Morgunblaðið - 09.11.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 B 5
starfandi heilsugæslulæknar í borg-
inni. Katrín Fjeldsted heim-
ilislæknir segir að einn af punktun-
um 21 lúti að því að auka fjölbreytni
í rekstri heilsugæslustöðvanna.
„Mér finnst að heimilislæknarnir
sjálfir geti tekið að sér rekstur
heilsugæslustöðva í ríkara mæli eins
og t.d. gert er í Lágmúlanum. Ég tel
ekkert náttúrulögmál að ríkið reki
slíka starfsemi.“
Sigurður Björnsson, formaðm-
Sérfræðingafélags íslenskra lækna,
telur að um óeðlilega þróun sé að
ræða. „Ég tel vert að íhuga hvort
rétt sé að ríkið reisi fleiri
heilsugæslustöðvar á höfuðborgar-
svæðinu, hvort sjálfstæður rekstur
ýti ekki undir faglega samkeppni og
sé hagkvæmari fyrir þjóðfélagið.“
Heimilislæknar hafa ætíð lagt
ríka áherslu á skil á læknabréfum
enda séu heildstæðar upplýsingar
um heilsufar sjúklings grunnurinn
að því að rétt sé brugðist við vand-
anum hverju sinni. „Læknum er
skylt samkvæmt siðareglum lækna
að senda upplýsingar til heim-
ilislæknis viðkomandi," segir Katrín
Fjeldsted. „En því miður hafa skilin
verið algjörlega óviðunandi eða að
meðaltali 25%.“
Guðmundur Björnsson, formaður
Læknafélags Islands, segir að
læknasamtökin hafi verið að beita
sér fyrir því að sérfræðingar skili
læknabréfum til heimilislækna.
„Tilmælum um að sérfræðingar skili
læknabréfum þegar við á hefur
verið beint til sérfræðinga."
Stefnir í skipbrot?
Af framansögðu er ljóst að allir ís-
lenskir læknar eru með lausa samn-
inga. í kjaraviðræðum er án efa
tekið á ýmsum skipulagsmálum.
Launaiiðinn ber hins vegar hæst
enda eru, eins og áður segir, allir
læknar sammála um að launin séu
alltof lág og ekki síst með samanb-
urði við launakjör lækna á hinum
Norðurlöndunum í huga.
Samanburðurinn verður æ
nærtækari því að læknar eru í rfkari
mæli farnir að líta svo á að
Norðurlöndin séu eitt atvinnusvæði.
íslenskir læknar eru raunar afar eft-
irsóttir á hinum Norðurlöndunum.
Fyrst og fremst er ástæðan að
Islendingarnir eiga auðvelt með að
tileinka sér tungumálið, koma úr
svipuðu þjóðfélagi og þykja duglegir.
I boði eru betri vinnuaðstæður og
talsvert hærri laun, ;sumir segja um
100%, heldur en á íslandi. Ekki er
því óeðlilegt að íslenskir læknar séu
spenntir fyrir atvinnutilboðum í
löndum á borð við Noreg þar sem
læknaskortur er töluverður. Svíar
og Bretar eru farnir að hafa áhyggj-
ur af iæknaskorti og á Islandi er
læknaskorti spáð í sífellt nálægari
framtíð.
Nú er jafnvel talið að bera fari á
læknaskorti innan 4-6 ára. Ein
ástæðan fyrir því er talin vera sú
staðreynd að ungir Iæknar fari í sér-
nám til annarra landa með öðru
hugarfari en áður, þ.e. með hugsan-
lega framtíðarbúsetu í huga. Heim-
urinn er sífellt að minnka og algengt
að ungir læknar hugsi sem svo að
betri launakjör gefi tækifæri til að
búa í útlöndum og njóta samt þess
besta á íslandi, t.d. með löngum
sumarfríum hér á iandi.
Fjöldi viðmælenda í hópi lækna
lýsti yfir áhyggjum sínum af af-
leiðingum lági’a launa lækna á heil-
brigðiskerfið allt. Helgi H. Helga-
son, formaður Félags ungra
lækna, er einn þeirra.
„Afleiðingarnai' felast m.a. í
því að ekki verður jafn eft-
irsóknarvert fyrir gott náms-
fólk að fara í læknanám og
hærra hlutfall ungra lækna
kýs eftir sémám að halda
áfram að búa erlendis." Annar
viðmælandi nefndi að
nýútskrifaður sérfræðingur
hefði sagt við sig að af 30
manna bekk úr Háskóla
íslands dytti 10 bestu náms-
mönnunum ekki í hug að
halda heim að loknu sérnámi.
Viðmælandinn sagði að ef
hlutfallið væri lýsandi stefndi
í skipbrot íslenska heilbrigðis-
kerfisins innan fárra ára.
Sameining í brennidepli /
Sigurður Björnsson hefur
lýst andstöðu við hugmyndir
um sameiningu sex sjúkrahúsa á
suðvesturhorninu og hann og fleiri
telja að um aukna miðstýringu sé að
ræða. Nær væri að efla heilbrigða
samkeppni sem nú ríkir þótt viss
verkaskipting sé mflli
sjúkrahúsanna á svæðinu. Skoðanir
eru þó nokkuð skiptar í málinu
meðal lækna á sjúkrahúsunum.
Kristján Erlendsson í heilbrigðis-
ráðuneytinu sagðist ekki sammála
því að um miðstýringaráráttu væri
að ræða. Ætlunin væri að láta
ákveðin svið verða sameiginleg,
öflugra háskólasjúkrahús myndi
teygja anga sína inn á öll
sjúkrahúsin sex. Ekki mætti gleyma
að með þjónustusamningum um
hjúkrunardeildir og á fleiri sviðum
væri jafnframt stefnt að því að
einkavæða rekstur og koma í veg
fyrir að nýtt bákn yi’ði tfl.
Spara mætti með sameiningunni
kostnað af yfirbyggingu auk þess
Meistarar
í gosþambi
og sæl-
gætisáti
VAXANDI áhersla á ábyrgð
hvers og eins á eigin heilsu í
tengslum við holla lifnaðarhætti á
ekki hvað síst við á sviði
tannlækninga. íslendingar hafa
því miður ekki tekið sérstaklega
ábyrga afstöðu gagnvart sætind-
um og innbyrða fáar þjóðir jafn-
mikið af sykri á mann. Hver
Islendingur neytir t.a.m. að
jafnaði 22 kg af sælgæti og
drekkur um 147 lítra af gos-
drykkjum á ári.
Ein afleiðingin er að erfiðlega
hefur gengið að fækka tann-
skemmdum hér á iandi. Ljós í
myrkrinu felst í því að meðaltal
tanna sem skemmst hafa í 12 ára
börnum hefur minnkað úr 8 tönn-
um árið 1982 í 1,5 tennur í fyrra.
Tíðnin í þessum aldursflokki er
því orðin svipuð og á hinum
Norðurlöndunum.
Islenska ríkið greiðir hins veg-
ar ekki jafnhátt hlutfall af
kostnaði við tannlækningar barna
og unglinga og hinar þjóðirnar.
Hér er greitt 75% af kostnaði við
tannlækningar 15 ára og yngri
og 50% fyrir tannlækningar 16
ára unglinga. Nú hefur verið
viðrað að leggja af
skólatannlækningakerfið og gefa
skólatannlæknum tækifæri til að
reka sjálfir stofurnar í skólunum.
Til samanburðar er allur
kostnaður við tannlækningar
barna og unglinga til 18 ára ald-
urs greiddur í Danmörku, til 19
ára aldurs í Finnlandi, 19 ára ald-
urs í Noregi og 20 í Svíþjóð.
Mikil áhersla er lögð á að tann-
hirðu sé sinnt og eru dæmi um að
í Noregi sé félagsráðgjafi sendur
á heimili þar sem vitað er til að
börn og unglingar hafi ekki farið
til tannlæknis. Ein ástæðan felst í
því hversu kostnaður vegna
viðgerða margfaldast ef ekki er
fyigst reglulega með tannheils-
unni.
sem þjónusta yrði skilvirkari. Eftir
sem áður yrði tryggt mikið
sjálfstæði á hverri stofnun á sumum
sviðum t.d. í heilsugæslunni. Tfl
greina kæmi að láta nægja að sam-
eina aðeins spítalana á höfuðborgar-
svæðinu í fyrsta áfanga.
Bent hefur verið á að verði af
sameiningunni geti orðið flókið að
ræða um að sveitarfélög annist sjálf
rekstur heilbrigðiskerfisins á sínu
svæði. Hvemig ætti þá að skipta
þessari stóru köku aftur milli
viðkomandi sveitarfélaga?
Góð þjónusta í faglegu tilliti
Staðan hefur lengst af verið held-
ur ójöfn í áróðursstríðinu sem öðru
hverju blossar upp þegar ríkisvaldið
boðar samdrátt.
Heilbrigðisstéttirnar hafa sér-
þekkinguna á starfinu og standa yf-
irleitt saman um meginkröfuna, næg
fjárframlög til að tryggja að hvergi
þurfi að draga verulega úr þjónustu.
Ríkið þybbast við en gefst oft upp
við að rökræða málin og beitir þá
flötum niðurskurði sem ekki getur
talist fagleg lausn á flóknum vanda.
Erlendis hafa verið gerðar tilraunir
til að nota svonefnda DRG-reikn-
inga, meta nákvæmlega hvað geti
talist eðlilegt verð íyrir hvert verk á
sjúkrahúsum. Eru ráðamenn að
fikra sig inn á svipaðar brautir í
samningum við lækna hér á landi og
bæta þannig samningsstöðu sína.
Yfirleitt er það keppikeflið á
Vesturlöndum að í heilbrigðis-
þjónustu sé tryggður jafn aðgangur,
stig þjónustunnar sé þjóðhagslega
hagkvæmt, kostnaðurinn sé ekki
meiri en ávinningurinn, stuðlað sé
að rekstrarhagkvæmni, tryggt sé
sem mest valfrelsi hjá sjúklingum
og liðsmenn heilbrigðisþjónustunn-
ar hafi sem mest faglegt sjálfstæði.
Líklega geta flestir verið sam-
mála um að heilbrigðisþjónusta sé
hér yfirleitt með besta móti í fag-
legu tilliti. Deilurnar standa fremur
um kostnaðinn og framtíðina, hvort
þjónustan muni versna eða verða
áfram viðunandi. Nær allir
viðmælendur blaðamanna virtust
hlynntir þvi að áfram verði haldið í
þá stefnu að þjónustan sé að mestu
greidd af almannafé. Olíkar skoðan-
ir eru hins vegar á fjölmörgum
skipulagsatriðum og ekld síst því
hve langt eigi að ganga í að
einkavæða reksturinn.
Útgjöld til heilbrlgðismála 1970-1996
% af vlf sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
ar verða fýrir skerðingum á
greiðslum þegar heildarþjónusta
þeirra fer yfir mörk sem ákveðin
eru í samningnum.
Ég er ekki tilbúin að gefa
verðskrá lækna frjálsa þannig að
þefl- geti krafist gi-eiðslu af
sjúklingum sem þeir einir
ákveða. Mín skoðun er að
sjúklingar séu í fæstum tilvikum
í stakk búnir til að beita ein-
hverskonar verð- eða gæðasam-
anburði á þjónustu lækna og
ekkí eigi að ætlast til slíks af
sjúklingum.
Ég tel að sú braut að lej'fa
frjálsa gjaldtöku sé útilokuð og
leiði heilbrigðisþjónustuna á
íslandi á villigötur sem endi þá
með svipuðum hætti og i Banda-
ríkjunum og Sviss þar sem jafn-
rétti til heilbrigðisþjónustu er
fyrir borð borið og kostnaður er
mestur í heiminum.
Ég tel einnig að sjúkratrygg-
ingarnar sem eru að greiða meginhluta af
lækniskostnaði og eiga í framtíðinni að gera
það, verði að hafa möguleika á að sjá fyrir um
útgjöld sin. Með einhverjum tækjum verða
stjórnvöld að eiga möguleika á að halda
útgjöldum sjúkratrygginga innan þeirra
marka sem ákveðin eru á hverjum tíma. Við
getum ekki sætt okkur við að ákveðnar stéttir
hafi algjört frelsi í hve mikið magn þjónustu er
veitt og ríkinu síðan sendur reikningur. Á
þessu er almennt skilningur meðal lækna og
unnið að því að finna leið sem báðir aðilar geta
sætt sig við.
Viðræður við læknasamtökin eru í fullum
gangi og fullur vilji hjá samninganefnd TR að
ná samningum við lækna. Ég styð þá í þeirri
vinnu og vonast til að árangur hennai’ líti
dagsins ljós sem fyrst.“
Brotið á almenningi
i kjaradeilum
Er ekki verið að brjótx rétt á almenningi
sem het'ur greitt sín gjald til heil-
brigðisþjónustnnnar en þarf nú nð borga fullt
verd hjá mörgum sérfræðingum?
„Kjaradeilur vaida alltaf mikhun vanda og
]iað er staðreynd að meðan þær standa er
alltaf brotið á almenningi, það liggur í eðli
kjaradeilna. Almenningur líður með einhverj-
um hætti fyrir allar kjaradeilur. t>essi deila er
engin undantekning frá því. Það ber sem betur
fer að benda á þjónustu heilsugæslunnar og
sjúkrahúsanna þannig að öll bráðatilvik em
leyst og ílestri þjónustu er sinnt. Þannig er
sjúklingum veitt úrlausn sinna mála eftir því
sem kostur er.“
Launamál lækna
Hefur rOdsstjómin mótuð ákveðna stefnu í
kmnnmálum heilbrigðisstéttanna og hvernig
verður brugðist við læknaskorti sem gæti
orðið staðreynd eftir nokkur ár vegna betrí
kjara sem bjóðast erlendis?
„Kjarasamningar hafa náðst við flestar heil-
brigðisstéttir. Staðan núna er sú að kjaramál
allra lækna eru í vinnslu, á mismunandi stigi. í
samningi ríkisins við heilsugæslulækna fyrir
ári vai’ samið um að kjaranefnd úrskurðaði um
laun þeirra frá síðustu áramótum.
Sá úrskurður er enn ekki fallinn
og brýnt að niðurstaða liggi fyrir
sem týrst.
Samningamál sérfræðinga a-u í
fullum gangi bæði innan og utan
sjúkrahúsa. Hið sama má segja
um unglækna en þar snýst málið
ekki síður um skipulag vinnu sem
sjúkrahúsin eru að breyta tfl :
nútímalegra horfs. Þannig má
segja að launamál heilbrigðis-
stétta séu almennt í sama farvegi
og launamál annaiæa starfstétta í
þjóðfélaginu. Munurinn er sá að
heilbrigðisstéttir gegna einum
veigamestu og mikilvægustu störf-
unum í þjóðfélaginu. Því eru áhrif
kjaradeilna þessara stétta alvar-
legri og áþreifanlegri en almennt
gerist.
Varðandi heilsugæslulækna
hafa ákveðnar staðaruppbætur
verið viðurkenndar í þeim
héruðum þar sem erfiðast er að
sinna þessari þjónustu, fjarlægðir miklar,
samgöngur erílðai- og fámenni. Samkvæmt
hinu nýja fyrirkomulagi verður það hlutverk
kjaranefndar að finna lausn á þeim vanda en
áfram er unnið að því að auka faglegt sam-
starf og stækka þjónustusvæði þar sem það á
við.
Lyfjaneysla
hefur aukist
Hver er reynslan af frelsi í lyfsölu?
„Reynslan af frelsi í lyfsölu er bæði vond og
góð. Hún er góð að því leyti að aukin sam-
keppni hefur leitt til þess að sjúklingar hafa
átt kost á tilboðum sem í mörgum tilvikum
lækka lyfjakostnað þeirra verulega. Þá hafa
sjtiklingar í einhverjum tilvikum fengið aukna
þjónustu sem er af hinu góða. Hins vegar
sjást þess merki að lyfjaneysla hafi aukist
nokkuð við Jiessa breytingu en fylgst er með
])ví hvort um sé að ræða varanlega breytingu
og gi-eina ástæður þess.
Þá er það vissulega galli að þetta frelsi hef-
ur ekki orðið virkt um allt land eins og ég
óttaðist fyrirfram. Þannig gilda ekki sömu
lögmál á Reykjavíkursvæðinu og úti á lands-
byggðinni. Það er vissulega siæmt því aðall
góðrar heilbrigðisþjónustu er að hún á að sjá
jafnt um sína skjólstæðinga hvar sem þeir búa
á landinu og ekki er eðlilegt að verulegur
verðmunur sé á þjónustunni eftir því hvar hún
er veitt.“
Unnið að heildar-
forgangsröðun
Deilt er um margt í skipulagi ogrekstri heil-
brigðisþjónustunnar, stefnumótun skortir í
sambandi við forgangsröðun sem margir
benda á að sé nú staðreynd en ákvarðanir
ávallt teknar af einstaklingum vegna þess að
ráðamenn þora ekki að taka afskarið um
vinnureglur. Hver er brýnasti vandinn sem
takast þarfá við núna íheilbrigðiskerfinu?
„Forgangsröðun hefur alltaf átt sér stað í
heilbrigðiskerfinu. Það er hins vegar nýmæli
að nú er verið að vinna að heildarfor-
gangsröðun i kerfinu til viðbótar þeirri faglegu
forgangsröðun sem fagmenn hala alltaf orðið
og munu alltaf verða að taka ákvörðun um.
Sem betur fer er ekki hægt að mæla allt eftir
hlutlægum mælikvörðum og okkar vel
menntaða og færa heilbrigðisstarfsfólk veit að
forgangsröðun er og verður alltaf hluti af dag-
legum störfum þess.
Brýnasta verkefnið í dag er að betri sam-
staða náist um stefnuna í heilbrigðismálum.
Að því hef ég unnið frá því ég tók við embætti
og tel að nokkuð liafi áunnist. Ég hef beitt mér
fyrir markvissum vinnubrögðum, svo sem í
mótun forgangsröðunar, endurskoðun heil-
brigðisáætlunar, uppbyggingu heilsugæslunn-
ar í samráði við heilsugæslulækna, endur-
skipulagningu sjúkrahúsþjónustu á höfuðborg-
arsvæðinu, eflingu stofnana á landsbyggðinni,
stefnu í gæðamálum, upplýsingamálum og
fjarlækningum, svo eitthvað sé nefnt. Ég tel
|)essa vinnu vera grundvöll þess að sátt náist
meðal almennings, fagfólks og stjórnmála-
manna um þær áherslur sein lagðar hafa verið
í þessum mikilvæga málaflokki.
Stefnan hefur verið mótuð og er skýr en er
eðli málsins samkvæmt sífellt í þróun og end-
urskoðun í takt við breytta tima.“