Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 B 3
Enn fer Dennis
Bergkamp á kostum
DENNIS Bergkamp hjá Arsenal og Tékkinn Patrik Berger voru
menn helgarinnar íenSku knattspyrnunni um liðna helgi. Berg-
kamp hélt upp á að vera fyrsti maðurinn til að vera valinn leikmað-
ur mánaðarins tvo mánuði í röð með því að eiga stórleik og
gera tvö mörk í 5:0 sigri Arsenal á nýliðum Barnsley á High-
bury. Berger var ekki síðri er hann skoraði þrennu og lagði upp
fjórða markið í 4:2 sigri Liverpool á nágrönnum Arsenal í Chelsea.
Lærisveinar Ruud Gullits máttu svo sannarlega þakka fyrir að
fá ekki verri útreið á Anfield Road að þessu sinni.
Sigur Arsenal tryggði þeim
áframhaldandi stöðu í efsta
sæti úrvalsdeildarinnar, einu stigi á
undan Manchester United, er lagði
Crystal Palace, 2:0, á Old Trafford.
Teddy Sheringham skoraði fyrra
mark meistaranna á 17. mínútu en
síðara markið var sjálfsmark Her-
manns Hreiðarssonar þrettán mín-
útum eftir að Sheringham kom
United á bragðið.
Bergkamp skoraði tvö mörk, Ray
Parlour og David Platt gerðu eitt
mark hvor og að sjálfsögðu gerði
Ian Wright eitt mark. Þetta var
sjötti ósigur Barnsley í röð og færði
liðið niður í neðsta sæti deildarinnar
þar Southampton vann West Ham
og lyfti sér af botninum.
Berger kann greinilega vel við
sig gegn Chelsea því í fyrra gerði
hann 2 mörk í 5:1 sigri Liverpool
á Anfíeld og nú bætti hann um
betur. Liðsmenn Chelsea urðu fyrir
skakkafalli á 26. mínútu þegar
varnarmaðurinn Bernard Lamb-
ourde var rekinn af leikvelli er hann
fékk annað gula spjald sitt. Þá var
leikurinn í jafnvægi og staðan jöfn,
1:1. Berger hafði komið heima-
mönnum yfír á 20. mínútu og
Gianfranco Zola jafnað metin
KR-stúlkur
sigruðu
meistarana
í Grindavík
KR-STÚLKUR sigruðu fs-
Iandsmeistara Grindavíkur,
59:53, í 1. deild kvenna i
körfuknattleik í Grindavík í
gærkvöldi. Leikurinn var
jafn og spennandi en staðan
i hálfleik var 34:33 fyrir KR.
Penny Pepas gerði
þriggja stiga körfu fyrir
Grindavík þegar 50 sekúnd-
ur voru eftir og minnkaði
muninn í 55:53. Þegar 21
sekúnda var eftir gat Birna
Valgarðsdóttir jafnað af
vítalínunni, en hún hitti úr
hvorugu skotinu. Grinda-
víkurstúlkur brutu síðan á
Hönnu Kjartansdóttur, sem
skoraði úr báðum vítaskot-
um sinum, og kom KR í
57:53. Á lokasekúndu leiks-
ins fékk Kristín Jónsdóttir
KR-ingur tvö vítaskot og
setti þau bæði niður og
tryggði KR sigur, 59:53.
Anna Dís Sveinbjörns-
dóttir, sem kom frá Svíþjóð
í gær eftir þriggja vikna
dvöl, lék best Grindavíkur-
stúlkna og gerði 15 stig.
Penny Pepas, sem lék í stöðu
leikstjórnanda, átti einnig
ágætan leik og var stiga-
hæst með 18 stig.
Hanna Kjartansdóttir var
best í liði KR-inga. Hún lék
í Bandaríkjunum í fyrravet-
ur en þar áður með Breiða-
bliki. Hún styrkir KR-liðið
verulega. Kristín Jónsdóttir
hitti vel og Guðbjörg Norð-
fjörð var öflug í vörninni.
tveimur mínútum síðar. Zola fór
síðan út af eftir brottrekstur Frakk-
ans og inn á kom knattspyrnustjór-
inn Gullit í fyrsta sinn á leiktíð-
inni. Hann ætlaði sér að vera kjöl-
festa í vöminni, en fékk ekkert við
Berger ráðið. Hann bætti öðm
marki sínu við á 35. mínútu eftir
sendingu frá Stig Inge Bjorneby.
Er 12 mínútur voru liðnar af síðari
hálfleik kom þriðja markið eftir að
Berger og Fowler sluppu framhjá
rangstöðugildru gestanna og Ber-
ger átti ekki í vanda með að skora
einn gegn markverði. Fjórða mark-
ið átti Tékkinn allan heiður að er
hann sótti upp vinstri kantinn, sendi
hárfínt inn á miðjan vítateig
Chelsea þar sem Fowler þurfti lítið
að hafa fyrir því að skora af stuttu
færi.
Átta mínútum fyrir leikslok klór-
aði Gustavo Poyet í bakkann er
hann skoraði úr vítaspyrnu fyrir
gestina eftir að Jason McAteer
hafði hindrað Tor Andre Flo. „Þetta
var það sem við þurftum," sagði
Roy Evans knattspyrnustjóri.
„Leikur okkar var góður og sigurinn
mikilvægur.“ Hann bar ennfremur
mikið lof á frammistöðu Bergers,
sem ekki hefur haft fast sæti í lið-
inu frá því hann gekk til liðs við
Evans og félaga fyrir rúmu ári.
Þrumuskot Warrens Barton und-
ir lok leiks Newcastle og Tottenham
á St. James’ færði heimamönnum
mikilvægan 1:0 sigur. Þeir voru
mun betri allan tímann en gekk illa
að skora og leit út fyrir að niður-
staðan yrði markalaust jafntefli.
Newcastle hefur aðeins leikið sjö
leiki og unnið fimm þeirra, hefur
15 stig og er í hópi efstu liða.
Leicester tapaði fyrsta leik sínum
í úrvalsdeildinni á heimavelli þegar
Derby kom í heimsókn í gærkvöldi
og vann 2:1. ítalski miðherjinn
Francesco Baiano skoraði um miðj-
an fyrri hálfleik eftir aukaspyrnu
frá Paulo Wanchope og bætti öðru
marki við á 62. mínútu þegar Kas-
ey Keller, markvörður Leicester,
náði ekki að halda boltanum. Varn-
armaðurinn Matt Elliott skoraði
fyrir heimamenn fimm mínútum
síðar.
■ Úrslit / B10
■ Staðan / B10
Arnar og
samherjar
í 3. sæti
ARNAR Grétarsson og sam-
herjar í AEK eru taplausir í
þriðja sæti grísku deildarinn-
ar með 13 stig eftir fímm
umferðir en Ionikos og Pan-
athinaikos eru með 15 stig.
í gærkvöldi sótti AEK Ir-
aklis Salonika heim og vann
4:1 en þetta var fyrsta tap
heimamanna á tímabilinu.
Staðan var 3:0 í hálfleik en
Kostis gerði tvö mörk og Nik-
olaidhs og Savevski sitt mark-
ið hvor.
Reuter
TÉKKINN Patrlk Berger fagnaði þremur mörkum er Llverpool
skelltl Chelsea é Anfield Road, 4:2.
Guðni Bergsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins í knátt-
spymu, sagði við Morgunblaðið í
gær að hann hefði ekki verið vál-
inn í landsliðshópinn sem mætir
Lichtenstein í undankeppni HM á
Laugardalsvelli á laugardag, en
vildi að öðru leyti ekki tjá sig um
málið. Guðjón Þórðarson landsliðs-
þjálfari tilkynnir landsliðshópinn í
dag. Hann sagði ekki tímabært að
ræða valið fyrr en eftir að það
yrði tilkynnt, en gera má ráð fyrir
nokkrum breytingum á liðinu. Arn-
ór Guðjohnsen mun leika kveðju-
leik sinn fyrir ísland og verður
fyrirliði liðsins.
Sem kunnugt er gaf Guðni ekki
kost á sér í síðasta landsleik, á
móti Rúmenum í Búkarest 10.
septeber, vegna þess að hann var
óánægður með ferðatilhögun liðs-
ins frá Rúmeníu. Guðjón Þórðarson
landsliðsþjálfari sagði við Morgun-
blaðið fyrir leikinn í Rúmeníu að
Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson
GUÐNI Bergsson.
ákvörðun fyrirliðans, að gefa ekki
kost á sér, væri ekki gott fordæmi
leiðtoga liðsins.
fotfm
FOLX
■ GUÐNI Bergsson lék allan
leikinn með Bolton sem tapaði 1:0
fyrir Aston Villa á heimavelli.
■ ARNAR Gunnlaugsson kom
inn á sem varamaður í sama leik
á 79. mínútu fyrir John McGinlay
en tókst ekki að setja mark sitt á
leikinn.
■ ÞORVALDUR Örlygsson fékk
gult spjald á 28. mínútu leiks Old-
ham og Fulham á heimavelli þess
síðarnefnda en lék allan leikinn.
Fulham undir stjóm Kevins Keeg-
ans sigraði 3:1.
■ ROBERT Lee hefur verið sett-
ur út úr landsliðshópi Englands
fyrir leikinn gegn Italíu vegna
meiðsla sem hann hlaut í Evrópu-
leik með Newcastle við Dynamo
Liev í síðustu viku.
■ TVEIMUR leikmönnum lenti
saman á síðustu mínútu leiks Bolt-
on og Aston Villa og voru báðir
reknir út af. Þetta var heimamaður-
inn Andy Todd og Stan Colly-
more frá gestunum.
■ STEVE Ogrizovic markvörður
Coventry setti félagsmet er hann
lék sinn 488. leik fyrir félagið er
það gerði markalaust jafntefli við
Leeds á heimavelli.
■ JOHN Scale leikmaður Totten-
ham meiddist í upphitun fyrir leik-
inn gegn Newcastle, en hann átti
að vera í byijunarliðinu. í stað
hans kom Gary Mabbutt.
■ ÓLAFUR Gottskálksson
markvörður Hibernian verður ekki
sakaður um 4:3 tap félagsins á
heimavelli gegn Rangers á laugar-
daginn. Paul Gascoigne skoraði
annað mark Rangers beint úr auk-
spyrnu sem var algjörlega óveij-
andi og Jorg Albertz jafnaði met-
in með einu allra glæsilegasta
marki sem sést hefur á Easter
Road. Það kom á 52. mínútu, var
þrumuskot af 25 m færi upp í sam-
skeyti marksins vinstra megin. Var
markið valið það fallegasta sem
gert var í skosku deildinni um helg-
ina í skoskum blöðum.
■ MARCO Negri skoraði hin tvö
mörk Rangers, annað úr víti, sem
Ólafur var nærri því búinn að
veija.
■ BENITO Carbone og landi
hans Paolo Di Canio gerðu þijú
mörk fyrir Sheffield Wednesday
í 3:1 sigri á Everton og tryggðu
áframhaldandi veru knattspyrnu-
stjóra félagsins, Davids Pleats, um
einhvern tíma.
■ CHRIS Sutton heidur áfram
að beija á dyr enska landsliðsins
og um helgina gerði hann sigur-
mark Blackburn á móti Wimble-
don. „Hann hefur gullið yfír-
bragð,“ sagði Joe Kinnear knatt-
spymustjóri Wimbledon að leiks-
lokum.
■ NICK Barmby gæti verið á
förum frá Everton aðeins 12
mánuðum eftir að hann kom til liðs
við félagið cg var dýrasti leikmaður
sem Everton hefur. keypt. Derby
hefur boðið 4,5 millj. punda í pilt-
inn og standa samningaviðræður á
milli félaganna þessa dagana.
■ FABRIZIO Ravanelli tókst ekki
að leika sinn fyrsta leik með Mar-
seille um helgina vegna veikinda.
■ EMERSON Brasilíumaðurinn
sem var hið mesta vandræðabarn
í herbúðum Middlesbrough í fyrra
og vildi fara burtu hefur hafnað
tveimur tilboðum um að fara frá
félaginu nú á haustmánuðum.
■ ATTILIO Lombardo leikmað-
ur Crystal Palace hefur verið val-
inn í landsliðshóp ítala sem mætir
Englendingum á Ólympíuleik-
vanginum í Róm um næstu helgi.
■ JULIAN Dicks fyrirliði West
Ham leikur ekki með félaginu á
þessari leiktíð eftir að ljóst varð
að hann verður að fara í aðra að-
gerð vegna meiðsla á hné sem hafa
haldið honum frá knattspyrnuiðkun
síðan í mars sl.