Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 9
Morgunblaðið/Kristinn
DANA Dingle hjá Keflvík, sem hér reynlr skot að körfu ÍR á
sunnudaginn, hafði betur en ÍR-ingurinn Lawrence Culver
og unnu Kelfvíkingar með góðum endaspretti.
Wilson
með 54 stig
Torii
Jóhannsson
skrífar
Isfirðingar tóku á móti Grindvík-
ingum í sínum fyrsta heimaleik
í vetur og það er skemmst frá því
að segja að heima-
menn réðu ekkert
við Daryl Wilson hjá
gestunum sem gerði
56 stig í 102:87 sigri
Grindvíkinga.
Eins og alltaf spiluðu áhorfendur
á ísafirði mikið hlutverk og mættu
til leiks undir merkjum nýstofnaðs
stuðningsmannafélags sem ber það
skemmtilega nafn „lsfólkið“. Leik-
urinn hófst með miklum látum, leik-
menn gáfu ekkert eftir og það voru
Grindvíkingarnir sem áttu frum-
kvæðið í leiknum með Daryl Wilson
í fararbroddi. Hann var allt í öllu
hjá Grindvíkingum og það var
sama hvað ísfirðingarnir reyndu
að stoppa hann, það gekk allt upp
hjá þessum snjalla leikmanni.
Um miðjan fyrri hálfleik voru
Grindvíkingar komnir með 12 stiga
forskot, og allt stefndi í stórsigur
en þá var eins og þeir héldu að
þetta væri unnið. ísfírðingarnir not-
uðu tækifærið og náðu að jafna
52:52 undir dyggri stjóm Davids
Bavis, sem var bestur ísfirðinga í
þessum leik ásamt nokkuð yfírveg-
uðum leikstjórnanda Marco Sala.
Þá leist gestunum ekkert á blikuna,
sögðu hingað og ekki lengra og
höfu 58:53 yfir í leikhléi.
ísfírðingar mættu ískaldir í síð-
ari hálfleikinn og það nýttu Grind-
víkingarnir sér, náðu öruggri for-
ystu og varð hún mest 20 stig.
Heimamenn volgnuðu aðeins undir
lokin og náðu að klóra í bakkann,
en sigur gestanna var aldrei
hættu.
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 B 9
KÖRFUKNATTLEIKUR
KR fagnadi sigri
í Ljónagryfjunni
í Njarðvík
VESTURBÆJARLIÐIÐ KR gerði sér lítið fyrir og sigraði Njarðvík-
inga í Ljónagryfjunni i Njarðvík á sunnudagskvöldið og urðu
það óvæntustu úrslit umferðarinnar í Ijósi sigurs Njarðvíkinga
gegn meisturum Keflvíkinga í Keflavík á fimmtudaginn. Úrslitin
réðust þó ekki fyrr en á síðustu mínútunum eftir mikla bar-
áttu þar sem bæði liðin áttu möguleika á sigri. Að þessu sinni
voru það KR-ingar sem fögnuðu sigri þegar síðasta skot heima-
manna geigaði. Lokatölur urðu 74:73 eftir að staðan í hálfeik
hafði verið 37:34 fyrir Njarðvík.
Leikurinn var ekki sérlega vel
leikinn né skemmtilegur
framan af. Njarðvíkingar náðu
fíjótlega undirtök-
Björn unum og virtust
Blöndal eiga sigurinn vísan.
skrífar En í síðari hálfleik
misstu þeir taktinn
í leik sínum og KR-ingar voru fljót-
ir að nýta sér það og komust yfír.
Þessi umskipti virtust koma illa
við Njrðvíkinga en gestirnir efld-
ust að sama skapi. Ekki bætti það
stöðu heimamanna að allir þeirra
bestu leikmenn voru í miklum
villuvandræðum þar sem 4 voru
með 4 villur. Þeim tókst þó með
góðri baráttu að komast inn í leik-
inn aftur og á lokasekúndunum
áttu þeir meira að segja möguleika
á sigri. En síðasta tilraun þeirra
misfórst og KR-ingar fögnuðu
innilega sigri.
„Þetta var slakur leikur hjá
okkur, um það er varla hægt að
ÞRÁTT fyrir góða tilburði ÍR-
inga og 109 stig dugði það
ekki tii þegar Keflvíkingar sóttu
þá heim í Seljaskóla á sunnu-
daginn, því á góðum enda-
spretti náðu gestirnir 118 stig-
um. „Þetta var dapurt hjá okk-
ur, við lékum engan varnarleik
í fyrri hálfleik og einbeitinguna
vantaði," sagði Birgir Örn Birg-
isson, sem átti mjög góðan leik
fyrir Keflavík. „Við eigum eftir
að stilla saman strengi okkar
þvívið höfum misst marga leik-
menn en erum samt með gott
lið.“
Keflvíkingar byijuðu betur en
þegar hittni þeirra brást um
tíma nýttu heimamenn sér það til
að halda í við gesti
Stefán sína- Eftir hlé hrökk
Stefánsson Dana Dingle, nýi
skrífar útlendingurinn hjá
Keflavík, í gang
með 18 af fyrstu 23 stigunum. En
það eitt og sér dugði ekki því ÍR-
ingar, sem voru að missa af lest-
inni, tóku sig á í vörninni og þegar
Atli Sigurþórsson gerði tvær
þriggja stiga körfur og Eiríkur
Ónundarson eina, tóku áhorfendur
einnig við sér á áhorfendapöllun-
um. Keflvíkingar reyndu að brjóta
segja meira. Mér fannst um tíma
að þetta yrði okkar sigur, en síð-
an hreinlega töpuðum við áttum
og náðum ekki upp fyrri leik,“
sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari
KR. „Það hlaut að koma að því
að við næðum að sýna okkar rétta
andlit. Við höfum verið að leika
undir getu að undanförnu og því
var kominn tími til að þar yrði
breyting á. Njarðvíkingar eru allt-
af erfiðir heim að sækja og hér
lenda öll lið í vandræðum. Skyttur
okkar hittu vel í síðari hálfleik
auk þess sem liðið náði vel saman
- það réð úrslitum að þessu
sinni,“ sagði Hrannar Hólm, þjálf-
ari KR.
Teitur Örlygsson og Dalon Byn-
um voru bestu menn hjá Njarðvík
ásamt þeim Friðriki Ragnarssyni
og Páli Kristinssyni. Bestu menn
KR voru Kevin Tuckson, Marel
Guðlaugsson, Hermann Hauksson
og Nökkvi Már Jónsson.
baráttu þeirra á bak aftur með
pressuvörn en ÍR-ingar söxuðu á
forskotið, sem var fjögur stig þeg-
ar þtjár mínútur voru til leiksloka.
ÍR gat minnkað muninn en mis-
tókst og Keflvíkingar, með mikla
reynslu, héldu haus og með níu
síðustu stigunum frá Dingle var
björninn unninn.
„Vörn okkar var slök en þetta
var dæmigerður leikur með mikið
af skotum, sem þeir skoruðu úr
betur en við,“ sagði Antonio
Vallejo þjálfari ÍR eftir leikinn.
„Annars er ég ánægður með mína
menn, sóknarleikurinn var góður
en það þarf að vinna betur með
vörnina. En þetta verður í lagi.“
ÍR-ingar sýndu góða kafla en
þess á milli komu daprir. Lawr-
ence Culver fór oft mikinn, Eirík-
ur Önundarson var góður og Daði
Sigurþórsson, Márus Arnarson
og Atli Sigurþórsson áttu fína
spretti.
Keflvíkingum gekk illa að
hrista IR-inga af sér og lengi vel
virtust leikmenn áhugalitlir en
tóku sig á þegar til þurfti. Dingle
gerði oft góða hluti, Birgir Órn
var mjög sterkur í vörninni og
Kristján Guðlaugsson, Guðjón
Skúlason og Halldór Karlsson
voru ágætir.
Reynt á
reglugerðir
ENN er með öllu óljóst
hvort Grikkinn Konstantín
Tzartsaris leiki með Grind-
víkingum í vetur. KKI fékk
í gær skeyti frá Verias,
félaginu sem hann lék með
í Grikklandi, þarsern það
fer framá að KKI sendi
hann til sín heima þar sem
hann sé „neyddur“ tU að
leika með Grindvíkingum.
UMFG óskaði eftir leik-
heimild til KKÍ en sam-
bandið segist ekki geta það
nema fá leyfi frá FIBA.
FIBA segist ekki geta það
þar sem reglugerð hjá
þeim segi að Ieikmaður
verði að vera 19 ára til að
skipta um félag milli landa,
nema félögin komist að
samkomulagi, og Verias
vill fá hátt i fimm miHjónir
fyrir drenginn. Grindavík-
ingar hafa kært ákvörðun
KKÍ til dómstóls samband-
ins og vísa til Bosnam-
málsins máli sínu til stuðn-
ings.
ÍÞRÚm
FOLK
■ GUÐMUNDUR Bragason og
félagar hjá BCJ Hamburg í þýsku
1. deildinni léku tvo leiki um helg-
ina. Á föstudaginn unnu þeir lið
Bochum 97:79 og var Guðmundur
stigahæstur með 28 stig auk þess
sem hann tók um tíu fráköst.
■ SALZKOTTEN var heimsótt á
sunnudaginn og enn vannst sigur,
nú með tuttugu stigum. Guðmund-
ur lék vel og gerði 18 stig. BCJ
Hamburg er nú eitt í efsta sæti
deildarinnar.
■ HERBERT Arnarson og félag-
ar hans hjá belgíska félaginu Ant-
werpen töpuðu öðrum leik sínum
í röð um helgina er þeir heimsóttu
Brilcenter og töpuðu með tveimur
stigum. Herbert lék í 25 mínútur,
gerði fimm stig í fjórum skotum
og tók 6 fráköst.
■ BK ODENSE, lið Vals Ingi-
mundarsonar í dönsku úrvalsdeild-
inni, heldur áfram sigurgöngu sinni,
lagði Værlose á laugardaginn
80:77 á útivelli. Kristinn Friðriks-
son gerði 21 stig, Valur var með
18, Henning Henningsson tvö og
Pétur V. Sigurðsson komst ekki
á blað, en bæði hann og Henning
léku vel í vörninni að sögn Vals.
■ VALUR fer með lið sitt til
Kaupmannahafnar á morgun og
mætir Skovbakken sem eru núver-
andi meistarar og bjóst Valur við
erfiðum leik.
■ ÞAÐ gengur illa hjá Jónatan
Bow og félögum hans í þýska liðinu
Bayreuth. Um helgina tapaði liðið
enn einum leiknum, nú fyrir Bonn
79:84 á heimavelli. Jafnt var eftir
40 mínútna leik og því var fram-
lengt og þar höfðu gestirnir betur.
Keflavík
vann á enda-
sprettinum