Morgunblaðið - 23.12.1997, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Kaiserslautem og
Bayem í sévflokki
Reuters
LOTHAR Matthaus, Dietmar Hamann og Thorsten Fink, leik-
menn Bayern, fagna í Wolfsburg.
Kaiserslautern og Bayern Miinch-
en áttu í erfiðleikum með mót-
herja sína í þýsku deildinni um helgina
en höfðu sigur áður en yfir lauk og
stefnir í einvígi þeirra um titilinn. Kais-
erslautem fer í vetrarfríið með 45 stig
eftir 20 leiki en Bayern er með 41 stig.
Danski landsliðsmaðurinn Michael
Schjönberg tryggði Kaiserslautern 3:2
sigur á Köln með marki átta mínútum
fyrir leikslok en skömmu áður hafði
Toni Polster jafnað fyrir gestina.
Uppselt var í Kaiserslautern, 38.000
manns, og sáu áhorfendur mikinn
spennuleik. „Þetta var frábær leikur
og mikil skemmtun fyrir áhorfendur
en ekki fyrir þjálfarana, við áttum að
gera út um þetta í fyrri hálfleik," sagði
Otto Rehhagel, þjálfari Kaiserslautern,
sem sló á sögusagnir um að hann
væri að fara frá félaginu - sagðist
hafa gert nýjan samning til tveggja
ára og því yrði hann áfram til ársins
2000. „Á sama tíma fyrir ári vorum
við á toppnum en það var í 2. deild.
Strákamir hafa barist allt árið fyrir
því að eiga gleðileg jól og ég vona að
við getum haldið þessu áfram eftir frí-
ið,“ sagði Rehhagel, sem viðurkenndi
að það hefði verið eiginkona hans sem
réð mestu um að hann gerði nýjan
samning við Kaiserslautern. „Hún
sagði að ég hefði unnið gott starf hér
og ætti að halda því áfram.“
Kaiserslautern átti leikinn en sem
fyrr var helsti veikleiki liðsins í vörn-
inni í tengslum við gagnsóknir mót-
herjanna. Marian Christow skoraði
fyrir heimamenn um miðjan fyrri
hálfleik en Dorinel Munteanu jafnaði
fyrir hlé. Thomas Riedl gerði annað
mark heimamanna eftir klukkustund-
arleik en Polster svaraði fyrir gestina
áður en Schjönberg skallaði í netið.
„Ekki vefst fyrir neinum að Kaisers-
lautern átti skilið að sigra,“ sagði
Lorenz-Gúnter Köstner, þjálfari
Köln, „en okkur tókst að gera tvö
mörk úr báðum góðu færum okkar.“
Vamarmaðurinn Marian Kuffour
tryggði Bayern 3:2 sigur í Wolfsburg,
skoraði 11 mínútum fyrir leikslok, en
Bayem komst í 2:0 í fyrri hálfieik,
„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyr-
ir okkur,“ sagði Giovanni Trapattoni,
þjálfari Bayern. „Auðvitað er ég
ánægður. Leikurinn var spennandi og
mikilvægt var að bilið á milli okkar
og Kaiserslautern breikkaði ekki.“
Claudio Reyna gerði fyrra mark Wolfs-
burg rétt fyrir hlé og Detlef Dammeier
jafnaði strax í byijun seinni hálfleiks.
„Liðið sýndi frábæra baráttu og við
voram nálægt því að ná foiystunni en
Oliver Kahn varði oft meistaralega,"
Ekki dagur-
inn okkar
„ÞETT A er ekki dagurinn
okkar - fyrst erum við rass-
skelltir af leikmönnum Bayer
Leverkusen og síðan drög-
umst við gegn Bayem Miinc-
hen í undanúrslitum bikar-
keppninnár," sagði Búlgarínn
Krassimir Balakov, miðvallar-
spilari Stuttgart, sem mátti
þola stóran skell í leik gegn
Leverkusen, 6:1. Eftir það var
dregið í bikarkeppninni og
verður það hlutskipti leik-
manna Stuttgart að leika gegn
Bayern á Ólympíuleikvangin-
um í MUnchen, en í hinum
undanúrslitaleiknum leika
Trier og Duisburg.
sagði Willi Reimann, þjálfari heima-
manna.
Stuttgart er í þriðja sæti 10 stigum
á eftir Kaiserslautem, en liðið mátti
þola stóran skell í Leverkusen, tapaði
6:1. Christoph Daum, þjálfari Leverk-
usen, sem skrifaði undir samning við
Rangers ruddi Hearts úr efsta
sæti skosku úrvalsdeildarinnar
og kom sér þar fyrir í staðinn eftir
5:2 sigúr á Edinborgarliðinu. Celtic
vann Hibernian 5:0 og er í öðru
sæti með 38 stig, stigi á eftir Rang-
ers.
Hearts, sem er með 37 stig, hefur
tapað öllum Ijóruin leikjunum á móti
stórveldunum Celtic og Rangers.
Meistarar Rangers sýndu að þeir
ætla sér titilinn 10. árið í röð og léku
á als oddi. Gordon Dure var frábær
og var með þrennu en Marco Negri
gerði 31. mark sitt á tímabilinu úr
vítaspymu og Jorg Aibertz fann líka
réttu leiðina. Rangers var óstöðvandi
þrátt fyrir að lykilmenn vantaði.
liðið til ársins 2001, sagðist ætla að
gera Leverkusen að eins sterku liði og
Bayern Múnchen og Dortmund. Daum,
sem er fyrrum þjálfari Stuttgart, lét
taka Búlgarann Balakov úr umferð og
við það varð leikur Stuttgart-liðsins
máttlaus.
Markvörðurinn Andy Goram var ekki
með frekar en fyrirliðinn Richard
Gough, Paul Gascoigne eða Jonas
Thern.
íslendingamir ekki með
Ólafur Gottskálksson og Bjarnólf-
ur Lárusson voru ekki í liði
Hibernian, sem sá ekki til sólar í
Glasgow. Craig Burley braut ísinn
um miðjan fyrri hálfleik og hann
átti líka síðasta orðið en þess á milli
skoruðu Morton Wieghorst, Jackie
McNamara og Henrik Larsson.
Hibs hefur ekki sigrað í liðnum
13 leikjum og er í næstneðsta sæti.
„Ég lagði mikið á mig til að fá þetta
starf og ég ætla að halda því,“ sagði
Lehmann
með tíma-
mótamark
JENS Lehmann, markvörður
Schalke, sem skoraði jöfnun-
armark liðsins gegn Dort-
mund með skalla á elleftu
stundu, 2:2, skoraði þar með
tímamótamark i Þýskalandi.
Hann er fyrsti markvörður-
inn til að skora mark í leik í
1. deildarkeppninni, áður
hafa nokkrir markverðir
skorað úr vítaspyrnu.
Uppselt á
fimm leiki
ÞRÁTT fyrir kulda í Þýska-
landi um helgina, var uppselt
á fímm leiki - í Leverkusen,
Wolfsburg, Bielefeld, Dort-
mund og Kaiserslautern.
Þetta sýnir hvað áhuginn er
mikill í Þýskalandi.
Bæjarar
óhressir
FORRÁÐAMENN Bayern
Milnchen eru afar óhressir
með að þýski landsliðsmaður-
inn Christian Nerlinger hef-
ur ákveðið að fara til Dort-
mund eftir þetta keppnis-
tímabii - hefur skrifað undir
þriggja ára samning. Nerl-
inger segir að hann te\ji sig
eiga meiri möguleika á að
tryggja sér fast sæti í lands-
liðinu með þvi að leika með
Dortmund. Þess má geta að
hann er fyrsti leikmaðurinn,
sem Bæjarar vilja halda, sem
fer frá Bayern.
stjórinn Jim Duffy, en bætti við að
það væri stjórnarinnar að ákveða
hvort hann yrði áfram.
Wim Jansen, þjálfari Celtic, var
ánægðari. „Við gerðum mörkin sem
ég beið eftir en það fyrsta skipti öllu
máli því mótheijarnir byijuðu vel.
Við verðum að einbeita okkur að
næsta leik, á móti St. Johnstone, og
hann er mikilvægari en heimaleikur-
inn við Rangers 2. janúar.“
Sigurður Jónsson er meiddur og
lék ekki með Dundee United sem
vann St. Johnstone 2:1.
■ Úrslit / B6
■ Staðan / B6
Rangers endur-
heimti efsta sætið
HANDKNATTLEIKL
PATREKUR Jóhannesson átti s
tólf mörk, en það dugói
Pati
Héðinn Gilsson byijaði mjög vel
í fyrsta leik sínum með Bay-
er Dormagen, gerði 7 mörk er liðið
sigraði Waliau Massenheim, 31:30
á heimavelli. Þar með er Dormagen
komið upp í úr fallsætinu. Þar sit-
ur aftur á móti Essen eftir eins
marks tap, 27:26 fyrir Magdeburg.
Patrekur Jóhannesson átti stórleik
með Essen, gerði 12 mörk úr 14
skotum.
„Mér gekk mjög vel og sannaði
fyrir þjálfaranum að ég á að vera
með í sókninni,“ sagði Patrekur.
Patrekur sagði að íjarvera Aleks-
anders Tutschkins hefði komið illa
niður á leik Essen.
Essen var þremur mörkum yfir
í hálfleik, 12:9 og hafði yfirhöndina
allt þar til nokkrar mínútur voru
eftir. „Þegar um tíu mínútur voru
eftir af leiknum tóku leikmenn
Magdeborgar mig og miðjumanninn
Piotr Przybecki úr umferð og það
var meira en við þoldum."
Héðinn Gilsson svaraði kalli
forráðamanna Bayer Dormagen
með því að ieika við hvurn sinn
fingur gegn Wallau Massenheim
á heimavelli. Hann skoraði fyrsta
mark leiksins og fylgdi eftir með
fimm til viðbótar áður en fyrri
hálfleikur var úti. í síðari hálfleik
var hann tekinn úr umferð lengst
af og náði aðeins að gera eitt
mark. „Koma Héðins hafði góð
áhrif á hornamanninn okkar, Nik-
olai Jakobsen, sem ekki hefur leik-
ið betur í vetur og gerði fjórtán
mörk,“ sagði Róbert Sighvatsson,