Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 20
■ 20 C ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4» LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 sím, 533-1111 fax 533-1115 Magnús Axetsson, fasteignasali. 3ja herbergja ALMHOLT. V. 6,7 M. Mjög skemmti- leg 86 fm björt ibúð. Stór steypt ver- önd og fallegur gróinn garður. Mögu- leg skipti á 2ja herbergja íbúð. Áhv. ca 4,0 millj. SAMTENGDSÖLUS^RÁ ÁCRVRGI LAUFÁS Fasteignasala 1’533-1111 .«,5331115 EIGNASALAN Netfang: laufas@islandia.is Opið virka daga frá kl. 9-18. 2ja herbergja GRETTISGATA. V. 5,5 M. 59 fm mikið endurnýjuð íbúð. Ekkert greiðslumat. Möguleiki á að taka bil upp í. Áhv. ca 2,5 millj. NJÁLSGATA. V. 5,7 M. Glæsileg og vönduð íbúð á jarðhæð. Sérinngangur. Sérlóð. Skipti á bíl koma til greina. Áhv. ca 4,0 millj. SKARPHÉÐINSGATA. V. 3,0 M. Út- borgun aðeins 1.0 millj. Ca 30 fm íbúð í kjallara í þríbýlishúsi. Sérinngangur. Laus fljótlega. Ahv. ca 2,0 millj. SKIPASUND. V. 4.5 M. 60 fm ibúð á 1. hæð í þríbýlishúsi. Stór, ræktaður garður. Áhv. 2,7 millj. húsbréf. SKÓGARÁS. V. 5,6 M. Sérstaklega rúmgóð ca 66 fm íbúð, á 2. hæð, i góðu fjölbýlishúsi. Sameign til fyrirmyndar. Ahv. ca 2,7 millj. ÆSUFELL. V. 4,3 M. 54 fm íbúð á 2. hæð i lyftuhúsi. Góðarsuðaustursvalir. Stutt í alla þjónustu. Áhv. ca 2,3 millj. ASGARÐUR. V. 6,6 M. 72 fm íbúð á efstu hæð (2. hæð) ásamt bílskúr. Par- ket á stofu og holi. Nýleg innrétting í eldhúsi. Flisar á baðherbergi. Sérhiti. 4ra herbergja og stærri DVERGABAKKI. V. 6.950 þús. 86 fm íbúð í nýviðgerðu húsi að utan sem innan. Frábært útsýni. Áhv. 2,3 millj. F0SSV0GUR. V. 10,4 M. 125 fm ibúð á 2. hæð með mjög stórum suðursvöl- um. Útsýni. Húsið er viðgert að utan. Mjög góð sameign. OFANLEITI. V. 10,2 M. Ein góð á frá- bærum stað. Þvottahús í íbúðinni. Góðar suðursvalir. Bílskúr. Áhv. ca 3,5 millj. Sérhæðir BARMAHLÍÐ. V. 8,9 M. 4ra herbergja neöri hæö á þessum eftirsótta stað. Nýlegir gluggar og gler. Endurnýjaö rafmagn. Sérinngangur og sérhiti. Fal- legur garöur. Ákveðin sala. ÚTHLÍÐ. V. 12,5 M. Rúmgóð fimm herbergja efri hæð í einu fallegasta húsinu í Úthlíðinni. Húsið er nýlega endurnýjað að utan. Bílskúr. Raðhús - Einbýli ASH0LT Sannkallað lúxushús í Ás- holtinu. Glerskáli. Sólarsvalir. Stæði í bílskýli. HÁTÚN ÁLFTANESI. V. 12,4 M. Ein- staklega aðlaðandi ca 195 fm parhús, ásamt bílskúr, í Bessastaðahreppl. Húsið skiptist í fjögur herbergi, stofu, borðstofu og sjónvarpspall. Þetta er eign sem vert er að skoða. HJALLAVEGUR. V. 6,4 M. Eitt af þessum litlu eftirsóttu einbýlishúsum í Kleppsholtinu er komið í sölu. Húsið er á einni hæð og skiptist í svefnherbergi og tvær samliggjandi stofur. HOLAVELLIR GRINDAVIK. NYTT Skemmtilegt ca 86 fm einbýlishús á einni hæð með ca 24 fm bílskúr . Húsið skiptist í tvö svefnherbergi og stofu. Verð 7,3 millj. Áhv. 3,5 millj. í hagstæðum lánum. SOGAVEGUR. V. 13,8 M. 172 fm ein- býlishús tvær hæðir og kjallari. Húsið er uppgert að öllu leyti. Áhv. ca 5,4 millj. Atvinnuhúsnæði KLYFJASEL. NYTT Mjög vinalegt einbýlishús, hæð og ris ca 150 fm ásamt frístandandi ca 30 fm bílskúr og ca 40 fm hesthúsi sem getur einnig nýst sem vinnustofa, verk- stæði eða íbúðarhúsnæði. Yfirtekn- ar áhvílandi skuldir kr. 631.742 Nýtt veðskuldabréf til 25 ára kr. 2.368.258 Fasteignaverðbréf til 25 ára kr. 6.035.000 Útborgun kr. 4.865.000 Verð: 13,9 milljónir. Greiðslubyrði á mánuði ca kr. 58.750. Möguleiki að skipta á 3ja til 4ra herbergja íbúð. STARARIMI. NYTT Ca 140 fm ein- býlishús á einni hæð, ásamt ein- staklingsíbúð í bílskúr. Húsið skipt- ist í þrjú herbergi, stofu, borðstofu og sjónvarpshol. Gott útsýni til Esj- unnar. Verð 14,4 millj. Áhv. ca 6,4 millj. TJARNARSTIGUR SELTJ. V. 14,9 M. Ca 164 fm uppgert einbýlishús. Stór, tvöfaldur bílskúr. Áhv. ca 7,0 millj. Tvær í sama húsi AUÐBREKKA. V. 6,9 M. og 4,3 M. Tvær samþykktar íbúðir, geta selst saman eða hvor í sínu lagi. Mögu- leiki að sameina í eina stóra íbúð, (hringstigi). Ibúðin á neðri hæðinni tilbúin til innréttingar. Sérhiti. Ný- legar rafmagns- og hitalagnir. ARÐSEMI Verslunarhúsnæði í Vesturbæ. Góður langtíma leigu- samningur. Verð 5,9 millj. Áhv. 3,5 millj. SKRIFST0FUR Ca 350 fm fullbúin skrifstofuhæð (efsta hæð) í við- skiptahúsi. Möguleiki á að nýta þakrými sem er yfir allri hæðinni. Húsnæðið er nýtt í þrennu lagi, þ. e. tvær ca 145 fm einingar og ein ca 60 fm. Húsið er allt nýviðgert að ut- an. Verð á fermetra er kr. 55.000,00.- Nýbyggingar B0LLAGARÐAR Einbýli. Afhendist fullklárað að utan og fokhelt að innan. Verð 12,2 millj. GULLENGI 6 íbúða hús. Sérinngangur í allar íbúðir. Afhendist fullbúið að utan sem innan, en án gólfefna. Verð 8,1 millj. SELÁSBRAUT Fallegt fullbúið ca 176 fm raðhús, á tveimur hæðum, ásamt bílskúr. 4 svefnherbergi, tvær stofur og sjónvarpshol. Glæsilegt útsýni í vest- urátt. Auk þess eru þrjú önnur raðhús á sama stað, sem skilast tilbúin til inn- réttinga á 11,8 millj. eða fullbúin á 13,4 millj. VÆTTABORGIR Steypt 166 fer metra raðhús með innbyggðum bílskúr. FRÁBÆRT VERÐ: Rúmlega fokheld og tilbúin að utan á aðeins kr. 7.950.000 og tilbúin til innrétt- inga á aðeins kr. 9.450.000. Sumarbústaðir /Lóðir * HUSAFELL Sumarbústaðalóðir á þess- um frábæra stað. Lóðarsamningar til 99 ára. Nánari upplýsingar og bækling- ar á skrifstofu. Lóðir í Grímsnesinu. Eignaskiptayfirlýsingar Föst verðtilboð, leitið upplýsinga. Undir virkisáhrifum f GAMLA daga voru kastalar manna umluktir víggirðingum og þetta munstur á veggnum er greinilega úr þeirri átt. Þægilegur hægindastóll CARLO Mollinu, ítalski arki- tektinn, hannaði þennan gula hægindastól sem hann gaf nafnið' Ardea og er sagður sér- Iega þægilegur að sitja í. Vinnupallar Smiðjan Vinnupallar og vörulyftur eru umfiöllunar- efni Bjarna Ólafssonar og brýnir hann hér fyrir mönnum að ganga tryggilega frá upp- setningu þeirra, t.d. stífa þá vel af. Margir tvístíga lengi og hika við framkvæmd verks ef þeir þurfa að komast hátt upp til þess að vinna það! Ekki furðar mig á því. Sama er hvað gera þarf, enda þótt erindið sé ekki meira en það að þvo gluggarúðu, þá getur það verið erfitt ef glugginn er á þriðju hæð eða ofar. Sem betur fer eru til ágæt gluggahreinsifyrirtæki sem svara kalli nokkuð fljótt ef pantaður er gluggaþvottur. I þjónustuskrá er röð slíkra fyrirtækja. Sjálfur bý ég á þriðju hæð og þarf því hjálp við gluggaþvott. Eg hefi góða reynslu af fyrirtæki sem ber heitið Hreinsýn. Hver og einn verður velja viðskipta- fyrirtæki eftir staðsetningu í bænum og fleiri atriðum. Einnig eru til þörf fyrirtæki sem leigja út handhæga vinnupalla og stiga. Þessi fyrirtæki leigja mismun- andi búnað til þess að hægt sé að vinna uppi. Sum eru með grindur með tvöfóldum, fjórföldum, eða enn fleiri stoðum, sem raðað er upp í næga hæð. Dekk eða göngupallar eru svo lagðir þar yfir. Þessu fylgja skástífur, handrið og stigar eftir því sem þurfa þykir. Margir vilja heldur kaupa sér timbur í vinnupalla og nota síðar timbrið í smíðar. Það er auðvitað mis- jafnt hvað hentar hverjum og einum. Til eru fleiri en ein gerð lyftipalla. Þeir eru afar hagkvæmir í mörgum tilvikum þar sem hægt er að aka þeim að húsveggnum. Svo hagar þannig til annars staðar að ekki er hægt að koma slíkum palli að húsinu, t.d. ef fara þarf inn í lokaðan húsagarð eða þar sem röð sambyggðra húsa lokar aðkomunni. I slíkum tilvikum er betra að raða upp samsettum pöllum. Þá er hægt að bera hluta þeirra ósamsetta inn í garðinn að húsabaki. Ávallt þarf að gæta vel að stífingu vinnupalla. Það hvessir oft fyrir- varalaust og verður að ganga þannig frá að vinnupallamir geti ekki skekkst eða hreint og beint lagst út af þegar hvasst er og vindur blæs með hörðum hviðum. Stífumar þurfa að vera vel festar og að vera bæði langs eftir vinnupallinum og einnig þvers, þannig að pallurinn taki ekki að hall- ast frá húsinu. Ohætt er að segja að pallaleiga sé mikið þarfafyrirtæki. Það er þó svo með vinnupallaleigu að þörfin er afar misjöfn eftir tímabilum. Hún rís og hnígur eftir veðri og árstímum. Þannig geta allir pallar horfið í út- leigu um góðviðrishelgi að sumri til eða vori. Þá ætla margir að vera dug- legir og drífa sig til að ljúka því sem gera þarf heima við. Síðan dofnar yfir leigunni, einkum ef veður er óhent- ugt. Rok og rigning dregur úr mögu- leikum á margs konar viðgerðum og málun. Vörulyftur Hér að framan nefndi ég vinnu- palla sem lyft er upp í hæfilega vinnuhæð með vélarafli, vökvaafli. Brýnt er að farið sé með vinnupalla af fyllstu gát og eftir ströngum regl- um. Hátt handrið í kringum pallinn,. sem unnið er á, verður að vera traust og gott, ekki lægra en 90 cm. Þá er áríðandi að stoðir vinnupalla standi vel, engin stoð má vera á lofti og standi einhver stoð á lausum eða gljúpum jarðvegi verður að setja tré eða aðra fasta undirstöðu undir stoð- ina. Pallur má ekki rugga. Lyftur sem geta flutt þunga vöru upp á efri hæðir húsa eru farnar að tíðkast hér. Að slíkum lyftum er mikill léttir fyrir fólk sem stendur t.d. í búferlaflutningum. Ef hægt er að koma þungum hlut- um svo sem kæliskáp, þvottavél og þungum húsgögnum upp á þriðju eða fjórðu hæð, án þess að bera þau upp marga stiga, er vissulega gott að geta leigt vél til að koma þeim upp. Hjólavagn Hin nýja aðferð byggist á gömlu lögmáli, eins og svo fjölmargar nýj- ungar sem skjóta upp kollinum og tilheyra nútímatækni. Fallsterk og burðarmikil grind er reist skáhöll upp að svölum, eða glerlausum glugga á þeirri hæð hússins sem ætl- unin er að flytja í. Grindin gegnir hlutverki brautarteina. Á hana er komið fyrir vagni á hjólum og er vagninn dreginn upp eftir brautinni húsbúnaði upp á íbúðarhæðina. með þá vöru sem sett er á vagninn. Rafknúinn mótor dregur vagninn upp með stálvírum. Eg segi frá þessu hér í þeirri trú að vitneskjan geti orðið einhverjum til gagns. Vinur minn benti mér á tækið þar sem það var í notkun við hús eitt við Bankastræti í Reykjavík. Trúlega hafa sendibílastöðvar aflað þess til notkunar við flutninga. Af því tilefni að ég nefni sendibíla- stöðvar ætla ég að leyfa mér í lok þessarar smiðjugreinar, að benda á þá þjónustu sem sendibílstjórar véita viðskiptavinum sínum. Yfirleitt eru bílstjórar þessara bíla framúr- skarandi hjálpsamir og liprir og þjónustan er þeir veita ódýr, miðað við hve mikil hún er. Nú hafa margir sendibílar orðið gaflhlera sem getur lyft töluvert þungum varningi frá jörð og upp í bílinn. Að því er mikil hagræðing, sem léttir til muna hleðslu og afhleðslu bílanna. Um a.m.k. þrjátíu ára skeið var störfum mínum þannig háttað að ég þurfti að eiga mikil viðskipti við flutningaþjónustu sendibíla. Á þeim árum varð mér æ betur ljóst hve ódýr og afbragðsgóð sú þjónusta var GOTT er ef vinnupallurinn er stöðugur og öruggur. er ég keypti hjá þeim. Ég bjó síðar í nokkur ár á Jótlandi í Danmörku og komst að því að þar var ekki til svona þjónusta og saknaði ég þess stundum mikið. Þar var ekld annað til ráða en að leigja sendibíl hjá bíla- leigu og aka svo sjálfur og bjástra hjálparlaust við að bera vaminginn. Hér fáum við hjálp bílstjóranna við að bera varning upp og niður stiga og það gera þeir margir með bros á vör! Hafið þökk fyrir alla hjálp, sendibílstjórar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.