Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 6
6 B SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ FJÖLÞJÓÐLEGT starfslið vinnur að verkefnum Atl- anta í Austurlöndum nær. Hópur flugliða frá Túnis hefur til dæmis tekið þátt í pfla- grímafluginu um árabil auk Ind- verja, Pakistana og ýmissa ann- arra. Margir þessara starfsmanna eiga fjölskyldur í heimalandinu en búa í Rósabæ, Islendinganýlend- unni í Jeddah, á meðan vertíð stendur yfir. Fæstir þessara er- lendu starfsmanna hafa komið til Islands Jþó þorri þeirra sýni því áhuga. I gegnum starfið fá þeir sam’. sem áður nasasjón af íslensk- um hugsanahætti og þannig er sambræðingur sjónarmiða viðvar- andi milli áhafnarmeðlima af ólík- um uppruna. Manneskjan sjálf skiptir máli Regla flugfélagsins er sú að í hverri ferð sé a.m.k. einn flugliði af þrettán sem talar arabísku eða annað tungumál sem gagnast kann í samskiptum við farþega. Sá les til- kynningar um öryggisatriði á máli innfæddra, túlkar óskir farþega og greiðir úr hvers kyns misskilningi sem kanna að koma upp. Einn hinna arabískmælandi flug- liða er Brahim Boutarhroucht. Hann sker sig úr hópi starfsbræðra sinna af erlendum uppruna af því leyti að hann á lögheimili í Reykja- vík. Brahim er kvæntur íslenskri konu og er því einn fárra erlendra flugliða sem þekkir Island af eigin raun. Brahim hefur ákveðnar skoð- anir á þjóðrembu og þvingunum fólks af mismunandi menningar- svæðum. Tónninn er gefinn þegar hann ræðir um eigin uppruna. „Ég er fæddur í Marokkó og er því fæddur múslimi. Ég vil samt ekki vera flpkkaður í hólf eða með hópi fólks. Ég tilheyri öllum heim- inum eins og allir aðrir. Uppruni fólks skiptir ekki máli, né litarhátt- ur eða trú, heldur manneskjan sjálf sem einstaklingur," segir Brahim á skýrri ensku sem hann talar auk reiprennandi frönsku, arabísku og stöku setninga á íslensku. Móður- mál hans er hins vegar berbíska sem talað er í norðanverðri Afríku. Hann hefur lokið B.A. prófi í enskum bókmenntum og hefur próf í ferðafræði og mannfræði. Hvort sem það er vegna mannfræði- menntunarinnar neistar mál Bra- hims af óhlutdrægni í umfjöllun og óslökkvandi löngun til skilnings milli manna. „Á Vesturlöndum hafa margir einhæfa hugmynd um múslima í heiminum. Ég hef heyrt að þegar krakkarnir koma úr fluginu í Sádi- Arabíu séu beir gjarnan spurðir „BRIFING í NEFINU“ Af undarlegum orða- forða í bransanum Brosmildi telst til þýð- ingamikilla boðskipta, segir Sigurbjörg Þrast- ardóttir í síðustu grein sinni af þremur um „þotulið“ í Sádi-Arabíu. Hún ræðir um fordóma við erlendan flugliða, kynnir Arabíu-Lárens en kann ekki að lýsa arabískum aftökum af eigin reynslu því konur fá ekki aðgang. ÞAÐ er ekki á hvers manns færi að taka þátt í samræðum tluglið- anna niðri í Sádi-Arabfu, sér í lagi ef umræðuefnið er starfíð. Það er alkunna að innan starfsstétta mótast gjarnan sérhæfður orða- forði svo sem dæmi eru um á sjúkrahúsum, f bönkum o.s.frv. Fluggeirinn á ekki síður sértækt fagmál en þar með er ekki öll sagan sögð. Meðal starfsliðs Atl- anta í Jeddah hefur nefnilega þró- ast undarlegt tilbrigði við þetta fagmál sem dregur dám af stað- háttum og alþjóðleika í senn. Ut- koman er enskuskotið tæknimál, íslenskað að mestu með arabísku kryddi og einkahúmor í bland. Svo hljómar brot úr frásögn flugfreyju: „Ég var á skedda í gær fyrir hatsaflug til Istanbúl og ferry til baka. Ops sagði ekkert Leióver en svo sprakk í taxeringu þannig að við fengum fimm tíma á grándinu. Tvisturinn kovveraði stöðina mína meðan ég fór inn í terminal og í staðinn fyllti ég á dræstorið fyrir hann og sekjúraði bæði gal- leyin. Við náðum að fjúela á nótæm og svo hélt pörserinn bríf- ingu í nefinu fyrir teikoff." I lauslegri þýðingu: „Nafnið mitt var í gær á áætlun fyrir pílagrímaflug til Istanbúl og tóma vél tii baka. Verkefnisskrif- stofan sagði að við myndum ekki gista þar en svo gáfu sig hjólbarð- ar meðan vélin ók eftir flugbraut- inni. Við biðum í flmm klukku- stundir á flugstæði. Flugliði núm- er tvö hafði auga með vinnustöð- inni minni meðan ég fór inn í flugstöð og í staðinn raðaði ég kaffi, sykri og tepokum fyrir hann. Einnig festi ég lausa muni í báðum eldhúsum. Eldsneytistakan tók stuttan tíma og áður en farið var í loftið hélt fyrsta freyja stutt- an fyrirlestur í fremsta farrými breiðþotunnar. hvort það hafi ekki verið ómögulegt að eiga við „þennan þarna araba- múg“ eins og um sé að ræða eins- leitan hóp. Múslimar eru jafn mis- jafnir og þeir eru margir, rétt eins og innan annarra trúarhópa. Við- horf manna á Islandi breytist von- andi eftir því sem fjölbreyttar reynslusögur íslensku flugliðanna í Arabíu skila sér til ættingjanna heima,“ segir Brahim bjartsýnn. Islam snýst um virðingu Hann bendir á að viðhorfið mót- ist ekki síst af þeirri mynd sem dregin er upp af múslimum í vest- rænum fjölmiðlum og dægurmenn- ingu. „Það er ekki einleikið að í kvik- myndum eru múslimar vondu karl- arnir, í fréttum eru þeir hryðju- verkamenn og í bókum eru þeir mannræningjar. Þessi ímynd er sorglega neikvæð en það er ekki eingöngu við fjölmiðla að sakast,“ BRAHIM Boutarhroucht, einn hinna arabfskmælandi flugliða hjá Atlanta, ásamt Jónínu Snorradóttur. viðurkennir Brahim. „Kannski ligg- ur vandinn hjá múslimum sjálfum. Þeir eru ekki nógu duglegir við að sýna góðu hliðarnar og mynda mót- vægi við svörtu sauðina sem eru illu heilli mest áberandi í umræðunni. Múslimar þurfa að kynna betur lífs- skoðanir sínar, ekki með predikun, heldur heiðarlegum skýringum og góðu fordæmi." Brahim leggur áherslu á marg- breytilega fólks innan vébanda islam. „Ég hitti til dæmis nokkra Kú- veitbúa í flugi um daginn. Þegar beir hevrðu að ég byggi á Islandi töldu þeir ótvírætt hlutverk mitt að breiða út islamtrú meðal Islend- inga. Það væri mín köllun í lífinu. Ég svaraði því til að mín eina köll- un i augnablikinu væri að sjá til þess að þeir lentu áfallalaust á næsta flugvelli og bað þá að spenna beltin," rifjar Brahim upp og bros- ir. Hann verður þó strax alvarlegur á ný og bætir við. „Sjáðu til, mitt hlutverk er ekki að þröngva trú minni eða menningu upp á aðra. Ég bý á Islandi og ég verð því að aðlaga mig að siðum, lögum og menningu Islendinga en ekki öfugt. Trú er einkamál sem fólk verður að eiga í íriði. Það er líka rangt að nota trúboð sem afsök- un íyrir yfirgangi eða illvirkjum. Islam segir ekki að lífláta skuli menn vegna trúarskoðana en það er samt gert eins og við sjáum til dæmis í Alsír. Megininntak islam er virðing og umburðarlyndi, rétt eins og í kristinni trá. Sannur múslimi er sá sem ber virðingu fyrir sinni trú og öðrum trúarbrögðum.“ Að bijóta ísinn í framhaldinu berst talið að Bra- him sjálfum og hvernig honum hef- ur tekist að aðlagast á Islandi. YS og þys á götum úti. „ÉG TILHEYRI ÖLLUM HEIMINUM“ Brahim Boutarhroucht segir íslendinga bestu skinn bakvið ísinn i í 1 I í I t f í I í I i i í 1 t i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.