Morgunblaðið - 24.09.1997, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.09.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 9 FRÉTTIR Lögmannafélag Islands með ólög mæta gjaldskrá Starfsmenn SR og Landspítala Sameigin- leg ályktun um sam- einingu STJÓRNIR læknaráða og starfs- mannaráðs Sjúkrahúss Reykajvíkur og Landspítala hafa samþykkt eftir- farandi yfirlýsingu vegna skýrslu um „skipulagsathugun sjúkrahús- anna í Reykjavík og nágrenni". Forsendur þær fyrir sparnaði sem fram koma í skýrslu VSÓ um „skipulagsathugun sjúkrahúsanna í Reykjavík og nágrenni" eru reistar á veikum grunni. Iðulega eru bornir saman ólíkir hlutir og síðan dregnar ályktanir sem ekki standast. Engin tilraun er gerð til að meta þá miklu vinnu sem fer í vísindastörf og kennslu. Við teljum að forsendur breytinga eigi fyrst og fremst að vera faglegar en þeim þætti er ekki gert nægilega hátt undir höfði í skýrslunni. Auður sjúkrahúsanna felst að mestu leyti í þjálfuðu starfs- fólki og því þarf að skapa viðunandi aðstöðu. Gífurleg þrengsli og skort- ur á vinnuaðstöðu standa báðum sjúkrahúsunum mjög fyrir þrifum. Hvort sem af sameiningu verður eða ekki þarf að leggja verulega fjár- muni í að bæta starfsaðstöðu á báð- um sjúkrahúsunum. Sameining kann að leiða til sparnaðar í framtíð- inni en hún mun ekki skila ávinn- ingi nema fjármunum sé í upphafi varið til nauðsynlegra breytinga. Umræða um sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur staðið lengi. Við eru sammála um að nú sé rétt að kanna þessa mögu- leika ofan í kjölinn. Læknaráð og starfsmannaráð sjúkrahúsanna eru tilbúin að taka þátt í þeirri umræðu af fullum heilindum. ÞRÁTT fyrir að samkeppnisráð hafi á árinu 1994 hafnað beiðni Lögmannafélags íslands um undanþágu til að gefa út leiðbein- andi gjaldskrá hefur stjórn félags- ins framreiknað gjaldskrá frá 1992 og haft hana til viðmiðunar í störf- um sínum. Samkeppnisráð telur þetta fara í bága við bannákvæði samkeppnislaga um verðsamráð og vera brot gegn fyrri ákvörðun- um ráðsins og áfrýjunarnefndar samkeppnismála, en áfrýjunar- nefndin staðfesti á sínum tíma úrskurð samkeppnisráðs. Samkeppnisstofnun barst í sum- ar erindi frá lögmanni þar sem fram kom að stjórn Lögmannafé- lags íslands beitir samanburði á gjaldtöku einstakra lögmanna við gjaldskrárliði í gjaldskrá félagsins frá 1. júlí 1992. Samkeppnisráð telur að þetta leiði til þess að hinni ólögmætu gjaldskrá sé í raun hald- ið við og umrædd háttsemi lög- mannafélagsins því til þess fallin að draga úr samkeppni milli lög- manna. Beiting stjórnar Lög- mannafélagsins á gjaldskrá félags- ins frá 1. júlí 1992 við meðferð úrskurðarvalds síns samkvæmt lögum um málflytjendur brjóti því gegn 10. og 12. grein samkeppni- slaga. Borgarstjóri geri tillögu FRAMKVÆMDANEFND Samráðs um Reykjavíkurlista hefur falið Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, að leggja fram tillögu um hvernig valið verður á framboðs- lista Reykjavíkurlistans við næstu borgarstjórnarkosningar; hvort prófkjör verði látið fara fram eða hvort uppstillinganefnd raði á list- ann. Ingibjörg sagðist reikna með að fljótlega í næstu viku mypdi hún leggja fram sína tillögu. „Ég er til í hvað sem er,“ sagði hún, þegar spurt var hvort hún yrði í fyrsta sæti listans eða í baráttusætinu. Hún sagði að ekki væri tímabært að greina frá með hvaða hætti yrði valið á listann en að hún hefði ákveðna skoðun á því. „Ég veit ekki til þess að einhver þeirra, sem skipa listann nú vilji draga sig til baka en auðvitað gæti það komið fram,“ sagði hún. „Sennilega mun það ekki koma fram fyrr en aðferðarfræðin liggur fyrir. Menn gefa sjálfsagt ekki út slíka yfirlýsingu fyrr. Ekki frekar en hjá Sjálfstæðisflokknum." Rólegur minkur MINKURINN á myndinni sat nán- ast fyrir hjá Braga Halldórssyni sem var á ferð á Þingvöllum á góðviðrisdegi nýlega. Ekki voru nema um 10 metrar á milli þeirra og sagði Bragi að kyrrt hefði verið og því hefði minkurinn ver- ið rólegur í fyrstunni. Gat hann þá tekið myndina og reyndar fleiri en síðan stakk minkurinn sér niður í sprungu. Vilt þú leigja íbúðina þína í vetur? Eldri hjón utan af landi óska eftir að taka á leigu ibúð meó húsgögnum miðsvæðis í Reykjavík. Leigutími okt./nóv.—apríl/maí. Góð umgengni og öruggar greiðslur. Tilboð sendist afgreióslu Mbl., merkt: „íbúð — 2291". Erum flutt úr Austurstræti 5 í Austurver, Háaleitisbraut 68. Verið velkomin - nœg bilastœði 'he,simer)}<xn O^SÍMI 5 553 3305 "\ DomusMedica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Mikið úrval af herraskóm Verð: 7.495,- Tegund: 1516 Svort leður í stærðum 40-46 STEINAR WAAGE THE LEILA COLLECTION Full búð af nýjum vörum Púðar — dúkar — teppi — mottur Einnig haustsending af skarti frá 1928 Allt ný nu|,istu BOUTIQUI Laugavegur 20b sími 552 2515 Náttföt og sloppar á góðu verði SKIPTIKJÖR I BDÐI FYRIR SP 19B7 II6A / r I UTBDÐI 24. SEPTEMBER Spariskírteini ríkissjóðs í 2. fi. A 1987 - 6 ár, koma til innlausnar 10. október næstkomandi. Þeir sem eiga þessi skírteini geta tryggt sér skiptikjör á nýjum spariskírteinum í markflokkum í útboði 24. september. Hafðu samband strax við starfsfólk Lánasýslu ríkisins og fáðu nánari upplýsingar. Þar getur þú einnig fengið alla aðstoð við þátttöku í útboðinu. Nýttu þér skiptikjörin og vertu áfram í örygginu. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ASKRIFT JIQJ iiO 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.