Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Lauflétt hjá Keflvík- ingum EKKI þurftu Keflvíkingar að hafa mikið fyrir því að komast í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Þeir léku á móti úrvalsdeildarl- iði Þórs á Akureyri og mættu ekki teljandi fyrirstöðu nema í byrjun leiks. Munurinn í lokin var ríflega 50 stig, Keflavík sigraði 125:72. kórsarar ’ fyrstu héldu í við Keflvíkinga mínútumar eða þar til staðan var 13:13 en eftir það breikkaði bilið og p. , ■ b. staðan í leikhléi var Sæmundsson 27:50. Keflvíkingar skriíar leyfðu sér þann munað að hvíla Birgi Örn allan leikinn og Dana Dingle sat á bekknum nánast allan seinni hálfleikinn. Gestimir þurftu engan stjömuleik til að keyra yfir Þórsara. Heimamenn sáu ekki til sólar og Jo Jo Chambers var sá eini sem lét að sér kveða. Munurinn varð fljótlega 40 stig, 41:81, og aðeins formsatriði að ljúka leiknum. Halldór Karlsson blómstraði í liði Keflvíkinga og skoraði 31 stig. Það var alltaf hægt að fínna hann und- ir körfunni, auk þess sem hann gerði laglega hluti upp á eigin spýt- ur. Gunnar Einarsson hitti vel og liðsheildin var góð. Torfi Jóhannsson skrifar Ótrúlegir yfirburðir KFÍ Isfirðingar höfðu ótrúlega yfir- burði þegar þeir tóku á móti Sauðkrækingum í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik á sunnudaginn. Gest- irnir virkuðu þreytt- ir og heimamenn gengu á lagið og sigruðu 89:67. Leikurinn var í járnum í byijun og jafnt var á öllum tölum fyrstu tíu mínútumar. Þá fóru ísfirðingar að mjakast framúr hægt og rólega og höfðu 43:29 yfir í hálfleik og lét ekki for- ystuna af hendi í síðari hálfleik og sigur þeirra var öruggur. Þegar flautað var til leiks mátti búast við ójöfnum leik ef dæma á út frá stöðunni í deildinni én annað kom á daginn því lið KFÍ kom vel stefnt til leiks en Sauðkrækingar virtust þreyttir. Jafnt var á með liðunum framan af en um miðjan fyrri hálfleik bættu ísfirðingamir aðeins við og náðu öruggri forystu 32:18 með þá Ólaf Ormsson og Marcos Salas í önd- vegi. KFÍ hélt þessum mun til loka fyrri hálfleiks, lék góða sókn og þétta vörn þar sem Friðrik Stefáns- son tók ein 18 fráköst, til gamans má geta að lið Tindastóls tók 19 fráköst í heildina. Menn héldu að Tindastólsmenn myndu koma af krafti til síðari hálfleik en ekkert gekk. ísfirðing- arnir misstu Ólaf Ormsson útaf með fimm villur þegar 7 mínútur voru eftir, og það virtist sem gestirnir vöknuðu við það og þeir náðu að minnka muninn niður í níu stig 76:67. Þá tóku heimamenn til við að leika mjög yfirvegað og nýta sér allan þann tíma sem þeir gátu og nánast svæfðu Tindastólsmenn. KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristján DANA Dlngle úr Keflavík sæklr hér að Þórsaranum Jo Jo Chambers í bikarkeppninni um helgina. Chicago tapaði fyrsta leiknum BANDARÍSKA NBA deildin í körfuknattleik hófst um helgina og bar þar helst til tíðinda að meistarar Chicago Bulls töpuðu í Boston fyrir Celtics en Larry Bird, fyrrum stjörnuleikmaður Boston, tapaði fyrsta leik sínum sem þjálfari. Bird fór með lið sitt, Indiana Pacers, til New Jersey og tapaði með tveimur stig- um. Hið unga lið Boston, sem Rick Pitino þjálfar, beitti hröðum sóknum og stífri pressuvörn gegn meisturunum. Það virtist ekki ætla að ganga allt of vel því Chicago hafði forystu lengi og mest 20 stig, en unglingarnir gáf- ust ekki upp og náðu að sigra 92:85. Antoine Walker gerði 31 stig fyrir Celtics í þessum fyrsta sigri liðsins á Chicago í 12 viðureign- um. Michael Jordan gerði 30 stig fyrir meistarana sem léku án Scottie Pippens. „Celtics lék mjög vel í síðari hálfleiknum og við réð- um ekkert við leikmenn liðsins. Þeir sýndu að þeir eru með heil- steypt lið sem er í góðri æfingu en við erum það greinilega ekki,“ sagði Phil Jackson þjálfari Bulls eftir tapið. Larry Bird var mjög sáttur við fyrri hálfleik sinna manna í New Jersey því Indiana Pacers hafði 13 stiga forystu en í þriðja leik- hluta hrundi allt og Nets sigraði 97:95. „Ég hefði viljað fara heim með sigur, en til þess verða leik- menn að leika í fjóra leikhluta, það er ekki nóg að spila vel í tveimur, sæmilega í einum og ekkert í þeim §órða,“ sagði Bird eftir leikinn. Rik Smiths, miðherji Pacers fékk vítaskot þegar 4/10 úr sek- úndu voru eftir. Hann misnotaði fyrra skotið og náði því ekki að jafna metin. Hann bætti þó fyrir það með góðum leik er liðið mætti Golden State í fyrsta heimaleikn- um, gerði 23 stig og tók 13 frá- köst. Þess má geta að Kerry Kitt- les og Keith Van Horn léku ekki með Nets en félagið valdi þá í háskólavalinu. Lakers átti ekki í teljandi vand- ræðum með meistara Vesturdeild- arinnar, Utah Jazz, og sigraði 104:87 á heimavelli. Þremenning- arnir Kobe Bryant (23 stig), Nick Van Exel (22) og Eddie Jones (18) gerðu 63 stig fyrir Lakers en Shandon Anderson var með 21 fyrir Jazz og Karl Malone 20, en liðið lék án Johns Stocktons sem verður frá í tvo mánuði vegna meiðsla. O’Neal lék ekki með La- kers þar sem hann meiddist lítil- lega fyrir leikinn þegar honum lenti saman við Greg Ostertag, sem hélt honum gjörsamlega niðri í úrslitakeppninni í fyrra. Tim Hardaway tryggði Miami Heat nauman sigur á liðinu með breytta nafnið, Washington Wiz- ards. Heat vann 109:108 eftir mikinn darraðardans á síðustu sekúndumum. Þegar 16 sekúndur voru eftir var Washington 106:104 yfir. Hardaway komst að endalínu og skoraði auk þess sem Rod Strickland braut á honum og kappinn skoraði einnig úr vítak- astinu og Heat komið 107:106 yfir. Strickland gerði tvö næstu stig en Hardaway hafði ekki sagt sitt síðasta og tryggði sigurinn með skori um leið og flautað var af. Nets vann Milwaukee 113:109 í framlengdum leik og hefur sigr- að í fyrstu tveimur leikjunum og hefur liðið ekki byijað svona vel í átta ár. Sam Cassell gerði 33 stig og hefur ekki skorað eins mikið í annan tíma. Grant Hill gerði 34 stig þegar Detroit Pistons vann sinn fyrsta sigur í Madison Square Garden í rúm fimm ár. Hill gerði 16 stig í fjórða leikhluta þegar Pistons náði að tryggja sér sigur á New York Knicks. „Mér tókst vel upp í teign- um í síðasta leikhlutanum," sagði Hill. Lindsey Hunter hrökk einnig í gang á þessum tíma og tryggði að Pistons tapaði ekki ellefta leiknum í röð fyrir Knicks, en Pist- ons vann síðast í Madison 7. apríl 1992. „Þetta var ánægjulegt því við höfðum ekki unnið hér í mörg ár. Við höfum ennfremur leikið mjög illa í þessu húsi, þar til núna,“ sagði Hill. ■ Úrslit / B4 Antwerpen í efsta sæti Antwerpen, lið Herberts Am- arsonar f belgísku 1. deild- inni, lagði um helgina lið Bruss- el með 14 stiga mun í mjög sveiflukenndum leik. Liðin voru jöfn fyrir leikinn en með sigrin- um skaust Antwerpen í efsta sætið ásamt Quaregnon, hvort lið hefur sigrað í 17 leikjum en tapað tveimur. „Við byijuðum mjög vel í leiknum og náðum strax 10 stiga forystu en um miðjan fyrri hálfleikinn hrökk allt í baklás hjá okkur og hinir voru 12 stig- um yfir í leikhléi,“ sagði Her- bert í samtali við Morgunblaðið. „Við skiptum yfir í svæðisvörn í fyrsta sinn í vetur í seinni hálfleik og það gekk mjög vel þannig að við náðum forystu og unnum með 14 stigum. Ég lék í einar 17 mínútur og var þokka- lega ánægður með frammistöð- una þó maður skori ekki neitt héma. Ég gerði þijú stig í leikn- um,“ sagði Herbert. { fyrri viku lék Antwerpen tvo leiki f Ghent, fyrst við AST Ghent f bikarkeppninni og þar vannst 90:84 sigur og gerði Herbert 5 stig. Liðið er þar með komið í átta liða úrslit og er leikið heima og að heiman í þeirri umferð og undanúrslitun- um. Næst var leikið við Brother Ghent í deildinni og aftur gerði Herbert 5 stig í 84:74 sigurleik. Odense úr leik í bikamum BK Odense, liðið sem Valur Ingimundarson þjálfar í Dan- mörku, féll í fyrri viku úr bikar- keppninni er liðið tapaði 79:78 í Kaupmannahöfn þar sem leikið var við Amager. Siðan tapaði liðið 94:72 í deildinni gegn Hors- ens en um helgina léku Valur og félagar á heimavelli við Stefnsgade og unnu 86:84.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.