Morgunblaðið - 24.09.1997, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/GS
ÞORFINNUR Þórarinsson bóndi á Spóastöðum og formaður
Landgræðslufélags Biskupstungna með herfið sem dregið var
yfir melana eftir að dreift hafði verið fræi og áburði.
Morgunblaðið/GS
Á JÖKULÖLDUNNI Pokakerlingu í landi Hóla sem keypt var
og lagt undir afréttinn 1958. Síðla sumars var víða komin græn
slikja. Jarlhettur og Langjökull eru í baksýn.
Uppgræðsla á afrétti
Biskupstungna
Nú er unnið að uppgræðslu á hluta af Bisk-
upstungnaafrétti. Gísli Sigurðsson skoðaði
svæðið en sáð var í 250 ha í sumar.
SYÐSTI hluti afréttar Biskups-
tungna er að stórum hluta örfoka.
Þar er annars vegar land jarðar-
innar Hóla, sem hreppurinn keypti
og lagði undir afréttinn, en hins
vegar Tunguheiði sem telst sér-
eign Bræðratungukirkju. Síðast-
liðið vor var sú ákvörðun tekin að
vinna að uppgræðsiu þessa svæðis
sem nær inn að Sandá.
Landgræðslufélag Biskups-
tungna, sem stofnað var 1994,
stendur að því með Landgræðslu
ríkisins og er markmiðið að hefta
jarðvegsrof, sem enn er þar til stað-
ar þó í litlum mæli sé, og klæða
landið öflugum gróðri til frambúðar
og þá með það fyrir augum að sá
gróður geti nýst afréttarfé. Þetta
er stórt verkefni en það sem skipt-
ir sköpum er að uppgræðsluna er
hægt að kosta með fé sem ríkið
hefur skuldbundið sig til að leggja
fram til bindingar á koltvísýringi
samkvæmt Ríó-sáttmálanum.
Samningur var gerður við land-
eigendur sem eru eins og áður
segir Biskupstungahreppur og
Bræðratungukirkja. Landgræðsl-
an tók að sér að koma upp fimm
strengja rafgirðingu, sem er alls
14 km löng og er skiiin eftir spilda
vestast í Hólalandi þar sem fé
getur komizt óhindrað innan af
afrétti til byggðar. Vinnu við girð-
ingarnar lýkur nú í september.
Svæðið sem á að græða upp er
Morgunblaðið/Sigmundur
Sigurgeirsson
SNEMMA í sumar komu
bændur úr Biskupstungum
á uppgræðslusvæðið með
dráttarvélar og unnu að sán-
ingunni. Hér er blandað
saman áburði og fræi.
alls um 2.500 ha. Verkið hófst í
sumar með því að hópur manna
úr Biskupstungum kom með drátt-
arvélar. Sáð var fræi og áburður
borinn á um 170 ha og slóðadreg-
ið á eftir með þar til gerðu herfi,
en það hefur sýnt sig að þá vegn-
ar fræinu betur. Landgræðslan bar
á ógreiðfært land úr flugvél. Auk
þess var plantað lúpínu í svæði
sem ekki eru véltæk og verður
mel og lúpínu sáð í hluta svæðis-
ins í haust. Alls tókst að sá í 250
ha svæði á sumrinu. arinsson á Spóastöðum, Gísli Ein-
í stjórn Landgræðslufélags arsson í Kjarnholtum og Arnheiður
Biskupstungna eru Þorfinnur Þór- Þórðardóttir í Gýgjarhólskoti.
Sandvatn
Opið svæði
milli girðinga
Landsþing Náttúrulækningafélags íslands
Ríkið standi við skrifleg loforð
Eðlilegt að ríkið rækti viðskipti
við þá sem bjóða ódýra þjónustu
NÁTTÚRULÆKNINGAFELAG
íslands telur ámælisvert að ríkið
standi ekki við skrifleg loforð um
viðskipti við fyrirhugaða heilsu-
stofnun í Kjarnaiundi á Akureyri
og valdi sífelldum erfiðleikum í
rekstri Heilsustofnunar í Hvera-
gerði. Þetta kemur fram í ályktun
Landsþings Náttúrulækningafé-
lags Islands sem haldið var í
Hveragerði 20. september sl. Bæj-
arstjórn Hveragerðis lýsir yfír
þungum áhyggjum sínum af þeirri
stöðu sem nú er komin upp milli
NLFÍ og heilbrigðisráðuneytis um
rekstur heilsustofnunar NLFÍ í
Hveragerði.
í ályktuninni segir að Heilsu-
stofnunin í Hveragerði sé ódýrasti
vistunarkostur heilbrigðiskerfisins
í landinu og njóti eigi að síður al-
mennrar viðurkenningar fyrir
gæði. Félagið telji eðlilegt í ijár-
hagsvanda heilbrigðiskerfisins að
ríkið rækti góð viðskipti við samtök
sem bjóða góða og ódýra þjónustu
og taki þau viðskipti fram yfír
dýrari kosti í heilbrigðiskerfínu.
í ályktuninni kemur fram að
dagurinn á Heilsustofnun í Hvera-
gerði kosti 5.500 krónur. Til
samanburðar kosti dagurinn um
10 þúsund krónur á Reykjalundi,
um 13 þúsund krónur á Grensás-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur og
um 24 þúsund krónur á endur-
hæfingardeild bæklunardeildar
Landspítalans.
Stjórn falið að grípa til
ráðstafana
Landsþingið heimilaði stjórn
Náttúrulækningafélagsins að
ganga til samninga við heilbrigðis-
og tryggingaráðuneytið um gerð
þjónustusamnings vegna Heilsu-
stofnunar NLFÍ í Hveragerði.
Hafi samkomulag ekki náðst við
ráðuneytið um nýjan samning fyr-
ir 1. október nk. er stjórn félags-
ins jafnframt heimilað að fram-
lengja um þijá mánuði núgildandi
samning um rekstur Heilsustofn-
unar NLFÍ.
Hafí samningur ekki verið
framlengdur eða nýtt samkomulag
komist á fyrir 1. október nk. er
stjórnum NLFÍ og Heilsustofnunar
NLFÍ falið að grípa til nauðsyn-
legra ráðstafana við rekstur
heilsustofnunarinnar til að tryggja
að félagið eða heilsustofnunin
verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni
vegna rekstrarins.
Verðlagseftirlit laun-
þegahreyfingarinnar
og Neytenda-
samtakanna
Lítið borist
af kvört-
unum
LÍTIÐ hefur borist af kvörtunum
um verðhækkanir til samstarfs-
nefndar Alþýðusambands íslands,
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja og Neytendasamtakanna um
verðlagseftirlit. Hins vegar hefur
nokkuð borið á kvörtunum vegna
verðmerkinga í verslunum og mis-
ræmis milli þess verðs sem uppi er
í búðinni og þess verðs sem innheimt
er við kassa. Starfsemin hefur því í
auknum mæli beinst að því að gera
verðkannanir af ýmsu tagi.
Guðmundur Gylfi Guðmundsson,
hagfræðingur hjá Alþýðusambandi
íslands, sagði að verðhækkanir
hefðu verið minni en óttast var í
kjölfar kjarasamninga í vor. Um það
réði sennilega gengisþróunina
mestu, en einnig hefði hagnaður og
afkoma hjá fyrirtækjum verið býsna
góð. Það hefði því lítið borið á kvöt-
unum vegna verðhækkana til nefnd-
arinnar og hefði því starfið meira
beinst í farveg verðkannana. Búið
væri að gera tvær verðkannanir í
sumar, annars vegar á verði þjón-
ustu við bifreiðar og hins vegar á
verði á tómstundastarfi fyrir börn.
Áfram fylgst með
Guðmundur sagði að áfram yrði
fylgst með verðþróuninni og einnig
væri ákveðið að halda áfram með
verðkannanir af ýmsu tagi. I fyrstu
könnuninni hefði verið kannað verð
á smurningu og hjólbörðum. Síðan
hefði verið kannað verð á tóm-
stundastarfi fyrir börn. Byijað hefði
verið á fimleikum og dansi og síðan
tekið fyrir íþróttastarf hjá íþróttafé-
lögunum, en niðurstaðan í þeim efn-
um hefði birst í fjölmiðlum um helg-
ina.
Guðmundur sagði að segja mætti
að tilgangurinn með könnuninni á
íþróttastarfinu væri tvenns konar.
Ánnars vegar að leiða fram verðmis-
muninn á þessu starfi og hins vegar
að sýna fram á hvað tómstundastarf
væri dijúgur útgjaldaliður.
Hægtað
hringja í 112
úr öllum
GSM-símum
HÆGT er að hringja úr GSM-síma
beint í Neyðarlínuna án þess að slá
fyrst inn lykilnúmer. Eiríkur Þor-
bjömsson, framkvæmdastjóri
Neyðarlínunnar, segir að nokkur
dæmi séu um að þetta hafí ráðið
úrslitum um hvort fólki í neyð hafi
tekist að kalla á hjálp í tæka tíð.
Þegar þyrluslysið varð inn af
Hamarsfirði fyrr í þessum mánuði
tókst bóndanum á Bragðavöllum
að láta vita af slysinu með því að
hringja á hjálp úr GSM-síma sem
var í þyrlunni. Hann gat ekki hringt
úr símanum í venjuleg númer því
að fyrst þurfti hann að slá inn lykil-
númer sem hann þekkti ekki. Hann j
náði hins vegar að hringja í neyðar-
númer Neyðarlínunnar, 112, því að
enginn lás er á því númeri í GSM-
símum.
Eríkur sagði að í nokkrum öðrum
tilvikum hefði fólk náð að kalla á
hjálp Neyðarlínunnar án þess að
vita um lykilnúmer GSM-síma.
Þetta væri því mikilvægt öryggisat-
riði. Neyðarlínan sæi hins vegar 1
ekki úr hvaða síma væri hringt j
þegar haft væri samband við hana 1
með þessum hætti og það væri viss
ókostur.