Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLADIÐ Búnaðarbankinn að selja um 10% hlut í Tryggingamiðstöðinni Sjóvá íhugarkaup á hluta bréfanna NBCfékk flest Emmy verðlaun Pasadena, Kaliforníu. Reuter. NBC sigraði keppinauta sína í sjón- varpsgeiranum með því að hljóta 24 Emmy verðlaun nýlega. NBC sigraði vegna þátta eins og„Seinfeld“, „Frasier" „3rd Rock From the Sun“ og „Mad About You“. Kaplasjónvarpskerfið HBO hlaut 19 verðlaun, CBS, 12 og ABC 10. NBC tryggði sér verðlaun fyrir beztu gamanþættina, „Frasier", og þættirnir “Law & Order“ hlutu verðlaun í sínum flokki. John Lit- hgow var kjörinn bezti leikarfinn fyrir “3rd Rock From The Sun“ frá NBC og Helen Hunt var valin bezta leikkonan fyrir leik sinn í „Mad About You“, einnig frá NBC. ------♦ ♦ ♦---- Konur í viðskiptum funda BPW-klúbburinn í Reykjavík („busi- ness and professional woman) held- ur fyrsta kvöldverðarfund vetrarins í Skálanum á Hótel Sögu á morgun kl. 19.30. Á fundinum verður meðal annars fjallað um Evrópuráðstefnu klúbbs- ins sem haldin var dagana 21-23. ágúst sl., en hana sóttu 300-350 erlendar konur ásamt 40 íslenskum klúbbfélögum, að því er segir í frétt frá klúbbnum. Nánari upplýsingar eru veittar í s. 552-6033 eða 552-2065. BÚNAÐARBANKINN hefur boðið Sjóvá-Almennum tryggingum hf. til kaups hlutabréf í Trygginga- miðstöðinni sem hann keypti í sum- ar af tveimur aðilum. Bankinn keypti þá 9,71% hlut af tveimur stærstu hluthöfum Tryggingamið- stöðvarinnar, Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal og dánarbúi Ágústs Sig- urðssonar í Stykkishólmi. Hrað- frystihúsið átti 5,33% hlut og dán- arbúið 4,38%, en alls var um ræða liðlega 16,5 milljónir króna að nafnvirði. Búnaðarbankinn keypti þessi bréf eingöngu með það fyrir aug- um að selja þau aftur og hefur þegar selt nokkurn hluta þeirra, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að félag- inu hefði verið boðið að kaupa nokkurn hlut í Tryggingamiðstöð- inni og það væri til skoðunar. Til greina kæmi að kaupa nokkur pró- sent í félaginu. Söluverðið kringnm 350 milljónir Kaupverð Búnaðarbankans á umræddum bréfum fékkst ekki uppgefið, en mun hafa verið nærri núverandi markaðsgengi þeirra á Opna tilboðsmarkaðnum. Síðustu viðskipti með hlutabréf í Trygging- amiðstöðinni á Opna tilboðsmark- aðnum urðu miðað við gengið 21,5 og samkvæmt því er markaðsvirði á þessum bréfum um 350 milljónir. Gengi hlutabréfa í félaginu hef- ur hækkað verulega í verði frá síð- ustu áramótum, eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. í fyrstu við- skiptum ársins voru seld bréf mið- að við gengið 11,5. Það fór hæst í 26,50 í lok apríl en hefur nú lækkað nokkuð á ný og viðskipti átt sér stað miðað við gengið 20-22 að undanförnu. Miðað við síðasta viðskiptagengi nemur hækkun bréfanna um 87% frá áramótum. Hólmadrangur með 26 milljóna tap fyrstu 6 mánuði ársins Aætlað að rekstur ársins verði íjámum TAP Hólmadrangs hf. nam 26 millj- ónum króna fyrstu sex mánuði árs- ins en allt síðasta ár nam tap félags- ins rúmum 50 milljónum króna. Tap af reglulegri starfsemi nam tæpum 34 milljónum króna fýrstu sex mán- uði ársins en að sögn Gunnlaugs Sighvatssonar, framkvæmdastjóra Hólmadrangs, er skýringanna á slakri afkomu fyrirtækisins á tíma- bilinu m.a. að fínna í rekstrarstöðv- un vegna verkfalls landverkafólks á tímabilinu apríl-júní og í lágu afurðaverði á rækju. Eigið fé Hólmadrangs var nei- kvætt um rúmar 58 milljónir króna í lok júní 1997 en var neikvætt um rúmar 32 milljónir í lok síðasta árs. Rekstrartekjurnar námu rúmum 399 milljónum króna og rekstrar- gjöldin tæpum 399 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Áð sögn Gunnlaugs hafði sjö vikna verkfall mikil áhrif á rekstur- inn fyrstu sex mánuðina auk þess sem miklar breytingar hafa orðið á rækjuvinnslunni á Hólmavík þannig að töluverðan hluta af tímabilinu var vinnslan ekki í fullum gangi. „Afurðaverð hefur farið lækkandi, en framundan er mesta salan á rækju. Ég veit ekki hvort ég sé rétti maðurinn til þess að spá fyrir um verð á rækju en vonandi á verð- ið eftir að hækka á nýjan leik. Við væntum þess að síðari hluti ársins verði okkur ekki eins erfiður og sá fyrri en rekstur ársins í heild verð- ur líklega í járnum.“ Hólmadrangur gerir út sam- nefndan togara, togbátinn Víkurnes ST 10, rekur netaverkstæði og rækjuvinnslu á Hólmavík og fisk- vinnsluhús á Drangsnesi, þar sem unnin hefur verið rækja og fiskur og grásleppuhrogn söltuð. Síðustu viðskipti með hlutabréf í Hólmadrangi á Opna tilboðsmark- aðnum voru 6. ágúst sl. á genginu 3,25 sem er 29% lækkun frá ára- mótum. Hólmadrangur hf. Úr milliuppgjöri 1997 1. janúar til 30. júní Rekstrarreikningur 1997 Rekstrartekjur Milljónir kr. Rekstrarqjöld 399,1 398,8 Atskrittir Hagnaður án fjármagnsliöa Fjármaqnsqjöld 30,0 362,5 (34,0) Tap af reglulegri starfssemi Söluhaqnaður hlutabréfa (33,7) 7,5 Tap til jöfnunar (26,1) Efnahagsreikningur 30/6 '97 I Eianir: I Milliónir kr. Veltufjármunir Fastafiármunir 108,1 673,3 Eignir samtals 781,4 I Skuldir oo eÍQiö fé: | 252,7 587,0 (58,3) Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eiqið fé Skuldir og eigið fé samtals 781,4 Fjármálaráðuneytið lækkar lágmarksálagningu á tóbak í smásölu úr 14% í 10% Almennt verð mun hærra en lágmarksverðið FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur lækkað lágmarksálagningu á tóbak í smásölu úr 14% í 10% og tók sú breyting gildi þann 1. september þegar tóbaksverð í heildsölu hækk- aði um 11,8%. Smásölum er frjálst að selja tóbak á hærra verði og hefur álagning almennt verið á bil- inu 16-20%. Lágmarksverð á Winston sígar- ettupakka hækkaði um mánaða- mótin úr 276 krónum í 299 krón- ur, en miðað við 20% álagningu er verðið 325 krónur. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, segir kaupmenn óánægða með að lágmarksálagning hafi verið lækk- uð í smásölu því það skapi gremju hjá viðskiptavinum að raunverulegt verð sé mun hærra en lágmarks- verðið. Áður hafi einungis verið 2-6% munur á lágmarksálagning- unni og almennri álagningu kaup- manna, en hann sé nú orðinn allt að 10%. Ákvörðun um álagningu í höndum viðskiptaaðila Indriði Þorláksson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið að sam- kvæmt lögum ætti fjármálaráðherra að ákveða útsöluverð á tóbaki og lögin hefðu verið túlkuð á þann veg að þar væri átt við lágmarksverð. Tóbak hefði verið selt á hærra verði á veitingahúsum o.s.frv. Það kemur fram hjá Indriða að sú breyting hafi orðið á verðlagn- ingu tóbaks í vetur að felldur var niður svokallaður staðgreiðsluaf- sláttur um. leið og álagningin var gefín frjáls. Ákveðið var að lág- marksálagning yrði 14%, en að öðru leyti gætu smásalarnir ráðið verðinu. Þessi álagning tók ekki sérstakt mið af rekstri smásölufyr- irtækjanna heldur var við það mið- að að lágmarksverð lækkaði ekki í smásölu frá því sem verið hafði. Verslanir gátu hins vegar notast við hærri álagningu að vild. „Þegar ákveðið var að hækka heildsöluverð nú í september þá þótti rétt að lækka þessa lágmarks- álagningu og setja það í hendur á viðskiptaaðilum hvort þeir vildu nota hana eða hafa hærri álagn- ingu. Einnig var eitthvað um það að tóbak væri selt miðað við lægri álagningu en 14% sem benti til þess að hún væri óþarflega há,“ sagði hann. Seagram kaupír USA Network New York. Reuter. SEAGRAM Co. Ltd. hefur sam- þykkt að greiða 1,7 milljarða dollara fyrir 50% hiut Viacom Inc. í sameignarfyrirtæki þeirra, USA Networks, og er þar með iokið togstreitu um eitthvert verðmætasta kapal- netkerfi Bandaríkjanna. Með samningnum lýkur öll- um málaferlum fyrirtækjanna og er búizt við að gengið verði frá honum fyrir áramót. „Sala USA Networks er ann- að mikilvægt skref í áframhald- andi viðleitni okkar til að grynnka á skuldum Viacoms," sagði Sumner Redstone, stjórn- arformaður og aðalfram- kvæmdastjóri Viacoms. „USA Networks bætir nú- verandi umsvif okkar í skemmtanaiðnaðinum og myndar traustan grunn að vexti í framtíðinni, bæði innan- lands og á alþjóðavettvangi," sagði Edgar Bronfman, for- stjóri Seagrams. USA Network býður upp á almennt skemmtiefni og hefur 73 milljónir áskrifenda. Viacom, sem á Paramount Pict- ures, MTV og Nickelodeon, og Seagram, sem á Universal, sök- uðu hvort annað um brot á samningi um sameignarfélag þeirra. Yfirmenn Deutsche bera vitni í máli Schneiders Frankfurt. Reuter. FULLTRÚAR í stjórn Deutsc- he Bank AG bera vitni í máli Júrgens Schneiders fyrrum fasteignajöfurs vegna ásakana um að bankinn hafi ekki kann- að lánstraust hans nóguvel. Stjórnarfulltrúarnir Ulrich Weiss, Júrgen Krumnow og Georg Krupp hafa verið kallað- ir fyrir rétt til að skýra stað- hæfíngar um að Schneider hafi ginnt banka til að lána sér milljarða marka með fölsuðum leigusamningum og öðrum skjölum. Þeir eru voldugustu banka- stjórar, sem hafa mætt fyrir rétti í þessu mesta fjársvika- máli sem um getur í Þýzka- landi eftir stríð. Hilmar Kopper, formaður eftirlisstjórmar bankans, sem var formaður framkvæmda- stjórnar bankans þar til í maí sl., hefur verið kallaður fyrir rétt 30. september. Árið 1994 kynti Kopper und- ir gagnrýni á hlutverk Deutsc- he þegar hann kallaði milljónir marka, sem Schneider skuldaði lánardrottnum,„smámuni“. Deutsche var helzti lánard- ottinn Schneiders, sem hrundi til grunna vegna skulda upp á rúmlega fímm milljarða marka 1994. Sala bréfa hafin í France Telecom París. Reuter. FRAKKAR hafa byijað sölu á 20-25% hlutabréfa í fjarskipt- arisanum France Telecom SA. Þetta er fyrsta takmarkaða einkavæðingin, sem stjórn sós- íalista stendur fyrir. Fjármálaráðuneytið sagði í yfírlýsingu að viðmiðunarverð hlutabréfanna væri á bilinu 170-190 frankar. Heildarverð- mætið ætti því að nema 170-190 milljörðum franka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.