Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ > j Englandsmeistarar Manchester United halda áfram á stórsigrabraut Vid lékum mjög vel MEISTARAR Manchester Un- ited eru á fljúgandi ferð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þeir burstuðu Barnsley 7:0 um fyrri helgi og á laugardag gjör- sigruðu þeir Sheffield Wedn- esday, 6:1, á Old Trafford. Á sama tíma tapaði Arsenal fyrsta deildarleiknum í vetur, 0:3 í Derby, og Blackburn gerði aðeins jafntefli í Barnsley, þannig að United hefur nú fjögurra stiga forskot í deild- inni. Loðað hefur við leikmenn Man- chester United að þeir hafi ekki sýnt bestu hliðar sínar helgina fyrir Evrópuleik, en annað var upp á teningnum nú. United mætir Feyenoord í Hollandi á morgun í Meistaradeildinni en vonir Davids Pleats og lærisveina hans í Wedn- esday um að þeir ættu hugsanlega möguleika á Old Trafford hurfu fljótlega. Teddy Sheringham gerði fyrsta markið þegar á 13. mín. með lausu skoti utan teigs, sem Kevin Pressman átti alla mögu- leika á að veija. Hann gerði aftur mistök þegar Andy Cole gerði ann- að markið en hin fjögur voru fal- leg; fyrst skoraði Cole með skalla, þá Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær með skoti úr teignum og staðan var 4:0 i leikhléi. Sheringham skoraði snemma í seinni hálfleik með skalla af stuttu færi, Guy Wittingham minnkaði muninn og hinn norski Solskjær innsiglaði svo glæsilegan sigur með frábæru marki úr teignum vinstra megin; skrúfaði knöttinn upp í hægra markhornið. Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, sagðist eftir leikinn verða í vandræðum með að velja byijunarliðið gegn Feýenoord; hann hefði úr svo mörgum góðum leikmönnum að velja, en lokaundir- búningurinn hefði ekki getað verið betri. „Við lékum mjög vel,“ sagði hann. „Láðið er að þroskast. Strák- amir lærðu mikið á síðasta keppn- istímabili og eru fullir sjálf- strausts. Það hefur verið ótrúlegt hve vel okkur hefur gengið að nýta færin." Sanngjamt í Derfay Derby vann sannfærandi sigur á Arsenal, 3:0. Lundúnaliðið hafði ekki tapað í fyrstu 12 deildarleikj- unum en vamarleikur þess var vægast sagt afleitur að þessu sinni og því fór sem fór. Arsenal fékk raunar tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik en Ian Wright mis- tókst að skora úr vítaspymu. Paulo Wanchope frá Costa Rica, sem leikið hefur mjög vel undanfarið, gerði tvö mörk en hvorugt var glæsilegt; það fyrra með lausu skoti utan teigs og það síðara eft- ir herfíleg mistök Nigels Winter- bums á markteignum. Dean Sturridge gerði þriðja markið; komst einn inn fyrir og vippaði laglega yfír Seaman markvörð. Jim Smith, knattspymustjóri Derby, fagnar 25 ára starfsafmæli á þessum vettvangi um þessar mundir og sigur á Arsenal var ákjósanleg leið til að halda upp á það. „Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleiknum en eftir að hafa breytt ákveðnum þáttum fannst mér sigur okkar mjög sanngjam," sagði hann. „Eftir að við voram komnir í 2:0 gegn Manchester United [fyrir skömmu] fórum við að leika mun aftar á vellinum [og United jafnaði] en nú héldum við áfram að sækja og uppskáram eins og til var sáð.“ Fowler rekinn af velli Robbie Fowler, miðheiji Liver- pool, kom mikið við sögu gegn Guðna Bergssyni og félögum í Bolton. Hann skoraði eftir aðeins 49 sekúndur en var rekinn af velli stundarfjórðungi fyrir leikslok fyr- ir að slá Per Frandsen. Atvikið átti sér stað beint fyrir framan nefíð á dómaranum, sem sýndi Fowler að sjálfsögðu rauða spjald- ið þegar í stað. Framheijinn fer í þriggja leikja bann fyrir vikið. Það var Nathan Blake sem gerði jöfnunarmark Bolton, með góðum skalla, á 84. mín. Chelsea fór upp í ijórða sætið eftir 2:0 sigur á Aston Villa á úti- velli. Dwight York hjá Villa skaut framhjá úr víti í fyrri hálfleiknum en Mark Hughes og Norðmaðurinn Tore Andre Flo skoruðu fyrir Chelsea. Leicester er í fímmta sæti eftir 3:3 jafntefli við Newcastle á úti- velli. John Bames kom heima- mönnum yfír úr vítaspymu strax í byijun en Ian Marshall skoraði tvívegis með skalla áður en Daninn Jon Dahl Tomasson jafnaði með fyrsta marki sínu fyrir Newcastle. Matt Elliott kom Leicester aftur yfír á 54. mín. og allt stefndi í sigur gestanna þegar John Beres- ford skallaði í mark þeirra á loka- sekúndunum. Leeds lék geysilega vel gegn Tottenham í London og sigraði 1:0 með marki Rod Wallace snemma leiks. Leeds stjórnaði leiknum frá upphafí til enda og sigurinn var því mjög sanngjam. „Við hefðum getað gert fjögur mörk. Frammi- staða okkar var dásamleg, við höfðum tögl og hagldir allan tím- ann,“ sagði George Graham, stjóri Leeds, og brosti breitt að leikslok- um. Hann hældi ástralska fram- heijanum unga Harry Kewell sér- staklega. „Þessi drengur á glæsi- lega framtíð. Ég mun segja Terry Venables Jhinum enska landsliðs- þjálfara Astralíu] að hann gæti orðið frábær og ætti að fara til Frakklands [á heimsmeistaramótið næsta sumar].“ Darren Huckerby og Dion Dubl- in skoruðu fyrir Coventry, sem sigraði Wimbledon 2:1 í London. Reuters ANDY Cole, mlðherjl Manchester Unlted, getur brosað breltt þessa dagana. Cole, sem fagnar hér öðru markl sínu gegn Wednesday, hefur gert flmm mörk í síðustu tvelmur lelkjum. Pleat sagt upp störfum DAVID Pleat, knattspymustjóra Sheffíeld Wednesday, var sagt upp störfum í gærmorgun. Liði hans hefur gengið afleitlega í vetur, er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið sem fyllti mælinn var 1:6 tapið gegn Manchester United á Old Trafford á laugardag. Pleat, sem er 52 ára, hefur stýrt liði Wednesday í tæplega tvö og hálft ár. Liðinu gekk vel á síðasta keppnistímabili en hefur nú aðeins níu stig eftir 13 leiki og hefur fengið á sig 35 mörk. „Ég er mjög vonsvikinn [að vera sagt upp] vegna þess að einungis þrettán leikjum er lokið,“ sagði Pleat í viðtali við BBC í gær. „Okkur gekk mjög vel á síðasta keppnistfmabili en það hefur verið martröð líkast hve meiðsli hafa hijáð lykilmenn í vetur og hvers konar mistök við höfum verið að gera í vöminni," sagði Pleat. „En stjómarmenn líta aðeins á úr- slit, ekki frammistöðu í leikjunum. Áhangendumir hafa verið mér góðir og ég óska arftaka mínum velfamaðar í starfí," sagði hann. FOLK ■ ANGHEL Iordanescu endurnýj- aði í gær samning sinn við knatt- spymusamband Rúmeníu og þjálfar landslið þjóðarinnar fram yfír HM í Frakklandi næsta sumar. Fréttir herma að Iordanescu fái rúmar 7 milljónir króna fyrir þennan 10 mán- aða samning. ■ OCTA VIO Machado sagði óvænt upp þjálfarastarfí sínu hjá Sporting í Lissabon um helgina. Liðið mætir Leverkusen í Meistaradeildinni á morgun í Þýskalandi. ■ EMILE Heskey, framheijinn ungi hjá Leicester, var rekinn út af fáeinum andartökum fyrir leikslok í Newcastle, eftir að hafa slegið Philippe Albert. ■ RIVALDO, brasilíski framheijinn sem Barcelona keypti frá Dep- ortivo Coruna á 1,8 milljarða króna í sumar, gerði fyrsta markið gegn Real - eftir aðeins rúmlega þijár mínútur. Þetta var sjöunda mark hans í deildinni í vetur. ■ ÞJÁLFARAR Rómarliðanna tveggja vom í óvenjulegri aðstöðu þegar þau mættust á laugardag. Sven Göran Eriksson hjá Lazio þjálfaði Roma á sínum tíma og starfsbróðir hans, Tékkinn Zdenek Zeman, var við stjórnvölinn hjá Lazio þar til sl. vor. ■ ANDY Cole, framheiji Man. Utd., er allur að koma til eftir slaka byijun. Hann gerði þrennu gegn Barnsley um fyrri helgi og var ná- lægt því að endurtaka afrekið gegn Wednesday; skoraði tvívegis og þrumaði einu sinni í stöng auk þess sem hann var nálægt því að skora í tvö önnur skipti. ■ ÍTÖLSKU leikmönnunum Paolo Di Canio og Benito Carbone hjá Sheffield Wednesday var báðum skipt út af í leikhléi gegn Manchest- er United. ■ ROY Keane, fyrirliði Man. Utd., sem meiddist á dögunum á hné, var skorinn upp í gær. ■ ROBBIE Fowler hjá Liverpool, sem var rekinn af velli gegn Bolton, fer í þriggja leikja bann; missir af deildarleikjum gegn Barnsley og Arsenal og viðureign við Grimsby í deildarbikarkeppninni. ■ PAUL Ince, fyrirliði Liverpool, fékk áminningu gegn Bolton og er sömuleiðis á leið í þriggja leikja bann. Hann missir einnig af deildarleikjun- um gegn Barnsley og Arsenal og verður auk þess illa fjarri góðu gamni gegn gömlu félögunum í Manchest- er United. ■ IAN Wright þrumaði í þverslá úr vítaspymu gegn Derby og er ijórði leikmaðurinn sem klúðrar víti gegn liðinu í vetur; Robbie Fowler, Teddy Sheringham og David How- ells höfðu áður „afrekað" það. ■ STEVE Bould, vamarmaður hjá Arsenal, fékk áminningu gegn Derby og er á leið í þriggja leikja bann. Það tekur þó ekki gildi fyrr en eftir leikinn gegn Man. Utd. á Highbury um næstu helgi. Bayern í kröppum dans Kaiserslautem er enn í efsta sæti þýsku deildarinnar §ór- um stigum á undan Bayem Miinch- en eftir 2:2 jafntefli við Dortmund á fostudaginn. Þótt jafnteflið hafí ekki komið illa við stöðu efsta liðs- ins bætti það harla lítið úr skák fyrir Evrópumeisturanum sem era í íjórða neðsta sæti og þurfa Iiðs- menn að fara að bíta í skjaldarrend- ur ef ekki á illa að fara. Leikmenn Bayem lentu í tvígang undir í viðureign sinni við liðsmenn 1860 Munchen í átakaleik þar sem talsvert var um pústra. Eftir að Bayem jafnaði í síðara skiptið með glæsilegu þramuskoti Mario Basl- ers af 35 m færi lentu þeir fljótlega í vanda því Ganamaðurinn Kuffour var rekinn af velli eftir gróft brot á Harald Cemy. Þá voru enn eftir 22 mínútur og liðsmenn 1860 reyndu að færa sér liðsmuninn í nyt en tókst ekki. „Mér fannst þetta góður leikur," sagði Giovanni Trapattoni þjálfari Bayren í leiksloka. „Það var hins vegar hið versta mál að Kuffour skyldi fá rauða spjaldið, gult spjald var alveg nægileg refsing." Viðureign Stuttgart og Schalke olli 50.000 áhorfendum miklum vonbrigðum, enda var um að ræða afar daufan leik þar sem aðeins var boðið upp á eitt marktækifæri. En stigið var leikmönnum Schalke mik- ilvægt í toppbaráttunni, þeir era í þriðja sæti deildarinnar næst á eft- ir Bayem Munchen og Kaiserslaut- em sem hefur nú fjögurra stiga forskot eftir að Bayem gerði aðeins jafntefli við félaga sína í 1860 Múnchen. Eina marktækifærið í leik Stuttgart og Schalke var er belg- íski leikmaðurinn Marx Wilmots átti fast skot af nokkra færi sem hafnaði í stöng. Stigið breytti ekki stöðu Stuttgart sem er í 5. sæti þar sem Hansa Rostock náði aðeins jafntefli við Bochum 2:2. „Við voram að reyna að sækja, en leikmenn Stuttgart komu hingað í heimsókn með það eitt að mark- miði að halda jöfnu og það tókst. Fyrir vikið varð leikurinn leiðinleg- ur,“ sagði Joachim Löw þjálfari Schalke og var ekki ánægður. Karlsruhe hefur ekki gengið allt í haginn þar sem af er leiktíðinni en um helgina náði liðið þó aðeins að rétta sinn hlut með 3:1 sigri á Köln. Thomas Hássler skoraði tvö mörk fyri heimamenn sem við sigur færðust upp í 13. sæti, en Köln er í þriðja neðsta sæti með 13 stig. Hertha Berlín vann annan leik sinn í röð er þeir lögðu Werder Bremen 2:0 í Bremen. Eyjólfur Sverrisson og félagar verma samt sem áður neðsta sæti deildarinnar þrátt fyrir sigurinn, er með 12 stig ásamt Bochum. Þetta var þriðji sig- ur Herthu á leiktíðinni, en Eyjólfur Sverrisson tók út leikbann að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.