vinnufyrirkomulag
nefndarinnar?
„Nefndin heldur fundi og skipu-
Ieggur heimsóknir til landa sem
hafa fullgilt samninginn; í slíkum
heimsóknum fer hún og skoðar
stofnanir þar sem menn eru í haldi
vegna frelsissviptingar af einu eða
öðru tagi. í samningnum er tekið
fram að allar upplýsingar skulu
liggja frammi og nefndarmönnum
tryggður frjáls aðgangur að þeim
á meðan á heimsókninni stendur.
Þær heimsóknir sem nefndin fer
í á hveiju ári, sem eru um það bil
6 að jafnaði, eru skipulagðar í
upphafí árs. Það er ekki gefið upp
hvert farið verður fyrr en rétt
áður, til þess að menn geti ekki
farið að „hreinsa til í garðinum
sínum“ gagngert vegna þess að
nefndin sé á leiðinni.
Þessar heimsóknir eru af
þrennu tagi. Fyrst ber að nefna
almennu heimsóknirn- ____________
ar, sem farnar eru
þriðja hvert ár. Síðan
eru svokallaðar „ad
hoc“-heimsóknir, sem
eru skemmri og beinast
gegn ákveðnum stofn- _____
unum vegna ákveðinna
tilvika. Loks er það eftirlitsheim-
sóknir, sem farnar eru til að líta
eftir því hvort farið hafí verið að
ráðum eða tilmælum nefndarinnar
og komið til móts við ábendingar
hennar."
- Hvað hefur þér af fenginni
reynslu þótt erfíðast í starfi nefnd-
arinnar?
„Erfíðast í starfinu hefur oft
reynzt vera heimsóknir á lögreglu-
stöðvar. Engin viðvörun er gefín
áður en við komum. Við birtumst
yfirleitt seint að kvöldi eða
snemma nætur. Nú vil ég ekki
kasta rýrð á lögregluna, en reynsl-
Sr. Jón Bjarman
► Séra Jón Bjarman fæddist
árið 1933 á Akureyri. Hann tók
stúdentspróf frá MA 1954 og
lauk guðfræðinámi frá Háskóla
Islands 1958. Hann var prestur
í Vestur-íslendingabyggðum í
Manitoba 1958-1961, þá í Lauf-
ási í Skagafirði til 1966 og
gengdi stöðu æskulýðsfulltrúa
þjóðkirjunnar 1966-1970.
Næstu 16 árin var sr. Jón fanga-
prestur og hefur þjónað sem
sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunn-
ar frá 1986. Hann tók sæti í
Evrópunefnd um varnirgegn
pyndingum og ómannúðlegri og
vanvirðandi meðferð eða refs-
ingu árið 1992.
Sr. Jón Bjarman er kvæntur
Jóhönnu K. Pálsdóttur prófasti
og eiga þau tvö börn.
Búast má við
2. heimsókn
nefndarinnar
síðan 1993
an hefur sýnt að hættan á illri
meðferð handtekins manns er
mest á fyrsta sólarhringnum eftir
handtöku.
Ef við verðum varir við eitthvað
mjög slæmt þá beitum við því sem
venjulega er kallað tafarlaus at-
hugasemd (immediate observati-
ori), sem felst í því að við gerum
vart við það sem við sáum hjá
viðkomandi stjórnvöldum og för-
um fram á úrbætur þegar í stað.
Venjulega gefum við þriggja mán-
aða frest til svars og úrbóta."
- Nefndin kom til Islands síðast
1993. Hvernig kom ísland út úr
úttektinni þá og er ekki orðið lík-
legt að hún komi brátt aftur?
„ísland kom út mjög svipað og
hin Norðurlöndin, þar eru sams
kona kerfi og sams konar vanda-
mál við að etja. Það er mjög lík-
legt að hún fari að koma aftur,
en ég get ekkert ákveðið sagt um
það. Það er líka ljóst að ég sem
_________ íslendingur verð ekki
í þeim hópi nefndar-
manna sem gerir út-
tekt á fangelsismálum
á Islandi."
- Skilaði heimsókn
_________ nefndarinnar hingað
árangri?
„Það gerði hún tvímælalaust.
Hún gerði ákveðnar tillögur og
það er verið að breyta starfsemi
fangelsismálastofnunar og í fang-
elsum landsins með tilliti til þeirra
tillagna. 1 þeim var líka fjallað
um venjulegan réttargang, sem
hefur meðal annars leitt til nýrra
laga um meðferð handtekinna,
þannig að árangur af starfi nefnd-
arinnar hérlendis er greinilegur.
Réttarstaða handtekinna er mál
sem við látum okkur miklu varða,
því hættan á að handteknir menn
verði fyrir harðræði er mest fyrstu
sólarhringana eftir handtöku."