Morgunblaðið - 09.11.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.11.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 B 13 ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Morgunblaðið/RAX SVEINN Sigurjónsson með feiknavænan urriðahæng úr Hraunsvötnum, tilbúinn í klakið. Urriði í upp- sveiflu á ný UPPBYGGING urriðastofna í Veiðivötnum, Þórisvatni og Kvíslaveitum er komin á fleygi- ferð á nýjan leik eftir að seiða- sleppingum var hætt í nokkur ár þar sem vart varð við nýrna- veikismit í stofninum. Eftir ítar- legar rannsóknir þykir nú ekki lengur ástæða til að óttast að smitið sé af því tagi að hætta stafi af. Veiði hefur farið þverr- andi á umræddum svæðum síð- ustu árin og þótti sérstaklega slök á nýliðnu sumri. Var ýmsu kennt um aflabrestinn, ekki síst netaveiðum á haustin, en það mun mál kunnáttumanna að lægðin stafi miklu fremur af því að seiðasleppingar lágu niðri. í september var veiddur urriði í klak í Veiðivötnum, en Veiði- vatnastofninn er notaður að uppistöðu á öllum fyrrgreindu svæðunum. Best gekk að næla í klakfisk í Hraunsvötnum. Það er eftirsóttur fiskur í klakið sök- um vænleika. Fyrir skömmu var fiskurinn kreistur og strokinn í fiskeldisstöðinni í Fellsmúla í Landssveit. Sveinn Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk 2, umsjónarmaður Fellsmúlastöðvarinnar sagði í samtali við blaðið að Veiðifélag Holtamanna- og Landmannaaf- réttar væru að gera stórátak í veiðiskap á þessum slóðum. „Við erum að ala hérna fyrir þá 170.000 seiði sem sleppt verður á þessi vatnasvæði. Urriðanum gengur illa að hrygna í þessum vötnum, en þessar sleppingar skipta sköpum og gera svæðin spennandi veiðivötn. Veiðifélagið fær seiðin í ýmsum stærðum, frá 8 til 200 grömm. Veiðin ætti að fara batnandi aftur þama efra,“ sagði Sveinn. Rannsóknir á Elliðaánum Hmn í veiði í Elliðaánum á liðnu sumri er aðeins nýjasti hlekkurinn í keðjuverkun sem virðist hafa skotið úr kafi sumar- ið 1995 er kýlaveikiplágan herj- aði á laxastofn Elliðaánna. Reykjavíkurborg samþykkti þá um haustið að leggja fé í ýmis konar vistfræðirannsóknir á án- um sem gætu verið undanfari aðgerða til að reisa við Elliðaárn- ar og laxastofn þeirra. Alls var samþykkt fjárveiting upp á 4,5 milljónir króna og hafa síðan fjórþættar rannsóknir verið í gangi, Líffræðistofnun HÍ hefur með höndum botndýra- rannsókn, Veiðimálastofnun rannsakar röskun búsvæða, Orkustofnun rannsakar vatnafar og Raunvísindastofnun HÍ hefur með höndum efnarannsóknir. Fyrir liggja tvær skýrslur Rannsóknarstofnunar iðnaðar- ins um efnamengun í ánum frá árunum 1970 og 1971, skýrslur unnar að tilstuðlan Rafmagn- sveitu Reykjavíkur. Þær skýrsl- ur þykja nú mikilvægar viðmið- anir fyrir þær rannsóknir sem nú fara fram, en niðurstöðurnar voru þær að efnamengun var engin á vatnasvæði Elliðaánna, súrefniseyðingar varð ekki vart og vatnið var nánast drykkjar- hæft. Viðmiðunarskýrslur sem einnig liggja fyrir eru frá vatns- bólanefnd sem fjalla um vatna- svið Elliðaánna, vatnstöku og grunnvatnsrennsli. Þessar upj)lýsingar komu fram í máli Olafs Bjarnasonar yfirverkfræðings hjá Borgar- verkfræðingnum í Reykjavík á ráðstefnu sem Norður-Atlants- hafslaxasjóðurinn hélt fyrir nokkru. Olafur sagði, að botn- dýrarannsókninni myndi ljúka á þessu ári og reiknað væri með því að rannsóknir á ám og vötn- um í borgarlandinu myndu halda áfram á næstu árum með svipuðum fjárveitingum og verið hefur. PALL PALSSON Við eigum 20 ára afmæli um þessar mundir. f tilefni af þvf bjöðum við ykkur að fagna þessum tfmamötum með okkur og líta um leið á úrvalið okkar af leikföngum fyrir jólin. VACTION Lækjargata 30. Hafnartirði. Sfmi: 555 2200 Fax: 555 2207 r DAGSKRÁ BORGARBÓKASAFNS REYKJAVÍKUR * I Ijósaskiptum - Orðið í norðri Norræna bókasafnavikan hefst með sama liætti og samtímis f bókasöfnum Norðurlanda, kl. 18.00 mánudaginn 10. nóv. nk. Rafljósin verða slökkt, kveikt á kertum og lesinn sami kaflinn úr Egils sögu. Þeir sem lesa í Borgarbókasafni: Einar Ólafsson í aflalsafiii, Jón Böðvarsson í Borgarhókasafninu í Cerðuhergi, Kristín Marja Baldursdóttir í Foldasafni, Pjetur Hafstein Lárusson í Bústaflasafni, Thor Vilhjálmsson í Sólheimasafni. Annað sem verður á döfrnni þessa viku er: AÐALSAFN Þriðjudagur 11. nóv. kl. 15.30 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir les fyrir böm og afhendir verðlaun fyrir bókmenntagetraun. f kjölfarið gefst bömum tækifæri til að ræða hugmyndir sínar um bamadeild í nýju aðalsafni í Tryggvagötu. Kór Laufásborgar syngur. Fimmtudagur 13. nóv. kl. 15.30 Furðuleikhúsið sýnir ævintýrið um Hlina kóngsson. BÚSTAÐASAFN Fimmtudagur 13. nóv . kl. 15.00 Möguleikhúsið sýnir Búkollu FOLDASAFN Þriðjudagur 11. nóv. kl. 14.30 Sögusvuntan sýnir Minnsta tröll í heimi SÓLHEIMASAFN Miðvikudagur 12. nóv. kl. 21.15 Ljóðakvöld. Nína Björk Arnadóttir, Óskar Árni Óskarsson og Jónas Þorbjarnarson lesa fmmsamin og þýdd norræn ljóð. »; r ■ BORGARBÓKASAFNIÐ í GERÐUBERGI Fimmtudagur 13. nóv. kl. 17.00—19.00 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Ámadóttir flytja norræna vísnatónlist. SELJASAFN Miðvikudagur 12. nóv. kl. 10.00 Tíu fingur sýnir Sólarsögu. Fimmtudagur 13. nóv. kl. 14.00 Vilborg Dagbjartsdóttir les fyrir böm. Lýsing hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.