Morgunblaðið - 24.09.1997, Síða 33

Morgunblaðið - 24.09.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 33 K. FRETTIR Morgunblaðið/Sig. Fannar EIGENDUR Fagforms og eigendur TRS. Fagform og TRS flytia Selfossi. Morgunblaðið. M ARGT var um manninn þegar Fagform, auglýsinga- og skilta- gerð, og TRS, Tölvu- og rafeinda- þjónusta Suðurlands, héldu veislu nýlega í tilefni af flutningi fyrir- tækjanna í nýtt húsnæði. Húsnæðið er 400 fm að stærð og skipta fyrirtækin plássinu bróðurlega á milli sín, 200 fm hvort. Húsnæðið er í eigu Fag- forms ehf., sem hefur verið starf- andi á Selfossi í rúm tvö ár. Ráðstefna um líf- eyrismál aldraðra OLDRUNARRÁÐ Islands og Landssamband aldraðra efna til ráðstefnu um lífeyris- og fjármál aldraðra í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 25. september kiukkan 9-17. Á ráðstefnunni bera hagfræð- ingar og fræðimenn á sviði öldr- unarmála saman uppbyggingu líf- eyriskerfa í ýmsum löndum og þátttöku þeirra í umönnun aldr- aðra. Fjallað verður bæði um op- inberar tryggingar og einkarekn- ar. Fyrirlesarar eru eftirtaldir: Michael Creedon, stjórnandi svo- nefndrar Ódysseifsrannsóknar í öldrunarmálum sem stjórnað er frá John Hopkins-háskólanum í Boston í Bandaríkjunum, fjallar um áhrif aldurs á þjóðfélagið og um einkareknar bandarískar umönnunartryggingar og pró- sentusamninga. Desmond McCart- hy yfirhagfræðingur Alþjóðabank- ans í Washington og einn af að- stoðarbankastjórum hans ræðir uppbyggingu lífeyriskerfa í alþjóð- legu samhengi. Gerhard Naegele prófessor í öldrunarfræðum við háskólann í Dortmund í Þýska- landi fjallar um þýskt lífeyrissjóða- kerfi og þátttöku þess í umönnun aldraðra. Már Guðmundsson aðal- hagfræðingur Seðlabanka Islands fjallar um uppbyggingu íslenska lífeyrissjóðakerfisins og Dorthe Höög, sem er fræðimaður á rann- sóknarstofu í öldrunarfræðum í Kaupmannahöfn, segir frá danska almannatryggingakerfinu. Jón Snædal formaður Öldrunar- ráðs íslands setur ráðstefnuna en Benedikt Davíðsson formaður Landssambands eldri borgara slít- ur henni. Fundarstjóri verður Páll Gíslason formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og Hrafn Pálsson deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu stjórnar pallborðsumræðum. JÓN Bjarnason, skólastjóri Hólaskóla, og Sveinbjörn Björnsson rektor við undirritun samninga. Samstarf Há- * skóla Islands og Hólaskóla * Arsþing Samtaka fámennra skóla ÁRSÞING Samtaka fámennra skóla verður haldið á Hallormsstað dagana 26. og 27. september nk. „Á undanfömum árum hafa sam- tökin látið til sín taka þegar málefni fámennra skóla ber á góma í ís- lenskri skólamálaumræðu. Fámenn- ir skólar eru flestir í strjábýlinu og oft hefur viljað hjá líða að taka þá með í reikninginn þegar teknar hafa verið mikilvægar ákvarðanir um skipulag skólakerfisins. Þessi stað- reynd varð þess valdandi að árið 1988 voru Samtök fámennra skóla stofnuð til að standa vörð um þessa skólagerð og skólahald í dreifbýli. Samtökin hafa staðið fyrir margvís- legri fræðslu um fámenna skóla og m.a. gefíð út bókina Vegprest sem er fræðirit um eðli og starfsemi skóla af þessari gerð,“ segir í fréttatil- kynningu frá samtökunum. Á hveiju ári halda samtökin árs- þing sem verður eins og fyrr segir haldið á Hallormsstað að þessu sinni. Nú verður fjallað sérstaklega um það hvort stefna beri að því að halda uppi kennslu í öllum bekkjum grunn- skólans í hveijum skóla eða hvort skynsamlegra sé að reka svokallaða safnskóla þar sem nemendum úr nokkrum skólahverfum er safnað saman til kennslu í efri bekkjunum. Þá verður fjallað um starfshætti og kennsluhætti í fámennum skólum, samkennslu, sem er eitt veigamesta einkenni fámennra skóla, skipulag valgreina o.fl. Þingið er opið öllum þeim sem hafa áhuga á málefnum fámennra skóla, kennurum, skólastjórnendum, sveitarstjómarmönnum, skólanefnd- armönnum, foreldrum og fleirum. Á Hallormsstað er boðið upp á gistingu og fæði fyrir þinggesti. Framtíðarsýn í málefnum fatlaðra FORELDRASAMTÖK fatlaðra halda opinn fræðslu- og umræðu- fund að Suðurlandsbraut 22, mánu- daginn 29. september kl. 20.30. Fjallað verður um framtíðarskipun málefna fatlaðra hjá sveitarfélög- unum, einkum Reykjavíkurborg, en sveitarfélögin taka við málaflokkn- um samkvæmt áætlun 1. janúar 1999. Frummælendur verða Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar og Bjarni Krist- jánsson framkvæmdastjóri Svæðis- skrifstofu Reykjavíkur. Þau munu greina frá stöðu mála og horfa til framtíðar. Þau hafa yfirgripsmikla þekkingu á þessu sviði, bæði í starfi með fötluðum og að skipulagsmál- um, segir í fréttatilkynningu. Skoða bygg- ingar og skipu- lag við Reykja- víkurhöfn í KVÖLDGÖNGU Hafnargöngu- hópsins miðvikudaginn 24. septem- ber verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20. Pétur H. Ármannsson, arkitekt, fylgir hópnum í gönguferð um miðbæinn og segir frá byggingum og skipulagi í nágrenni Reykjavík- urhafnar. Að því loknu verður geng- ið um Skuggahverfið inn að Sólfari og með strönd og hafnarbökkum út í Örfirisey og um Vesturgötuna til baka að Hafnarhúsinu. Allir eru velkomnir. HALLI Reynis trúbador. Kynningartón- leikar Halla Reynis VÆNTANLEGUR er á markað nýr hljómdiskur frá Halla Reynis (Har- aldi Reynissyni) trúbador. Af því tilefni verða haldnir tónleikar í kvöld, miðvikudagskvöld, á Fóget- anum kl. 22 þar sem Halli Reynis kynnir efni nýja disksins. Áður hefur Halli gefið út tvo diska. 1993 kom fyrsti diskur hans út og nefndist Undir hömrunum háu. Þar fékk hann til liðs við sig nokkra ágætishljóðfæraleikara og eins á diskinum Hring eftir hring sem kom út árið 1995. Á nýja disk- inum, Trúbador, er Halli einn með gítarinn en í nokkrum laganna leik- ur Jakob Smári Magnússon á bandalausan bassa. Fræðslufundur SÁÁ SÁÁ efnir til fræðslu- og umræðu- fundar fyrir foreldra ungs fólks í vímuefnavanda föstudaginn 26. september. Fundurinn verður haldin í göngudeild SÁÁ, Síðumúla 3-5 og hefst kl. 20. Aðgangur er ókeyp- is. Á fundinum verður rætt um þá meðferð sem ungu fólki í vímuefna- vanda er veitt, hvaða hugsun býr að baki henni og hvernig unga fólk- ið bregst við. Foreldrum er einnig boðið að tjá hug sinn og fá nánari skýringar. Frummælendur verða Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi og Hjalti Björns- son, dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ. Nýr formaður Skólastjórafé- lags Islands FRAMHALDSAÐALFUNDUR Skólastjórafélags íslands var hald- inn í Reykjavík 19. september sl. Kosin var ný stjórn og er formaður hennar Þorsteinn Sæberg Sigurðs- son, skólastjóri í Árbæjarskóla í Reykjavík. Áðrir í stjórn voru kjörnir Sigfús Grétarsson, skólastjóri Valhúsa- skóla á Seltjarnarnesi, Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri í Hamars- skóla í Vestmannaeyjum, Marsibil Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, og Karl Erlendsson, skólastjóri í Þela- merkurskóla í Eyjafirði. Jón Ingi Einarsson, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og ekki heldur Páll Leó Jónsson sem var gjaldkeri félagsins. Skólastjórafélagið er nú sjálf- stæð deild innan Kennarasambands íslands og hefur með að gera sér- mál skólastjóra innan sambandsins þar með talin samnings- og kjara- mál og voru af því tilefni samþykkt ný lög fyrir félagið. Fundurinn lýsti þungum áhyggjum yfir stöðunni í samningamálum. LEIÐRÉTT Rangt nafn NAFN stúlku, sem aðstoðaði sam- gönguráðherra við opnun umferðar- mannvirkja á Vesturlandsvegi, mis- ritaðist í Morgunblaðinu í gær. Stúlkan heitir Dagný Lóa Sigurðar- dóttir en ekki Dagný Lilja eins og sagt var. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. 27 ára, ekki 19 ára MAÐUR, sem dæmdur var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun á föstudag, var sagður 19 ára í frétt Morgunblaðsins. Þær upplýs- ingar komu fram í dómskjölum Héraðsdóms. Af þjóðskrá er hins vegar ljóst að maðurinn er tæplega 27 ára, svo upplýsingar þessar voru rangar. Var ekki að flytja vopn BYSSUSMIÐUR, sem sagt er frá á baksíðu Morgunblaðsins á þriðju- dag, hafði samband við blaðið og sagðist ekki hafa verið að flytja vopn milli staða, eins og segir í fréttinni, heldur hefði hann verið við vinnu sína inni á verkstæði. Vegfarandi hefði séð til hans þar inni og kallað á lögreglu. Hinn 4. september sl. undirrituðu Sveinbjörn Björnsson háskólarektor og Jón Bjarnason, skólastjóri Hóla- skóla, rammasamning um samstarf skólanna. Samkvæmt honum veitir Háskóli Íslands háskólamenntun og sinnir rannsóknum á þeim sviðum sem sérfræði hans nær til og Hóla- skóli sinnir menntun á grundvelli sérstakra búfræðslulaga, með sér- hæfingu á sviði fiskeldis, vatnanýt- ingar, hrossaræktar og ferðaþjón- ustu í sveitum. Hólaskóli sinnir ýmsum rann- sóknum á ofangreindum sviðum og tekur að sér leiðbeiningu innlendra og erlendra háskólanema. „Talið er að skólarnir hafi sameiginlega hagsmuni af því að samnýta að- stöðu og færni hvor annars og efla Grænland o g Kanada FYRIRLESTUR verður á vegum Grænlensk-íslenska félagsins Kalak og Vináttufélags íslands og Kanada í Norræna húsinu á fimmtudags- kvöld. Þar mun Níels Einarsson, mann- fræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, flytja erindi um sjávar- spendýraveiðar, sjálfbæra þróun og siðvæðingu náttúruverndarumræð- unnar. Fýrirlesturinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. rannsóknir og menntun á háskóla- stigi, efla starfsmenntun og tengsl háskólastarfs og atvinnulífsins, og auka þekkingu í greinum tengdum fiskeldi, lagareldi, líffræði fiska, hrossarækt, hestamennsku og ferðaþjónustu. Til að ná ofangreindum mark- miðum munu Háskóli íslands og Hólaskóli leitast við að koma á sam- tengdu rannsóknanámi á sameigin- legum fræðasviðum. Stúdentum sem fást við verkefnavinnu í BS- eða MS-námi innan Háskóla íslands verði gefinn kostur á því að vinna verkefni undir leiðsögn starfs- manna Hólaskóla. Einnig stuðla að því að komið verði á hiutastöðum þar sem kennslu og rannsókna- starfi er skipt á milli samningsað- ila. Skólarnir munu gera sérstaka samninga um kennslu og þjálfun nemenda í grunn- og framhalds- námi, eftir því sem tilefni gefst til, m.a. um samnýtingu námskeiða og gagnkvæma viðurkenningu náms, hafa samráð um tækjakaup, þar sem það á við, þannig að fjármunir nýtist sem best og gera samning um samnýtingu á aðstöðu (t.d. til tilrauna), tækjabúnaði og upplýs- ingum. Á grundvelli þessa rammasam- komulags verður unnt að gera ein- staka samninga um markmið, skuldbindingar, kostnað og fagleg- ar kröfur í einstöku verkefnum,“ segir í fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.