Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 KNATTSPYRINIA KNATTSPYRNA Reykjavíkurrisarnir skemmtu áhorfendum Stefán Þórðarson setfti tvö hjá Ravelli Grétar Eyþórsson skrifar frá Svíþjóð Stefán Þórðarson var heldur betur í essinu sínu á laugar- daginn er lið hans, Oster, vann óvæntan sigur á sænsku meistur- unum og topplið- inu IFK Gauta- borg, 2:1. Öster, sem er í harðri fallbaráttu, kom Gautaborg á óvart með góðum leik og réð lögum og lofum. Það var þó ekki fyrr en á 44. mínútu að Stefán fékk knöttinn í góðu færi og skoraði, eftir að Ravelli hafði varið skot Hans Eklund, 1:0. Síðari hálfleikur hafði aðeins staðið í 7 mínútur er Stefán var aftur á ferðinni og varð fyrstur á stungusendingu frá vinstri kanti, lék á Ravelli og renndi knettinum í autt markið, 2:0. Per Karlsson lagaði síðan stöðuna fyrir meistarana á 69. mínútu en nær komust Gautaborgarar ekki og töpuðu því mikilvaegum stigum í toppbaráttunni. Óster lagaði stöðu sína á botninum og ljóst að liðið getur enn bjargað sér frá falli. Stefán fékk góða dóma fyrir leik sinn og Express- en gefur honum 3 í einkunn af 5 mögulegum. Einar Brekkan gerði eitt mark er lið hans, Vásterás vann óvænt- an útisigur á AIK, 1:2. Mattias Elison gerði fyrsta mark Vást- erás á 58. mínútu og Einar Brekkan bætti síðan um betur á þeirri 71. og kom liði sínu í 0:2 áður en Johan Mjállby minnkaði muninn fyrir AIK. Vásterás lag- aði einnig stöðu sína á botninum með sigrinum, en ljóst er að í síðustu umferðunum munu 4 lið, Vásterás, Öster, Degerfors og Ljungskile bítast um að verða ekki í tveimur neðstu sætunum sem þýða beint fall. Þriðja og fjórða neðsta sæti þýða aukaleiki við næstefstu lið fyrstu deildar norður og suður. Hraður sóknarleikur, mörg marktækifæri, fjöldi mark- skota, góð markvarsla og glæsileg mörk einkenndi við- ureign KR og Fram á KR-velli á laugar- dag. KR-ingar höfðu að litlu að keppa og voru ef til vill afslapp- aðri fyrir vikið en Framarar áttu möguleika á að tryggja sér sæti í Getraunakeppni Evrópu næsta ár. Steinþór Guðbjartsson skrífar Gestirnir létu það ekki á sig fá, hugsuðu ekki um að veijast og treysta á að skora úr gagnsóknum eins og sjálfsagt margir hefðu gert í stöðunni, heldur sóttu stíft til sig- urs. Fyrir vikið var leikurinn opinn og skemmtilegur en Framarar, sem gerðu fyrsta markið og jöfn- uðu 2:2 fyrir hlé, töpuðu 4:2 og misstu Evrópusætið í hendur Leift- urs. Alltof oft hafa leikmenn ís- lenskra liða- almennt verið ragir við að skjóta á mark mótherjanna þegar þeir nálgast vítateiginn og sóknir því gjaman runnið út í sandinn en þetta var ekki vanda- mál í umræddum leik. Spilið var lengst af hratt og markvisst og menn létu vaða á markið. KR-ing- ar áttu 12 markskot í fyrri hálf- leik og Framarar 10 en heimamenn skutu 20 sinnum undan vindinum eftir hlé og gestirnir áttu níu skot. Eins og gefur að skilja var ekki mikið hugsað um varnarleik en þeim mun meira kapp lagt í sókn- irnar og sóknarmennirnir því í sviðsljósinu. Andri Sigþórsson var öflugur sem fyrr í fremstu víglínu KR, gerði tvö glæsileg mörk og hlýtur að koma til greina í landsl- iðshópinn, svo framarlega sem meiðslin koma ekki í veg fyrir það. Guðmundur Benediktsson náði sér vel á strik við hliðina á honum og lagði upp tvö mörk. Fyrir aftan þá lék Ríkharður Daða- son einn besta leik sinn í sumar og skallamörkin tvö voru í betri kantinum. Þorsteinn Jónsson stóð sig vel á vinstri kantinum og Einar Þór Daníelsson átti góðar rispur á miðjunni. Framarar stóðu sig vonum framar í deildinni og geta borið höfuðið hátt þrátt fyrir tap í síð- asta leik. Þorbjörn Atli Sveinsson var skemmtilegur í sókn Fram, réttur maður á réttum stað og öryggið uppmálað í mörkunum tveimur. Arni Pjetursson hefur stöðugt sótt í sig veðrið, var alltaf að og geysilega duglegur á miðj- unni. Þorvaldur Ásgeirsson vann vel og Kristófer Sigurgeirsson ógn- aði vinstra megin en Olafur Péturs- son var góður í markinu. Kvöddu deildina með sigri vaur B. Jonatansson skrifar Skallagrímur kvaddi efstu deild íslandsmótsins með því að sigra Grindavík 3:2 í Borgarnesi á laugardaginn. Leik- urinn var leiðinleg- ur. Skallagríms- menn Iéku undan sterkum vindi í fyrri hálfleik. Leikmenn áttu erfitt með að hemja boltann, sem var meira út af vellinum en inn á honum. Heimamenn gerðu eina mark fyrri hálfleiks, úr víti þegar tíu mínútur voru til leikhlés. Skömmu síðar var Zoran Ljubicic í dauðafæri en Frið- rik í marki Skallagríms varði laust skot hans frá markteig. Björn Ax- elsson var nálægt því að bæta við marki fyrir Skaliagrím á Iokamín- útu hálfleiksins er hörkuskot hans úr aukaspyrnu small í þverslá. Grindvíkingar voru meira með boltann í síðari hálfleik, en voru mislagðir fætur þegar þeir nálg- uðust vítateig heimamanna. Þeir áttu fimmtán skot á markið í hálf- leiknum en uppskáru aðeins tvö mörk og klúðruðu m.a. vítaspyrnu sem Friðrik varði auðveldlega frá Sinisa. Þeir áttu einnig skot í slá. Skallagrímsmenn nýttu sér vel þau fáu færi sem þeir fengu á móti vind- inum og náðu að komast í 3:1 áður en gestirnir minnkuðu muninn í eitt mark, 3:2, á lokamínútu leiksins. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson TRYGGVI Guðmundsson er slopplnn framhjá Gunnari Má Mássyni og er að spyrna knettinum, sem hafnaði í netinu hjá Leiftrf. Þar með var Tryggvi búinn að jafna markametið, skoraði 19 mörk. ÞRIÐJA sætið í Sjóvár- Almennra deildinni varð Leift- urs eftir að liðið hafði lagt ís- landsmeistarana í ÍBV að velli í Ólafsfirði um helgina, loka- tölur leiksins urðu 3:1. Þriðja sætið tryggir Leiftri þátttöku í Inter-Toto keppninni á næsta ári en liðið tók einmitt þátt í þeirri keppni í sumar. Eg er mjög sáttur við leikinn og okkur tókst ætlunarverkið; að sigra, og ná þar með þriðja sætinu í deildinni," sagði ReynirB. Kristinn Björnsson, Eirtksson þjálfari Leifturs, skrífar eftir leikinn. „Skil- yrðin til að leika voru ekki góð en mér fannst bæði liðin sýna nokkuð góðan leik og var spilið ágætt. Ég bjóst við því að þeir pressuðu nokkuð stíft í seinni hálfleik og því lögðum við upp með það að beita skyndisóknum sem gafst ágætlega. Ég er sáttur við að ná þriðja sætinu i deildinni úr því sem komið var. Við vorum á uppleið í seinni umferðinni eftir að hafa lent í hremmingum í þeirri fyrri.“ Leikmenn beggja liða komu ákveðnir til leiks og var leikurinn mjög fjörugur allt frá fyrstu mín- útu. Tryggvi Guðmundsson fékk tvö ágæt færi strax í upphafi og greinilegt að hann ætlaði að jafna fyrra markamet og helst setja nýtt. Það var svo á 8. minútu sem fyrsta markið kom er Daði Dervic skor- aði sannkallað glæsimark af 25 metra færi. Bæði liðin léku vel í fyrri hálfleik en það var Leiftur sem sótti meira og gerði vindurinn sem var talsvert sterkur þeim lífið léttara en gestunum. Leiftur átti þijú góð færi í hálfleiknun, en skot þeirra fóru öll rétt framhjá. ÍBV átti hins-vegar tvö ágæt færi sem þeim tókst ekki að nýta. Gestirnir hófu seinni hálfleik af krafti og sóttu stíft undan vindin- um. Leiftur beitti hins vegar skyndisóknum sem gáfu mjög góða raun og voru sóknir jieirra mun hættulegri en sóknir IBV. Helsta ástæða þess var sennilega sú að vörn ÍBV var oft fáliðuð eftir stíf- ar sóknir. Tryggvi Guðmundsson gerði mark ÍBV í leiknum sem kom á 66. mínútu með skoti rétt utan við vítateig. Með þessu marki jafn- aði hann markametið í efstu deild og því biðu margir spenntir það sem eftir lifði leiksins hvort honum tækist að hnekkja metinu. Litlu síðar átti Lasorik gott skot af stuttu færi sem Gunnar í marki IBV sá við. I næstu sókn Leifturs var svo brotið á Þorvaldi Makan inní teig og dæmt var víti sem mínútunni og innsiglaði þar með sanngjarnan sigur heimamanna. Leiftur lék vel í leiknum og var vel að sigrinum komið. Liðið lék mjög skynsamlega, undan vindin- um sótti það nokkuð stíft en í síð- ari hálfleik bakkaði það og beitti skyndisóknum sem voru hættuleg- ar. ÍBV lék oft vel í leiknum en þar vantaði þó þann brodd í sókn- ir liðsins sem hefur verið aðal þess í sumar. KRISTINIM Björnsson og Leiftursmenn fagna Inter-Toto sætinu. Þorvaldur tók sjálfur. Honum brást bogalistin að þessu sinni og fór skot hans hárfínt fram- hjá. Áfram héldu árangursríkar skyndisóknir Leifturs og á 78. mínútu komust þeir svo yfir með marki frá Baldri Bragasyni. Hvort lið um sig fékk svo eitt umtalsvert færi áður en Rastislav Lasorik rak smiðshöggið á leikinn af hálfu Leifturs með marki sem kom á loka- 0B 4| Sævar Guðjónsson ■ | fékk boltann vinstra megin á vallarhelmingi KR og sendi fyrir markið á fjærstöng á 3. mínútu. Þar var Þorbjörn Atli Sveinsson á auðum sjó og sendi boltann með hægri í fjær- homið uppi. Vel að verki staðið og glæsilegt mark. 1B Æ Þorsteinn Jónsson ■ | fékk boltann út á miðjan vinstri væng og sendi fyrir á fjærstöng þar sem Rík- harður Daðason skallaði í netið úr markteignum á 30. mínútu. 2b 4| Guðmundur Bene- ■ I diktsson fékk bolt- ann út á hægri kant nálægt endimörkum og sendi fyrir markið. Rétt utan markteigs vinstra megin stökk Rikharður Daðason hæst allra í loft upp og skallaði af öryggi í netið á 36. mínútu. 2b ^ÍBrotið var á Þorbimi ■ diAtla Sveinssyni á 38. mínútu og dæmd vítaspyrna. Þorbjörn Atli skoraði af öryggi úr vítinu. 3n*%k 63. mínútu fékk * fCiGuðmundur Bene- diktsson boltann hægra megin í vítateig Fram, lék á mótheija og sendi fyrir markið. Þar var Andri Sigþórsson rétt utan markteigs og skoraði með frá- bærri hægri fótar bakfalls- spymu. Góður undirbúningur og glæsilegt mark. 4b OÁ 71. mínútu var tii- ■ áfiakynnt að Tryggvi Guðmundsson hefði skorað fyrir IBV og þar með jafnað marka- metið í deildinni, en þá sendi Einar Þór Danfelsson fýrir mark Fram frá vinstri, Andri Sig- þórsson stakk sér í boitann rétt utan markteigs og skallaði skemmtilega í markið. 1B^\Dæmd var vitaspyrna á Grindavík er Hilmar Hákonarson ■ Wvar felldur innan vítateigs á 35. mínútu. Hjörtur Hjartar- son tók spymuna og skoraði af öryggi með hægri fæti í vinstra hornið. 1m 4 Ólafur Örn Bjarnason var með boltann rétt fyrir framan ■ | miðjan vítateig Skallagríms og renndi honum til vinstri á Ólaf Ingólfsson sem lék inn í teiginn og þrumaði í vinstra hornið. Glæsilegt mark. 2b 4j Valdimar Sigurðsson tók homspyrnu frá hægri, sendi fyrir a I markið en fékk boltann aftur og sendi þá á nærstöng og þar var Hjörtur Hjartarson réttur maður á réttum stað og potaði boltanum yfir marklínuna á 69. mín. 3b Góð skyndisókn Skallagrímsmanna upp vinstri kantinn end- ■ | aði með því að Hilmar Hákonarson gaf fyrir markið og þar var Valdimar Sigurðsson og skoraði af stuttu færi á 88. mín. 3b ^%Grétar Einarsson tók hornspyrnu frá vinstri á 90. mínútu. ■ ^LÓlafur Ingólfsson fékk boltann við fjærstöng og renndi fyr- ir markið á Arna Stefán Björnsson sem skoraði af stuttu færi. 1B J^Eftir sókn Leifturs á ■ %#8. mínútu komu vamarmenn ÍBV boltanum frá markinu og barst hann til Daða Dervic sem var staddur um 25 metra frá markinu. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina heidur þrumaði knettinum ofar- lega í hornið fjær. Sannkallað glæsimark. 1:1 A 66. mínútu fékk Tryggvi Guð- mundsson boltann rétt fyrir utan vítateig Leifturs. Hann lék á varnarmenn Leifturs og skaut svo góðu skoti sem hafnaði í markhorninu fjær. 2b «8 Davíð Garðarsson ■ I sendi innfyrir vörn Leifturs á Baldur Bragason sem var einn á auðum sjó og skoraði af öryggi. Þetta var á 78. mínútu. 3b Æ Á lokamínútu leiks- ■ I ins lék Þorvaldur Makan inn í vörn ÍBV og sendi svo á Ratislav Lasorik sem var einn á auðum sjó og skoraði af öryggi í bláhornið með skoti af vítapunkti. annað árið í röð Leiftur í I nter-Toto Skiptur hlutur Þess varð greinilega vart á viður- eign Keflavíkur og Skaga- manna í Keflavík að hvorugt liðið hafði að sérstöku ívar marki að keppa með Benediktsson leik sínum. Skaga- skrifar menn voru öruggir með annað sæti deildarinnar, hveijar sem lyktir yrðu, og Keflavíkingar og væntan- lega með hugann við síðari úrslita- leik bikarkeppninnar á sunnudag- inn kemur. Énda fór svo að niður- staðan varð 1:1. Heimamenn léku undan vindin- um í fyrri hálfleik og voru mun meira með knöttinn til að byija með. Þórarinn Kristjánsson kom þeim á bragðið á 7. mínútu og var það nánast hið eina markverða er gerðist fyrstu 20 til 25 mínúturnar. Jóhann Guðmundsson komst í ákjósanlegt færi á teignum hægra megin en Þórður varði, en orsökin fyrir færinu var að Alexander Linta missti boltann á miðjum vallarhelm- ingnum og Jóhann og félagar nýttu sér það til sóknar. Linta brást nokkrum sinnum bogalistin eftir það án þess þó að Keflvíkingar gætu nýtt sér það til markaskorun- ar. Besta færi ÍA kom á 26. mín- útu eftir að Ólafur Þórðarson hafði leikið Keflavíkurvörnina grátt á vinstri kanti og sent fyrir markið á Ragnar Hauksson sem var í dauða- færi við vítapunkt en hitti ekki knöttinn svo færið rann út í sandinn. Rétt fyrir hlé varði Þórður Þórð- arson, markvörður ÍA, þrumuskot Gests Gylfasonar af 25 m færi mjög vel í horn og skömmu síðar þrumu- skot Jóhanns Guðmundssonar eftir að hann hafði leikið Linta grátt á hægri kantinum. Bjarki Guðmunds- son varði. vel fast skot Jóhannesar Harðarsonar hinum megin vallarins og skömmu fyrir hlé kom Þórður á ný í veg fyrir mark er hann varði með úthlaupi eftir að Jóhann slapp í gegnum vörn ÍA. Skagamenn byijuðu af miklum krafti í síðari hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Eftir jöfnunar- markið á 63. mínútu færðu Skaga- menn sig enn framar á völlinn og freistuðu þess að komast yfir en ekkert gekk og heimamenn náðu einu og einu upphlaupi. En hvorki gekk né rak við markaskorun og félögin sættust á skiptan hlut. Einn sigurleikur LEIKMENN Stjöraunnar fögnuðu aðeins einum sigri á íslandsmótinu í knattspyrau, gerðu þijú jafntefli og töpuðu þrettán leikjum. Þess má geta að þegar Eyjamenn urðu síð- ast íslandsmeistarar 1979 féllu Haukar, sem unnu að- eins einn leik, gerðu þijú jafn- tefli ogtöpuðu fjórtán leikj- um. Stjaraar var ekki langt frá meti Hauka. Gunnar Oddsson fékk boitann á 7. mín., þar sem hann var staddur rétt við utanvert vftateigshornið hægra megin og sendi rakleitt inn á markteigshornið innan- vert. Þar var Þórarinn Krist- jánsson staddur og skallaði í markið óáreittur. Varnarmenn ÍA og Þórður markvörður sofn- uðu illa á verðinum. 1B «8 Á 63. mínútu sendi ■ I Óiafur Þórðarson háa sendingu inn á vítateig Keflavíkur á móts við miðjan markteiginn. Þar stakk Kári Steinn Reynisson sér upp á milli varnarmanna Keflavíkur og skaliaði í netið. Lauflétt hjá Val Valsmenn sigruðu Stjörnuna sannfærandi, 3:0, að Hlíðar- enda á laugardaginn. Þrátt fyrir sigurinn er árangur Valsmanna í sumar einn sá lakasti í sögu félagsins. Stjörnumenn kvöddu efstu deild með tilþrifalitl- um leik. Fyrri hálfleikur var væg- ast sagt leiðinlegur á að horfa. Jón Grétar Jónsson færði Valsmönnum forystu með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur var mun fjör- ugri og tóku Valsmenn þá öll völd á vellinum. Kristni Lárussyni var vísað af leikvelli á 54. mínútu fyrir munnsöfnuð og höfðu tíu Stjörnu- menn lítið í spræka Valsara að gera. Valsmenn bættu við tveimur mörkum fyrir leikslok og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu. Stjörnu- menn fengu þó upplögð tækifæri til að skora en þeim voru afskap- lega mislagðir fætur. Valsmenn léku ágætlega á köfl- um í síðari hálfleik. Jón Grétar Jónsson, sem lék kveðjuleik sinn í efstu deild og gerði tvö mörk, og Arnar Hrafn Jóhannsson voru þeirra bestu menn. Kveðjuleikur Garðbæinga í efstu deild var ekki eftirminnilegur. Líkt og í flestum öðrum leikjum Stjörnunnar í sumar var Árni Gautur Árason, markvörð- ur, besti maður liðsins. Hann hefur í sumar skipað sér á bekk með okkar allra bestu markvörðum og forðað liði sínu frá enn verra gengi. 1BJ%Á 44. mínútu var B ^FArnari Hrafni Jó- hannssyni hrint innan vítateigs Stjörnunnar og Kristinn Jakobs- son dæmdi vítaspyrnu. Jón Grétar Jónsson tók vítaspyrn- una og skoraði örugglega með föstu hægri fótar skoti í hægra hornið. B^\Arnar Hrafn Jó- ■ %#hannsson gaf góða stungusendingu inn fyrir flata vörn Stjörnunnar á 57. mínútu. Jón Grétar Jónsson stakk vamarmennina af og skoraði fagmannlega framhjá Árna í markinu með hnitmiðuðu hægri fótar skoti af vítateigslínu. 3*nÁ 75. rnínútu sóttu ■ UValsmenn stíft að marki Stjörnunnar. Guðmundur Brynjólfsson gaf fyrir frá hægri og barst boltinn yfir á vítateigs- hornið vinstra megin. Þar var Sigurbjörn Hreiðarsson einn og óvaldaður og skaut viðstöðu- lausu skoti með hægi'i fæti neðst í fjærhomið, glæsilegt mark. Borgar Þór Einarsson skrifar ÍÞtiMR FOLK ■ LEIKMENN ÍBV léku með sorgarbönd í leiknum gegn Leiftri. Með þessu voru þeir að minnast Guðmundar H. Þórarinssonar, „Týssa“, sem lést sl. föstudag. Guðmundur gerði fyrsta mark IBV í 1. deild, en félagið vann sér fyrst rétt til að leika þar fyrir 30 árum. ■ GUÐMUNDUR skoraði markið beint úr aukaspyrnu í leik gegn Val 1968 á Hásteinsvelli - jafnaði, 1:1 við mikinn fögnuð 657 áhorf- enda í leik sem Eyjamenn unnu, 3:1. Sigmar „Bói“ Pálmason skor- aði hin tvö mörkin. ■ SIGURVIN Ólafsson og Zoran Miljkovic léku ekki með ÍBV gegn Leiftri. Þeir eru á hættusvæði, Sig- urvin er kominn með með þijú gul spjöld og Zoran með fimm og óþarfi að taka áhættu, með bikarúrslitin við Keflavík 5. október í huga. ■ ZORAN Miljkovic var á meðal áhorfenda í Keflavík þar sem fyrr- um félagar hans í IA tóku á móti silfurverðlaunum. ■ KRISTINN Björnsson, þjálfari Leifturs , sagði eftir leikinn að hann hefði rætt málin við forráða-’ menn Leifturs varðandi áfram- haldandi þjálfun liðsins. „Ég er opinn fyrir því að halda áfram með liðið en botn ætti að fást í málið á næstu dögum. Það setur þó strik í reikninginn að ég er í vinnu í Reykjavík og verð að leysa ákveð- in mál varðandi hana ef ég verð hér áfram,“ sagði Kristinn. ■ SÆMUNDUR Víglundsson, knattspyrnudómari, dæmdi síðasta leik sinn í efstu deild í Borgarnesi á laugardaginn. Hann hefur ákveð*- ið að leggja dómaraflautuna á hill- una. Skallagrimsmenn færðu Sæ- mundi tvær tijáplöntur fyrir leikinn í tilefni tímamótanna hjá honum. ■ HILMAR Björnsson lék ekki með KR vegna veikinda en Heimir Guðjónsson og Þormóður Egils- son voru á bekknum. ■ JÓN Grétar Jónsson, leikmað- ur með Val, lék kveðjuleik sinn í efstu deild á laugardag. Hann á að baki farsælan feril; íslandsmeistari með Val 1985 og 1987 og með KA 1989, og þrefaldur bikarmeistari með Val 1990-1992. Jón sagðist sáttur við að hætta nú og ekki sjá eftir einni einustu mínútu í boltaru um. ■ HAUKUR Ingi Guðnason framheijinn lipri í Keflavíkurlið- inu lék ekki með félögum sínum í síðustu umferðinni gegn IA. Ástæð- an var sú að piltur var lasinn heima. ■ JAKOB Jónharðsson, fyrirliði Keflavíkur, var í leikbanni gegn ÍA. í hans stað tók Gestur Gylfa- son við fyrirliðabandinu. ■ BALDUR Bragason varamark- vörður IA kom inn á sem varamað- ur fyrir Þórð Þórðarson á 63. mín. leiksins gegn Keflavík. Er þetta fyrsti leikur Baldurs í efstu deild. ■ ÞÓRÐUR meiddist á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks er hann lenti í samstuði við Jóhann Guð- mundsson. Hann byijaði þó í síðari hálfleik en ákvað að fá skiptingu eftir rúmlega stundarfjórðungs leik. ■ ANTON Hartmannsson, vara- markvörður Keflavíkur, fékk einnig að spreyta sig í leiknum en hann stóð á milli stanganna í Keflavíkur- markinu síðustu mínútur leiksins. Þetta er einnig hans fyrsti leikur í efstu deild. ■ LEIKMENN ÍA fengu silfur- verðlaunin fyrir 2. sætið í Sjóvár- Almennra deildinni afhent að leiks- lokum í Keflavík. Var þetta önnur helgin í röð sem leikmenn Keflavík- ur eru áhorfendur að verðlaunaaf- hendingu því helgina áður fengu Eyjamenn íslandsbikarinn afhent- an eftir viðureign við Keflavík í Eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.