Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 B 7 ÍSÝRLAND LÍBANON/J IRAK Dhahrar • Medina c ieddah \ o* í 0\*Mekka IIBOUTI SOMALIA Á leið í flug. AFTÖKUR Á Steinöld mætir stálöld í Sádi-Arabíu ÞVÍ verður ekki á móti mælt að daglegt líf í Sádi- Arabíu snýst um möndul trúarinnar. Guð er alltum- lykjandi og viðkvæði manna við flest tækifæri er „in sha Al)ah“ sem þýðir „ef Guð lofar!. Þótt nútíminn banki æ fastar á dyrnar er islam hinn eilífi sannleikur og trúariðkun- in minnkar hreint ekki þó verslun og viðskipti blómstri. PRÚÐBÚNIR farþegar. atvinnulífsins því innfæddum er ljóst að olían mun ekki endast að ei- lífu. Erlent fjármagn streymir auk þess í æ ríkara mæli inn í landið og alræmd einangrun konungdæmisins er á undanhaldi. Guðlast og glæpir Sádi-Arabía er islamskt einveldi þar sem konungurinn er í senn for- sætisráðherra og trúarleiðtogi. Hann er vemdari Moskunnar helgu í Mekka og sameiningartákn þjóð- arinnar. Myndir af konunginum prýða alla peningaseðla en Fahd konungur er fimmti leiðtogi ríkisins af ætt Sáda síðan konungdæmið var stofnað í núverandi mynd. Stjórn- málaflokkar eru óþekkt stærð í Sádi-Arabíu en konungur hefur sér til ráðgjafar Kóraninn, sérhæfða trúarbragðafræðinga og ýmsa með- limi konungsfjölskyldunnar. Nýver- ið hefur hann aukið samskipti við sérfræðinga sem veita faglega ráð- gjöf í ýmsum málum. í meginatrið- um skulu þegnarnir þó fylgja eins- konar trúarlegri stjórnarskrá sem nefnist Sharia. Um er að ræða regl- ur um trú og siðferðislega hegðun en út frá þeim eru lögbrot metin. Fréttir íslenskra fjölmiðla frá Sádi-Arabíu hafa undanfarið snúist um réttarkerfi ríkisins sem víkur um margt frá þeim viðmiðum sem við þekkjum. Þar eystra eru hendur sneiddar af þjófum, sakamenn þola vandarhögg og dauðarefsingum er beitt fyrir þyngstu brotin; mann- dráp, hórdóm og meðferð fíkniefna. Dómum er framfylgt á opnum torg- um og vekur sú tilhugsun óhugnað í hugum margra sem álíta slíkt villi- mannlegar aðferðir. Það er staðreynd að aftökur fara fram á almannafæri en þó fá ekki allir fylgjast með þeim. Konur fá til dæmis ekki aðgang en þær eru engu að síður dæmdar til refsinga eins og karlpeningurinn. Þeir sem ætla sér á annað borð að fylgjast með húð- strýkingu eða aftöku verða hinsveg- ar að hafa sterkar taugar því þeir mega ekki yfírgefa svæðið eftir að athöfnin hefst. Sá sem er mættur verður að halda út „sýninguna“. Sinn er siður ... Haft hefur verið á orði að þarna mæti steinöld stálöld og er nokkuð til í því. Það sem einkennir einmitt þjóðfélagið í Sádi-Arabíu er sambúð gamalla gilda og nútímaþæginda. Olían hefur fært eyðimerkurbúun- um skjótan gróða og stálsleginn við- skiptaheimur hefur risið hröðum skrefum. Tískuverslanir, erlend vörumerki, alþjóðlegar veitinga- keðjur, bílasölur, lúxushótel - allt setur þetta svip á samfélagið sem að öðru leyti fylgir fornu mynstri. Ymsir samskiptasiðir eru sérstakir, hvernig karlmenn kyssast þegar þeir hittast, hvernig konur skulu að klæðast, hvernig haga ber te- drykkju í heimahúsum o.s.frv. Það er ekki auðvelt að kynnast Sádum og beinlínis bannað undir vissum kringumstæðum að gefa sig að þeim. Þetta á til dæmis við á bænatímum og þegar konur mæta innfæddum karlmönnum á fómum vegi. Þó ytra borð samfélagsins ger- ist nú æ vestrænna eru siðir Sáda ólíkir okkar eigin og því nauðsynlegt að kunna skil á þeim áður en lagt er upp. Nafntoguð gestrisni Sáda er því einungis goðsögn í huga Islend- inga sem helst kynnast öðrum út- lendingum í landinu. Tungumálaörð- ugleikar eiga líka sök á ástandinu, en slíkt má bæta nenni menn að leggja sig fram. Því oftar sem fól- bleikur Frónbúi stynur upp orði á arabísku, því oftar er brosað til hans og bros eru þýðingamikil boðskipti. Átta milljónir ohutunna ■ STUND milli stríða. Kafað í Kyrrahafinu nálægt Jeddah. ISRAEL LAND SUDAN INDLANDS- HAF Hann segist alls staðar hafa mætt alúð og ber íslendingum vel sög- una. Fyrstu kynni hans af Islendingum voru í Marrokkó þegar hann tók á móti þeim sem ferðamönnum. Hann starfaði þar sem leið- sögumaður í heimabæ sínum Agadir. „Mín fyrstu kynni voru ósköp lík því sem ég heyri erlendu flug- liðanna tala um. Þeim finnst íslenska starfs- fólkið svolítið lokað. Ég hef útskýrt fyrir þeim að það tekur tíma að kynnast íslendingum. En eftir að ísinn er brotinn koma í ljós þessir fínu karakterar og Islendingar eru ein- hverjir bestu vinir sem hægt er að eignast. Ég get vottað það,“ undir- strikar Brahim. „Samskipti eru nauðsynleg til að efla skilning milli ólíki’a menningarheima og því er um að gera að nálgast hið óþekkta, jafnt ókunnar persónur sem staði.“ Hann bendir á að ferðalög snúist ekki eingöngu um að taka sniðugar myndir í fjölskyldualbúmið, heldur gefi þau færi á að kynnast ólíkum siðum og menningu af eigin raun. „Ferðalög víkka sjóndeildar- hringinn. Landslag getur þú allt eins séð í sjónvarpinu en hug- myndaheimi fólks kynnist þú ekki nema tala við fólkið í landinu. Þetta held ég að íslensku ungmennin í fluginu í Sádi-Arabíu uppgötvi í gegnum samskipti sín við farþeg- ana og það er mikilvæg menntun." Ég tilheyri öllum heiminum eins og allir aðrir. Uppruni fólks skiptir ekki máli, né litarháttur eða trú, heldur manneskjan sjálf sem einstaklingur. Sádi-Arabía er konungdæmi og eina landið í heiminum sem heitir eftir valdhöfunum. Saga landsvæð- isins er stórbrotin, nær þúsundir ára aftur í tímann og tengist menn- ingarsögu Vesturlanda órofa bönd- um. Ymsar uppfínningar múslima náðu fótfestu í öðrum álfum og þeir fluttu út þjóðlegan varning eins og krydd, gull, reykelsi og myrru. Heilög stríð eru ekki nýjung inn- an islamstrúar og setja þau svip sinn á sögu Arabíu. Langvinnum þjóðflokkaátökum á Arabíuskaganum lauk í byrjun líðandi aldar með því að ætt Sáda sameinaði sex héruð undir nafninu Sádi- Arabía. I fyrri heims- styrjöldinni kom þar við sögu sá frægi Arabíu- Lárens en hann var Englendingur og að- stoðaði araba við að losa vesturhluta landsins undan yfírráðum Tyi’kja. í dag telst ríkið eign Fahds konungs en það nær yfir fjóra fímmtu hluta Arabíuskagans milli Rauðahafsins og Persaflóa. Landkostir láta ekki mikið yfir sér, ræktað land er aðeins um eitt pró- sent en afgangurinn er eyðimörk þar sem úrkoma er útópískur draumur. Engin á rennur allt árið um kring og þarf Vatnsveita ríkis- ins því að leita vatns í iðrum jarðar. Annar fljótandi fjársjóður er hinsvegar samofínn nafni Sádi- Arabíu. Það er olían sem spratt upp í hendurnar á jarðfræðingum í kringum 1940. Síðan þá hafa Sádar rakað saman gulli og eru nú svo vel stæðir að fjölmargir þegnanna lifa á sínum hlut ríkidæmisins án þess að gera handtak. Olíuframleiðslan nemur um átta milljónum tunna á dag og er ríkið stærsti olíuútflytj- andi heims. Gróðinn veldur hraðri uppbyggingu á ýmsum sviðum og markaðurinn þenst út. Leynt og ljóst er þó reynt að fjölga stoðum ALMANNAFÆRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.