Morgunblaðið - 09.11.1997, Page 14

Morgunblaðið - 09.11.1997, Page 14
14 B SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Gaman að taka ahættu Á SÍÐASTA ári sendi Rúnar Júlíusson frá sér merkilega skífu, Með stuð í hjarta, þar sem ýmsir þjóðkunnir lista- menn komu við sögu, ýmist sem laga- eða textasmiðii- eða flytjendur með Rúnari. Enn leikur Rúnar sama leik, með tilbrigðum þó, því væntanleg er á næstu dögum skíf- an Rokk og rólegheit. Rúnar segist vera með sitthvað í bígerð í út- gáfumálum ekki síður en endranær og meðal annars gefur hann út upptökur frá tónleikum ýmissa sveita sem haldnir voru suðurfrá undir nafninu Rokkstokk, breiðskífu JJ Soul Band og loks áður- nefnda sólóskífu. „Rokk og rólegheit er nokkurskonar framhald Með stuð í hjarta, sami plötu- flokkurinn, samyrkjuflokkur- inn, en þó á ég nokkur lög og texta einn. Að auki samdi ég lag við texta Megasar, texta við lag eftir Jóhann Helgason og annan texta við lag eftir Sverri Stormsker, Kristján Hreinsson gerir nokkra texta og svo mætti telja.“ Rúnar segir að Með stuð í hjarta hafi verið safn mjög ólíkra laga, enda til- gangurinn með samstarf- inu, og sé reyndar enn. „Þegar maður er afkasta- mikill í að semja lög og texta og syngja sjálfur er hætt við að lögin verði einsleit og ég fann að það virkaði geysivel fyr- ir mig að vinna plötu á þennan hátt. Ég er líka svo mikill liðsmaður, allt frá því ég var í fótbolt- anum, og hef kunn- að því mjög vel að vinna með öðrum; maður eflist við að vinna með öðrum og lærir.“ Rúnar segist mjög ánægður með plötuna, ekki síst fyrir það hve hún hljómi vel, enda sé hann nýbúinn að endumýja tæk- in í hljóðverinu heima sem hafi lukkast framar vonum. Tveir synir Rúnars koma við sögu á plötunni, Júlíus, eftir Árna Motthiasson i Morgunblaðið/Ásdís Rokkari Rúnar Júlíusson. liðsmaður Deep Jimi, legg- ur honum lið við upptök- urnar, á að auki eitt lag og syngur með og leikur á gít- ar, og Baldur leikur á hljómborð. „Mér finnst gaman að taka áhættu og þannig er lagið hans Júlíus- ar verulega frábragðið öðr- um lögum á plötunni og jafnvel því sem ég hef gert áður. Líka stingur lagið sem ég samdi við texta Megasar í stúf, enda er það mjög langt, sjö mínútur. Eins langt lag hef ég ekki gert áður, ekki síðan ég var í Trúbroti að minnsta kosti, og það var skemmtilegt verkefni, enda era textarn- ir hjá Megasi ekkert venju- legir og sérstakt að syngja erindi eftir erindi í sjö mín- útur.“ Rúnar segir að í sjálfu sér sé einfalt að kynna plöt- una á tónleikum, hann sé í starfandi tríói og útsetning- ar falli flestar vel að þeirri hljóðfæraskipan, gítar, bassi, trommur. „Ég á þó eftir að átta mig á því hvernig best er að gera þetta. Mig langaði til að setja eitthvað upp í fyrra, en ekkert varð úr, það vora svo margir flytjendur, kannski ég finni einhverja leið til að láta það ganga upp núna.“ ÞAÐ ORÐ fer af hafn- firsku hljómsveitinni Stolíu að leitun sé að eins þéttri sveit, sem kemur kannski ekki á óvart eftir þriggja ára æfingar. I vikunni kemur út fyrsta breiðskífa Stolíu, vonum seinna, og skartar sveitin þá meðal annars nýlegum hljóm- borðsleikara. Stolía flytur spuna- kennda rokktónlist, en kjarni sveitarinnar, gítar, bassi, trommur, varð til SPU fyrir þremur árum eða svo. Fyrir átta mánuðum ákváðu síðan þremenning- amir að bæta við sig hljóm- borðsleikara til að breyta hljómi sveitarinnar. Þeir Stolíumenn segjast skrifa það á eigin leti að hafa ekki gefið út skífu fyr- ir langa löngu; „við voram bara að æfa. Við vorum að pæla í því að láta hljóm- sveitina bara heita Æfing, því við gerðum ekkert ann- að en að æfa,“ segja þeir og kíma. „Þetta var orðið full- mikið, það var komið of mikið af lögum. Við vorum farnir að gleyma lögunum því það vora alltaf að bæt- ast við og þannig hafa mörg lög týnst, því við tókum aldrei neitt upp, við voram bara að æfa,“ segja þeir og skella uppúr. Þeir félagar segjast hafa æft þrisvar í viku og oftar Morgunblaðið/ Kristinn Framúrstefna Hafnfírska rokksveitin Stolía. ef færi gafst, í þrjú ár. „Við voram þó ekkert orðnir leiðir á því að spila hver fyrir annan, en það þurfti að skrásetja lög- in.“ Eins og getið er bætt- ist Stolíu liðsauki fyrir átta mánuðum eða svo að hljómborðsleikari slóst í hópinn. „Við vildum breikka hljóminn í sveit- inni, vorum reyndar bún- ir að prófa að vera með þverflautuleikara sem fór síðan að syngja, en fannst sem við væram að fara afturábak í tíma í stað þess að leita framá- við. Við vildum meiri framúrstefnu og um leið meira jafnvægi í tónlist- ina. Hljómborðsleikarinn var líka fljótur að komast inn í lögin, við endurút- settum þau eftir því sem hann stakk upp á hljóm- borðsköflum og síðan höfum við samið ný lög á fullu allir saman.“ Á plötunni nýju er eitt allgamalt lag, en hin að mestu ný. Þeir segjast reyndar semja lög nán- ast jafnharðan og þeir æfa, lögin byggist á spuna hvers fyrir sig og síðan eru þau fléttuð saman og köflum raðað upp. „Við höfum líka ver- ið að velta fyrir okkur tölvum, eins og má reyndar heyra í einu lagi, sem kom mjög vel út, og eigum eflaust etir að pæla meira í þvi, við era ekkert að loka okkur af í músíkinni,“ segja þeir og bæta við eftir smá þögn: „Platan okkar veldur straumhvörfum á ís- lenskum tónhstarmark- aði.“ Stolía heldur útgafu- tónleika sína í Leikhússkjallaranum 20. nóvember næstkomandi. LEIKRITIÐ Veðmálið hef- ur gengið bráðvel í Loft- kastalanum undanfama mánuði, en í verkinu er tón- list áberandi. Á næstu dög- um kemur út breiðskífa með lögum úr verkinu, samnefnd því, en Emilíana Torrini sá um laga- valið. Emilíana er tón- listarstjóri Veðmálsins, valdi tónlistina í verkið og á plötuna. Hún segist hafa valið lög í verkið eftir framvindunni, en Veð- málið er sett upp líkt og bíó- mynd. „Lögin eru aðallega áhrifshljóð, en líka hluti af framvindunni í verkinu. Það var gaman að prófa þetta, þarf mildð skipulag og aga og ég þurfti að læra að skipulegga vinnu mína, en sem betur fer er ég búin að gleyma því aftur.“ Émilíana segist harla ánægð með plötuna, laga- valið sé skemmtilega fjöl- breytt, og fráleitt nauðsyn- legt að hafa séð sýninguna til að njóta plötunnar. „Það er samt skemmtilegra, því þá rifjast svo margt upp fyr- ir manni þegar mað- ur hlustar á hana.“ Auk erlendra laga era íslensk lög á plötunni, þar á með- al fjögur sem Emilí- ana syngur. Tvö þeirra eru reyndar á ensku í samræmi við leikritið, en hún seg- ir að einn íslenski textinn hafi verið svo góður að ekki hafi verið hægt að snara honum á ensku. Emil- íana syngur eitt lag með Bimi Jörundi Friðbjörns- syni, eitt lag með hljóm- sveitinni Kanada og síðan er aukalag á plötunni, lag sem hún syngur í Perlum og svínum. „Það var beðið svo mikið um það lag að okkur þótti rétt að láta það fjóta með, og gaman að eiga það í safninu." Safngripur QUARASHI-flokkurinn sendi fyrir skemmstu frá sér breiðskífu samnefnda sveitinni, en þegar platan var tekin upp var eitt lag hljóðritað til viðbótar sem ekki var á disknum. Það lag var svo gefið út fyrir skemmstu á 12“ í mjög takmörkuðu upplagi, því aðeins vora framleidd af þeirri plötu 100 eintök. Þau eru víst öll uppseld og að sögn uppseld áður en þau bárust til landsins. Á a-hlið plötunnar er lagið Force, sem ekki verður gefið aftur út, og á b-hlið lögin Super- woman og S.I.T.E., en þau eru bæði á disknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.