Morgunblaðið - 30.09.1997, Page 3

Morgunblaðið - 30.09.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 B 3 GOLF Evrópubúarsigruðu Bandaríkin með minnsta mögulega mun í Ryder-keppninni Bjöm braul isinn Edwin Rögnvaldsson skrifar EVRÓPUBÚAR höfðu betur í baráttu sinni við Bandaríkin um Ryder-bikarinn með minnsta mögulega mun, 14’A vinning gegn 13 ’A, eftir að hafa verið yfir, 10 'A:5 ’A, þegar lokaspretturinn, tólf leikir maður gegn manni, hófst á sunnudag. Evrópa heldur því bikarnum í tvö ár til viðbótar við tvö síðastliðin ár, eftir frækinn sigur i Bandaríkjunum í hittifyrra. Evrópska liðið, sem lék á heima- velli í þetta sinn, Valderrama- vellinum á Sotogrande á Spáni, missti næstum af sigrinum eftir að Bandaríkjamenn höfðu sýnt feikna- lega grimmd í ein- staklingsleikjunum á sunnudag. Leikur nokkur vafi á því, hvort hugarfar heimamanna hafi verið sem skyldi á síðasta keppnisdegi, því þeir þurftu aðeins þrjá og hálf- an vinning til þess að knýja fram jafntefli og halda þannig bikarn- um. Gerðu þeir litlu meira en það, en ekki er hægt að líta framhjá frábærri frammistöðu evrópska liðsins í fjórleik og ijórmenning á laugardag. í fjórleiknum sigruðu þeir í þremur leikjum og gerðu jafntefli í þeim fjórða, lögðu þann- ig grunninn að yfirburðastöðu sinni þegar að lokasprettinum kom. Fred Couples fór fyrir banda- ríska liðinu í einstaklingsleikjunum á sunnudag. Hann fór hamförum í viðureign sinni við Walesbúann Ian Woosnam og lauk henni strax á 11. braut. Þeir tveir mættust nú í þriðja sinn í röð í einmennings- leik. Virðist frammistaða Couples hafa hleypt mikilli baráttu í brjóst félaga hans, sem á eftir komu. Mark O’Meara, sem lék ljómandi vel í keppninni, átti heldur ekki í teljandi vandræðum með andstæð- ing sinn, Svíann Jesper Parnevik. Árangur leikmanna Árangur einstakra leikmanna Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-keppninni. Athygli vekur að allir leikmenn svrópska liðsins fengu stig, en Bandaríkjamaðurinn Davis Love er sá eini sem ekki varð þess heiðurs aðnjótandi í þetta sinn. EVRÓPA U T J stig Colin Montgomerie, Skotl... ..8 1 1 3 'h Costantino Rocca, Italíu ..3 1 0 3 Bernhard Langer, Þýskal... ...3 1 0 3 José Maria Olazábal, Spáni. ..2 2 1 2'h Lee Westwood, Englandi.... ...2 3 0 2 Nick Faldo, Englandi ...2 3 0 2 Jesper Parnevik, Svíþj ...1 1 2 2 Per-Ulrik Johansson, Svíþj. ...2 0 0 2 Thomas Björn, Danmörku.. ...1 0 1 l'/2 Ignacio Garrido, Spáni ...0 1 3 l'/2 Darren Clarke, N-Irl ...1 1 0 1 Ian Woosnam, Wales ...1 1 0 1 BANDARÍKIN U T J stig Scott Hoch ...2 0 1 2'/2 Jeff Maggert ...2 1 0 2 LeeJanzen ...2 1 0 2 Fred Couples ...2 2 0 2 MarkO’Meara ...2 2 0 2 Tom Lehman ...1 1 2 2 Phil Mickelson ...1 1 2 2 Tiger Woods ...1 3 1 l'/2 Justin Leonard ...0 2 2 1 Brad Faxon ...1 2 0 1 Jim Furyk ...1 2 0 1 Davis Love n 4 0 0 Draumurinn rættist Reuter BALLESTEROS heldur Ryder-blkarnum á loft. Hann seglst ekkl vilja vera llösstjórl evrópska llöslns í næstu Ryder-keppni, en ætlar að tryggja sér sæti í llöinu sem lelkmaður. Stakksértil sunds ÞEGAR Bernhard Langer tryggði Evrópumönnum a.m.k. jafn- tefli og þannig varðveislurétt á Ryder-bikarnum í tvö ár til viðbót- ar varð Billy Foster, kylfusveinn Darrens Clarke og fyrrum kylfu- beri Seves Ballesteros, svo himinlifandi að hann stakk sér út í tjörnina fyrir framan 17. flöt, en leikmönnum Ryder-liðanna stóð oft stuggur af henni. f Jaime Ortiz-Patino, eigandi Valderrama golfvallarins þar sem Ryderkeppnin fór fram um helgina, hefur keppt hér á landi í annarri óskyldri íþrótt, þ.e.a.s. brids. Hann var lengi í bridslandsl- iði Svisslendinga og spilaði hér tVo landsleiki við Islendinga árið 1975, þar sem íslendingar unnu annan leikinn og Svisslendingar hinn. Ortiz-Patino var að auki forseti Alþjóðabridssambandsins í 12 ár og er nú heiðursforseti sama sambands. Evrópubúar fengu snemma tvö stig, með sigrum Per-Ulriks Jo- hansson á sigurvegaranum á opna bandaríska mótinu í ár, Davis Love hinum þriðja, og óvæntum úrsjitum úr leik Costantinos Rocca frá Ítalíu við stórstirnið Tiger Woods, sem sigraði í bandarísku meistara- keppninni [US Masters] í apríl. Rocca getur því borið höfuðið hátt vegna frammistöðu sinnar í Ryder- keppninni í ár, en skuldinni var skellt á hann fyrir tap evrópska liðsins á Belfry-vellinum í Englandi fyrir fjórum árum, þar sem hann brenndi af stuttu pútti er hann tapaði fyrir Love. Bjöm braut ísinn Þótt evrópska liðið hafi einungis vantað einn sigur og jafntefli úr þeim átta leikjum sem enn var ólok- ið, var útlitið ekkert sérlega bjart. José Maria Olazábal var eini Evrópu- búinn sem hafði forystu í leik sínum, en hún var ekki mikil - aðeins ein hola gegn Lee Janzen. Evrópu barst þó fljótlega hjálp frá óvæntum liðsmanni, Thomas Björn, fýrsta Dananum sem leikur í Ryder- keppni. Hann hafði samt tapað fjór- um af fyrstu fimm holunum í viður- eign sinni við Justin Leonard, sigur- vegara opna breska mótsins í sum- ar. Daninn jafnaði á 16. braut, fékk því næst fugl á þeirri sautjándu og tók einnar holu forystu. Álagið fór þó með hann á 18. braut og Leon- ard jafnaði leikinn með góðu pútti fyrir pari, en evrópska liðið fagnaði hálfum vinningi úr óvæntri átt. Á meðan Björn og Leonard börð- ust á 18. braut, náði Spánveijinn José Maria Olazábal tveggja holna forystu í leik sínum við Lee Janzen á þeirri fimmtándu og Bernhard Langer var að ná undirtökunum gegn Brad Faxon. Evrópumenn töldu sig því skyndilega eiga sigur- inn vísan - a.m.k. öruggir með jafn- tefli og því komnir með aðra hönd- Draumurinn varð að veruleika DRAUMUR liðsstjóra Evrópu, Se- verianos Ballesteros - að sigra í Ryder-keppni í heimalandi sínu, rættist. „Liðið lék með hjartanu, þess vegna unnum við,“ sagði hann. „Ég hef unnið bandarísku meistara- keppnina [US Masters] og opna breska mótið, en það jafnast ekkert á við að vinna Ryder-bikarinn og í þetta sinn er það þessum tólf frá- bæru kylfingum að þakka,“ sagði Spánveijinn og benti á lið sitt. í sigurvímu tilkynnti Ballesteros að hann myndi ekki stýra liðinu í næstu keppni, sem fram fer í Brookline nærri Boston í Bandaríkj- unum eftir tvö ár. Sagðist hann vilja leika með liðinu þegar það reynir að halda bikarnum, en til þess segist hann þurfa að æfa stíft. Ballesteros tók nokkrar umdeild- ar ákvarðanir, t.d. að nota Englend- inginn unga Lee Westwood í stað Ians Woosnams frá Wales á föstu- dag, en eftir gott gengi nýliðans Westwoods efast enginn um hæfni Ballesteros til liðsstjórnar. „Hann var eins og faðir okkar,“ sagði landi Seves og nýliði í Ryder-liðinu, Ignacio Garrido. Þekktu ekkl völlinn Tom Kite, liðsstjóri Bandaríkj- anna, hrósaði leikmönnum sínum og eftir á að hyggja sagðist hann hafa viljað að fleiri þeirra hefðu komið og virt Valderrama-völlinn fyrir sér í sumar, en Kite fór þang- að ásamt nokkrum leikmönnum sín- um, t.d. Tiger Woods. „Ég var ekki nógu harður við þá,“ sagði Kite. „Ég iðrast einskis, nema að hafa ekki gengið harðar að strákunum að koma hingað í sumar til að læra á völlinn. Evrópubúarnir vippuðu og púttuðu betur því þeir þekkja völlinn og flatirnar mun betur en við,“ sagði liðsstjórinn. „Fyrirári gat ég ekki gengið" HINN 31 árs gamli Spánverji, José Maria Olazábal, brast í grát er hann reyndi að út- skýra fyrir fréttamönnum hvers hann mat sigur liðs sins í Ryder-keppninni, en hann varð að draga sig í hlé fyrir síðustu keppni eftir að hafa verið valinn í Ryder-liðið, vegna alvarlegra veikinda sem ollu því að um tíma var talið að Olazábal þyrfti á hjólastól að halda. „Fyrir ári gat ég ekki gengið," sagði Spánverjinn. í Ryder-keppninni frá 1987 til 1993 vann Olazábal tólf leiki, tapaði sex og gerði jafn- tefli 1 tveimur. „Ég er svo stoltur af þvi að tilheyra þessu yndislega liði. Andrúmsloftið innan þess hefur verið svo stórkostlegt að ég mun aldrei gleyma því,“ sagði hann. ina á Ryder-bikarinn, enda þurfti aðeins eitt stig til. Þegar að fímmtándu holunni kom í viðureign Langers og Faxons, hafði Þjóðveijinn tveggja holna forskot. Á 16. flöt stóð Faxon frammi fyrir því að ef honum tækist ekki að setja niður af eins metra færi, myndi Evrópa ná fram jafntefli og halda bikarnum, en Bandaríkjamanninum varð ekki skotaskuld úr því. Með því náði hann aðeins að knýja fram skammlífan gálgafrest, því Langer tryggði Evrópu áframhaldandi varð- veislu bikarsins á 17. braut eftir glæsilegt þriðja högg úr karganum sem staðnæmdist um þijá metra frá holu. Honum nægði að tvípútta, sem hann og gerði. Svo virtist sem fögnuður evr- ópskra væri ekki einlægur þrátt fyr- ir veglegan áfanga, því þeir vildu vitaskuld ekki gera jafntefli á heima- velli - heldur sigra. Eftir að Jeff Maggert, sem lék best Bandaríkja- manna á sunnudag ásamt Fred Co- uples og Mark O’Meara, hafði gert út um viðureign sína við enska nýlið- ann Lee Westwood, var einungis tveimur leikjum ólokið. Westwood vann hug og hjörtu áhorfenda með frammistöðu sinni í keppninni, en hún dugði ekki gegn frábærum Maggert. Montgomerie brást ekkl Leikur Skotans Colins Montgo- meries við Scott Hoch var jafn eftir ijórtán holur, en Nick Faldo var tveimur holum undir gegn Jim Furyk. Sá síðastnefndi fyllti áhang- endur Evrópu þó nokkurri vantrú þegar hann stóð af sér harða hríð Faldos með því að vippa í úr karga á 15. braut og glompu á þeirri næstu. Faldo varð því að játa sig sigraðan og tapaði leiknum á 16. braut. Staðan var því orðin 14:13, Evrópu í hag. Sigur Evrópu virtist í höfn þegar Montgomerie og Hoch gengu á 17. teig, en Montgomerie hafði náð einn- ar holu forskoti. Hoch tókst aftur á móti að jafna leikinn eftir stórkost- legt innáhögg úr karganum, þar sem Langer hafði einnig slegið glæsilegt högg nokkru áður. Montgomerie lék síðustu holuna fullkomlega og sýndi styrk sinn er mikið lá við. Upphafshögg Hochs lenti rétt utan brautar vinstra meg- in, en annað höggið sló hann nánast eins og byijandi. Þar með gerði hann út um sigurmöguleika sína. Montgomerie tryggði sér parið með góðu aðpútti og keppinautarnir féll- ust á jafntefli. Viðeigandi var, að efsti kylfíngurinn á mótaröð Evrópu síðustu íjögur árin skyldi gera út um Ryder-keppnina, en Montgo- merie hafði sig mikið í frammi í fjöl- miðlum síðustu vikurnar fyrir hana. Urslit / B11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.