Morgunblaðið - 24.09.1997, Side 30
»S0 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfarðir, afi,
langafi og langalangafi,
BENEDIKT GUÐMUNDSSON
frá Vatnsenda,
Tjarnarlundi 14d,
Akureyri,
lést á öldrunardeild Kristnesspítala, 8. septem-
ber síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks
öldrunardeildar Kristnesspítala fyrir yndislega umönnun og aðstoð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ebba Ákadóttir.
Hjartkær sonur okkar, faðir og bróðir,
GUÐNI RAGNAR ÓLAFSSON,
Asparfelli 2,
Reykjavík,
er látinn.
Jónasína Þórey Guðnadóttir, Ólafur Magnússon,
Björn Húnbogi Njörður Sigurðsson
og systkini.
+
Útför móður okkar,
MÁLFRÍÐAR (DÖDDU) ÓSKARSDÓTTUR
MÖLLER,
sem lést í Wisconsin Rapids í Bandaríkjunum
24. desember sl., verður gerð frá Dómkirkjunni
í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 24. septem-
ber, kl. 15.00.
Pálmi Möller,
Óskar Möller,
Jóhann Georg Möller
og fjölskyldur.
+
Faðir okkar,
BJARNI VETURLIÐASON,
Hjallavegi 29,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 23. september.
Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 25. september kl. 15.00.
Sólveig Bjarnadóttir,
Haukur Þór Bjarnason
og aðstandendur.
+
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
SIGURGEIR SIGURÐSSON
Elliheimilinu Grund,
áðurtil heimilis á Framnesvegi 54,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 10. september sl.
Jarðarförin hefur farið fram.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Grund
fyrir góða umönnun og einnig systkinabörnum hans.
Þökkum auðsýnda samúð,
Maja Sigurgeirsdóttir, Sigurður Ben Þorbjörnsson,
Ásta Ben Sigurðardóttir, Erlingur Bjarnason,
og barnabarnabörn.
+
Elskulegur sonur okkar,
VALBERG GUNNARSSON,
Básenda 10,
Reykjavík,
er lést af slysförum sunnudaginn 21. seþtem-
ber sl., verður jarðsunginn í Bústaðakirkju
mánudaginn 29. september kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vilja
minnast hans, er bent á Sjúkrahús Reykjavíkur.
Heiðbjörg lngva*-sdóttir,
Hafsteinn Hafsteinsson,
Gunnar Björnsson
og systkini hins látna.
ELÍSABET LILJA
LINNET
+ Elísabet Lilja
Linnet fæddist
á Sauðárkróki 1.
nóvember 1920.
Hún lést í Reykja-
vík 8. september
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskirkju
12. september.
Ein mesta gæfa sér-
hvers manns er að
kynnast góðu fólki.
Hin mannlegu gildi
vega oftast þyngst í
lífinu þegar upp er
staðið. Sumum virðist eðlilegt að
vera gefandi, uppörvandi, draga
að sér fólk, skapa notalegt andrúm
og miðla því til annarra. Lóló, eins
og við nefndum hana alltaf, hlaut
vissulega góðan arf úr föðurgarði,
ólst upp á fjölmennu menningar-
heimili háttsetts embættismanns,
og hlaut góða menntun á þeirra
tíma mælikvarða. Lífsgleði, hlátur-
mildi, ást á góðri tónlist og fögrum
listum átti hún heldur ekki átt
langt að sækja. Það var samt af
og frá að lífið hefði verið henni
stöðugur dans á rósum. Hún hefði
þá vart búið yfir þeim þroska og
skilningi sem var henni svo eðlis-
lægur. Lóló vann sig upp í stjóm-
unarstöðu hjá stóru fyrirtæki og
naut þar fádæma vinsælda eins
og berlega kom í ljós er hún lét
af störfum sjötug, slíkur var mann-
fjöldinn, gjafa-, og blómaflóðið.
Hér urðu mikil þáttaskil í lífi
hennar, því að um þessar mundir
varð hún heltekin af þeim skelfi-
lega sjúkdómi sem átti eftiri að
leggja hana að velli. Það voru
vissulega þung spor fyrir eign-
mann, ættingja og vini að koma á
hjúkrunarheimilið Eir og sjá hvern-
ig komið var fyrir
þessari glæsilegu
konu. Það var samt
huggun harmi gegn, í
öllu svartnættinu,
hversu vel hún hélt
reisn sinni og virðingu
fram undir það síð-
asta. Hin göfuga,
þroskaða sál náði að
skína í gegn. Hér á
hið fræga erfiljóð
þjóðskáldsins Bjarna
Thorarensen um
Rannveigu Filipp-
usdóttur, einstaklega
vel við, t.d. „sálar um
fatið hið forna fögur skein innri
kona, skýrt máttu skatnar og líta,
að skrúðklæði var það.“ Einnig:
„og þó hún kvala kenndi af kvillum
í elli, brúna jafnheiðskír himinn
hugar ró sýndi“. Lóló eignaðist
fjögur mannvænleg börn, þekktust
þeirra eru Hlíf ballettmeistari í
Hollandi og Guðrún Svava lista-
kona.
Seinni maður Lólóar var Gunnar
Dal, skáld og rithöfundur. Þeirra
samband var fallegt og farsælt,
tvær þroskaðar sálir sem bættu
hvor aðra upp. Þau höfðu gaman
af að ferðast saman og dveljast á
suðlægum sólarströndum. Tryggð
Gunnars og umhyggjusemi við
hina sjúku eiginkonu var einstök.
Tíðar heimsóknir um langa vegu,
á öllum tímum árs, jafnvel allt
austan úr Hveragerði, en þar áttu
þau hjónin sér yndislegan sum-
ardvalarstað. Þetta er þeim mun
athyglisverðara þar eð Gunnar
hefur aldrei eignast bifreið. Undir-
ritaður átti því láni að fagna að
kynnast Gunnari sem samkennara
við FB haustið ’76, og var eftir
það heimagangur hjá þeim hjónun-
um, fyrst í Meðalholtinu, síðan
OSKAR
S VEINBJÖRNSSON
+ Óskar Sveinbjörnsson
fæddist hinn 22. ágúst 1915
á Arnarfelli í Þingvallasveit.
Hann andaðist i Landspitalan-
um hinn 14. september síðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Fossvogskirkju þriðjudag-
inn 23. september.
Við fráfall Óskars Sveinbjörns-
sonar er það huggun harmi gegn
að líta yfir ævihlaup hans en þar
fór saman gæfa og gjörvileiki. Allt
fram undir það síðasta naut hann
lífsins og þess að vera til með eigin-
konu sína Jónu Ágústsdóttur sér
við hlið. Hennar missir er mikill
enda var þeirra á milli bæði kær-
leikur og vinátta. Þau hjón ferðuð-
ust mikið saman, bæði innanlands
og utan, og nú síðast í sumar fóru
þau í hringferð um landið sitt sem
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR
frá Geysi,
Vestmannaeyjum,
andaðist aðfararnótt mánudagsins 22. septem-
ber á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja.
Dóra Guðlaugsdóttir, Bjarni Sighvatsson,
Jakobína Guðlaugsdóttir, Sigurgeir Jónasson,
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Valgarður Stefánsson,
Gísli Geir Guðlaugsson, Guðlaug Arnþrúður Gunnólfsdóttir,
Anna Þ. Guðlaugsdóttir, Einar Sveinbjörnsson,
Jón Haukur Guðlaugsson, Marfa Sigurðardóttir,
barnabörn og langömmubörn.
+
Eiginkona mín,
ÁSTA JÓNSDÓTTIR,
Uppsalavegi 4,
Húsavfk,
lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga, Húsavík mánudaginn 22. september sl.
Fyrir mína hönd og barna okkar,
Hermann Þór Aðalsteinsson.
Vesturbænum. Ekki var síður til-
hiökkunarefni að renna austur yfir
heiði, á fallegum sumardögum, og
hitta þau hjónin í Hveragerði. Lóló
var mikil húsmóðir, eldaði frábær-
an mat, örlætið og gestrisnin alltaf
söm við sig. Ótaldar eru allar
ánægju stundirnar sem gesturinn
átti við matborð þeirra hjóna. Sam-
ræðusnilli húsmóðurinnar og hús-
bóndans var heldur ekki til að
draga úr ánægjunni. Með dýpstu
þökk fyrir ómetanlega vináttu um
tuttuga ára skeið. Aðstandendum
eru sendar samúðarkveðjur.
Ásgeir Sigurðsson.
Við hjónin kynntumst þessari
mikilhæfu og stórmyndarlegu
konu fyrir 18 árum, þegar hún bjó
í Hveragerði ásamt manni sínum,
Gunnari Dal, sem við kynntumst
að sjálfsögðu líka.
Varð okkur hjónunum og þeim,
Elísabetu og Gunnari Dal, strax
til vina.
Elísabet Lilja var glaðvær og
bráðskemmtileg. Þangað var nota-
legt að koma í heimsókn.
Nú, hún og maður hennar,
Gunnar Dal, komu til okkar, eigum
við að segja af og til. Stutt er á
milli vina, stendur einhvers staðar.
Margt gat hún sagt okkur og
þau bæði hjónin, svo voru þau sér-
staklega notaleg. Oft skrapp kona
mín til þeirra meðan ég var í vinn-
unni, og naut sín þar í návist
ágætra hjóna, sem þau voru. Mun
Elísabetar lengi vera minnst.
Oft sátum við hjá Elísabetu og
Gunnari Dal yfir ijúkandi kaffibolla
og góðu meðlæti. Talað var um
heima og geima, eins og þar stendur.
Viðfeldin og hlýleg voru þau
Gunnar Dal og Elísabet, voru þau
í sérflokki. Þannig kynntumst við
hjónin þeim.
Við hjónin vottum Gunnari Dal
og stjúpbörnum þeirra innilegustu
samúð.
Kristinn Gíslason
og Fjóla Baldurs.
þau höfðu mikla ánægju af.
Þau eignuðust tvo syni, Svein-
björn og Ásgeir, og eftir að þeir
kvæntust var það Óskari mikil
gleði og ánægja að fylgjast með
uppvexti barnabarnanna sex sem
öll eru hin mannvænlegustu.
Þegar ég kynntist Oskari fyrst
fyrir rúmum aldarfjórðungi var
hann kenndur við Korkiðjuna sem
hann átti og rak. Hann átti eftir
að láta að sér kveða á fleiri sviðum
atvinnurekstrar og gerði það allt
með miklum sóma enda var hann
afskaplega vandaður maður, stað-
fastur og gætinn. Kynni okkar
hófust við það að elsta systir mín
Ingibjörg giftist Sveinbirni syni
hans og voru þau tengsl sem þá
mynduðust milli fjölskyldna okkar
með miklum ágætum. Þar stendur
upp úr sú mikla vinátta og hjálp-
semi sem þau Óskar og Jóna veittu
fjölskyldu minni þegar faðir minn
féll frá. Það gleymist aldrei.
Með þessum orðum vil ég fyrir
hönd okkar Hrefnu og Margrétar
þakka góðum manni samfylgdina
og bið góðan Guð um að blessa
Jónu, Sveinbjörn, Ásgeir og fjöl-
skyldur.
Gísli Þór Gíslason.