Morgunblaðið - 24.09.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 24.09.1997, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Neyðarástand í Sarawak og hugsanlegur brottflutningur íbúanna Skyggnið aðeins metri í reyknum frá eldunum Reykmengnnin er nú langt yfir hættu- mörkum og malasískir slökkviliðs- menn verða sendir til að berjast við skógareldana í Indónesíu Kuching. Reuter. REYKJARKÓFIÐ og mengun af hans völdum fóru langt yfir hættu- mörk í Sarawak á Borneó í Malas- íu í gær og var lýst yfir neyðar- ástandi í héraðinu. Kváðust yfir- völd vera við því búin að flytja burt alla íbúa héraðsins, tvær milljónir að tölu, þótt ekki væri ljóst hvert fara ætti með þá. Um 2.000 malasískir slökkviliðsmenn verða sendir til að beijast við skóg- areldana í Indónesíu. „Skyggnið er_ svo lítið, að ég get ekki ekið. Ég sé ekki ljósin fyrir framan mig,“ sagði maður í Kuching, höfuðstað Sarawaks. Mohamad Rahmat, upplýsinga- málaráðherra Malasíu, sagði í gær, að stjórnvöld yrðu að verða undir það búin að flytja burt alla íbúa héraðsins en það yrði þó ekki gert fyrr en í síðustu lög. Mahat- hir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, kvaðst hins vegar ekki vita hvert ætti að flytja fólkið. Sagði hann, að ástandið væri litlu skárra í næsta héraði eða fylki, Sabah. Mahathir sagði, að fólki yrði ráðlagt að bera grímur en lausnin væri auðvitað sú að slökkva eldana í Indónesíu. y Brenna í kolalögum undir yfirborðinu Brunei, Singapore, Malasía, Filippseyjar sunnanverðar og Indónesía hafa fengið að kenna á reyknum frá skógareldunum, sefn nú brenna á Súmötru og Kalimant- an í Indónesíu. Kveiktu jarðeig- endur marga þeirra til að ryðja nýtt land en vegna mikilla þurrka, sem raktir eru til heita straumsins við Suður-Ameríku, E1 Ninos, hafa þeir geisað látlaust í margar vikur. Eugen Amrhein, sem hefur mikla reynslu af því að beijast við skógarelda í Bandaríkjunum og Suður-Evrópu, segir, að erfítt verði að slökkva eldana vegna þess, að á þessum slóðum séu kol í yfírborðslögunum og eldurinn nái því nokkra metra niður. Eina leið- in sé að leggja froðuteppi yflr land- ið og koma þannig í veg fyrir, að súrefni berist til eldanna, sem brenna niðri í jörðinni. Langt yfir hættumörk Mengun, sem fer yfir 500 á loft- mengunarkvarða, er talin stór- hættuleg en í gær mældist hún 851 í Sarawak um tíma en lækk- aði síðan í 722. Var lýst yfir neyðarástandi og öllu fólki skipað að halda sig innandyra. Margir sinntu því þó ekki og fóru til vinnu sinnar með grímu fyrir vitum en umferðin var mjög lítil. Víða var skyggnið svo lítið, að fólk sá ekki nema um metra fram fyrir sig og varð næstum að þreifa sig áfram á götunum. Reykur lá yfir Mindanao-eyju í Filippseyjum í gær og varð hans vart alla leið norður til Manila. Astmi, lungnakvef og jafnvel krabbamein Talsmaður Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, sagði í Genf í gær, að eldarnir í Indónesíu yllu miklum áhyggjum en stofnunin hefði hins vegar ekki verið beðin um aðstoð. Hishashi Ogawa, full- trúi WHO í Malasíu, Singapore og Brunei, sagði, að ekki væri ná- kvæmlega vitað hve mengunin væri mikil í Sarawak en færi hún í eða yfir 60 míkrógrömm í rúm- metra, mætti búast við, að börn veiktust, fengju astma, þrálátt lungnakvef og jafnvel lungna- krabbamein. Dagblöð í Malasíu sögðu í gær, að vitað væri um meira en 5.000 manns í Sarawak, sem hefðu sýkst vegna mengunar- innar. í Singapore bægði vindur mesta mengunarskýinu frá á mánudag en í gær hafði hann snúist og lagð- ist þá sortinn yfir aftur. REYKURINN FRA SKOGARELDUNUM Lýst var yfir neyðarástandi í Sarawak-héraði á Borneó í gær en þá var mengunin komin langt yfir hættumörk Mengunarskýið er aðallega reykur frá skógar- eldunum í Indónesíu en auk þess iðnaðar- útblástur og útblástur frá bifreiðum I ANDAMAN- HAF Malakkasund MALASlA SARAWAK Pekanbam V w ■ V Kdala Lumpur KucW$_j-borneó \ Malakka y® ^ Kalimantan Rengat s \ ftSu- ý Jambi JAVAHAF 800 km Mengunarmælikvarði sem notaöur er í Malasíu LÍTIL V,B' Ll,lt UNANDI ) 50 100 Mengunin mældist mest 851 í gær ■ MIKIL MJÖG MIKIl HÆTTULEG 200 300 500 Við 500 skal lýsa yfir neyðarástandi Þrælar Hitlers krefjast launa Bonn. Reuter. DÓMSTÓLL í Bonn í Þýska- landi mun skera úr um í dag hvort 21 öldruð gyðingakona eigi að fá greidd laun fyrir að hafa verið meðal þeirra sem unnu sem þrælar þýskra stjómvalda í síðari heimsstyij- öld. Dómsúrskurðurinn gæti haft fordæmisgildi fýrir fleiri af þeim 12 milljónum þræla sem stjórn nasista hélt víðs vegar um Evrópu. Stjórnvöld í Þýskalandi segja að greiddir hafi verið um 100 milljarðar marka í skaða- bætur til fórnarlamba helfar- arinnar, og reyna nú að kom- ast hjá þvi að greiða meira. „Þetta mál gæti reynst eldfimt og það er mikið í húfi,“ segir Ulrich Herbert, sagnfræðipró- fessor við Freiborgarháskóla. „Ef krafa [kvennanna] verð- ur samþykkt gætu allir fyrrum vinnubúðafangar, er neyddir voru til að vinna, og ef til vill einnig þeir, sem eru mun fleiri, sem voru neyddir til vinnu en voru ekki í fangabúðum, kraf- ist launa af þýskum yfirvöld- um,“ segir Herbert. Reuter MENGUNIN var mikil í Banjarmasin, höfuðstað Suður-Kalimantanshéraðs á Bomeó, í gær og voru mörg böm flutt á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika. Öldruðu fólki og börnum yngri en fimm ára hefur verið bannað að fara út úr húsi. Hermaðurinn, sem gafst aldrei upp, látinn Tókýó. Reuter. JAPANSKI hermaðurinn Shoic- hi Yokoi, sem neitaði að gefast upp eftir að síðari heimsstyijöld- inni lauk, lést úr hjartaáfalli í Japan á mánudag. Yokoi, sem var 82 ára er hann lést, varð að þjóðhetju er hann sneri heim frá Guam árið 1972. Hann hafði þá dvalið einn í frumskógum eyjunnar frá ár- inu 1944 er flestir félaga hans úr 22.000 manna herliði Japana voru felldir í innrás bandaríska hersins. Það voru tveir veiðimenn sem fundu Shoichi Yokoi í frumskóg- inum klæddan í druslur og tijá- börk í janúar 1972. Hann hafði lifað þar, í algerri einangrun, á Dvaldi 1 frum- skógum eftir stríðið til 1972 hnetum, beijum, froskum, snigl- um og rottum. Eftir heimkomuna hóf Shoichi Yokoi nýtt líf og þurfti að byija á því að kynna sér menningu sem var honum með öllu ókunnug. Hann var í upphafl gersamlega ringlaður og á fyrsta fundi sínum með fréttamönnum var hann ófær um að svara nokkrum spurningum. Hann gekk í hag- kvæmnishjónaband í nóvember sama ár og lætur eftir sig eigin- konu sem sagðist á mánudag hafa misst gersemi hjarta síns. Sneri aftur í „mikilli niðurlægingu“ Shoichi Yokoi hefur á undan- förnum árum verið vinsæll í um- ræðuþáttum í japönsku sjónvarpi auk þess sem hann skrifaði bók um reynslu sína. Árið 1974 freist- aði hann þess að komast á þing en náði ekki kjöri þótt margirteldu hann mikilsverðan minnisvarða þeirra tíma er Japönum var inn- rætt að gefast aldrei upp. Þetta var viðhorf sem hann orðaði eftir- minnilega við heimkomuna árið 1972 er hann sagði: „Ég sný til baka í mikilli niðurlægingu." Fylgistap jafnaðarmanna í Hamborg Runde tilnefnd- ur borgarstjóri Hamborg. Reuter. JAFNAÐARMANNAFLOKKUR- INN í Hamborg kvaðst í gær ætla að tilnefna Ortwin Runde, sem hefur farið með fjármál borgarinn- ar, í embætti borgarstjóra í stað Hennings Voscherau, sem ákvað að segja af sér vegna fylgistaps flokksins í kosningum á sunnudag. Jörg Kuhbier, leiðtogi flokksins í Hamborg, sagði að tveir þriðju flokksstjórnarinnar hefðu sam- þykkt að tilnefna Runde í embætt- ið á fundi á mánudagskvöld. Gert er ráð fyrir að tilnefningin verði staðfest á flokksþingi jafnaðar- manna um næstu helgi. Jafnaðarmenn hafa verið við völd í Hamborg í fjóra áratugi og héldu velli í kosningunum á sunnu- dag. Voscherau tilkynnti hins veg- ar að hann myndi segja af sér eft- ir að hafa gegnt borgarstjóraemb- ættinu í tæpan áratug vegna þess að fylgi flokksins minnkaði úr 40,4% í 36,2%. Þetta er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í Hamborg, sem er eitt af sam- bandslöndum Þýskalands, frá ár- inu 1946. Þessi ákvörðun Voscherau kom flokksbræðrum hans á óvart. í fyrstu var talið mjög óljóst hver tæki við borgarstjóraembættinu af honum og margir jafnaðarmenn óttuðust að það gæti tekið margar vikur að velja eftirmann hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.