Morgunblaðið - 23.12.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 B 5
IÞROTTIR
KNATTSPYRNA / ENGLAND
itórleik með Essen og skoraði
ekki gegn Magdeburg.
■eks
línumaður Dormagen. Róbert lék
eingöngu í sókninni, gerði ekkert
mark en fiskaði nokkur vítaköst.
„Héðinn lék stórvei og jók mjög á
bitið í sókninni hjá okkur og von-
andi náum við að fylgja þessu eft-
ir.“
Dormagen var 19:15 yfir í hálf-
leik og að sögn Róberts náðu leik-
menn Massenheim að saxa á for-
skotið undir iokin og áttu möguleika
á að jafna er 15 sekúndur voru
eftir en Andreas Thiel fyrrverandi
landsliðsmarkvörður varði skot
Frakkans Frederic Volle 15 sekúnd-
um fyrir leikslok.
Ólafur Stefánsson skoraði 7
mörk, þar af 2 úr vítaköstum, er
Wuppertal gerði 24:24 jafntefli við
Rheinhausen á heimavelli. Geir
Sveinsson skoraði ekki. Ólafur lék
lengst af á miðjunni þar sem Rolf
Prati leikstjórnandi var veikur og
fór út af eftir 10 mínútna leik. Við
það að Ólafur kom inn á miðjuna
batnaði leikur Wuppertal sem var
14:10 undir í hálfleik.
Róbert Julian Duranona gerði tvö
mörk er Eisenach gerði Lemgo
skráveifu með því að halda jöfnu
24:24. Þar með féll Lemgo úr efsta
sæti deildarinnar niður í annað en
Kiel trónar á toppnum með stigi
meira, 22, eftir 14 leiki. Kiel lagði
Nettelstedt 33:29 á útivelli.
Konráð Olavson kom ekkert við
sögu er lið hans Niederwúrzbach
sigraði Alfreð Gíslason og læri-
sveina hans í Hameln 34:29 á
heimavelli Hameln.
Cole og Schmeichel
brostu í Newcastle
„VIÐ vorum niðurlægðir á heima-
velli, það var ekkert flóknara,"
sagði Bjarki Sigurðsson, ieikmaður
Drammen, eftir að félagið féll úr
leik í undanúrslitum norsku bikar-
keppninnar um helgina eftir að
hafa tapað í tvígang fyrir Sande-
fjord, samtals með markatölunni
58:40. Leikurinn sem Bjarki vitnar
til var síðari viðureignin sem fram
fór á sunnudaginn og Drammen
tapaði með 14 marka mun, 30:16.
Fyrri leikurinn sem var háður í
Sandefjord á laugardaginn var mun
skemmtilegri fyrir Bjarka og fé-
laga. Jafnt var lengi leiks og aðeins
munaði einu marki í hálfleik, 14:13.
Heimamenn voru sterkari er á leið
og fögnuðu fjögurra marka sigri
28:24.
„Eftir fyrri leikinn töldum við
að ákveðnir möguieikar væru í stöð-
unni, en þegar á hólminn var kom-
ið vorum við afar slakir og fengum
heldur betur að kenna á því,“ sagði
Bjarki. „Á sama tíma og allt gekk
upp hjá þeim fóru allt I handaskol-
um þjá okkur og við vorum niður-
lægðir á heimavelli fyrir framan
fjölda stuðningsmanna," bætti
Bjarki við en hann gerði sex mörk
í hvorum leik. „Við erum i miklum
öidudal um þessar mundir og \jóst
að við verðum að rífa okkur upp á
nýju ári.“
Bjarki sagði ennfremur að mikið
hefði verið um alvarleg meiðsli hjá
leikmönnum Drammen, en það væri
engin afsökun fyrir þessari útreið.
Nú væru þeir sem meiddir hefðu
verið að koma inn í iiðið einn af
öðrum fyrir utan tvo sem væru með
slitin krossbönd í hné og væru ekki
væntanlegir til leiks á næstunni.
Bjarki kemur til fslands í dag en
heldrnr út á ný á mánudaginn 29.
Þá taka við æfingar og fyrsti leikur-
inn á nýju ári verður 4. janúar gegn
Stavanger á heimavelli. „Það er
víst rétt að fara varlega i jólasteik-
urnar heinia."
í hinni viðureign undanúrslit-
anna hafði Runar betur gegn Stav-
anger, samtals 50:44. Runar hafði
betur í fyrri leiknum á heimavelli,
50:44, en tapaði í Stavangri 27:25.
Það verður því nágrannaslagur í
úrslitum norsku bikarkeppninnar
7. febrúar er Sandefjord og Runar
mætast en síðarnefnda liðið er einn-
ig frá Sandefjord.
ÁHANGENDUR Newcastle á St. James’ Park gerðu Andy Cole,
fyrrverandi hetju liðsins, lífið leitt á sunnudag en hann lét það
ekki á sig fá og svaraði fyrir sig með glæsilegu skallamarki um
miðjan seinni hálfleik, sem reyndist eina mark leiksins. Peter
Schmeichel var frábær í marki Manchester United og átti stóran
þátt í að liðið er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvals-
deildarinnar.
Aliðnu tímabili vann Newcastle
5:0 í viðureigninni við United,
en þótt liðið ætti sér þann draum að
endurtaka leikinn var hann ekki raun-
hæfur. Samt sem áður fengu heima-
menn tvö mjög góð marktækifæri,
sem undir venjulegum kringumstæð-
um hefðu gefið mark, en Schmeichel
var ótrúlegur á milli stanganna og
varði frábærlega eftir skalla frá John
Barnes í fyrri hálfleik og frá Stuart
Pearce eftir hlé.
United er þekkt fyrir að refsa mót-
heijunum fyrir mistök og gerði það
að þessu sinni. Pearce tók auka-
spyrnu, sendi boltann inn í teiginn,
en gestirnir sneru vörn í sókn. David
Beckham fékk boltann út á hægri
væng, gaf fyrir á fjærstöng og Cole
skallaði af öryggi í netið út við stöng,
vinstra megin við Shaka Hislop, sem
átti ekki möguleika á að veija. Hins
vegar var hann vel á verði þegar
Ryan Giggs komst í ákjósanlegt færi
skömmu síðar.
Faustino Asprilla fékk tækifæri til
að jafna í nánast síðustu spyrnu ieiks-
ins en lyfti ekki aðeins yfir Schmeich-
el heldur lfka markið. Newcastle hefur
ekki fagnað sigri í síðustu fimm leikj-
um og er 18 stigum á eftir United
en Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri
liðsins, var ánægður með frammistöðu
manna sinna. „Við gerðum meira en
að standa í þeim og með smá heppni
hefðum við að minnsta kosti getað
náð jafntefli.“
Alex Ferguson, stjóri United, sagði
að lið sitt hefði fengið þijú óverðskuld-
uð stig. „Án Peters Schmeichels og
Garys Pallisters hefðum við tapað.
Við getum gert mun betur en þetta.“
Góður sigur Blackburn
Damien Duff, _ 18 ára unglinga-
landsliðsmaður írlands, gerði tvö
mörk í seinni hálfleik þegar Blackburn
vann West Ham 3:0. Stuart Ripley
gerði fyrsta markið með skalla um
miðjan fyrri hálfleik, fyrsta mark hans
síðan í apríl 1994.
Blackburn, sem er í öðru sæti, lék
vel og hafði völdin allan tímann. West
Ham átti einfaldlega við ofurefli að
etja og ekki bætti úr skák þegar fyrir-
liðinn Steve Lomas varð að fara af
velli með rautt spjald fyrir mótmæli
skömmu fyrir miðjan seinni hálfleik.
Lundúnaliðið sigraði Barnsley á úti-
velli í fyrstu umferð en hefur ekki náð
að endurtaka leikinn síðan.
Chelsea á
fullri ferð
Chelsea er í þriðja sæti, stigi á eft-
ir Blackburn, en liðið sótti Sheffield
Wednesday heim og vann 4:1. Vialli
var í byrjunarliði Chelsea í annað sinn
síðan 21. september sl., lagði upp tvö
mörk og gerði eitt. Dan Petrescu skor-
aði í fyrri hálfleik og gestirnir náðu
öruggri stöðu áður en seinni hálfleikur
var hálfnaður.
Chelsea hefur gert 45 mörk í 19
leikjum og stjórinn Ruud Gullit var
kátur. „Við eigum möguleika á að
skora hvar sem við leikum og ekki
eru alltaf sömu leikmennirnir að verki.
Svo getum við líka varist." Ron Atkin-
son, starfsbróðir hans hjá Sheffield,
mátti þola fyrsta tapið á heimavelli
og sagði að þetta hefði verið rassskell-
ing. „Við lékum á heimavelli en strák-
arnir í Chelsea gætu haldið að þetta
hafi verið æfingaleikur. Ég vil sjá
meiri sigurvilja en þetta.“
Tottenham sigraði
Fyrir viðureign Tottenham og
Barnsley höfðu heimamenn tapað sex
af síðustu sjö leikjum en eftir 17 mín-
útur var staðan 3:0 þeim í vil og þau
urðu úrslitin.
Daninn Allan Nielsen gerði umdeilt
mark snemma leiks - gestirnir biðu
eftir að veifað yrði á rangstöðu - en
það var David Ginola sem gerði gæfu-
muninn með tveimur mörkum. Þungu
fargi var af áhangendum Spurs létt
en Barnsley bíður vart annað en fall.
Fögnuður í Liverpool
Everton hafði ekki skorað í fjórun
leikjum í röð og ekki fagnað sigri í
útivelli síðan 16. desember í fyrra, et-
gerði góða ferð til Leicester og vam
1:0 - Speed skoraði úr vítaspyrni
undir lokin. „Þetta hefur verið lön/
bið,“ sagði Howard Kendall, sem fe
næst með sína menn á Old Trafforc
Michael Owen skoraði hjá Coventr,
á Anfield eftir stundarfjórðung og þa>
reyndist sigurmarkið. Vel var ac
markinu staðið og undirbúningui
Steves McManamans góður, en Li
verpool tókst ekki að fylgja þessu eftir
Miller bjargaði
Palace
Hermann Hreiðarsson og samheija
í Crystal Palace náðu markalausi
jafntefli í Derby. Þeir geta fyrst oj
fremst þakkað markverðinum Kevii.,
Miller fyrir stigið, en hann varði ve
hvað eftir annað. Palace var án lykil
manna; Neil Shipperley er meiddu.
eins og Attilio Lombardo og Michek
Padovano en Marc Edworthy var
Ieikbanni.
Southampton krækti í stig í Birm-
ingham, gerði 1:1 jafntefli við Astoi
Villa, og er í fjórða neðsta sæti. Iai
Taylor skoraði fyrir heimamenn un
miðjan seinni hálfleik en Egil Östen
stad, sem hefur aðeins fimm sinnun
verið í byijunarliðinu og kom inná 1(
mínútum fyrir hlé, jafnaði skömmi*
síðar.
Mörkin glöddu í Leeds
Guðni Bergsson og samheijar
Bolton máttu sætta sig við 2:0 tap
Leeds. Leikurinn þótti ekki augna
yndi en mörk Brunos Ribeiros oj
Jimmys Hasselbainks í seinni hlutí
síðari hálfleiks glöddu áhorfendur
Arnar Gunnlaugsson kom ekki inní
hjá gestunum.
Spjöldin voru á lofti eins og svc
oft áður þegar þessi lið hafa átt
hlut en leikmenn Leeds hafa fengic
flest gul spjöld í deildinni, 46 sam
tals, og Bolton er næst með 37 áminn
ingar.
■ Úrslit / B6
■ Staðan / B6
IVGUUÍIb
GRAEME Le Saux, leikmaður Chelsea, í baráttu við lan Nolan, Sheff. Wed.