Morgunblaðið - 07.10.1997, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Duranona
með sín
fyrstu
mörk
BAYER Dormagen, félagið
sem Róbert Sighvatsson leik-
ur með í þýska handknatt-
leiknum vann sinn fyrsta leik
um helgina þegar það lagði
Julian Duranona og sam-
verkamenn í Eisenach 23:22
á heimavelli. íslendingarnir
í liðunum, Róbert og Duran-
ona, skoruðu 2 mörk hvor.
Eru þetta fyrstu mörkin sem
Duranona skorar fyrir félag
sitt í deildarkeppninni. Stað-
an var jöfn í hálfleik 11:11.
Hamein, liðið sem Alfreð
Gíslason þjálfar, tapaði öðr-
um leik sínum í röð þegar
það tók á móti Wallau
Massenheim, lokatölur 29:27
eftir að gestirnir höfðu verið
þremur mörkum yfir í hálf-
leik 12:9. Önnur lið sem ís-
lenskir leikmenn leika með í
Þýskalandi léku ekki um
helgina.
Sigur Dormagen á Eis-
enach er fyrsti sigur liðsins
á leiktíðinni og með honum
lyfti liðið sér upp úr botnsæt-
inu. Þar dvelur hins vegar
Einsenach eftir að hafa tapað
tveimur fyrstu viðureignum
sínum. Hameln hefur unnið
einn leik af fyrstu þremur
líkt og Dormagen.
■ Úrslit B/10
ÍÞriMR
FOLK
■ SIGURÐUR Sveinsson horna-
maðurinn knái í Aftureldingu
meiddist í hné snemma leiks gegn
Stockerau og lék ekki meira með.
Óttast er að liðþófi sé rifinn, í
versta falli að krossbönd séu slitin.
Sigurður hefur verið meiddur í
mjöðm í haust og var að ná sér á
strik af þeim meiðsium þegar þetta
gerðist.
■ GUNNAR Andrésson var með
félögum sínum í leik í fyrsta sinn
á leiktíðinni eftir að hafa meiðst í
nára í æfingaferð í Þýskalandi í
sumar. Gunnar lék aðeins í vörn-
inni og var fastur fyrir. Var hann
í tvígang rekinn út af í kælingu.
„Það er allt að koma hjá mér, ég
var reyndar inni á í fimm mínút-
ur, en rekinn út af í fjórar mínút-
ur,“ sagði Gunnar með bros á vör
í leikslok.
■ AFTURELDING hefur ekki
tapað leik í Evrópukeppninni á
heimavelli í Mosfellsbæ, en leikur
sl. laugardag var fjórði heimaleikur
liðsins. Síðast þegar Mosfellingar
voru í Evrópukeppninni lögðu þeir
félög frá Póllandi og Makedóníu
auk hins sterka liðs Drammen frá
Noregi sem þó sló Aftureldingu
úr keppni með stórsigri á ytra.
■ STOCKERAU var með 55%
sóknarnýtingu í leiknum, 60% í
fyrri hálfleik og 50 í þeim síðari.
■ LEIKMENN iiðsins eru í efsta
sæti austurrísku deildarinnar með
8 stig úr 4 leikjum.
■ ALDA Jóhannsdóttir mark-
vörður FH varð að gera sér að
góðu að fylgjast með liði sínu af
varamannabekknum. Hún var er-
lendis í fyrsta leik FH en slasaðist
síðan og verður ekki meira með
fyrir jól.
______________HAIMDKÍMATTLEIKUR________________________________
Afturelding hefur sjö marka forskot að loknum fyrri leiknum við UHG Stockerau
Frábær sóknar-
nýting að Varmá
Morgunblaðið/Golli
Fékk „skotleyfi"
EIIMAR Gunnar SigurAsson fékk „skotleyfi" gegn Stockerau og nýttl það svo sannarlega, gerftl
11 mörk og átti fjölmargar línusendingar. Var engin furöa þó hann væri þreyttur að leikslokum.
LEIKMENN Aftureldingar
náðu því út úr fyrri viðureign-
inni við austurríska liðið
Stockerau sem þeir stefndu
að. Ætlunin var að vinna með
a.m.k. sex marka mun og það
tókst og gott betur, lokatölur
35:28. Lykillinn að sigri Mos-
fellinga var einstök sóknarnýt-
ing þeirra í síðari hálfleik er
þeir skoruðu 21 mark úr 25
upphlaupum, sem er 84%
sóknarnýting - hreint ótrúlegt.
Framan af leik gekk Mosfell-
ingum ekki eins vel og í hálf-
leik voru þeir einu marki und-
ir, 15:14.
Ekki blés byrlega fyrir heima-
mönnum á upphafsmínútum
leiksins þar sem gestirnir skoruðu
þtjú fyrstu mörkin
! og færðu sér þar
Benediktsson með 5 ^ sérlega
skrifar óvandaðan sóknar-
leik Aftureldingar.
En Mosfellingum tókst að laga
sóknar- og varnarleikinn og svara
að bragði með sjö mörkum í röð
án þess að leikmenn Stockerau
fengju klórað í bakkann. Margt
benti til þess að Austurríkismenn-
irnir yrðu Aftureldingu auðveld
bráð en svo varð ekki. Þeim tókst
með skipulögðum hætti að komast
inn í ieikinn á ný og veita verðuga
mótspymu.
Varnarleikur beggja liða var til-
viljunarkenndur í fyrri hálfleik og
ekki varð hann betri í þeim síðari,
einkum hjá gestunum, eins og tölur
um sóknarnýtingu Aftureldingar
gefa til kynna. Aftureldingu tókst
að ná forsytu snemma í síðari hálf-
leik og var að jafnaði 2 til 3 mörk-
um yfir, en gekk illa að hrista leik-
menn Stockerau af sér. Er 10 mín-
útur voru eftir var staðan 29:25
Aftureldingu í vii. Þá urðu vatna-
skil og UMFA tókst að lagfæra
vörnina lítillega og Sebastían Alex-
andersson kom í markið og varði
vel. Sóknarleikurinn var áfram jafn
blómlegur og áður. Leikmenn
Stokcerau gáfu loks eftir og að
leikslokum skildu sjö mörk.
Sem fyrr segir var það árangurs-
ríkur sóknarleikur sem öðru fremur
fleytti Aftureldingu langt. Sóknar-
nýtingin var 54 af hundraði í fyrri
hálfleik og á fyrsta stundarfjórð-
ungi þess síðari nýttu leikmenn
Aftureldingar 14 af 15 upphlaupum
sínum. Alls var sóknarnýtingin 84%
í hálfleiknum og 69% heildina. Lið
sem fá slík tækifæri hjá andstæð-
ingum sínum geta sennilega ekki
annað en unnið. Varnarleikur
heimamanna var hins vegar ekki
til að hrópa húrra fyrir í heildina
þó svo að einstaka þokkalegir kafl-
ar kæmu. Miðað við það var mark-
varslan góð, alls 17 skot.
Einar Gunnar Sigurðsson og
þjálfarinn Skúli Gunnsteinsson fóru
á kostum. Einar fékk að skjóta
þegar honum sýndist án þess að
varnarmennirnir reyndu að veijast
svo nokkru næmi. Þá átti hann
einnig ófáar línusendingar á Skúla
sem gáfu mörk. Skúli nýtti vel sín
færi, hvatti lærisveina sína óspart
áfram og fór fyrir þeim í einu og
öllu. Þá var Þorkell Guðbrandsson
einnig fastur fyrir í vörninni og
gerði vel í sókninni. Aðrir leikmenn
Aftureldingar eiga að geta gert
betur að markvörðunum undan-
skildum, en ekki er hægt að ætlast
til þess að þeir veiji miklu betur
þegar varnarmennirnir ná ekki bet-
ur saman en raun varð á. Páll Þó-
rólfsson skoraði reyndar átta mörk,
en fór einnig illa að ráði sínu í
upplögðum færum.
Lið Stockerau er greinilega vel
þjálfað og skipulagt en leggur
ekki mikla áherslu á varnarleik.
Lykilmenn liðsins eru hávaxnir og
óragir við að skjóta. Hornamenn-
irnir eru snöggir og fara vel með
færi sín auk þess sem þeir hreyfa
sig mikið boltalausir, þegar tæki-
færi gefst svo sem gegn framliggj-
andi vörn. Landsliðsmarkvörður-
inn Robert Paulensteiner náði sér
hins vegar ekki á strik. Leikmenn
leika hratt og reyndu óspart að
nýta sér nýjar reglur um hvenær
má hefja leik eftir mark en náðu
ekki að færa sér það í nyt svo
nokkru næmi þar sem Afturelding
hafði vara á sér. Það er því ljóst
að þrátt fyrir vænlega stöðu þá
verða leikmenn Aftureldingar að
fara af mikilli alvöru í síðari leik-
inn ytra nk. laugardag ætli þeir
sér að fara áfram í næstu umferð.
Þeir verða að halda hraðanum niðri
og hafa í huga að Stockerau skor-
aði 28 mörk að þessu sinni sem
gæti eftir allt reynst þungt á met-
um komi til að liðin verði jöfn að
markatölu.
Æ
Ottast dómarana ytra
„Ég met stöðuna svo að við eig-
um helmingsmöguleika,“ sagði
Skúli Gunnsteinsson, þjálfarí
Aftureldingar, eftir fyrri leikinn
við Stockerau. „Ytra verðum við
að leika lengri sóknir og af meiri
yfirvegun, bæta varnarleikinn
um leið til þess að eiga mögu-
leika.
Við byijuðum nokkuð vel og
vörnin var góð og um leið fylgdi
markvarslan með. Það var ætlun
okkar að leika ákveðna vörn og
vera framarlega til þess að eiga
þess kost að ná hraðaupphlaup-
um og það tókst.“
Skúli sagði ennfremur bera
ákveðinn kvíðboga fyrir síðari
leiknum þar eð ljóst væri að dóm-
arar þess leiks yrðu frá Slóvakíu
og því miður væri möguleiki á
að þeir drægju taum heima-
manna. „Dómarnir í þessum leik
dæmdu vel og voru sanr.gjarnir
á báða bóga, en parið sem dæm-
ir úti gæti orðið okkur óhagstæð-
ara þótt ekkert sé hægt að full-
yrða um það, þá er það mín til-
finning að það gæti orðið.“
Hann sagði ennfremur að
markmiðið hefði náðst og því
væri hann feginn. Öðru fremur
hefði það verið að þakka góðum
leik í síðari hálfleik þar sem loks
hefði tekist að ná frumkvæði á
ný eftir að hafa misst það að
loknum góðum upphafskafla.
„Ég er sáttur við sjö marka sig-
ur, en síðari leikurinn verður erf-
iður og það er langt því frá að
eitthvað sé gefið.“