Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 16

Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 16
16 B SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 Að eiga sinn jólamat óétinn Y 'OU ain’t seen not- hin’ yet“, Gárur sagði A1 Jolson fyrstu talmynd inni og hefur æ síðan verið tek- ið til brúks þegar einhver ósköp eru að dynja yfir. Þetta er nú ekkert enn, kom einmitt í hug- ann þegar einhver sjálfboðaliði var farinn að troða upp á mig jólunum áður en október var út runninn. Tróð þeim í mína persónulegu póstlúgu. Kannski er slík aðvörun ekki með öllu ill til að forðast þá staði sem endilega vilja ljúka jólunum af sem fyrst að haustinu. Það eru ekki okkar jól. Bandaíkjamenn hafa gjarnan þennan hátt á, að keyra upp jólin með skreyt- ingum, háværum jólalögum og jólapartíum svo snemma að þeir eru búnir að ljúka sér af og orðnir svo hundleiðir þegar jólin koma að þeir flýta sér á þriðja í jólum að pakka niður öllu draslinu. íslensk jól hafa fram undir þetta byggt upp endingarbetri eftirvæntingu í desember, búið heimilin í mat og drykk undir jólahaldið, sem svo er haldið áfram á tandur- hreinum og prúðbúnum heimil- unum með birgðir af mat og kökum og boðið til veislu áfram í skammdeginu. Nú sýnist erfiðara að veijast. Því er þessi aðvörun kannski orðin tíma- bær, einkum fyrir heimili með börn sem varla endast í tveggja mánaða jólahald. Foreldrar geta brugðist við og forðað þeim frá snemmbæru jólastöð- unum. Kannski sjálf hugsað að gott sé að eiga sinn jólamat óétinn þegar hátiðin gengur í garð. Matur, vel á minnst. Og þá íslenskt mataræði nú á haust- mánuðum meðan okkar gæða- hráefni er nýtt, svo sem lamba- kjötið og innmaturinn. Ekki farið að þorna í langtíma frysti. Sælkerinn á blaðinu hann Steingrímur, sem manna best þekkir lúxusmat annarra þjóða, spurði réttilega fyrir viku: Hvernig stendur á því að aðrar þjóðir, Frakkar og Spánveijar, töfra fram sælkeramat úr „slátrinu" á meðan við fúlsum við því? Gaf svo uppskriftir að góðgætinu lifur, hjörtum og nýrum, sem aðrar þjóðir kunna að matreiða og njóta. Ég próf- aði lambahjörtun „a la Stein- grímur“ og einnig lifrarupp- skrift með lauk frá henni Krist- ínu Gestsdóttur, sem líka hefur í blaðinu reynt að kenna okkur að matreiða íslenskan mat á annan hátt en okkur var tamt um aldir. Þetta hráefni er svo hræbillegt. Sárblankar ungar konur svöruðu því til að krakk- arnir vildu þetta ekki. Höfðu þau borðað það eða verið löðuð að því? Nei, að vísu ekki! Hvern- ig áttu þá blessuð börnin að vita hve gómsæta rétti er hægt að búa til úr þessu? Með að heyra þá sem kunna eða apa eftir listaþjóðum í matargerð- arlist getum við líka fengið svona lúxusrétti - og það hræó- dýra. Ragnar Wessmann á Grillinu mun hafa gert tilraun til að setja saman svona veislu- eftir Elínu Pálmadóttur mat, og ætlar að reyna að hafa hann á boðstólum fram að jólum, að mér skilst við tregðu íslendinga að panta hann. Af ráðleggingum þessara meistarakokka er augljóst að við höfum bara ekki kunnað að matreiða þetta. Til dæmis að lifur er þurr og óæt ef hún er soðin nema örstutt, en hjört- un aftur á móti ef þau eru ekki soðin lengi, eftir bað í köldu vatni. Svo einfalt er það. Svipað er með kjötsúpuna, sem mér hefur frá barnæsku þótt herramannsmatur og þóst búa til Tjári góða kjötsúpu með- an grænmetið og kjötið er nýtt á haustin. En þegar hún Krist- ín var búin að gefa uppskrift af öðruvísi kjötsúpu í dálki í október, fann ég auðvitað af hveiju mér fannst hún oft enn- þá betri í Frakklandi. Gamall siður er að selja sem „súpu- kjöt“ feita bita, sem nú á tímum fælir frá. Þarf að fituhreinsa þá. Ég vandist því að biðja um frampart. Beinin verða þó að vera með, því þau gefa bragð. Þá verður að velja grænmeti með bragðgóðu soði, svo sem blómkál, gulrætur og blaðlauk. Þar liggur hundurinn grafinn. Rófusoð er ekki bragðgott og heldur ekki hvítkálssoð nema í litlu magni. Þarna höfum við gengið í vatnið, líklega af því að við höfðum ekki annað en rófur sem aðrir nýttu mest í skepnufóður. Svo höldum við því bara áfram. Er það í raun- inni ekki alveg makalaust þeg- ar betur er að gáð, hvað við höfðum í aldir verið lítt hug- myndarík og þijóskast við að læra nýtt af öðrum í mat og fatnaði? Gerum þetta jafnvel enn? Nema til að gleypa hráa útlenda siði. Nú eru að koma jól og í kjöl- farið sá tími er við höfum þann sið að borða íslenskan mat, svo sem hangikjöt og svið. En þar virðist unnið markvisst að því að eyðileggja matargerðina. Hafið þið borðað svið nýlega? Þetta eru ekki svið sem maður kaupir. Þau eru alls ekki sviðin! Það eru bara hausar svo fram- leiddir að skinnið er eins og seigt leður. Af einhverjum heil- brigðisástæðum mega svið ekki vera sviðin við eld. En því þá að kalla þetta svið? „Fjölda- framleiðslan“ á hangikjötinu miðar í þessa áttina, að þa<3 sé hvorki hangið né „reykt“. Mér finnst geysilegur munur á heimareyktu hangikjöti við tað, einkum af því ég vil nota það ósoðið, í þunnum sneiðum með melónum sem forrétt. Það verð- ur svo bragðmikið. Af einhverjum ástæðum finnst mér samt ómissandi með hangikjötinu þetta algerlega séríslenska meðlæti, sætu, mauksoðnu grænubaunirnar frá Ora, sem hafa fylgt því óbreyttar í hálfa öld og ekkert hefur getað keppt við. íslensk matarjól standa semsagt fylli- lega fyrir sínu. Mætti bara nota svolítið hugmyndaflug í bland og eyðileggja ekki það sem gerir hráefnið svo sérstætt. MAiMIMLÍFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆDI/ Er hœgt aó fresta ellinnif Skipulagðurfrumu- dauði ogöldrun ALLT frá ómunatíð hafa menn leit- að ráða til að beijast gegn ellinni. í textum sem eru um 4000 ára gamlir, og með því elsta sem hefur varðveist af rituðu máli, er að finna lýsingar á jurtum og lindum sem veita eilífa æsku. Allar götur slðan hefur þetta þótt mjög eftirsóknar- vert og alltaf hafa verið á kreiki sögusagnir um töframeðul sem lækna eða hægja á öldrun. í fomöld og á miðöldum er talið að meðalald- ur fólks hafi verið um 35 ár og meðalaldur fór ekki að hækka að marki í Evrópu fyrr en um miðja síðustu öld. Þetta þýðir að á aðeins 150 árum hefur meðaialdur fólks meira en tvöfaldast og við lifum í samfélagi sem verður stöðugt eldra, þ.e. hlutfall aldraðra fer vaxandi. Allir vita að heilbrigt líferni, hæfi- leg hreyfing og holl fæða stuðl- ar að langlífi. En þetta krefst vissr- ar áreynslu og ekki eru allir tilbúnir að leggja hana af mörkum og enn síður að neita sér um hluti sem kunna að teljast til lífsins lystisemda. Margir eru því stöðugt að leita einhverra töfra- lausna sem eiga að veita þeim bæði góða heilsu og langlífi. Þó svo að margar töfra- lausnir séu í boði hefur ekkert fund- VÍSINDI///vaban kom sú furóulega eindf íldt að súpersymmertríu eftir Mognús Jóhannsson. VIÐ verðum stöðugt eldri, en hvar eru mörkin? ist ennþá sem sannanlega lætur slíka drauma rætast. Eitt af því sem margir binda vonir við er sameinda- erfðatæknin og tekist hefur að lengja líf þráðorma og bananaflugna með slíkri tækni. Sumt af því sem verið er að rannsaka er oddhulsa litninganna (telomer) og skipulagður frumudauði (apoptosis). Litningarnir geyma erfðastofnana eða genin og á endum þeirra er eins konar hulsa sem styttist við hveija frumuskipt- ingu. Þegar oddhulsurnar eru búnar, trosna endar litninganna og fruman deyr. í nokkrum tegundum frumna, m.a. kynfrumum og krabbameins- frumum, er ensým (lífefnahvati) sem byggir oddhulsurnar upp jafnóðum og þær eyðast. í gangi eru viðamikl- ar rannsóknir á oddhulsum litning- anna og beinast þær rannsóknir einkum að krabbameini en einnig nokkuð að öldrun. Öldrun og krabba- mein eru fyrirbæri sem tengjast á ýmsa vegu og margar af þeim frumubreytingum sem verða við öldrun auka hættu á krabbameini. Annað fyrirbæri sem tengist fóstur- þróun, öldrun og krabbameini er skipulagður frumudauði (apoptosis). Þegar erfðaefni frumu hefur orðið fyrir skemmdum eða ekki er lengur þörf fyrir frumuna, fer í gang fyrir- fram skipulagt ferli sem endar með YFIRBORÐ jarðarinnar verður fyrir stöðugri skothríð geimgeisla. JÖRÐIN verður fyrir stöðugri skot- hríð geimgeisla þ.e. einda sem eiga sér upphaf langt úti í geimnum. Geimgeislar koma fyrir í mismun- andi afbrigðum með tilliti til upp- hafs, gerðar og orku. Margt er vitað um eiginleika geimgeisla og leið þeirra til jarðarinnar. Þeir hafa þjón- að eindaeðlisfræðingum vel á undan- förnum áratugum þar sem þeir skapa rannsóknum skilyrði sem ekki er hægt að ná í flestum nútíma rann- sóknarstofum. Margar eindir hafa fyrst uppgötvast í geimgeislum sem stundum hafa verið kallaðir „einda- hraðall" fátæka eðlisfræðingsins. Enn einu sinni hafa geimgeislar komið eðlisfræðingum við Rutgers- háskólann í Bandaríkjunum á óvart sem greindu áður óþekkta eind sem nú gengur undir nafninu S° eindin. Margir eðlisfræðingar eru afskap- lega ánægðir með þennan fund því mögulegt er að hann styrki þá kenn- ingu sem hefur verið vinsæl síðustu 20 árin og gengur undir nafninu „súpersymmetría". Fjöldi þeirra einda sem fundist hafa á undanfömum árum er óskaplegur. Eðlisfræðingar hafa eytt miklum tíma og erfiði I það að koma skipulagi á eindirnar og raða þeim í nokkurs konar kerfi með tilliti til margvíslegra eigin- leika þeirra. í dag er þekking eðlis- fræðinnar á öllum helstu eiginleikum einda og víxlverkan þeirra sæmilega góð, þó vitanlega sé langt í það að myndin sé fullkom- in. I raun er full ástæða til að trúa því að fullkomin þekking á heimi eindanna náist aldrei, en það er nú önnur saga. En hvað gott gerir fund- ur enn einnar eindar til viðbótar öllum þeim sem þegar eru þekktar? Er hann ekki einungis til þess að flækja myndina enn meir en hingað til hefur verið? Ekki eru nú allir á þeirri skoð- un. Súpersymmetría I eindaeðlisfræði, sem fyrst var þróuð af Julius Wess og Bruno Zumino árið 1974, gerir í stórum dráttum ráð fyrir því að hver eind eigi sér symmetríska félagaeind. Á síðustu tuttugu árum hafa „sú- persymmetríu eðlisfræðingar" sett saman heilan lista einda sem kenning þeirra gerir ráð fyrir að séu til. Vandamálið er hins vegat' það að, enn sem komið er, hefur ekki fengist áreið- anleg vitneskja um tilvist nokkurrar af þessum eindum. Ekki hefur þó skort á viðleitni til að leita að þeim og öðru hvoru hafa heyrst köll um það að ein eða önnur súpereind hafi fundist, þó endanleg sönnun hafi enn sem komið er ekki fengist. Flestum ber þó saman um það að ef staðfest- ing fengist á forsögnum súpersym- metríu þá yrði slíkt að teljast til einn- ar af merkilegustu uppgötvunum á sviði eðlisfræðinnar á þessari öld. Mikið liggur því við, t.d. Nóbelsverð- laun fyrir Wess og Zumino! Eðlisfræðingar greina geimgeisla út frá þeim áhrifum sein þeir hafa eftir Sverri Olafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.