Morgunblaðið - 09.11.1997, Qupperneq 11
10 B SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 B 11
BÓNORÐ
OG SVÍN
Á FÆTI
✓
Ævintýralöngunin dró nokkra unga Is-
lendinga til Afríku fyrir skömmu, þar sem
þeir óku í mánuð um Kenýa, Uganda og
Tanzaníu. Asdís Asgeirsdóttir ljós-
myndari var með
augun opin í ferð-
inni og í fyrri
grein var gluggað í
dagbók hennar og
fræðst um dýralíf
landanna. Að þessu sinni upplýsir dagbók-
in ýmislegt um uppákomur eins og óvænt
bónorð, innkaupaferðir og grísaveislu.
UGANDISKUR drengur nieð vatnsbrúsa en leið þorpsbúa að vatnsbúlum er oft löng.
LITLIR snáðar í Bukoba í Tanzaníu. Alls staðar eru grænir bananaklasar.
MASAI piltur í Tanzaníu. Hávaxið fólkið í þessum þjóðflokki klæðist ávallt rauðu.
VIÐ skóla í tiganda flykktust forvitin böruin að
jeppanum og vildu skoða ferðalangana.
VERSLUNARGATA í Tanzaníu: skúraþyrping þar sem
vöruúrvalið var af ny'ög skornum skammti.
EIN af dæmigerðum afrískum máltíðum ljósmyndarans:
fuglsvængur, hrísgrjón og kók.
FERÐAFÉLAGARNIR, sem voru auk Ásdís-
ar þau Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, Svanur
Þorsteinsson og Reynir Harðarson, lögðu upp í
fjögurra vikna ökuferðina frá Nairóbí í Kenýa.
Eftir að hafa átt rólegar stundir við Naiwasha
vatnið var farangrinum raðað í leigðan jeppa
og ekið af stað. Eftirvæntingin var mikil og
ævintýranna beðið með óþreyju. Kisumu var
fyrsti áfangastaðurinn.
Kisumu í Kenýa, 20. júlí 1997
Ég vaknaði fyrir klukkan sjö í morgun og
skreið út úr tjaldinu. Fiskimennirnir voru við
veiðar úti á Viktoríuvatni og kyrrðin var yndis-
leg. En þegar ég opnaði bílinn til að ná í tann-
burstann sá ég hvergi bakpokann minn.
Krakkarnir voru fljótir að spretta út úr tjöld-
unum þegar ég sagði þeim að pokinn minn
væri alls ekki í bflnum. Þar voru bara tveir
bakpokar en við fjögur... Okkur þótti þetta í
meira lagi dularfullt, þar sem tjaldsvæðið var
girt af, vörður á vappi alla nóttina og bíllinn al-
veg við tjöldin okkar.
En þá var að piga við kenýsku lögregluna og
útbúa skýrslu. Á lögreglustöðinni í Kisumu var
okkur vísað á „crime department". Fyrst geng-
um við framhjá hrúgu af skóm, mörg hundruð
pörum, síðan út í port og þaðan inn á glæpa-
deildina. Þetta var dimmt og drungalegt her-
bergi; einn verulega skítugur sófi mínus sess-
ur, eitt borð, dýnum og drasli hafði verið stafl-
að upp við vegg og hlandlyktina lagði inn um
gluggann. Auk fimm fanga sem biðu eftir að
verða yfírheyrðir var þar gaggandi hæna á
vappi en haninn gól einhvers staðar i fjarska.
Fyrir utan opnar dyr sátu hátt í fimmtíu fang-
ar og hlustuðu á yfirvaldið garga
Þarna sátum við Reynir í þrjá tíma við
skýrslugerð og fylgdumst með því sem fram
fór, en allur aðbúnaður á lögreglustöðinni var
með ólíkindum og fangar slegnir utan undir
beint fyrir framan nefið á okkur. Ég komst svo
að því að fangar fá ekki að vera í skóm og var
það skýringin á skóhrúgunni.
Eftir vandræðaganginn íKisumu héldu
ferðalangarnir rakleiðis að landamærunum og
inn í Uganda. Tjölduðu nærri upptökum Nílar,
þar sem náttúrufegurð er mikil, og hvít-
fyssandi fljótið leggur æðandi af stað í langa
ferð sína til hafs.
Nálægt Jinja í tiganda, 23. jiilí.
í gær fórum við Habba og Reynir á gúmmí-
tuðrum niður Nfl. Þetta var alveg meiriháttar
dagur; glampandi sól og yndislega fallegt og
spennandi þegar báturinn hoppaði og skoppaði
og maður hélt sér dauðahaldi í og vatnið gusað-
ist yfír okkur og bátum hvolfdi og fólk hentist
út í vatnið. I fyrstu flúðunum hurfu fararstjór-
inn og Reynir en þeim skaut aftur upp.
I hádeginu var áð á lítilli eyju þar sem við
fengum dýrindis hádegismat og ég var æst í að
halda áfram en Habba vildi helst fara heim í
tjald, hún var hálftitrandi og skemmti sér ekki
vel. En við Reynir, spennufíklamir tveir, vor-
um mest spæld þegar sökum vatnavaxta var
hætt við að fara niður nokkuð sem flestir
myndu kalla foss. Bátamir þrír vom svo
dregnir á land 22 km frá upphafspunkti og þar
beið okkar rúta, ískaldir bjórar og skari af
börnum.
Rútan keyrði okkur til Kampala, þar sem
flestir bátsmenn fóru út við Sheraton og önnur
fín hótel og við horfðum löngunaraugum á eftir
fólkinu þar sem það gekk inn í glansandi and-
dyrin á leið í almennilegt bað. En við ævintýra-
fólkið hertum upp hugann og hoppuðum út hjá
tjaldstæðinu þar sem Svanur og Borgar bróðir
hans biðu okkar.
í gærkvöldi fengum við svo far hjá Breta
einum á pallbfl og sátum við aftan á að hætti
innfæddra og brunuðum í bæinn á skemmti-
stað. Þessi staður var undir berum himni og
úgandísk hljómsveit spilaði alveg frábæra tón-
list og við dönsuðum villt og galið við heima-
menn, en þrátt fyrir margar og heiðarlegar til-
raunir náði ég engri færni í mjaðmahreyfing-
um þein-a Úgandabúa. Á dansgólfinu fékk ég
bónorð númer tvö í ferðinni. Ungur maður vildi
endilega giftast mér og þegar ég reyndi að
segja honum að ég gæti ómögulega gifst hon-
um því við þekktumst ekkert, þá sagði hann að
það væri ekkert mál, við gætum bara hist í dag
og kynnst!
Ekkert varð úr stefnumóti því ferðalang-
arnir yfirgáfu Kampala og óku inn á fáfarnari
slóðir - inn í frumskóga Úganda. Farið var
um skógivaxin fjallahéruð þar sem íbúarnir
stunda bananarækt og búa í litlum þorpum.
Bwindi í tíganda, 25. júlí
í nótt byrjaði að rigna og þvílík rigning!
Vatnið flæddi út um allt og þetta stóð í marga
klukkutíma, ekki hægt að sofa fyrir látunum.
En það var ævintýralegt að liggja í tjaldi í
frumskógi og hlusta á þrumur og sjá fjöllin lýs-
ast upp af eldingum. Svo fengu fötin á snúrun-
um auka skol...
Við fórum í morgun að kaupa svín - það
verður nefnilega veisla í kvöld! Við þurftum
að keyra svolítinn spotta og ganga svo gegn-
um þéttan skóg af bananatrjám til að hitta
svínaeigandann. Á meðan strákarnir „díluðu“
um verðið, fylgdist ég með konunni og krökk-
unum sem horfðu stórum augum á okkur.
Þarna voru smákrakkar með enn minni börn á
bakinu og hor í nös. Þegar strákarnir og
bóndinn voru orðnir sáttir, var svínið teymt í
bandi sömu leið og við komum gegnum ban-
anaskóginn að jeppanum. Aumingja svínið
hefur haldið að það væri bara í göngutúr í
góða veðrinu ... Þegar við komum að bílnum
vildu strákarnir binda svínið á toppnum, en ég
tók það sko ekki í mál! Þeir fengju ekki að
keyra 10 kílómetra eftir holóttum veginum
með svínið hrínandi á toppnum, nei, síðasta
ferð svínsins og ef til vill fyrsta bílferð þess,
skyldi verða aðeins skárri en það og endaði
svínið því afturí...
Nú er svínið dautt og er að giállast í heilu
lagi á stórum teini. Svanur stendur sveittur og
snýi’ því á meðan við hin liggjum í sólbaði. Ég
gat ekki horft á þegar strákarnir slátruðu svín-
inu, það hrein nóg þegar þeir tróðu því inn í
bílinn - og auðvitað gerði það stykkin sín á
gólfið...
Bwindi, 26. júlí
Svínið bragðaðist alveg stórvel í gærkvöldi
og við sátum lengi frameftir við varðeld: fjórir
Islendlíígar, Bretar, Ástralíubúar og Kana-
dagæi og skiptumst á sögum og mikið hlegið.
En í morgun keyrðum við hér um fjöllin,
stoppuðum á markaði til að kaupa egg og
grænmeti en úrvalið er lítið. Við stoppuðum
hjá skóla og börnin þyrptust í kringum okkur.
Börnin hér eru yndisleg og hrópa öll „há arr
jú!“ og veifa þegar við keyrum framhjá. Við fíl-
um okkur eins og kóngafólk, veifandi svona sí-
fellt út um gluggana!
Krakkarnir hjá skólanum fengu að kíkja í
gegnum myndavélina mína og fannst mikið til
um. En ég var í vandræðum þvi auðvitað vildu
þau öll kíkja, en þau voru líklega um hundrað
talsins! Svo laumuðust þau hugrökkustu til að
snerta hörund eða hár okkar hvítingjanna ...
sum eru reyndar skíthrædd við okkur og
hlaupa í felur, ekki víst að mörg þeirra hafi
komið oft í návígi við hvíta menn, eða masungu
eins og við köllumst hér í Afríku ...
Ferðalangarnir yfírgáfu Úganda með sökn-
uði, þetta fallega land og vinalega íbúana. En
ný ævintýri biðu handan við landamærin.
Bukoba í Tanzaníu, 28. júlí
Ætlunin var að eyða hér einum sólarhring
og sigla svo yfir Viktoríuvatn. Mættum tíman-
lega í skipið en þá var búið að fresta sigling-
unni um sólarhring, okkur ekki til mikillar
gleði því Bukoba er frekar mikið „skitapleis"
og ekkert um að vera. Hér sem annars staðar
á leið okkar er allt fullt af litlum búllum eða
skúrum þar sem matvörur eru seldar. Skúr-
unum er klambrað saman úr spýtum og báru-
járni og mjög takmarkað hvað fæst í þeim. í
einum er kannski hægt að fá brauð, í næsta
kjöt og klósettpappír í þeim þriðja. Það tók
okkur óratíma að versla, gengum úr skúr í
skúr til að fá það sem vantaði... hér er sko
ekkert Hagkaup! Og úrvalið er lítið, enginn
dósamatur, enginn djús, enginn ostur eða
álegg. Það tók mig tuttugu skúra að finna
pasta! Þó er alls staðar hægt að fá kók. Á
veitingahúsum hefur verið algengast að panta
grænmeti og geitakjöt, en geit og franskar
eru vinsælar hjá Höbbu og Reyni. Við höfum
oft furðað okkur á því hvað við séum að borða,
og ekki er það alltaf gómsætt... En svona er
Tanzanía í dag!
Fyi-ii- síðasta áfanga ferðarinnar, aksturinn
til Naíróbí, slógu íslendingarnir upp lokaveislu
á ströndinni við Mombasa. Boðið var upp á
strúta- og nautakjöt með tilheyrandi meðlæti,
og við varðeldinn voru undangengin ævintýri
rifjuð upp.
Nairóbí í Kenýa, 10. ágúst
Nú er ferðin á enda eftir mánaðarævintýiá í
þremur löndum. Við keyrðum síðasta spottann
frá Mombasa til Naíróbí á einum degi og
framundan er átta tíma flug til Amsterdam.
Við vorum hálfþreytt og svöng þegar við kom-
um á tjaldstæðið þar sem ferðin hófst fyrir
mánuði, og ekki laust við að maður sé farinn að
hlakka til að sofa í rúmi aftur; vera alltaf hrein
og geta borðað hvað sem hugurinn girnist.
Akváðum að borða síðustu Al'ríkumáltíðina á
veitingastað. Pöntuðum fjóra ostborgara og
franskar. Þegar maturinn kom loksins, fannst
mér borgarinn heldur þunnur og þegar ég
kíkti inn í hann var þar aðeins sneið af sveitt-
um osti! Ég missti þolinmæðina eitt augnablik,
kallaði á þjóninn og spurði hvar kjötið úr ham-
borgaranum mínum væri eiginlega. Hann
horfði á mig hissa og sagði: „Það er ekkert kjöt
til í eldhúsinu." Þar með var það útrætt, ég
andvarpaði bara og borðaði minn ostborgara; í
Afríku er ekkert verið að gera óþarfa mál úr
hlutunum.