Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 B 3 KNATTSPYRNA GLODNEY KLOMAN Hvernig er hægt að semja við hryðjuverkamann sem setur engar kröíur fram? tpEACEMAKER Hermann Hreiðarsson í sviðsljósinu þartil slokknaði á flóðljósunum Mynd/Action Images EYJAPEYINN Hermann Hrelðarsson, varnarmaður Crystal Palace, togar hér í handlegg lans Dowle, leikmanns West Ham, í lelknum í gærkvöldi. Palace komst f 2:0 en West Ham náði að jafna þegar 25 mínútur voru eftir - en þá slokknaðl á flóðljósunum og lelknum var hætt. Kristján þjálfar Völsung KRISTJÁN Olgeirsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deiidar liðs Völsungs í knattspymu næsta árið. Kristján, sem tekur við af Ómari Rafnssyni, hefur áður þjálfað lið Húsvíkinga og leikið með því en hann lék cinnig með Skagamönnum á árum áður. Eg hélt að þetta væri sýning eftir markið Hermann Hreiðarsson var í sviðsljósinu hjá Crystal Palace sem sótti West Ham heim í ^| ensku úrvalsdeild- Frá inni í gærkvöldi. Edwir Neil Shipperley Rögnvaldssyni g; mgr^ fyrjr gestma í fyrn hálf- leik, en John Hartson minnkaði muninn með skallamarki fljótlega eftir hlé og Frank Lampard jafnaði metin 25 mínútum fyrir leikslok. Fögnuður heimamanna kafnaði í spennufalli á Upton Park - raf- magnið fór af flóðljósunum og ekki tókst að kveikja á þeim aftur. Leiknum var því slitið og verða lið- in að mætast aftur. „Við hefðum sigrað ef þetta hefði ekki gerst með ljósin,“ sagði Her- mann við Morgunblaðið á Upton Park eftir leikinn. „Ég hélt að þetta væri einhvers konar sýning eftir að þeir jöfnuðu. Við fengum fullt af góðum marktækifærum í fyrri hálfleik og einnig dauðafæri í þeim síðari, þegar Dean Gordon skallaði framhjá opnu marki, en leikurinn var aldrei til - hann verður ekki skráður. Þess vegna hefur ekkert að segja að telja þetta upp.“ Um hálftími leið frá því ljósin slokknuðu þar til dómarinn ákvað að flauta leikinn af. „Við vorum tilbúnir að bíða eftir að rafmagnið kæmi á á ný en höfðum ekkert um málið að segja - dómarinn réð og tók ákvörðun um að hætta leikn- um,“ sagði Hermann. íslenski varnarmaðurinn, sem hefur slegið í gegn að undanförnu, sagði að áhersla hefði verið lögð á öruggan varnarleik og það hefði tekist nokkuð vel. „Við urðum að vera vel skipulagðir í vörninni. Þeir reyndu oft að gefa háar sendingar á framherjana tvo, Hartson og Dowie, sem eru mjög sterkir skalla- menn.“ Leikmenn Palace byrjuðu með miklum látum, áttu fyrri hálfleik og var mikill hraði í spilinu þar sem Hermann tók nokkrar rispur úr vinstri bakvarðarstöðunni upp kant- inn. Shipperley gerði fyrra markið eftir misheppnaða spyrnu frá Craig Forrest í marki West Ham og bætti öðru marki við rétt áður en flautað var til hálfleiks, fékk boltann inn í vítateig og skoraði í hornið fjær niðri. Heimamenn gerðu breytingar á liði sínu í hléinu og þær skiluðu árangri. „Þetta var allt í lagi hjá mér og þeir komust altjént ekki mikið upp mín megin en ég er samt ekki ánægður með mig,“ sagði Hermann. Ingólfur til Vals INGÓLFUR Ingólfsson, knatt- spyrnumaður úr Stjörnunni, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Val. Hann er 27 ára og hefur leikið rúmlega 100 leiki i efstu deild með Fram og Stjörnunni. Hann á 5 leiki að baki með U-21 árs landsliðinu, 13 leiki með 18 ára liðinu og 17 með 16 ára lands- liðinu. Baldur íFram BALDUR Bjarnason, sem lék með Sijörnunni keppnistíma- bilið 1996 og var þá besti leik- maður liðsins, hefur ákveðið að ganga til liðs við Fram. Baldur tók sér frí frá knatt- spyrnunni sl. sumar vegna flugnáms. Baldur er 28 ára og á að baki 11 A-landsleiki. Þórður meiddur ÞÓRÐUR Guðjónsson lék ekki með félögum sínum þjá Genk um helgina vegna meiðsla, en liðið tapaði á útivelli 2:0 fyrir Harelbeke. Liðin eru nú jöfn í fjórða til fimmta sæti með 17 stíg að loknum 10. umferðum. „Það eru álagsmeiðsl í báð- um nárum sem eru að gera mér lífið leitt,“ sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið. „Ég tók mér frf síðari hluta vikunnar og verð liklega ekki með um næstu helgi. Með þessu hléi reikna ég með að ná mér á strik á ný, en þetta er ekkert alvarlegt, aðeins þreyta.“ Þórður sagði leikinn hafa farið fram í mikilli þoku eins og margir aðrir í beigísku deiidinni um helgina. „Það var á mörkunum að það væri rétt- lætanlegt að láta leikinn fara fram. Leikmenn Harelbeke voru sterkari og sigurinn þeirra var verðskuldaður." HANDKNATTLEIKUR / ISLAND - LITHAEN Björgvin tvíkjálka- brotnaði í leiknum BJÖRGVIN Björgvinsson, horna- maður landsliðsins og KA, meiddist í landsleiknum við Lit- háen á sunnudagskvöld og verður frá keppni í minnst fjórar vikur. Hann fékk olnbogaskot frá and- stæðingi sínum þegar tæpar átta mínútur voru liðnar af síðari hálf- leik og lék ekki meira með eftir það. Hann sat á varamanna- bekknum það sem eftir var leiks og fór síðan á Sjúkrahús Reykja- víkur strax eftir leik í aðgerð og þá kom í ljós að hann var tví- kjálkabrotinn. Hann sagði í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi að líklega hafi Litháinn gert þetta viljandi. Hann sagði óhappið sigursins virði. „Já, er sigurinn ekki alltaf fyrir öllu. Menn verða alltaf að fórna einhveiju til að sigra,“ sagði hann. Ljóst er að Björgvin verður frá keppni í minnst fjórar vikur. „Þetta óhapp kemur sér mjög illa fyrir okkur í KA, enda hefur Björgvin verið í mjög góðri æf- ingu,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA-manna við Morgun- blaðið. Framundan eru erfiðir leikir KA-manna í meistaradeild Evrópu. „Við eigum annan hornamann, Sævar Arnason, nú fær hann tækifæri,“ sagði þjálf- arinn. NOYEMBER 1997 HASK&Úli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.