Morgunblaðið - 30.09.1997, Qupperneq 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Söguleg
ákvörðun
íþróttahreyfingin hefur samþykkt að starfa saman
. í einum samtökum, íþrótta- og Ólympíusambandi
íslands, og verður stjórn þeirra kosin eftir liðlega
mánuð. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með
framhaldsíþróttaþingi ÍSÍ og framhaldsaðalfundi
Óí um helgina þar sem þessi ákvörðun var tekin.
Framhaldsþing 63. |þróttaþings
íþróttasambands íslands sam-
þykkti samhljóða lög nýrra sam-
taka, íþrótta- og Ólympíusam-
bands Islands, á framhaldsþingi,
sem haldið var á Hótel Loftleiðum
á sunnudagsmorgun. Sama niður-
staða var á framhaldsaðalfundi
' Ólympíunefndar íslands, sem hald-
inn var á sama stað síðar um dag-
inn. íþróttaþing verður haldið 1.
og 2. nóvember og verður þá kosin
stióm nýrra samtaka en ÍSÍ og
ÓI starfa óbreytt þangað til.
„Hér hefur söguleg ákvörðun
verið tekin og ég óska ykkur til
hamingju með hana því hún mun
hafa mjög jákvæða þýðingu fyrir
starfsemi íþrótta á íslandi í fram-
tíðinni," sagði Ellert B. Schram,
forseti ÍSÍ og fonnaður Óí, þegar
'niðurstaðan á ÍSÍ þinginu lá fyrir,
en áður hafði Óí samþykkt tillögu
þess efnis að samþykkja lögin síð-
ar um daginn ef ÍSI samþykkti
þau. Hann þakkaði sérstaklega
Lárusi L. Blöndal, formanni laga-
nefndar, og laganefndinni fyrir vel
unnin störf, vandaða vinnu við
gerð frumvarpsins, kynningu þess
og áætlun sem hefði staðist full-
komlega. „Það er ekki síst laga-
nefndinni, góðri kynningu og góð-
um röksemdaflutningi að þakka
að þetta mál hefur siglt svo farsæl-
lega í höfn.“
Sigurður á röngum stað
Umræða á íþróttaþinginu var
málefnaleg, gagnorð og stuttorð.
Sigfús Ægir Árnason, fram-
kvæmdastjóri TBR, lagði til að
smávægileg breyting yrði gerð á
einni grein og var hún samþykkt.
Einar Ole Pedersen, formaður
UMSB, sem var við annan mann
á móti því að breytingar yrðu leyfð-
ar á kjörgengi fulltrúa frá þinginu
á Akranesi í fyrra, sagðist ekki
ætla að gefa yfirlýsingu um hvort
hann styddi „þessa vitleysu eða
ekki“ eins og hann orðaði það en
hinir þrír sem tóku til máls sögð-
ust styðja lögin. 136 fulltrúar
höfðu rétt til setu á þinginu en 104
mættu.
Hins vegar tók málið aðra stefnu
á framhaldsaðalfundi Ólympíú-
nefndar, fyrst og fremst vegna
málþófs fyrrverandi formanns
Skíðasambandsins, sem var gestur
á fundinum. Torfi Tómasson, fyrr-
verandi gjaldkeri Óí, gagnrýndi
reikninga, sem þó voru aðeins lagð-
ir fram til kynningar en ekki um-
ræðu. Sigurður Einarsson, áður
formaður SKÍ, hélt langa tölu um
að hann væri að hætta opinberum
afskiptum af íþróttum, stjómar-
kosningar á liðnum vetri, hvernig
■ „rugludöllum" sem væru á móti
sameiningunni hefðu verið úti-
lokaðir, galla frumvarpsins til
nýrra laga og komandi kosningar
- umhugsunarefni væri fyrir
hreyfinguna að breyta um stíl með
nýrri forystu. „Ég verð fyrir mikl-
um vonbrigðum ef Alþjóða ólymp-
v íunefndin samþykkir þessar breyt-
ingar,“ sagði hann en Ámi Þór
Árnason, formaður Fimleikasam-
bandsins, gagnrýndi málflutning
Sigurðar. „Er þetta fyrir sálfræð-
ing eða okkur,“ spurði .hann utan
úr sal. Júlíus Hafstein, formaður
Júdósambandsins, þakkaði laga-
nefndinni fyrir vel unnin störf,
sagði niðurstöðuna ljósa og þó
setja mætti út á ýmislegt gerði
hann ekki athugasemdir og sagðist
styðja málið. Jafet Ólafsson, for-
maður Badmintonsambandsins,
benti á að verkefni fundarins væri
að afgreiða sjálfgefið mál og ekki
væri tími til að horfa í baksýnis-
spegilinn heldur ætti að bretta upp
ermar og horfa fram á við.
Ellert tók í sama streng og Ja-
fet. Hann sagði eðlilegt að ábend-
ingum Torfa yrði komið á fram-
færi við endurskoðendur reikning-
anna en áréttaði að fundurinn
ætti að snúa sér að því sem lægi
fyrir. í kjölfarið var frumvarpið
samþykkt samhljóða með öllum
greiddum atkvæðum. Bjarni Frið-
riksson, annar fulltrúi íþrótta-
manna í Ólympíunefnd, sat hjá,
en hann hafði áður gagnrýnt máls-
meðferðina og spurt hvort IOC
sætti sig við frumvarpið, og Einar
Vilhjálmsson, hinn fulltrúi íþrótta-
fólksins, var fjarstaddur.
Baráttumál í fimm ár
Sameiningin hefur verið k dag-
skrá síðan á íþróttaþingi ÍSÍ 1992.
Viðræðunefnd ÍSÍ og 01 undir for-
ystu Eggerts Magnússonar, for-
manns Knattspyrnusambands ís-
lands, var skipuð eftir íþróttaþing
1994 og lagði hún fram drög að
lögum nýrra samtaka á íþrótta-
þingi á Akranesi fyrir tæplega ári.
Þar var samþykkt samhljóða að
stefna að sameiningu og sama var
upp á teningnum á aðalfundi Óí
fyrr á Iíðandi ári. Síðan hefur
markvisst verið unnið að málinu
með því að koma lögunum í endan-
legt horf og kynningu í hreyfíng-
unni auk þess sem Alþjóða ólymp-
íunefndin og Evrópusamband
ólympíunefnda fengu frumvarpið
til umfjöllunar.
„Þetta er ekki lokaskref heldur
fyrsta skref í nýrri sókn,“ sagði
Ellert við Morgunblaðið eftir at-
kvæðagreiðsluna í fyrradag.
„Þetta er nýtt skipulag sameinaðra
samtaka með samræmda stefnu
og ég er ánægður með að málið
skuli loks vera komið í höfn. Satt
að segja átti ég ekki von á að svona
rík eining yrði því mikið hefur
gengið á en með góðri kynningu,
góðum málflutningi og með tíman-
um hafa menn áttað sig á skyn-
seminni í sameiningunni. Frá 1992,
þegar tillaga um endurskoðun
hreyfingarinnar var samþykkt á
íþróttaþingi, hefur málið verið í
umræðunni. Öldur hafa risið en
víðtæk samstaða um stefnuna náð-
ist á íþróttaþinginu í fyrra og með
þessari afgreiðslu núna sýnir
íþróttahreyfingin að hún stendur
saman."
Morgunblaðið/Þorkell
HVÍT spjöld tll merkls um samþykkl frumvarps tll nýrra laga voru í hvers manns hendl á
íþróttaþlngl ÍSÍ um helglna og handauppréttlngar á fundl Óí gegndu sama hlutverkl.
HANDKNATTLEIKUR
Fyrsti sigur Dana á Svíum í 13 ár
Danir unnu á laugardag
fyrsta sigur sinn á Svíum
í handknattleik síðan 1984, ef
frá eru taldir vináttuleikir. í
seinni leik lið-
anna í undan-
keppni EM í
Kaupmannahöfn
höfðu Danir tögl
og hagldir allan tímann og sigr-
uðu, 26:21, eftir að hafa haft
forystu, 14:10, í hléi. Sigur Dana
Grétar Þór
Eyþórsson
skrifar
á aldurhnignu liði Svía var aldr-
ei í hættu og var hann ekki
síst að þakka markverðinum,
Sören Haagen Andersen, sem
varði 19 skot. Atkvæðamestir
Dana voru Nikolay Jakobsen
með 7 mörk, Ian Fog með 5
og Morten Bjerre og Christian
Hjermind með 4. Hjá Svíum
gerði Stefan Lövgren 8, Johan
Pettersson 4 og Erik Hajas 3.
í síðustu viku kom fram í
sænskum fjölmiðlum gagnrýni
sænskra handknattleiksþjálfara
á val Bengt Johanssons á
landsliðinu og hann ekki talinn
þora að endurnýja nægilega
mikið og keyra alltaf á sömu
gömlu refunum. í leikjunum við
Dani var stofninn í sænska liðinu
sá sami og á HM í Kumamoto,
nema hvað Erik Hajas er nú
kominn inn að nýju. Ekki mikið
nýjabrum þar!
KNATTSPYRNAEP / ÍTALÍA
Lakasta byrjun
AC Milan í 59 ár
Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, var afar óhress
með tap félagsins fyrir Vicenza, 1:0, í ítölsku
1. deildinni á sunnudaginn. Liðið hefur ekki enn
unnið leik á tímabilinu og hefur ekki byijað jafn illa
í 59 ár. Nú er talað um „svartan september" hjá
Milan. „Hvað vilt þú? Viltu að ég sýni tárin í beinni
útsendingu í sjónvarpinu," sagði forseti félagsins,
er fréttamaður bað um álit hans á frammistöðu liðs-
ins eftir leikinn. Fyrir leikinn var Berlusconi mjög
bjartsýnn og sagði að liðið ætlaði nú loks að sýna
hvað í því býr.
Fabio Capello, þjálfari AC Milan, hefur notað 15
leikmenn til þessa í deildinni og aðeins fimm þeirra
eru ítalir. Aðrir koma frá átta mismunandi þjóðum;
Brasilíu, Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi, Júgó-
slavíu, Króatíu, Líberíu og Svíþjóð. Leikmenn eiga
því erfitt með að tala saman og því er ekki hægt
að búast við árangri. ítölsku blöðin fóru ekki fögrum
orðum um AC Milan. „Inter 12 - Milan 2“ var fyrir-
sögnin í La Gazzetta dello Sport í gær og er gert
mikið úr slæmu gengi liðsins. Fyrirsagnir eins og
„Milan er martröð" og „Milan í frjálsu falli“ voru
einnig áberandi.
„Égtek alla ábyrgðina á mig,“ sagði Capello, þjálf-
ari í gær. „Það er mitt hlutverk að finna leið út úr
vandamálunum sem við eigum við að glíma. Við lék-
um alls ekki illa í fyrri hálfleik, en síðari hálfleikur
var afleitur.“
AC Milan er nú þegar orðið 10 stigum á eftir Int-
er eftir Qórar fyrstu umferðimar. Inter burstaði Lecce
5:1 og gerðu Brasilíumaðurinn Ronaldo og Frakkinn
Youri Djorkaeff tvö mörk hvor. Inter hefur nú tveggja
stiga forskot á Parma sem vann Udinese 4:0. Roma
gerði jafntefli við Bologna og er í þriðja sæti ásamt
Juventus sem gerði jafntefli við Sampdoria, 1:1.
Inter er með fullt hús stiga þannig að byijun þjálf-
arans Luigi Simoni, sem tók við af Hodgson eftir síð-
asta tímabil, er góð. Liðið hefur unnið sjö fyrstu leiki
sína á tímabilinu, íjóra í deildinni, tvo I bikarkeppn-
inni og einn í UEFA-keppninni. Ronaldo, sem kom
til Inter í sumar, er búinn að gera fimm mörk í þess-
um sjö leikjum.
Reuter
ANGELO Dl Llvlo, miövallarspllarl Juventus,
stekkur hœrra en Marco Franceschetti, varn-
arlelkmaður Sampdorla, í lelk llðanna í Genúa.