Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
±___
Efri sérhæð við
Klettaberg í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Rax
EFRI sérhæð að Klettabergi 60 (t.h.) í Hafnarfirði er til sölu hjá Húsa-
kaupum og á að kosta 10,9 millj. kr. Áhvflandi eru 6 miHj. kr.
MÖRG hús eru byggð í stöllum í
Setbergshlíðinni í Hafnarfírði og
er sérlega gott útsýni frá þeim
sumum. Húsakaup hafa til sölu efri
sérhæð í einu slíku „stallahúsi" að
Klettabergi 60.
„íbúðin er á tveimur hæðum í
raun,“ sagði Sigrún Þorgrímsdóttir
hjá Húsakaupum þegar grennslast
var fyrir um umrædda eign. „Þetta
er nýlegt hús, byggt árið 1992 og
er úr steini. Það er með innbyggð-
um bílskúr og er alls 161 fermetri,
inni í því er bílskúrinn sem er 27
fermetrar að stærð.
Þetta er í raun fjórbýlt parhús
þar sem allar íbúðirnar eru með
allt sér, þar með talið er lítill garð-
ur,“ sagði Sigrún ennfremur. „Á
húsinu eru stórar suðursvalir.
íbúðin er nánast fullbúin, innrétt-
ingar eru sérsmíðaðar úr kirsu-
berjaviði með hvítu ívafi. Skipulag
íbúðarinnar er mjög skemmtilegt,
herbergin eru öll rúmgóð og góð
vinnuaðstaða er bæði í eldhúsi og
þvottahúsi. Lofthæð er látin halda
sér á efri hæðinni og gefur mögu-
leika á frekari nýtingu ef fólk vill.
Þrjú svefnherbergi eru í húsinu,
stórar stofur og tvö baðherbergi.
Lítill garður er fyrir ofan húsið.
Ásett verð er 10,9 milljónir króna
og áhvílandi eru 6 milljónir í nýleg-
um húsbréfum.“
NÝBÝLAVEGUR 30 er til sölu hjá Eignamiðluninni
og á að kosta 47 millj. kr.
Gott atvinnuhús-
næði í Kópavogi
HJÁ Eignamiðluninni er til sölu at-
vinnuhúsnæði á Nýbýlavegi 30. Þetta
er steinhús, byggt árið 1983 og er á
þremur hæðum. Samtals er þetta hús
að grunnfleti 940 fermetrar.
„Þetta er í dag verslun með góðum
verslunargluggum á götuhæð með
lagerplássi. Verslunar- og þjónustu-
rými er á annarri hæð og á þriðju hæð
er skrifstofu- og þjónusturými,“ sagði
Sverrir Kristínsson hjá Eignamiðlun-
inni. „Húsnæðið er í góðu ástandi og
gætí hentað til ýmiss konar nota en er
nú allt í útieigu," sagði Sverrir enn-
fremur. Ásett verð er 47 milljónir
króna og eru áhvflandi góð lán.
Einfalt að
kaupa
Markaðurinn
Smáatriði geta orðið að aðalatríðum í
umræðum um flókin málefni, segir
Grétar Júníus Guðmundsson. Hér útskýrir
hann húsbréfakerfíð og hvernig fasteigna-
kaup ganga fyrir sig.
Stundum heyrist sagt, að
þrátt fýrir alla umfjöllunina
um húsbréfakerfið í fjölmiðl-
um á undanfórnum árum, þá sé
ekki nokkur leið að skilja það kerfi.
Ávöxtunarkrafa, affóll, útdráttur
og ýmis fleiri hugtök, sem fólk not-
ar að öllu jöfnu ekki dags daglega,
eru ekki til þess fallin að útskýra
út á hvað það gengur.
Húsbréfakerfið er hins vegar í
eðli sínu einfalt. Eins og önnur
lánakerfi, hverju nafni sem þau
nefnast, þá miðar húsbréfakerfið
að því að tryggja að íbúðarkaup-
endur og húsbyggjendur fái lán til
að kaupa eða byggja íbúðarhús-
næði, og að seljendur fái greitt
fyrir það sem þeir selja. Mismun-
urinn á húsbréfakerfinu og eldri
og hefðbundnari lánakerfum, þar
sem um er að ræða bein peninga-
lán, liggur hins vegar aðallega í
því, að þau kjör, sem í boði eru í
húsbréfakerfinu á hverjum tíma,
ráðast með beinni hætti af aðstæð-
um á fjármagns- og fasteigna-
markaði.
Það á jafnt við um þau kjör sem
kaupendum og byggjendum ann-
ars vegar og seljendum hins vegar
stendur til boða. Niðurstaðan er
hins vegar alveg sú sama, hvað
sem lánakerfið heitir, þegar upp er
staðið. Fólk fær lán til að kaupa
eða byggja íbúðarhúsnæði og selj-
endur fá greitt íyrir það sem þeir
selja.
Smáatriðin verða aðalatriðin
Það er auðvelt að fjalla þannig
um flest málefni að þau virki flókin
og erfið. Þetta á sérstaklega við
þegar smáatriðin verða að aðalat-
riðum. Umræður um húsbréfakerf-
ið, og reyndar allt hið opinbera
húsnæðislánakerfi hér á landi, hafa
oft lent í þessu. Rendar á þetta
einnig við um fjölmagt annað í op-
inberri umræðu.
Sem dæmi þar um má nefna um-
ræður í fjölmiðlum að undanfömu
um hugsanlega skekkju í neyslu-
verðsvísitölugrunni, varðandi það
hvort verðbólga hér á landi geti
hugsanlega verið ofmetin. Þær
þrætur hafa ekki beint verið á þeim
nótum að auðvelt sé fyrir fólk að
komast til botns í því máli, eins mik-
ilvægt og það nú annars er fyrir all-
an almenning. Þetta mál er reyndar
bara eitt af mörgum, sem hægt
væri að taka sem dæmi um það þeg-
ar smáatriði verða að aðalatriðum.
Því miður er algengt að mál séu sett
fram á þann hátt, að þegar upp er
staðið, þá skilur enginn neitt.
Vinnugangur í húsbréfakeríínu
I húsbréfákerfinu gefur kaup-
andi út fasteignaveðbréf, sem hann
afhendir seljanda. Hann getur
skipt því fyrir húsbréf, sem eru
ríkistryggð skuldabréf. Þau getur
seljandinn átt sem sparnað, látið
þau ganga upp í næstu íbúðarkaup
eða selt þau á markaði og fengið
greitt fyrir með peningum. Kaup-
andinn greiðir af fasteignaveð-
bréfinu, sem hann gaf út, en það
er hið eiginlega langtímalán hans.
Fjármagns- og fasteignamarkað-
urinn ráða ferðinni í þessum við-
skiptum.
Ef aðstæður á fjármagnsmark-
aði eru hagstæðar, þ.e. vextir eru
lágir, þá er ávöxtunarkrafa hús-
bréfa einnig lág. Ef ávöxtunarkraf-
an er lág eru affoll af húsbréfum
einnig lág. Það eykur áhuga selj-
enda á að vilja selja íbúðir sínar, og
þar með skapar það hagstæð skil-
yrði fyrir kaupendur. Þegar þetta
ástand varir, er líklegt að fast-
eignaviðskipti séu mikil. Þannig
hefur staðan verið á fjármagns-
markaðnum að undanfórnu og því
hafa fasteignaviðskipti verið mikil.
Fyrsta skrefið í íbúðarkaupum
er að sækja um greiðslumat. Það
er framkvæmt hjá bönkum, spari-
sjóðum eða verðbréfafyrirtækjum.
Eðlilegast er að leita til þeirrar
fjármálastofnunar þar sem við-
skipti viðkomandi eru mest. Þegar
greiðslumat liggur fyrir er kominn
grundvöllur til að skoða sig í alvöru
um á fasteignamarkaðnum. Þegar
íbúð er fundin er gert kauptilboð,
sem er bindandi. Ef eigandi íbúðar
gengur að því er lögð fram umsókn
um húsbréfalán hjá Húsnæðis-
stofnun. Þar er lánshæfni metin.
Ef kaupin eru samþykkt fær kaup-
andinn afhent fasteignaveðbréf til
undirritunar, útgefið á nafn selj-
anda. Eftir það er hægt að undir-
rita kaupsamning.
Einfalt og öruggt
Þegar kaupsamningi og fast-
eignaveðbréfi hefur verið þinglýst
eru kaup afstaðin. Greiðslur hefjast
á þriðja almenna gjalddaga fast-
eignaveðbréfsins frá útgáfudegi
þess. Fyrsta greiðsla er því nokkuð
hærri en almennar greiðslur þar á
eftir. Aigengt er að fasteignasalar
sjái alfarið um alla þætti við íbúðar-
kaup frá því kauptilboð er gert og
fram að því að seljendur fá húsbréf
afhent í skiptum íyrir fasteignaveð-
bréf. Þetta er einfalt ferli og öruggt.
Afar sjaldgæft er að upp komi
vandamál í fasteignaviðskiptum í
gegnum húsbréfakerfið. Hins vegar
verða jafnt kaupendur sem seljend-
ur að vera vel á varðbergi og kanna
vel alla þætti. Auðvelt er að fá upp-
lýsingar um allt sem máli skiptir í
þessum efnum. Það hefur sýnt sig,
að þegar fólk fer af stað í húsbréfa-
kerfinu, eru flestir fljótir að komast
inn í þann hugsanagang sem þar er.
Húsbréfakerfið er nefnilega svo af-
ar einfalt í eðli sínu.
Fasteigna- sölur í blaðinu í dag
Almenna fasteignasalan bls. 13
Ás bls. 22
Ásbyrgi bls. 17
Berg bls. 28
Bifröst bls. 3
Borgir bls. 8
Brynjólfur Jónsson bls. 26
Eignamiölun bls.14-15
Eignamiðst. Hátún bls. 25
Eignasalan bls. 13
Eignaval bls. 4
Fasteignamarkaöur bls. 9
Fasteignas. íslands bls. 16
Fasteignas. Suðurveri bls. 17
Fjárfesting bls. 22
Fold bls. 27
Framtíðin bls. 14
Garður bls. 26
Gimli bls. 21
Hóll bls.12-13
Hóll Hafnarfirði bls. 6
Hraunhamar bls. 5
Húsakaup bls. 18
Húsvangur bls. 11
Höföi bls. 23
Kjörbýli bls. 28
Kjöreign bls. 7
Laufás bls. 20
Miðborg bls. 10
Skeifan bls. 19
Valhöll bls. 25
Skiptið við
fagmann
lr
Félag Fasteignasala
Fastei£fnalán Landsbréfa
til allt að 25 ára
Vextir af lánunum eru á bilinu 6,75 til 8,25%.
Lánin henta t.d. þeim sem vilja skuldbreyta eldri lánum,
kaupa stærri eignir eða vilja taka lán til framkvæmda.
Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allarfrekari upplýsingar y LANDSBREF HF.
SUÐURLANDSBRAUT 2 4. 1 0 8 REYKJAVIK, S I M I 53 5 2 000, B R E F A S I M I 53 5 2 00 1