Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR HM í Frakklandi 1998 Noregur 22 þjóðir hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni HM í knattspyrnu 1998. 10 sæti eru enn laus. Ein þjóð hefur tryggt sér sæti: MEXÍKÓ 2 sæti eru enn laus. Þegar2umf. eru eftirhefur Mexikó 16 stig, Jamaika 12, Bandarikin 11, El Salvador 9, Kosta Rika 8 og Kanada 6. Skotland Danmörk England Holland Þessar þjóðir leika í Frakkíandi: KAMERÚN MAROKKÓ NÍGERÍA S-AFRÍKA TÚNIS wmmxm 4 þjóðir hafa tryggt sér sæti: BRASILÍA Heimsmeistarar ARGENTÍNA KÓLUMBÍA PARAGUAY Chile og Perú kljást um síðasta lausa sætið. Ein þjóð hefur tryggt sér sæti: S-KÓREA 2 sæti eru enn laus og þess utan leikur eitt lið frá Aslu við lið Ástraliu um eitt sæti. Rúmenía Spánn Búlgaria V ■ ÁSGEIR Þór Þórðarson sigraði í Freyjumótinu í keilu sem fram fór í Keilusalnum í Mjódd á sunnudag- inn. í öðru sæti varð Freyr Braga- son og Jón Asgeir Ríkharðsson hreppti þriðja sætið. Meðaltal Ás- geirs var 202. Sigurinn tryggði hon- um keppnisrétt á heimsbikarmótinu í Kaíró 15. til 22. nóvember. ■ SVEINN Margeirsson hreppti 6. sæti á meistaramóti Norðurland- ana í víðavangshlaupi 19 ára og yngri, en keppendur voru 16 í hans flokki. Sveinn var eini íslenski kepp- andinn á mótinu. ■ STEFÁN Þórðarson og félagar í Öster gerðu 1:1 jafntefli við Djurgárden í fyrri viðureign félag- ana um tvö sæti í sænsku úrvals- deildinni á næstu leiktíð. í hinni við- ureigninni um sætin gerðu Hacken og Vasterás einnig 1:1 jafntefli. Síðari leikirnir eru á miðvikudag og fimmtudag. ■ INAKI Urdangarin einn þekkt- asti handknattleiksmaður Spánverja og tengdasonur konungshjónana þar í landi lék með spænska landsliðinu í fyrsta sinn um helgina eftir að hann gifti sig í haust. Hann gerði 5 mörk í 32:23 sigri Spánvetja á Slóvakíu í undankeppni EM á heimavelli. FOLX ■ PETE Sampras sigraði Svíann Jonas Björkman í fjórum settum í úrslitaleik á Opna Parísarmótinu í tennis á sunnudaginn. Þetta var í annað sinn sem Sampras fer með sigur úr býtum í mótinu. Viðureign þeirra félaga tók tvær klukkustund- ir og 12 mínútur og settin enduðu 6-3, 4-6, 6-3, 6-1. ■ JOHN Kagwe hlaupari frá Kenýa sigraði í New York maraþon- inu um helgina, hljóp á 2:08.01 og var aðeins 11 sekúndum frá brautar- metinu sem Tansaníumaðurinn Juma Ikangaa á frá 1989. Kagwe er þriðji Kenýamaðurinn til að vinna í karlaflokki á þessum áratug. ■ FRANZISKA Rochat-Moser varð fyrsta svissneska konan til þess að sigra í kvennaflokki. Kom hún í mark á 2:27.44 sem besti timi sviss- neskrar konu í maraþonhlaupi. ■ JURGEN Kohler verður ekki með félögum sínum í Dortmund er þeir mæta Parma á heimavelli á miðvikudaginn í Meistaradeildinni. Kohler meiddist í hné 2:2 jafnteflis- leik við Kaiserslautern á föstudag- inn. Ekki er enn komið í ljós hversu alvarlega meiðslin eru. ■ HEIKO Herrlich er einnig meiddur og verður ekki í leikmanna- hópi Dortmund gegn Parma, sök- um meiðsla sem hann hlaut á föstu- daginn. ■ CELTA Vigo hefur óskað eftir því við knattspymusamband Júgó- slavíu að Goran Djorovic verði ekki valinn í landsliðið fyrir síðari leik Júgóslava og Ungverja keppni um laus sæti á HM. Leikurinn að fara fram í Belgrad 15. nóvember, en bæði 12. og 16. á Celta mikil- væga leiki í spænsku deildinni, við Mallorka og Barcelona. Djorovic styður beiðni félags síns. ■ JUANELE framheiji Tenerife hefur verið dæmdur í fjögurra daga fangelsi fyrir þátt í slagsmálum á bar í mars 1994. Juanele er 26 ára og hefur leikið 5 landsleiki fyrir Spán. UPPELDI Ellert B. Schram, forseti íþrótta- og ólympíusam- bands íslands, ræddi m.a. um íjár- mál íþróttahreyfingarinnar í setn- ingarræðu sinni á íþróttaþingi á laugardag, og hlutverk hennar í samfélaginu. WUSMM Sagði hann stærsta vanda hreyfingarinnar þann að félög ættu við vaxandi erfiðleika að etja við að standa und- ir hlutverki sinu, m.a. vegna fjárskorts. Forsetinn sagði að í krafti sjálf- boðaliða og tryggðar hefði tekist að reka félögin með „gamla lag- inu, þar sem menn eru að redda hlutum frá einum degi til annars, þar sem forystumenn og þjálfarar mæta að ioknum vinnudegi til að halda hlutunum gangandi, þar sem æskan hefur þegið þjálfun og félagsaðstöðu í krafti áhuga- mennsku og sjálfboðaliðastarfs," eins og hann orðaði það. Ellert bendir þama á athygli- vert atriði. Undirritaður hefur lengi velt því fyrir sér hve lengi núverandi rekstrarform íþrótta- félaga getur gengið; hve lengi forráðamenn þeirri nenni að veija jafn tniklum tíma og raun ber vitni, í sjálfboðavinnu, í að afla fjár, sem í seinni t(ð fer í auknum mæli í að greiða keppnisfólki og þjálfurum laun. Gott og vel; þeir geta áfram séð um að útvega fjár- magn vegna keppnisíþróttanna, en lengi hefur verið bent á uppeld- ishlutverk íþróttahreyfingarinnar sem ekki er minna virði en ann- arra „stofnana" - og því vaknar sú spuming hvort sveitarfélög þurfi ekki að styrkja starfið í auknum mæli, t.d. með því að taka þátt í að greiða laun þjálfara yngstu félagsmanna. Iþrótta- hreyfingin er vitaskuld geysilega mikilvæg; hún snýst ekki bara um keppni og afreksíþróttir heldur tekur þátt í uppeldi fjölda ung- menna og nú þegar eituriyf og önnur óárán heijar á samfélagið hefur hreyfingin aldrei verið mikil- vægari. Hið opinbera hefur lengi „Fóstmr felaganna^ ekki síður mikilvægar en hins opinbera styrkt uppbyggingu íþróttamann- virkja myndarlega, en huga þarf að öðm atriði. Að gefnu tilefni leyfir undirrit- aður sér að vitna í grein, sem birt- ist í blaðinu / vertíðarlok, blaði knattspymudeildar Þórs á Akur- eyri haustið 1980. Þar segir m.a.: „Ég vil einnig leyfa mér að benda á að íþróttafélögin reka að sumr- inu stærstu og fjölmennustu leik- velli bæjarins án þess þó að „fóstr- ur félaganna“ (þjálfarar og aðrir leiðbeinendur) þiggi nokkur laun fyrir frá opinberum aðilum. Ekki verður séð hvað hin fijálsa félaga- starfsemi getur lengi staðið ein og óstudd að slíkum rekstri og verður að mínu mati að finna þessu starfi þann farveg að allir geti vei við unað.“ Þó að 17 ár séu síðan Hallgrímur Skaptason, þáverandi formaður knattspymu- deildar Þórs (sem reyndar er faðir undirritaðs) skrifaði þetta, eru orð hans enn ( fullu gildi. Timi hlýtur að vera til kominn að iþróttahreyf- ingin og sveitarstjómarmenn ræði málið af fullri alvöru. Uppeldis- hlutverk iþróttahreyfingarinnar er allt of mikilvegt til að hún geti ekki sinnt því nægilega vel; td. nái forystumennimir ekki „að redda“ því sem nauðsynlegt er vegna þessa þáttar starfsins. Skapti Haligrímsson Erskagfirski^bakvörðuim ARNAR SNÆR KÁRASOIM ekki^hugamaðurmi hesta? Nógafhesta- mönnum hér KÖRFUKNATTLEIKSLIÐI Tindastóls á Sauðárkróki hefur gengið vel í upphafi keppnistímabilsins, liðið er komið í undan- úrslit eggjabikarsins og í DHL-deildinni er liðið í þriðja sæti, hefur aðeins tapað einum leik. Leikstjórnandi Tindastóls, Arnar Snær Kárason, hefur leikið vel og á ekki hvað minnstan þátt ívelgengni liðsins. Hann er fæddur í Keflavík 21. janúar 1977 en flutti með foreldrum sínum í Skagafjörð þegar hann var eins og hálfs árs gamall og hefur búið nyrðra síðan. Eftir Skúla Unnar Sveinsson Arnar, sem er „einn og yfirgef- inn“, eins og hann orðaði það, hefur í nógu að snúast því auk þess að leika með Tindastóli á Sauðárkróki er hann á fyrsta ári í viðskiptafræði í Háskóla íslands í Reykjavík og þarf því að fara nokkrar ferðir milli Reykjavíkur og Sauðárkróks í vetur ásamt fjórum félögum sín- um, sem einnig eru við nám í Reykjavík. „Ég, Lárus Dagur, Hinrik, Ómar og Skarphéðinn keyrum eða fljúgum á milli. Við förum oft norður á fimmtudögum, æfum og leikum síðan í deildinni á föstudegi. Síðan er farið suður og leikið á sunnudegi. Við höfum þvælst á milli húsa fyrir sunnan í haust en ég held að við fáum hliðarsalinn í Laugardalshöll núna í vikunni þannig að þá fáum við einhvern fastastað til æfinga." Arnar á ekki langt að sækja áhuga sinn á körfuknattleik því faðir hans, Kári Marísson, lék um langt skeið með Njarðvík og hefur Ieikið 34 landsleiki. Byrjaðir þú snemma að fylgjast með? „Já, pabbi var auðvitað á fullu í körfunni og ég var ekki gamali þegar ég fór að þvælast með hon- um á æfingar, en hann var þá þjálfari Tindastóls. Þegar við fluttum norður bjuggum við að Sólheimum í Blönduhlíð í Skaga- firði og þar bjó ég þar til við flutt- um í Varmahlíð þegar ég var 16 ára. Þá fór ég sem skiptinemi til Bandaríkjanna þar sem ég var í New York ríki og lék körfubolta með skólaliðinu. Það var bæði gaman og lærdómsríkt." Fylgistu með öðrum íþróttum? „Já, já. Ég mér fmnst gaman af flestöllum íþróttum og fylgist vel með þeim. í fótboltanum er það auðvitað Manchester United Morgunblaðið/Golli ARNAR Snær Kárason var kominn suður í gær til þess að fara á fyrirlestur í viðskiptafræðideild Háskóla íslands. sem er efst á blaði.“ Hvað með áhugamál? Nú ert þú úr Skagafirðinum og eru hest- ar þá ekki áhugamálið? „Nei, alls ekki hesta. Það er nóg af hestamönnum hér. Ég hlusta hins vegar mjög mikið á tónlist og þá nánast á hvað sem er.“ Ykkur hefur gengið vel í vetur og ætlið ykkur sjálfsagt að ná langt. Hvert er markmiðið? „Við ætlum að tryggja okkur gott sæti í úrslitakeppninni og vonandi tekst það þó maður viti aldrei - það getur alltaf eitthvað komið uppá. Eg held að við höfum sýnt þegar við lögðum Grindavík með tuttugu stigum að við getum unnið hvaða lið sem er. Kjarninn í liðinu er af Króknum og síðan fengum við Sverri og útlending- ana þannig að það má segja að uppbyggingarstarfið sé að skila sér. Við erum með mjög góðan þjálfara og æfðum vel í sumar og mér sýnist þetta vera að skila sér. Aðal liðsins er vörnin, þar erum við fljótir og svo höfum við stóra menn með okkur og það hefur dugað hingað til.“ Þú varst valinn í landsliðshóp- inn í fyrra en dast út þegar hann var minnkaður. Stefnir þú ennþá að landsliðssæti? „Auðvitað! Maður stefnir að því fyrst og fremst að gera sitt besta og þó maður verði að beijast um sæti við þá Fal [Harðarson] og Jón Arnar [Ingvarsson] þá þýðir ekkert að hætta. Þeir eru góðir en eru þeir ekki að verða svo gamlir?" segir hann í hálfkæringi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.