Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 12
KNATTSPYRNA Enneítt jafnteflið hjá Bolton f v Æ'.iS.í", ........ .... ‘ - . . .: :iSÍ#$fc ■HHI ■ .. ti’ , ^ ^ oá Morgunblaðið/Golli ARNAR Grétarsson f lelk með AEK Aþenu. Arnar lék vel með Aþenu etta byijaði ekki gæfulega því Fowler skoraði eftir aðeins 49 sekúndur og það var dálítið slæmt að byija leikinn í rauninni einu marki undir,“ sagði Guðni Bergs- son, vamarmaður hjá Bolton, en lið hans gerði 1:1 jafntefli við Liver- pool á laugardaginn. „Við komumst þó inní leikinn og fengum okkar færi. Liverpool er auðvitað með mjög góða einstakl- inga en liðið gefur samt ákveðin færi á sér og okkur tókst að nýta eitt slíkt tíu mínútum eftir að Fowl- er var rekinn af velli og við orðnir einum fleiri. Fowler sló til eins af okkar mönnum beint fyrir framan Eg lék illa, eflaust minn léleg- asti leikur á tímabilinu," sagði Lárus Orri Sigurðsson, leikmaður Stoke, sem tapaði á laugardaginn öðrum leik sínum í röð í 1. deild- inni. Að þessu sinni voru það liðs- menn Huddersfield sem á heima- velli lögðu Stoke 3:1. „Huddersfield hafði ekki unnið leik þegar að þess- um kom og hungraði í sigur og voru einfaldlega betri,“ sagði Lár- us. Huddersfield innsiglaði sigurinn á auðveldan hátt eftir að allir leik- menn Stoke, þar með talinn mark- vörðurinn, voru komnir fram á völl- inn til þess að freista þess að skora og jafna eftir hornspyrnu. Úr horn- spyrnunni varð ekkert og leikmenn Huddersfíeld geystust upp og skor- uðu í tómt markið. „Auðvitað var þetta tóm þvæla hjá markverðinum að fara fram, en úr því sem komið „ÉG var í átján manna hópnum fyrir leikinn gegn Leicester, en var ekki í lokahópnum sem tók þátt í leiknum og var þar af leiðandi ekki á varamannabekknum," sagði Bjarni Guðjónsson hjá Newcastle. „Eg hef verið í þessum átján manna hóp upp á síðkastið, en ekki náð að komast lengra ennþá, en það kemur einn daginn." Bjami sagðist hafa leikið flesta dómarann sem sendi hann strax í bað. Amar Gunnlaugsson kom inná þegar um hálftími var eftir og stóð sig mjög vel, eins og hann hefur gert í þeim leikjum sem hann hefur komið við sögu. Það hlýtur bara að vera tímaspursmál hvenær hann fær frekari tækifæri því mér finnst hann hafa staðið sig mjög vel og eiga skilið að leika meira,“ sagði Guðni. Hann sagði að Bolton yrði að fara að vinna leiki því þegar 12 umferðum væri lokið hefði liðið gert 6 jafntefli og jafnteflið við Liv- erpool hefði verið enn eitt. var skipti það kannski engu máli.“ Þrátt fyrir brösótt gengi það sem af er sagði Lárus liðið vera sterk- ara ef eitthvað væri en í fyrra þrátt fyrir að framheijinn og aðalmarka- skorarinn Mike Sheron hafí verið seldur til QPR. „Fyrir leiktíðina voru keyptir þrír framheijar, einn miðvallarleikmaður og einn mið- vörður og liðið á að vera sterkara en í fyrra, deildin er bara svo jöfn að allir geta unnið alla og oft er bara spuming um örlitla heppni." Lárus sagði að Stoke væri nú í 12. sæti, níu stigum á eftir Notting- ham Forest, sem er í efsta sæti. „Deildin er jöfn og það er stutt í efstu lið, en það má líka lítið bregða út af til að við föllum niður í hóp allra neðstu liða. Við leikum næst gegn Oxford heima [í kvöld] og við verðum að komast inn á sigurbraut í þeim leik.“ leiki varaliðsins upp á síðkastið og vegnað ágætlega. Reyndar hefði hann ekki skorað mikið, enda ver- ið að leika aftar á vellinum en áður. „Ég hef verið framarlega á miðjunni og kann vel við mig í þeirri stöðu, fínnst hún jafnvel skemmtilegri en framheijastaðan. Okkur hefur gengið vel, við erum í efsta sæti í okkar deild.“ Bjami hvaðst vera ánægður með Eg lék allan timann og var ánægð- ur með minn hlut,“ sagði Amar Grétarsson leikmaður AEK Aþenu, en félagið lagði Paniliakos Pirgos 4:2 á útivelli um helgina. „Til að byija með var ég hægra megin á miðjunni en síðasta hálftímann var ég aftarlega á miðjunni." Pirgos, sem hefur verið á meðal neðstu liða, byijaði leikinn betur og komst yfir, 2:0, í fyrri hálfleik. „Við vorum meira með knöttinn í fyrri hálfleik, en gekk illa að nýta færin. Síðari hálfleikinn hófum við af krafti og minnkuðum muninn eftir aðeins sjö mínútur og jöfnunarmarkið kom síðan á 15. mínútu og eftir það réð- sinn hlut hingað til hjá félaginu og einnig að hann hefði alveg sloppið við meiðsl. Eins og kunn- ugt er hefur verið mikið um meiðsl á meðal leikmanna úrvalsdeildarl- iðsins og yrði svo áfram væri aldr- ei að vita nema hann fengi að spreyta sig við tækifæri. „Annars bíð ég þolinmóður eftir mínu tæki- færi.“ um við lögum og lofum og leikmenn Pirgos gáfu eftir." Amar og félagar eru í þriðja sæti deildarinnar að loknum átta umferð- um með 19 stig, tveimur stigum á eftir Ionikos og Panathinaikos. „Um- ræðan fyrir leikinn var sú að ef við töpuðum þá yrði þjálfarinn rekinn, þannig að það er ekkert gefið eftir.“ Amar sagðist hafa verið í byijun- arliðinu í tveimur síðustu leikjum í deildinni, nú um helgina og gegn Panathinaikos helgina áður. „Ég fékk góða dóma fyrir leikinn gegn Panathinaikos í blöðum hér og fékk því aftur tækifærið núna.“ Á fímmtudaginn leika Arnar og félagar síðari leikinn gegn Sturm Graz í Austurríki í Evrópukeppni félagsliða, en Arnar kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum og stóð sig vel. Leikur AEK batnaði er kom til leiks og það gerði tvö mörk sem nægðu til sigurs. „Þetta verður eflaust erfitt í Austurríki og ég von- ast til þess að vera með, þó veit maður aldrei hvað þjálfarinn gerir, vera kann að hann leiki stífan varn- arleik." Arnar sagðist kunna vel við sig í Aþenu og allar aðstæður hjá félag- inu væru góðar. „Það er alltaf gam- an að knattspyrnu þegar vel geng- ur.“ Montgom- serie enn bestur SKOTINN Colin Montgom- erie tryggði sér um helgina titiUnn Besti kylfingur Evr- ópu fímmta árið í röð og það hefur enginn gert áður. Mont- gomerie varð í áttunda sæti á síðasta stigamótinu sem fram fór á Spáni og hlaut alls 95 mil[jónir króna í verðlaunafé I ár en Bernhard Langer frá Þýskalandi varð annar með rúmar 82 milljónir. Montgo- merie hafði tilkynnt að hann ætlaði að flytjast vestur um haf en ákvað um helgina að búa áfram í Evrópu og keppa í álíka mörgum mótum beggja vegna Atlantsála. Woods bestur vestra TIGER Woods tryggði sér sams konar titil í Bandaríkj- unum en Davis Love hefði getað tryggt sér titilinn með sigri á síðasta mótinu. Það var hins vegar David Duval sem sigraði og stökk upp í annað sætið. Woods fékk sem nemur 146 milljónum króna í verð- launafé í ár en Duval 133 miHjónir. ÁstraUnn Greg Norman er efstur enn eitt árið á heims- Hstanum, hefur 11,78 stig en Tiger Woods er í öðru sæti með 10,58 stig. Næstir koma Ernie Els, Nick Price, Masas- hi Ozaki og Colin Montgom- erie er í sjötta sæti. Fer Pétur til Wed- nesday? Pétur Marteinsson æfði í síðustu viku með enska úrvalsdeildar- félaginu Sheffield Wednesday og lék m.a. einn leik með varaliði félags- ins, en Pétur hefur undanfarin miss- eri leikið við góðan orðstír með Hammarby í Svíþjóð. „Ég veit ekki hvort eitthvert framhald verður á áhuga þeirra hjá Wednesday," sagði Pétur i samtali við Morgunblaðið. „Mér stendur til boða góður samn- ingur við Hammarby bæði til eins árs og lengri tíma ef svo ber undir, en komi álitlegt tilboð frá Englandi þá er það eflaust enn meira spenn- andi. Ég sé einnig fram á skemmti- legt keppnistímabil í Svíþjóð á næstu leiktíð og vera kann að að því loknu standi ég betur að vígi að halda til Englands." Pétur sagði að forráðamenn Wed- nesday hefðu sýnt sér áhuga, en hann væri ekki viss um hvort eitt- hvað yrði úr tilboði eftir að knatt- spymustjóra félagsins, David Pleat, var vikið úr starfi eftir lélegan árangur á leiktíðinni. „Eins veit ég að nokkrir útsendarar annarra fé- laga í Englandi fylgdust með leik mínum með varaliðinu og umboðs- maður minn í Englandi hefur orðið var við áhuga á mér frá fleiri liðum. Ég get hins vegar ekki dregið endalaust að svara Hammarby og berist ekkert tilboð frá Englandi á næstu viku eða tíu dögum þá verð ég í Svíþjóð næsta árið. Lengur get ég ekki beðið með að svara félögum mínum hér í Svíþjóð." LárusOrri ekki ánægður Bjarni í 18 manna hóp Newcastle S. HJ 5‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.