Morgunblaðið - 20.01.1998, Síða 14
14 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
1
MORGUNBLAÐIÐ
Sigurður Óskarsson
Lögg. fasteignasali
Viðar Örn Hauksson
Sölumaður
854 6654
Sveinn Ó. Sigurðsson
Sölumaður
----------------------— Sími 5880150
ATVINNUHÚSNÆÐI
Stórt skrifstofuhúsnæði í Reykjavík.
Við leitum að skrifstofuhúsnæði í Reykjavík 1500 - 2000 fm.
BÚJARÐIR
Vantar jörð á Suðurlandi.
Höfum kaupanda að jörð í Árnes- eða Rangárvallasýslu.
Kvóti ekki skilyrði.
Eftirspurn - Eftirspurn
Hjón sem selt hafa bráðvantar 3ja tii 4ra t Austurbæ, Breiðhoiti. f
j Árbær og Grafarvogur koma til greina. Verð frá 6 til 9m.
Höfum kaupanda af hæð í Hlíöum eða Háaleiti, einnig eftirspurn eft-
j ir 2-3ja herb. íbúðum á sama svæði.
Ungt par með barn, leita af 4ra herb. ibúð á Seltjarnamesi eða Vestur-
j bæ. Verðhugm óákveðin en jarðhæð eða gott aðgengi fyrir hjólastól atriði, j;
j lyftuhús kemur líka til greina.
Ungur maður vill kaupa einbýli eða rað/parhús í Vesturbæ I
j Reykjavíkur eða litla Skerjafirðinum. Verð allt að 13 millj. er með einstaklings-1
I íbúð uppí.
Mikil eftirspurn er eftir eignum i Garðabæ og Hafnarfirði. Okkur vantar j
einbýli, raðhús eða parhús á verðbilinu 12 til 18 milljónir fyrir traustan aðila.
Ung hjón með hund , vilja kaup 3-4ra íbúð i Vesturbæ eða Miðbæ, það j
j þarf að vera sérinngangur og garðblettur, lítið hús kæmi vel til greina. Verð- j
j hugm. 6 til 8 millj.
Kona utan af landi leitar 2 til 3ja herb. ibúð í viðhaldslitlu eða viðhalds-1
l frfu húsi, nálægð við miðbæ eða miðsvæðis í Rvík atriði.
: StarfSmannafélÖg leita að góðu sumarhúsi, staðsetning opin. Suður- j
j land er ofarlega á óskalistanum. Skipti á íbúð í Kópavogi eða bein kaup!
Fréffir af tnfertietinu
Nú undanfariö hafa margir haft samband við okkur og skráö eign sína á söluskrá í gegnum
netið. Þaö er mjög einfaldur skráningarmáti sem þiö getiö nálgast á heimasíðu okkar:
http://www.eignaval.is Kaupendur geta líka sent okkur tölvupóst um
sýnar óskir og við finnum óskaeignina þeirra.
Sæbólsbraut í Kóp. 226 fm
einbýlishús á sjávarlóð! Sérstaklega
skemmtilegt og vel staðsett hús, 2
baðherb. og 5 svefnherb. Möguleiki á
aukaíbúð með sér inngangi í kjallara.
innbyggt í húsið er bílskúr/bátaskýli.
1029
Birkigrund Tvær íbúðir. 175 fm aðal-
íbúð auk innb. bílskúrs og samþykkt 86 fm
séríbúð. Þessi eign hentar afar vel fyrir tvær
fjölskyldur sem búa vilja undir sama húsi.
Þessi gata var kjörin faliegasta gata Kópa-
vogs 1996. Teikn. á skrifstofu. V. 19,5 m.
9228
Reykjabyggð - Mosó. stórgiæsi-
legt 214 fm timburh. m. um 50 fm tvöf. bíl-
sk. Húsið er ekki alveg fullb., hlaðið m.
þýskum keramikstein að utan. 4 svefnh. 3
stofur mögul. Frábært hverfi. Áhv. 9,0 m. V.
13,5 m. 1001
Logafold Til sölu glæsil. 265 fm 6
herb. einbýli með 56 fm innb. bitsk. Lokuð
gata og fráb. útsýni. Draumaeign. Skoðið
og sannfærist! Áhv. 2 m. V. 18,3 m. 9648
Furuhjalli Snyrtilegt 208 fm einb. við
botnlangagötu með innb. 31,5 fm bílsk.
Bráðfallegt hús með fullfrág. garði og afar
notalegt að innan. Áhv 5,7 m. V. 19,5 m.
9639
Hraunbær Frábær 119 fm íb. á 1.
hæð í góðu fjölbýli. Áhv. byggsj.lán
3,1 m. V. 8,9 m. 6939
Austurberg Falleg 89 fm íb. á 4. h. í
mjög góðu fjölb. 18 fm. bílsk. V. 7,4 m.
6929
Stelkshólar Snyrtil. 89 fm íb. á 3.h.
með 24 fm. bílsk. Áhv. 4,4 m. V. 7,9 m.
Hlíðarhjalli Glæsil. 212 fm einb. með
37 fm bílsk. Allt í frábæru ástandi, fallegar
innréttingar og aðgengi til fyrirmyndar. Ar-
inn í notalegu holi og allt parket- og
flísalagt. V. 19,5 m. 9626
Hæðir
Álfhólsvegur - Kóp. rúmi. 100 fm
neðri sérhæð i þessu reisulega tvíbýli. Eign
á góðum stað I fallegu hverfi. Sérþvottah.
Eign á góðum stað. Bilskúr 20 fm V. 7,1 m.
1014
Safamýri 95 fm 3ja-4ra herb. íb. á
jarðh. í þríb. Góð eign í mjög góðu hverfi.
Skipti á stærri eign koma til greina. Áhv.
3,3 m. V. 7,9 m. 5923
Melhagi - tvær íbúðir. Ný-
komnar á sölu falleg 100 fm. sérhæð
með 34 fm bílskúr og 65 fm (búð í kjail-
ara. Verð á stærri íb. 9,5 m. Áhv. 4,2 m.
Verð á minni íb. 5,2 m. Ekkert áhv.
4ra til 7 herb.
__——
Hraunbær ‘95 fm á 2. hæð í
ágætu húsi, þvottahús innan íbúðar. V
7,2 m Seljendur eru að leita af sérbýli
með stórum bílskúr. 1053
6204
Skípholt Rúmgóð 5-6 herb. 118 fm ib.
á 2. h. i góðu húsi. V. 8,2 m. 6941
Reykás Vorum að fá í sölu mjög
vel skipulagða 131 fm íbúð, sem er á 2
hæðum. Innréttingar eru góðar, parket
og flísar á flestum gólfum, þvottahús
innan íbúðar. Áhv. 6 m V. 10,7 m
1032
Með byggingarsjóðsláni:
Björt og góð íbúð í litlu fjölb. við Engi-
hjalla ( Kópavogi. Parket á góifum, flísar
á eldhúsi og baði. Hús hefur verið
klætt og viðg. Áhv. 3 m. byggsj. + 1 m.
Flétturimi 76 fm mjög falleg og
skemtileg íbúð á 1 hæð með sér afgirtum
garði, innréttingar í eldhús og baöi sérstak-
lega skemtilegar. V. 6.950 þ. áhv. 4,5 m
1059
Stelkshólar Falleg 76 fm parketl. íb.
á 3. hæð í vönduðu húsi. V. 6,8 m. 5989
Neðstaleiti Stórglæsileg 121 fm eign Flétturimi Snotur 67 fm og 2ja til 3ja
á eftirsóttum stað. Góð lán. Áhv. 6,9 m. V. herb. íb. á 3. h. í notalegu fjölb. Áhv. 4 m.
11,9 m. 6948 V. 6,8 m. 5958
Víðimelur með byggingarsjóðs-
láni 79 fm björt og falleg íbúð parket
og flísar á gólfum, nýtt á baðherb. og
fl. Suðursvalir. Þú mátt ekki missa af
þessari. Áhv. 3,3 m byggsj. V. 6.950
þúsund 5996
Álftamýri 68 fm íb. S-svalir. Áhv. 650
þ. V. 5,9 m. 5077
2ja herb.
Frábær piparsveinaíbúð í
LjÓSheímum. 55 fm íbúð með
30 fm sérsvölum og frábæru útsýni. 9
hæð (efst í lyftuhúsi). Áhv. 2,6 m. V
5,2 m. 1034
Snorrabraut 50 fm kj.íb. lítið niðurgr.
Áhv. 2,5 m. V 4,1 m. 5231
----------4E20®----------
Ekkert greiðslumat! 55 fm
falleg íbúð við Krummhóla í góðu fjöl-
býli, nýtt Ijóst parket og önnur gólfefni
nýleg. V. 5,0 m. Áhvíl. byggsj. 3,4 m.
Seljendur eru að leita af 4ra í sama
hverfi. 1010
Álfhólsvegur . Gullfalleg 2ja herb. íb.
á jarðhæð með sérinngangi. Ekkert áhv. V.
4,4 m. 1049
Lautasmári 60 fm íbúð á 1. hæð
rúmlega tilbúin undir tréverk. Þvotthús
innan íbúðar. Seljandi hefur áhuga á
að taka sumarhús uppí kaupverð
eða að öllu leiti. 1043
ff Velkomin(n) á heimasíóu Eignavals www.eignaval.is
Það er farið að kólna
Lagnafréttir
Hitaskortur stafar oftast af því, að einhvers stað-
ar í kerfínu er hindrun, nánast stíflur, segir Sig-
urður Grétar Guðmundsson. Þær koma í veg fyr-
ir að vatnið renni eðlilega og í réttu magni inn á
ofnana til þess að hiti sé viðunandi.
VETUR er tæplega genginn í
garð á Suðurlandi, en í öðrum
landshlutum hefur hann heilsað
uppá, í það minnsta eru þeir famir
að sjá snjó á Norðurlandi og Akur-
eyringar spenna á sig skíðin og
bruna í brekkum.
Rangæingar mega búa við hinn
forna fjanda, sandbylinn, og biðja
ákaft um regn, helst snjókomu.
En það er óneitanlega farið að
kólna um land allt og var tími til
kominn, það er engum í hag að hafa
endaskipti á árstíðum og veðráttu.
En þegar kólnar fer sums staðar
að bera á því að ekki er nógu heitt
innandyra, þó að hitaveitan sé í
besta lagi. Það er gengið um húsið
og stillingar á sjálfvirkum ofnventl-
um hækkaðar en ekkert dugir, það
er ónógur hiti þrátt fyrir það og oft
lélegastur hiti á stærstu ofnunum.
Er þetta eðliiegt?
Já, því miður má kalla þetta eðli-
legt, en óviðunandi. Hvað er þá til
ráða, hvert á að leita?
Orsakir
Förum yfir hverjar eru helstu or-
sakir þess að hitakerfið gefur ekki
nægan hita þó vitað sé að það er nóg
af heitu vatni, það fossar úr hverjum
krana í baði eða eldhúsi.
Hitskorturinn er oftast af því að
einhversstaðar í kerfinu er hindrun,
nánast stíflur sem koma í veg fyrir að
vatnið renni eðlilega og í réttu magni
inn á ofnana til að hiti sé viðunandi. í
fyrsta lagi getur hindrunin verið í
ofnkrönunum.
Hitaveituvatnið hefur margs konar
náttúru auk þess að vera heitt og
veita hita og hreinlæti. Hitaveitu-
vatnið á íslandi er ekki einhver ein
tegund af vatni, hitaveituvatn getur
verið ótrúlega óiíkt frá einum stað til
annars. En í því eru ætíð margskon-
ar efni í mismunandi magni og oft ná
þessi efni að „falla út“ sem kallað er.
Það þýðir að þau ná að einangra sig
og setjast á ýmsa hluti, einkum í
sjálfvirkum ofnventlun. Þetta getur
endað með því að þessi efni ná að
festa hreyfanlega hluta ventilsins
þannig að hann getur orðið fastur, í
íokaðri stöðu oftast nær. Þá getur
orðið skortur á hita.
Á mælagrindinni, hvar sem hún er
nú staðsett, er oftast tæki sem nefn-
ist þrýstijafnari. Hiutverk þessa tæk-
is er að minnka þrýstinginn á vatninu
til að tryggja að ekki springi ofnar
eða leiðslur og ekki síður að tryggja
það að mismunur á þrýstingi inn á
kerfið og út af því sé í lágmarki. Ef
þessi mismunur er of mikill getur
farið að heyrast niður eða stöðugt
hljóð í kerfinu, ákaflega hvimleitt til
lengdar.
I þessu tæki eru blöðkur og hreyf-
anlegir hlutir sem einnig geta orðið
fastir af völdum efna í vatninu. Oft er
það svo og líklega oftast, að þessi
tæki eru sett upp í nýrri byggingu og
ekki litið á þau meðan allt „slampast“
en í raun þarf að yfirfara þrýsti-
jafnarann á fárra ára fresti.
Ef þetta gerist getur orðið skortur
á hita. Á öllum inntökum hitaveitna
eru sigti sem eiga að stöðva óhrein-
indi sem mögulegt er að komi með
vatninu. Svo mikil geta þessi óhrein-
indi verið að stórlega hamli vatns-
rennsli. Þá verður skortur á hita.
Tveir kranar
Á mælagrindinni, rétt íyrir innan
hitamælinn sem telur tonnin af heitu
vatni sem við notum, eru tveir kranar
sem þó eru ekki með neinu hand-
fangi. Þess í stað eru þeir með hettu
úr blikki, í gegnum göt á hettunni er
þræddur vír og endarnir þrykktir
með innsigli.
Hvaða dularfulli búnaður er þetta?
Þetta eru ventlarnir þar sem
starfsmenn hitaveitunnar stilla það
hámarksrennsli sem á að geta runnið
inn í húsið, þeir eru stilltir eftir stærð
hússins og þarafleiðandi vatnsþörf.
Þessir ventlar, sem í daglegu tali eru
kallaðir hemlar, eru sáralítið opnir
þar sem ekki á að renna mikið vatn,
svo sem í einbýlishúsi.
Þessi litla opnun getur orðið til
þess að ýmiss konar útfellingar eða
óhreinindi, sem komast í gegnum
sigtið, stífla ventlana að einhverju
eða öllu leyti.
Þá verður skortur á hita.
Hvað er til ráða?
Það fyrsta er að fá pípulagninga-
meistara til að koma á staðinn og
kanna hver er orsök þess að ekki
hitnar sem skyldi. Hann lagar stíflur
og festur í ofnventlum og hann skipt-
ir um blöðkur og pakkningar í þrýsti-
jafnara. Stundum getur verið að þörf
sé á að skipta alfarið um þessi tæki,
þá gerir pípulagningamaðurinn það.
En komist hann að því að orsökin
sé í hemlum hitaveitunnar eða sigt-
inu kallar hann til mann frá hitaveit-
unni, þessir hlutir eru í hennar lög-
sögu og því má hvorki pétur né páll
vasast í þeim hlutum. En ekki má
gleyma því að oft er orsök vandans
sú, að kerfið er algjörlega vanstillt.
Það getur orðið til þess að vatnið
renni ljúflega í gegnum litlu ofnana
en skilji þá stóru eftir. Þá er sama
hve mikið vatnsrennslið er aukið, hita
vantar frá stóru ofnunum, kalt er í
húsinu en reikningurinn frá hitaveit-
unni hækkar hressilega.