Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 20, JANÚAR 1998_________________________#_____________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
SAMBÝLISHUSIN skiptast í tvö hús tengd saman með sameiginlegum stigapalli og eru tvær íbúðir í
hvoru. Gengið er inn í efri íbúðirnar. sem eru 96,3 ferm., af stigapallinum en meðfram stigapallinum inn í
neðri íbúðirnar, sem eru 95,5 ferm. fbúðirnar verða afhentar fullbúnar en án gólfefna og er verð þeirra
þannig 8,2 millj. kr.
Hafnarfjörður
Álftárós byggir 24
permaformíbúðir
YGGINGAFYRIRTÆKIÐ
Álftárós hefur hafið undirbún-
ing að smíði 24 íbúða með
permaformaðferðinni í Hafnarftrði
og eiga þær að rísa í hrauninu fyr-
ir sunnan Hvaleyrarholt. Gert er
ráð fyrir, að þær verði tilbúnar til
afhendingar í sumar.
_ Þetta eru íyrstu íbúðimar, sem
Alftárós byggir með permaform-
aðferðinni i Hafnarfirði, en áður
hefur fyrirtækið byggt nær 100
íbúðir með þessari aðferð og eru
þær allar í Mosfellsbæ.
„Sala á permaformíbúðum okk-
ar í Mosfellsbæ hefur gengið afar
vel,“ sagði Bergsveinn Ólafsson,
fjármálastjóri Alftáróss. „í raun-
inni má segja, að íbúðimar seljist
allar fyrir fram, því að við eigum
þær aldrei á lager. Ég er því
bjartsýnn á, að markaðurinn taki
vel við þessum íbúðum í Hafnar-
firði.
Heppilegur staður fyrir
íbúðarbyggð
íbúðimar eiga að standa á mjög
fallegum stað niður við golfvölhnn
á Hvaleyri með afar góðu útsýni
út á sjóinn. Snæfellsjökull blasir
við. Jafnframt er þetta mjög skjól-
góður staður, þar sem hann liggur
í hvilft undir hlíð. Staðurinn er því
afar heppilegur fyrir íbúðar-
byggð.“
Aðalmunurinn á permaformað-
ferðinm og hefðbundnum bygg-
ingaraðferðum felst í því, að mótin
era ekki fjarlægð. Plastmótin era
endanlegt yfirborð permaform-
húsanna og með því að hafa vegg-
inn klæddan að utan á að vera
hægt að koma í veg fyrir alkalí-
skemmdir og veðranar- og frost-
skemmdir. Þetta eiga því að vera
mjög viðhaldslítil hús.
Ibúðirnar í Hafnarfirði verða
allar 4ra herb. Þær eiga að rísa
við götuna Holtabyggð í sex sam-
býhshúsum. Hvert sambýlishús
ÞAÐ telst til tíðinda þegar veitt
era verðlaun fyrir að gera gömul
hús upp þannig að til fyrirmyndar
sé. Reykjavíkurborg hefur veitt
slík verðlaun og eitt þessara verð-
launahúsa heitir Melstaður og
stendur á Bráðræðisholti. Þetta
hús er nú til sölu hjá fasteignasöl-
unni Ásbyrgi.
„Hús þetta er mjög fahegt ein-
býlishús á góðri eignarlóð á
Grandavegi 38, en húsið er byggt
árið 1882 úr timbri og er hæð og
ris. Geymslukjallari er undir hús-
inu,“ sagði Eiríkur Óli Ámason hjá
Ásbyrgi.
„Þetta er virkilega fallegt hús og
afar vel endurbyggt," sagði Eirík-
skiptast í raun í tvö hús, sem era
tengd saman með sameiginlegum
stigapalli. í hvora húsi era tvær
íbúðir, efri og neðri íbúð og er
gengið inn í efri íbúðina af stiga-
palhnum en meðfram stigapallin-
um inn í þá neðri.
íbúðimar á efri hæð eru 96,3
ferm. en íbúðirnar á neðri hæð er
95,5 ferm. íbúðimar verða afhent-
ar fullbúnar en án gólfefna og er
verð þeirra þannig 8,2 mihj. kr.
„Þetta era því ódýrar íbúðir miðað
við íbúðir af þessari stærð,“ sagði
Bergsveinn.“
Um 80% kaupverðs-
ins lánuð
„Greiðslukjör á íbúðum okkar
era afar hagstæð fyrir kaupend-
ur, en við bjóðum þeim mjög rúm
lánaskjör," sagði Bergsveinn enn-
fremur. „Þeir greiða 65% af kaup-
verðinu með húsbréfum og síðan
lánum við 1 millj. kr. til viðbótar
til 15 ára með veði í íbúðinni.
Þessi lán eru með 7,25% ársvöxt-
um. Með þessu fá kaupendur um
80% af kaupverðinu lánuð.
Greiðslubyrðin af þessum lán-
um er ekki þyngri en svo, að það
er stöðugur straumur af fólki úr
félagslega kerfinu í íbúðir byggð-
ar með permaformaðferðinni.
Fólk sér, að það ræður við að
kaupa þær, enda þekkjum við
varla vanskil hjá kaupendum.
Þessar íbúðir hafa hka reynzt
mjög góðar í endursölu og þær
fáu íbúðir, sem hafa farið á mark-
aðinn á ný, seljast á stundinni.
Aðdragandinn að permaformí-
búðum okkar í Hafnarfirði hefur
staðið all langan tíma eða nær tvö
ár. Á þeim tíma hafa margir, sem
áhuga hafa á þessum íbúðum, ver-
ið í stöðugu sambandi við okkur,
til þessað fylgjast með framgangi
mála. Ég er því ekki í nokkrum
vafa um, að eftirspurn eftir þess-
um íbúðum á eftir að verða mjög
góð.
En við höfum ekki heldur látið
staðar numið við smíði á íbúðum
með permaformaðferðinni í Mos-
fellsbæ," sagði Bergsveinn Ólafs-
son að lokum. „Framundan er
smíði á áttatíu íbúðum við Huldu-
hlíð.“
ur ennfremur. „Á aðalhæð era
tvær stórar stofur, stórt fjöl-
skylduherbergi með útgangi út á
góða suðurverönd, baðherbergi og
eitt svefnherbergi. I risi eru þrjú
svefnherbergi og lítið hol og í kjall-
ara er geymsla. Allar innréttingar í
húsinu era snyrtilegar og sam-
stæðar og þess hefur verið gætt að
þær séu í sem uppranalegastri
mynd.
Húsið er allt endurnýjað m.a. all-
ar lagnir, ofnar að hluta, nýlegir
gluggar, klæðning og nýlegt þak.
Möguleiki er á að byggja bílskúr á
lóðinni, sem er stór eignarlóð og
vel gróin. Ásett verð er 12,4 millj.
kr.“
Hluti af stærra hverfi
íbúðir Álftáróss í Hafnarfirði )
era hluti af stærra hverfi, þar sem j
byggðar verða tæplega 80 íbúðir .
alls, aðahega einbýlishús á einni 1
eða tveimur hæðum auk
permaformíbúðanna. Búið er að
leggja allar götur og þegar búið að
úthluta talsverðum hluta af lóðun-
um í hverfinu. Fyrstu húsin ættu
því að rísa í vor.
Aðkoma að hverfinu er frá
Reykjanesbraut um Suðurbraut.
Böm munu sækja skóla í Hvaleyr;
arskóla, sem er skammt undan. í i
framtíðinni er gert ráð fyrir gang- (
stíg undir Reykjanesbrautina,
þannig að greiðfært verður úr
hverfinu á íþróttasvæði Hauka fyr-
ir ofan Reykanesbraut.
Hraunið setur mikið svipmót á
skipulag hverfisins, en höfundar
skipulagsins eru þau Pálmar
Kristmundsson arkitekt og Ragn-
hhdur Skarphéðinsdóttir, lands- i
lagsarkitekt. Hraunhellan þekur j
mest allt svæðið og gefur því mjög
sérstætt yfirbragð.
Austanvert á svæðinu og um
miðbik þess skdptast á hraun-
hryggir og gjótur, en vestanvert
er hraunið sléttara og rennur síð-
an saman við gróðurlendi og mela
næst golfvellinum. Auk útsýnis út
á sjóinn er gott útsýni til Sveiflu-
háls og th Bláfjalla.
Af hálfu skipulagsyfirvalda í 1
Hafnarffrði var lögð á það rík I
áherzla, að hraunið yrði látið halda |
sér og byggðin féhi sem bezt að
hrauninu, enda er hraunið aðals;
merki skipulagsgerðarinnar. í
skipulagsthlögunni er líka rík
áhersla lögð á opin svæði og úti-
vistaraðstöðu, svo og tengsl þeirra
við íbúðarbyggðina.
Fasteignasölur |
í blaðinu
í dag
Agnar Gústafsson bls. 26
Almenna fasteignasalan bls. 30
Ás bls. 10
Ásbyrgi bls. 24
Berg bls. 32
Bifröst bls. 4
Borgir bls. 7
Brynjólfur Jónsson bls. 13
Eignamiölun bls.16-17
Eignamiðlun bls. 10
Eignasalan bls. 30
Eignaval bls. 14
Fasteignamarkaður bls. 27
Fasteignamiðstöðin bls. 22
Fasteignasala íslands bls. 32
Fjárfesting bls. 26
Fold bls. 25
Garður bls. 30
Gimli bls. 11
H-Gæði bls. 13
Hátún bls. 19
Höll bis.12-13
Hóll Hf. bls. 20
Hraunhamar bls. 3
Húsakaup bls. 8
Húsvangur bls. 15
Höfði bls. 5
Kjöreign bls. 21
Lundur bls. 6
Lögmenn Suðurlandi bls. 6
Miðborg bls. 23
Óöal bls. 28
Séreign bls. 31
Skeifan bls. 29
Stakfell bls. 31
Valhöll bls. 9
Þingholt bls. 28
HORFT yfír byggingarsvæðið. Ibúðimar eiga að standa á mjög
fallegum stað niður við golfvöUinn á Hvaleyri með mjög góðu útsýni
út á sjóinn.
ÍBUÐARLAN
TIL ALLT AÐ
Þú átt góðu láni
að fagna hjá
Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis
SPARISJOÐUR
REYKIAVÍKUR OC NACRENNIS
HÚSIÐ Melstaður að Grandavegi 38 var byggt.1882. Húsið hefur feng-
ið verðlaun fyrir vel heppnaða endurnýjun. Ásett verð er 12,4 miiy.
kr., en húsið er til sölu hjá Ásbyrgi.
Fallegt einbýlishús
við Grandaveg