Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 B 9
Frábær tilþrif
á Bemabeu
Reuters
FYRIRLIÐI Barcelona, Portúgalinn Luls Flgo, t.h., og Brasllíumaðurlnn Roberto Carlos hjá Real
Madrid reyna að ná til knattarins á Bernabeu leikvanginum á laugardagskvöldið.
Graham efstur á
óskalista Rangers
Barcelona hefur sex stiga forystu
í spænsku deildarkeppninni
eftir sigur á Real Madrid, 3:2, í
stórskemmtilegum leik í Madrid.
Barcelona er með 25 stig og
Espanyol - „litla liðið“ frá höfuð-
stað Katalóníu - er í öðru sæti með
19, eftir 3:0 sigur á Salamanca.
Stórliðin tvö frá höfuðborginni,
Real og Atletico, kom svo næst með
18 og 17 stig.
Frábær leikur
Leikur Real Madrid og Barcelona
var frábær. Barcelona lagði höfuð-
áherslu á vörnina og sigur liðsins
var óvæntur. Þrátt fyrir að liðið
hafi verið efst í deildinni þykir það
ekki hafa verið sérlega sannfærandi
í vetur en Reai aftur á móti leikið
geysilega vel. Hollendingurinn Lou-
is van Gaal, þjálfari Barcelona,
kvaðst þó hafa verið sannfærður
um að lið hans gæti komið meistur-
unum á óvart. „Við höfum ávallt
talið þann möguleika fyrir hendi
að sigra hér og höfum ekki hugsað
um annað,“ sagði hann. „Ég reikn-
aði með að Real Madrid myndi
sækja að okkur af miklum krafti
og leikmenn þess jafnvel verða
nokkuð örvæntingarfullir því þeir
þörfnuðust stiganna meira en við.“
Þrátt fyrir mörkin þrjú var
greinilegt að dagskipun Van Gaals
var fyrst og fremst að veijast. Lið
hans hefur átt í vandræðum með
vörnina upp á síðkastið og hann
stillti nú upp fjórum varnarmönn-
um, í stað þriggja í leikjunum á
undan. Og þrátt fyrir að Barcelona
skoraði strax á fjórðu mínútu tók
Van Gaal enga áhættu; stækkaði
raunar enn varnarmúrinn því á 24.
mín. tók hann miðvallarleikmann-
inn snjalla Ivan De la Pena af velli
og setti fimmta varnarmanninn
inná - spænska landsliðsmanninn
Abelardo Fernandez „Ég taldi okk-
ur þurfa á [De la Pena] að halda,
því sendingar hans eru mjög góðar,
en síðan taldi ég okkur verða að
reyna að halda fengnum hlut,“
sagði Van Gaal.
Real Madrid var miklu meira með
knöttinn en frábær varnarleikur og
hættulegar skyndisóknir voru lykill-
inn að sigri gestanna.
Brasilíumaðurinn Rivaldo skoraði
strax í byijun en síðan héldu meist-
arar Real uppi nær látlausri sókn
fram að leikhléi, tvívegis björguðu
gestirnir á línu, en heimamenn
höfðu ekki erindi sem erfiði. En í
byijun seinni hálfleiks jafnaði Raúl
Gonzalez eftir fyrirgjöf Robertos
Carlos en rúmlega 100 þúsund
áhorfendur voru ekki hættir að
fagna þegar Luis Enrique kom
Barcelona aftur yfir gegn sínum
gömlu félögum með skoti utan teigs
eftir snögga sókn.
Króatinn Davor Suker jafnaði
með þrumuskoti yst úr teignum á
62. mín. eftir laglega sókn en það
var svo Brasilíumaðurinn Giovanni
sem tryggði gestunum sigur á 78.
mín. Hann sat á varamannabekkn-
um þar til á 51. mín. er hann skipti
við Hristo Stoichkov, það var eftir
skyndisókn og góða fyrirgjöf Luis
Figo frá vinstri sem Giovanni gerði
sigurmarkið.
Jupp Heynckes, þjálfari Real, bar
sig karlmannlega eftir fyrsta tap
liðsins í deildinni í vetur. „Þetta var
frábær leikur, en heppnin var bara
ekki með okkur,“ sagði hann. „Við
höfðum völdin í fyrri hálfleik en
komumst ekki í gegnum vörn
Barca. Það er mikið eftir af deild-
inni og þessi leikur ræður ekki úr-
slitum um meistaratitilinn."
Tvö mörk Juans Esnaider og eitt
frá Nicholas Ouedec tryggðu
Espanyol þijú stig gegn Salamanca
á sunnudag en Deportivo Coruna
gerði enn eitt jafnteflið, nú 1:1 í
Oviedo. Þetta var sjötta jafntefli
liðsins í vetur og það var Frakkinn
Michael Madar sem gerði jöfnunar-
markið á síðustu mínútu.
George Graham, knattspyrnu-
stjóri Leeds, er nú sagður efst-
ur á óskalista forráðamanna
Glasgow Rangers sem eru farnir að
svipast um eftir arftaka Walters
Smiths, sem hættir í vor.
Ráðamenn á Ibrox voru sagðir
renna hýru auga tii Kennys Dalgl-
ish, sem stjórnar nú liði Newcastle
- en hann var stuðningsmaður Ran-
gers í æsku - en bæði sagði hann
að það væri móðgun við áhangendur
Newcastle að bendla sig við þetta
starf, þar sem hann væri nýbyijaður
hjá félaginu, og eins er talið að það
yrði Skotunum gífurlega dýrt að fá
hann lausan frá Newcastle.
Graham er því kominn á topp
óskalistans; Leeds hefur tekið
stakkaskiptum undir hans stjórn,
leikur mjög góða knattspyrnu um
þessar mundir og liðið þykir nú lík-
legt til að beijast um sæti í Evrópu-
keppninni næsta vetur. Og það sem
Glasgow Rangers dreymir einmitt
um er Evrópukeppni; þ.e.a.s. vel-
gengi á þeim vettvangi. Áhangend-
ur Rangers þurfa ekki að kvarta
undan genginu á heimaslóðum -
liðið hefur orðið skoskur meistari
níu ár í röð - en slök frammistaða
í Evrópukeppni mörg undanfarin
ár er ástæða þess að Walter Smith
hættir.
Mexíkó-
menn á HM
LANDSLIÐ Mexíkó tryggði sér
þátttökurétt í úrslitakeppni HM
í tíunda skipti, er liðið gerði
markalaust jafntefli við Banda-
ríkin á heimavelli. 120 þúsund
áhorfendur voru þrátt fyrir það
óánægðir með frammistöðu
sinna manna og bauluðu á þá í
leikslok. Þeir voru óánægðir með
að heimamenn næðu ekki að
skora, þrátt fyrir að vera einum
fleiri á vellinum I klukkustund;
Jeffrey Agoos var rekinn út af
eftir hálftíma.
PSG enn í
efsta sæti
BORÐEAUX tókst ekki að kom-
Þjálfari Internazionale telur lið sitt hafa þaggað niður í gagnr/nisröddum
»1
Vona að nú verðum
við látnlr í friði"
Brasilíski framheijinn frábæri,
Ronaldo, tryggði Internazi-
onale sigur, 1:0, á Parma í topp-
slag helgarinnar á Ítalíu, á laugar-
daginn. Þetta var sjötta mark Ron-
aldos í deildinni í vetur; hann skor-
aði þegar á 15. mín., með frábæru
skoti beint úr aukaspyrnu og Inter
er enn á toppnum.
Gestirnir frá Parma gáfust aldr-
ei upp á San Siro leikvanginum
en ógnuðu þó aldrei verulega marki
Gianlucas Pagliucas.
Lið Inter, sem ekki hefur orðið
ítalskur meistari síðan 1989, hefur
verið gagnrýnt talsvert í vetur, þyk-
ir ekki leika nógu skemmtilega
knattspymu og treysta um of á að
þeir frábæru einstaklingar sem er
að fínna í liðinu taki af skarið. „Ég
hef heyrt marga gagnrýna leiki okk-
ar í vetur - í gærkvöldi var talað
um að þetta yrði viðureign skipu-
lagðs liðs og óskipulagðs," sagði
þjálfari Inter, Luigi Simoni eftir að
lið hans hafði fagnað sigri. „Eftir
þetta er óhugsandi að halda því fram
að við höfum ekki leikið vel og ég
vona að við verðum látnir í friði.“
Franski varnarmaðurinn Lilian
Thuram hjá Parma, sem glímdi
hraustlega við Ronaldo, sagði leik-
menn liðsins engum geta kennt
um tapið nema sjálfum sér.
„Gleymið dómaranum, við klúðruð-
um þessu einfaldlega sjálfir. Parma
liðið var ekki eins og það á að
sér,“ sagði franski varnarmaðurinn
sterki.
Stórsigur Juve
Eftir að hafa lent undir á heima-
velli snéru leikmenn meistaraliðs
Juventus við blaðinu og sigruðu
Udinese 4:1. Thomas Locatelli
skoraði af stuttu fyrir gestina á
14. mín. en fyrirliðinn Antonio
Conte jafnaði fyrir Juve með skalla
á 36. rnín.
Litlu munaði að Udinese kæmist
yfir á ný á fyrstu mín. seinni hálf-
leiks er skoti Þjóðveijans Olivers
Bierhoffs var bjargað á línu. Svo
taldi dómarinn að minnsta kosti
en sjónvarpsupptaka sýndi hins
vegar að knötturinn hafði farið inn
fyrir línuna og því hefði átt að
dæma mark. En fljótlega tók Ju-
r
ventus völdin og sigurinn var sann-
gjarn þegar á heildina er litið.
Filippo Inzaghi, Alessandro Del
Piero (víti) og Nicola Amoruso
skoruðu fyrir meistarana í seinni
hálfleik. „Það góða við lið mitt er,
að jafnvel þegar leikmennirnir
standa sig ekki mjög vel, vilja þeir
alltaf sigra,“ sagði þjálfari Juve,
Marcello Lippi. „Og þegar menn
leika af slíkum ákafa standa þeir
uppi sigurvegarar.“
Færri í 83 mínútur
en sigruðu samt
Lazio sigraði Roma 3:1 í viður-
eign Rómarliðanna á laugardags-
kvöldið, þrátt fyrir að leikmenn
liðsins væru einum færri í 83 mín-
útur! Varnarmaðurinn Giuseppe
Favalli var rekinn út af strax á
þriðju mínútu en félagar hans í
Lazio sýndu mikinn viljastyrk, léku
mjög vel og þijú frábær mörk í
seinni hálfleik tryggðu þeim sigur.
„Gamla brýnið" Roberto Mancini
skoraði strax í upphafi hálfleiksins
með glæsilegu skoti úr teignum,
Pierluigi Casiraghi bætti marki við
með mjög góðu langskoti og Tékk-
inn Pavel Nedved gerði þriðja
markið með fallegu bogaskoti á
85. mín. Marco Del Vecchio gerði
eina mark Roma með skalla á loka-
sekúndunum.
Loksins
Líberíumaðurinn George Weah
skoraði tvívegis og Þjóðvetjinn
Christian Ziege gerði fyrsta mark
sitt á Ítalíu þegar Milan sigraði
Sampdoria 3:0 í Genúa á sunnu-
dag. Milan hefur gengið afleitlega
í vetur en sigurinn ætti að lina
þjáningar Fabios Capellos þjálfara,
að minnsta kosti tímabundið.
Vendipunkturinn í leiknum var
þegar Sinisa Mihajlovic, aftasti
varnarmaður Sampdoria, var rek-
inn af velli á 68. mín. Tæpum sex
mín. síðar gerði Weah fyrsta mark
sitt í vetur, hann skoraði aftur á
80. mín. og Ziege átti síðasta orð-
ið.
Roberto Baggio skoraði þrívegis
þegar Bologna burstaði Napoli 5:1
og Svíinn Kennet Anderson gerði
hin tvö mörkin.
ast upp að hlið París SG á toppi
frönsku 1. deildarinnar á sunnu-
dag. Það hefði tekist með sigri
en liðið gerði jafntefli, 2:2, í
Toulouse. Lilian Laslandes gerði
bæði mörk Bordeaux eftir að
liðið hafði lent tveimur mörkum
undir. Parísarliðið tapaði 0:1 í
Lyon á fostudagskvöldið en er
efst með 30 stig, Bordeaux hef-
ur 28.
Loks sigraði
Feyenoord
EFTIR fjögur töp í röð náði
Feyenoord loks að sigra í hol-
lensku deildinni. Argentínu-
mennirnir Patricio Graff og Julio
Crus komu liðinu í 2:0 gegn
RKC Waalwijk, en leiknum lauk
2:1. Arie Haan var sagt upp
þjálfarastarfinu hjá Feyenoord
5 síðustu viku og eftirmaður
hans hefur enn ekki verið ráð-
inn. John Metgod, fyrrum fyrir-
liði liðsins, er við stjómvölinn
tímabundið.
Spennandi í
Rússlandi
SPARTAK frá Moskvu er aðeins
einu stigi frá því að tryggja sér
meistaratign í Rússlandi. Liðið
sigraði Alania Vladikavkaz 2:1
um helgina og hefur því tveggja
stiga forskot á Rotor Volgograd,
þegar ein umferð er af deildar-
keppninni. Svo skemmtilega vill
að S síðustu umferðinni mætast
Spartak og Rotor í Volgograd.
Jafntefli nægir því Spartak en
með sigri verður Rotor meistari.