Morgunblaðið - 24.09.1997, Page 29

Morgunblaðið - 24.09.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 29 og þeir hafa sjálfir sannfært hana um. Húsið sitt leigði hún út, í viðjum furðulegra húsaleigulaga. Hvorki mátti segja fólki upp né hækka leigu. En hún þraukaði og fékkst ekki til að selja þótt mikilsmetnir viðskiptamenn ráðlegðu henni það. Hún var ákveðin, minnug ráða Ás- geirs sem hafði einhvern tíma sagt að hvað sem fyrir hana kæmi skyldi hún ekki selja húsið. Þetta taldi hún gæfu sína. Fyrstu árin vann hún fyrir sér með píanókennslu og kennslu í vél- ritun. Hugur hennar snerist fyrst og fremst um drengina. Sjálfsbjarg- arviðleitnin var rík og hún ákveðin að bjarga sér sjálf. Dreif hún sig til Danmerkur til að læra fjölritun og kaupa vélar í þeim tilgangi að stofna fyrirtæki. Örlögin höfðu beint Ijfi hennar í nýjan farveg. Þegar ég kom inn í líf tengdamóð- ur minnar var hún búin að reka fjöl- ritunarstofu Friede Pálsdóttur Bri- em nærri aldarfjórðung í Tjarn- argötu 24. Fyrirtækið hafði dafnað með aðhaldi og vinnusemi. Systir hennar, Þórdís, var komin í vinnu til hennar. Heimilið mótaðist af vinnunni á fjölritunarstofunni og heimsóknum viðskiptavina. Hún átti traust fjölda manns, listamanna, lögmanna, leikhúsa og verkfræð- inga allt þar til að hún hætti rekstri um áttrætt. Þama var tengdamóðir mín í essinu sínu. Hún tók á móti verkefnum meðan hún gat, vildi leysa allra vanda. Þá var lögð nótt við dag. Ekki minnist ég þess að loforð hennar hafi brugðist. Hið eina sem stóðst ekki var að skrifa reikn- inga. Henni þótti allt skemmtilegt sem hún gerði nema það. Heimili Fríðu var menningar- heimili. Tónlistin átti veglegan sess, bækur voru handfjallaðar með virð- ingu og margar hveijar bundnar inn af henni sjálfri. Hún átti gott safn málverka sem hún hafði keypt í áranna rás af smekkvísi og vand- virkni af vinum sínum listamönnun- um. Listviðburði lét hún ekki fram hjá sér fara, enda var hún gjama þátttakandi í undirbúningi slíkra viðburða. Árið 1963 verða aftur kaflaskipti í lífi hennar. Hún tekur upp sitt fallega heimili í Tjarnargötunni að móður sinni látinni og flytur aftur á Bergstaðastrætið. Við Eggert bjuggum á miðhæðinni, en Fríða kom sér fyrir á þægilegan hátt á fyrstu hæð með fjölritunarstofuna. Þórdís systir hennar var þá hætt að vinna hjá henni. Hafi ég kviðið því að fá tengdamóður mína í húsið reyndist það ástæðulaust. Nú hófust skemmtileg ár hjá ört stækkandi fjölskyldu minni. Við lögðum upp með fastmótaðar uppeldisreglur sem allar kollvörpuðust í sambýlinu. Hefur það reynst farsælt. Þegar hér var komið var Fríða sextíu og tveggja ára, með óbilandi starfsþrek og íjölmörg áhugamál. Fimmtíu og níu ára gömul tók hún bílpróf og keypti sér bíl, sem hún átti eftir að þeysast á um landið í mörg sumur með systur sína Þór- dísi sér við hlið. Könnuðu þær sam- an flestalla færa vegi landsins og skoðuðu allar kirkjur. Þær höfðu mikla skemmtun af og frá skemmti- legu fólki að segja er heim kom. Um þetta leyti sneri hún sér af al- efli að félagsmálum, einkum málum heyrnarskertra. Er sú saga löng og merkileg en verður ekki rakin hér. Tengdamóðir mín var ótal kostum búin. Jákvæður persónuleiki kom sér vel í lífí og starfi, ekki síst síð- ustu árin þegar sjónin dapraðist og hún var meir og meir upp á aðra komin. Hún Iaðaði fólk að sér og eignaðist góða vini. Jafnvel bömin í hverfinu héldu sum tryggð við hana eftir að þau fluttu burt, enda ófáar garðveislurnar sem hún sló upp fyrir þau á pallinum. Henni á ég að þakka hvað við Eggert gátum ferðast og notið margs saman. Hún var fljót til að hvetja okkur af stað og bjóðast til að taka að sér bömin, minnug þess stutta tíma þeirra Ás- geirs saman og hve mikilvægt væri að grípa tækifærin. Aðalsmerki hennar var glaðværð og hún kunni þá list að njóta hverr- ar stundar. Hún var frábær gest- gjafi, hrókur alls fagnaðar og orð- heppin, eins og reyndar systkinin öll. Hún umgekkst alla háa og lága sem jafningja. Hæfileikarnir vom margir. Ég tel mig gæfumanneskju að hafa fengið að vera samvistum við hana og í nánu sambýli í rúm þijátíu ár. Við unnum saman, bjugg- um saman og störfuðum í Zonta- klúbbi Reykjavíkur án þess að skugga bæri á. Enga veit ég betri ömmu. Hún umvafði bömin okkar hlýju og glað- værð, hvatti þau í störfum og áhugamálum og mótaði þau á sinn hátt. í þeim sé ég marga af hennar bestu kostum. Hún fylgdist með þeim til hins síðasta. Hún hélt and- legri reisn og glöðu skapi til hinstu stundar og átti til að henda gaman að veikum burðum sínum þegar að lokum leið. Ég minnist tengdamóður minnar með þakklátum huga fyrir örlæti í minn garð. Einstök kona er kært kvödd. Nú er það okkar hinna að halda uppi merki hennar um ókomna tíð. Sigríður Dagbjartsdóttir. í dag kveðjum við systkinin elsku- lega ömmu okkar sem hefur vakað yfír velferð okkar alla ævi. Það var gæfa okkar systkinanna að hún ákvað að flytja aftur í gamla húsið sitt við Bergstaðastræti eftir að langamma dó. Þar fengum við að alast upp í návist hennar. Upp- eldi okkar og mótun fór frá fyrstu tíð fram á tveimur hæðum og í tveimur mismunandi heimum, uppi hjá okkur og niðri hjá ömmu. í Bergstaðastrætinu átti amma fallegt heimili, umvafín málverkum, bókum og fallegum munum. Þar setti hún upp í einu herberginu fjöl- ritunai-stofuna sína sem var óað- skiljanlegur hluti af henni og lífinu öllu í Bergstaðastrætinu. Þar stóð hún alla daga við vélamar sínar, á tréklossum í vinnunni til að hafa góða yfirsýn yfir hlutina, því hún var alltaf að minnka með ámnum eins og hún sagði sjálf. Alltaf var opið inn til hennar og ekki var véla- niðurinn til þess að aftra okkur systkinunum frá því að heimsækja hana. Á meðan hún vann lékum við okkur nálægt henni, án þess að fá nokkum tíma á tilfinninguna að vera fyrir henni við störfin. Þvert á móti vorum við ómissandi við skrif- stofustörfin, hjálpuðum til við að svara í símann eða raða í umslög. Eftir erfíðan vinnudag hjá ömmu, og okkur hjálparhellunum, var gott að koma niður til hennar á kvöldin. Þá sveif annar andi yfir vötnum en í erli dagsins, og þá komumst við inn í heirn þjóðsagnanna og ævin- týra Jóns Ámasonar. Þar sátum við eins og dáleidd undir lestri ömmu og drukkum i okkur sögumar og lærðum um leið að meta bækur. Ef ekki var lesið, var tekið í spil eða þá að við fengum ömmu píanó- kennara til að spila og við sungum hástöfum með. Áldrei vantaði okkur viðfangsefnin, alltaf fann hún upp á einhveiju nýju og spennandi. Hápunkturinn var þó þegar við vorum í pössun hjá ömmu og höfð- um hana alveg út af fyrir okkur í lengri eða skemmri tíma. Á þann hátt kynntumst við henni best. Þá sagði hún okkur sögur frá því í gamla daga, frá því að hún var ung, af afa sem við höfðum aldrei hitt en þekktum þó betur en nokk- urn annan. Höfðu þau ferðast sam- an um landið á hestum og vítt og breitt um heiminn. Af þessum sög- um fengum við aldrei nóg. Hún sagði okkur hvemig í ættum okkar lá. Þó að ættfræðin hafí virst flókin í fyrstu, fór þetta smám saman að mynda eina heild og í dag þekkjuin við fjölskylduna ekki síst í gegnum frásagnir ömmu. Það er ekki auðvelt að velja úr öllum þeim minningarbrotum sem koma upp í hugann á stundu sem þessari. Áf öllum þeim minningum stendur þó hæst minningin um hana sjálfa, hvernig hún var, alltaf í góðu skapi og dillandi hlátur hennar. Hversu stolt við vorum að þessi kona væri amma okkar og vildum helst kynna alla sem komu til okkar fyrir ömmu. Hún var hlynnt heil- brigðu lífemi og hollu fæði og hafði óbilandi trú á því að hláturinn lengdi lífið. í hennar tilfelli hlýtur það sannarlega að vera satt, því dillandi hlátur var hennar aðalsmerki. Hún hafði fengið danska bók að gjöf frá Eggerti bróður sínum sem ber titil- inn Vær glad. { hvert sinn sem ein- hver leiði kom yfir hana tók hún fram þessa bók og var samstundis komin í gott skap aftur. Jafnvel þegar sjónin var farin að gefa sig reyndi hún alltaf að sjá broslegu hliðamar á tilvemnni. ' Á meðan sjónin leyfði nýtti amma sér ferðir strætisvagna og lenti hún stundum í ævintýrum á þeim ferð- um. Eitt ferðalagið um bæinn er minnisstætt. Hafði hún þá verið að tala við pólska konu í vagninum. Hrósaði amma henni fyrir góða ís- lensku og sagði við hana að hún hlyti að hafa lært hana af manninum sínum og bömunum sínum. Það var ekki fyrr en að hún stóð upp að hún sá í gegnum móðu að þetta var nunna sem hún var að tala við. Hló hún mikið að sjálfri sér fyrir þetta. En það var nálægðin við hana sem gaf okkur mest. Við vorum aldrei ein heima, hún var alltaf í húsinu og tónarnir frá píanóinu hennar hljómuðu um húsið. Út frá lagaval- inu gátum við sagt upp á hár hvem- ig lá á ömmu. Hún var ómissandi fjölskyldumeðlimur og stolt okkar allra. Það er erfitt að koma orðum að þeim söknuði sem fyllir hugann þeg- ar horft er á eftir konu eins og henni ömmu. Efst í huga okkar er fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa fengið að alast upp með henni í Bergstaðastrætinu, undir góðum áhrifum frá henni. Eram við öll þakklát starfsfólkinu á Droplaugar- stöðum sem annaðist hana undir það síðasta eftir að hún gat ekki lengur verið heima. Eftir stendur mikið tómarúm sem við eigum eftir að venjast og fylla upp í með minning- unni af henni eins og við þekktum hana. Nú hefur hún fundið friðinn og minning hennar lifir í hjörtum okkar. Við systkinin, makar okkar og böm þökkum fyrir allt það góða sem hún var okkur. Megi hún hvíla í friði._ Ásgeir, Dagur og Auður. Mig langar að kveðja þig amma mín með nokkrum orðum. Ekki höfðum við átt mikið samband í gegnum tíðina, en einstaklega gott það sem það var. Ekki hvað síst á síðustu áram, þegar ég kom til þín á Droplaugarstaði og við spjölluðum mikið saman. Það var mjög mikils virði fyrir mig, þar sem ég hef verið í svo litlum tengslum við föðurfólk- ið. Ég naut þess að hlusta á þig segja sögur frá ævi þinni og sam- ferðafólki. Þú hafðir mikla frásagn- arhæfileika, og varst svo áhugasöm um allt það sem var að gerast í þjóðlífinu og hafðir skemmtilegar skoðanir á hlutunum. Ég fann mjög til tengsla við þig þar, því við höfð- um nyög oft sömu skoðanir á mönn- un og málefnum. í síðustu heimsókn til þín ræddum við ýmislegt sem var mér mikils virði að heyra frá þér og lifír það með minningunni um þig- Einnig vil ég þakka þér þá mán- uði sem ég var hjá ykkur í Berg- staðastrætinu, svo ofboðslega feim- in sem ég var, þá 17 ára, og vildi láta fara eins lítið fyrir mér og ég framast gat. Þá fann ég svo mikið öryggi hjá þér og stakk mér inn til þín til að fá félagsskap, nota síma, sjónvarp o.fl. Ég finn mjög til þess að hafa ekki litið inn til þín síðustu dagana þína, en ég vissi ekki fyrr en þú varst öll að þú varst búin að vera mjög veik síðustu dagana áður en þú kvaddir þennan heim. Ég hefði viljað kveðja þig hinstu kveðju. Hins vegar gleðst ég yfir því að þú fékkst loksins frí frá þessum heimi, því þú sagðir svo oft við mig hvað þig lang- aði til þess að fá að fara, og þér fannst ómögulegt að fá ekki að ráða sjálf þessu ferðalagi. Það var skilj- anlegt fyrir konu eins og þig, sem hefur alltaf verið svo sjálfstæð og áhugasöm, en síðustu árin þín varst þú smátt og smátt að missa sjón- ina. Það voru svo mikil viðbrigði fyrir þig að geta ekki lengur séð um þig sjálf. Eg vil að lokum þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér. Lækkar lífsins sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól. Fegin hvíldinni verð. (Herdís Andrésdóttir.) Ingibjörg Eggertsdóttir. Kveðja frá Zontaklúbbi Reykjavíkur í dag kveður Zontaklúbbur Reykjavíkur heiðursfélaga sinn, Fri- ede Briem húsfreyju. Zontaklúbbur Reykjavíkur var stofnaður 16. nóvember 1941. Zontasamtökin era upprannin í Bandaríkjum Norður-Ameríku i lok fyrri heimsstyijaldarinnar. Þau era alþjóðleg samtök kvenna er starfa við stjómun fyrirtækja og annarra stofnana og á sviði sérmenntunar. Markmið þeirra era m.a. að styrkja stöðu kvenna um heim allan, vinna að auknum skilningi, góðvild og friði í alþjóðlegu samstarfi kvenna og hafa háleit, siðræn gildi að leið- arljósi í öllum störfum. Þessi mark- mið féllu vel að hugsjónum Friedu Briem, og hún gekk í klúbbinn þeg- ar á fyrstu áranum, sem hann starf- aði. Þar hlaut klúbburinn mikilhæf- an félaga. Eldhuga, sem ótrauður lagði á brattann, vann heilshugar að málefnum þeirra, sem minna mega sín og tókst á við erfiðleika og hindranir. Hún gerðist snemma forustukona í klúbbnum sökum leiftrandi gáfna sinna, háleitra hug- sjóna og óbilandi trúar á góð mál- efni. Með gott veganesti úr heima- húsum. Friede hafði ung kynnst starfsemi móðurbróður síns, sr. Ól- afs Helgasonar á Stóra-Hrauni, er eftir nám í Kaupmannahöfn kom á fót málleysingjaskóla hér á landi. Fyrst í Gaulveijabæjarprestakalli, síðar í Stokkseyrarprestakalli - þá á Stóra-Hrauni. Árið 1908 var skól- inn fluttur til Reykjavíkur en sú saga verður ekki rakin hér. Zontaklúbbur Reykjavíkur stofn- aði árið 1944 sjóð til heiðurs Mar- gréti Th. Bjamadóttur Rasmus, skólastjóra Málleysingjaskólans, og var tilgangur hans að styrkja bág- stadda málleysingja að lokinni skólavist. Margrét var ein af stofn- endum klúbbsins og sjóður þessi kallaður Margrétarsjóður. Við breyttar aðstæður var sjóðurinn notaður í þarfir heyrnarskertra. Fri- ede kynnti sér starf fyrir heym- arskerta í Árósum og kynntist þar dr. Ole Bentzen yfírlækni. þau kynni og samstarf við dr. Bentsen áttu eftir að verða heilladijúg fyrir starf- semi klúbbsins og heyrnarskertra á íslandi, einkum böm. Alltaf var Friede þar fremst í flokki. Lagði á sig ómælda vinnu fyrir málefnið, ferðalög, ræðuhöld á fundum og þingum heima og erlendis og öflun bóka og tímarita, er snertu málefn- ið. Ekkert óx þessari framsýnu konu í augum. Málakunnátta hennar var góð, framkoman létt og ljúf og hún hafði sérstakan hæfileika til þess að vinna málefnum sínum lið. Enda hreinskilin og hreinskiptin. Frá fyrstu tíð hefur Zontaklúbb- urinn unnið að málefnum heyrnar- skerta. Safnað peningum með margs konar starfi, veitt styrki til náms, kynningarstarfa og tækja- kaupa. Og síðast en ekki síst, beitti hann sér fyrir að stofnuð yrði heym- arstöð í Heilsuverndarstöð Reykja- víkur. Friede Briem hafði fjölritunar- stofu og sá oft um fjölritunarstörf fyrir klúbbinn, alltaf án endur- gjalds. Hún skrifaði greinargerð um starf Zontaklúbbs Reykjavíkur í þágu heymarmála árið 1985. Hún kallaði það rit Á brattann. Lýsandi nafn. Friede Briem var gerð að heiðurs- félaga Zontaklúbbs Reykjavíkur 14. maí 1987. Undanfarin ár kom hún lítið á fundi í klúbbnum. Aldurinn sagði til sín. En hún er ekki gleymd. Við Zontakonur minnumst þessa heiðursfélaga okkar með þökk og virðingu. Fyrir hönd Zontaklúbbs Reykja- víkur, Ingibjörg R. Magnúsdóttir. Þegar við bræðumir voram að vaxa úr grasi í Þingholtunum gerð- um við okkur eins og gengur heima- komna hjá sumum nágrannanna. Fríða, sem bjó í næsta húsi við okk- ur á Bergstaðastrætinu, tók sér- staklega vel á móti okkur, trakt- eraði okkur á ýmsu góðgæti, ræddi við okkur málin og oft var spilað á spil. Tókst með okkur vinskapur þrátt fyrir að aldursmunurinn væri töluverður, eða um þrír aldarfjórð- ungar. Alltaf var gaman að heim- j sækja Fríðu. Tímunum saman gát- um við setið og spilað Gammel jomfra sem hún kenndi okkur og var þá haldið nákvæmt bókhald. Stundum spiluðum við Svarta Pét- ur, en sá sem tapaði þurfti að þola þá niðurlægingu að láta lita nefið á sér svart með brenndum korktappa. Lögðum við okkur alla fram um að vinna spilið því okkur fannst fyndið að sjá Fríðu með svart nef. Hún vildi fylgjast með hvað við hefðum fyrir stafni og innti okkur álits á ýmsum málefnum. Það var ' í alla staði komið fram við okkur sem jafningja. Þegar sjón hennar var farin að daprast lásum við fyrir hana úr dagblöðum og bókum. Mest gaman hafði hún af ljóðum og reyndi að fá okkur til að yrkja, með misjöfnum árangri þó. Hún sýndi okkur gamlar myndir frá Reykjavík og sagði okkur frá bæjarlífinu fyrr á öldinni. Fannst okkur einna mest til Gvends dúllara koma. Seinna fluttum við af Bergstaða- strætinu og heimsóknum fækkaði, en sambandið hélst alltaf. Okkur er minnisstætt hversu hlý Fríða var og alúðleg við litlu gestina sína. Hún talaði jafnan við okkur eins og fullorðna menn og við fund-1 um hversu velkomnir við voram. Minningamar af heimsóknum okkar til Fríðu munu ylja okkur um hjart- arætur um ókomin ár. Blessuð sé minning kærrar vinkonu. Sveinn og Arnbjöm. Sérfræðingar i hlomaskiT\lin^uni við öll tækiíæri ■ blómaverkstæði I Binna, “ Skohnörðustíg 12. á liorni Bergslaðastrætis. simi 551 909(1 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.