Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998
OQ9 NAGANO ’98
MORGUNBLAÐIÐ
Funaki varð sig-
urvegari í stökki af
120 metra palli
Tárin
runnu
niður
kinn-
arnar
Heimamenn stálu senunni í
stökki af 120 metra palli á laug-
ardag. Kazuyoshi Funald varð
ólympíumeistari og landi hans,
Masahiko Harada, náði langsta
stökki keppninnar, 136 metrum,
sem er met á pallinum í Hakuba.
Lendingin hjá honum var hins veg-
ar slæm og fékk hann því ekki
nægilega háa einkunn til að slá
Funaki og Finnann Jani Soininen
út. Hann varð því að gera sér þriðja
sætið að góðu.
Funaki, sem hefur forystu í
heimsbikarkeppninni, stökk 126 og
132,5 metra og hlaut 272,3 stig.
Finninn Soininen, sem varð ólymp-
íumeistari í stökki af 90 metra palli,
stökk 129,5 og 126,5 metra og hlaut
260,8 stig og var rétt á undan
Harada, sem fékk 258,3 stig. Hann
stökk aðeins 120 metra í fyrra
stökld sínu en risastökkið mældist
4,5 metrum lengra en gamla metið.
„Stökkin voru fullkomin hjá mér
og ég get ekld verið annað en stoltur.
Eg gat ekki stöðvað táraflóðið sem
rann niður kinnamar þegar ijóst var
að ég væri sigurvegari. Þetta var
ótrúleg upplifun," sagði Funaki sem
vann þriðju gullverðlaun Japana á
leikunum. Funaki, sem er 22 ára frá
Sapporo, fékk hæstu einkunn allra
dómara, 20 stig, fyrir stfl. „Þetta var
alvörukeppni og spennan var gríðar-
leg. Ég ætlaði mér fyrsta sætið og
það tókst.“
Reuter
HERMANN Maier gerði nánast það „ómögulega" að sigra í risasvigi eftir að hafa fall-
íð illa í brunkeppninni nokkrum dögum áður. Hann hafði ástæðu til að gleðjast og
var ánægður með gullpeninginn.
„Bijálæðingur-
inn“ tók gullið
Reuters
JAPANIR voru ánægðir með sina menn í stökki af 120 metra
palli. Kazuyoshi Funaki (t.v.) varð ólympíumeistari og Masahiko
Harada, náði langsta stökki keppninnar, 136 metrum, sem er
met á pallinum í Hakuba.
Kazuyoshi Funaki
Fæddur: 27. apríl 1975 (22 ára), í Yoichi í Japan.
Lögheimili: Sapporo, Japan.
Hæð: 173 sm. Þyngd: 63 kg.
Áhugamál: Veiðar, sund og kappakstur.
Árangur: Ólympíumeistari í stökki af 120 metra palli og
silfurverðlaunahafí í keppni á 90 metra palli. Er efstur í stigakeppni
heimsbikarsins um þessar mundir.
Yfirburðir
Rússa í
boðgöngu
RÚSSAR höfðu töluverða
yfirburði í 4x5 km boð-
göngu kvenna sem fram
fór í Nagano í gær. Það
var aðeins norska sveitin
sem veitti þeirri rússnesku
einhverja keppni í byijun
en eftir að Yelena Vyalbe
tók við á þriðja spretti var
ljóst hvert stefndi. Hún fór
fram úr Elinu Nilsen og
skilaði um 20 sekúndna
forskoti til Larissu Lazut-
inu sem tók síðasta sprett
Rússa. Hún gekk vel og
kom 24,5 sekúndum á und-
an þeirri norsku og fagn-
aði þriðju gullverðlaunum
sínum á leikunum. Rúss-
nesku stúlkurnar hafa unn-
ið allar boðgöngur sfðan á
leikunum í Calgary 1988.
Italska sveitin kom mjög
á óvart og náði þriðja sæti
og geta ítalir þakkað Stef-
aniu Belmondo það. Hún
tók síðasta sprett og var
sveitin þá í nfunda sæti,
47,6 sekúndum á eftir
svissnesku sveitinni sem
var í þriðja sæti. Belmondo
náði besta brautartímanum
og gekk á 26 sekúndum
betri tfma en Lazutina.
HERMANN Maier frá Austurríki
er engum líkur. Eftir hið mikla
fall hans í brunbrautinni fyrir
aðeins fjórum dögum kom hann
í risasvigið í gær og sigraði
með yfirburðum. Hann hefur
unnið öll heimsbikarmótin í
risasvigi í vetur og nú bætti
hann ólympíumeistaratitli í
safnið. Frábær skíðamaður.
essi 25 ára gamli múrari sýndi
hversu öflugur hann er. Hann
var rúmri hálfri sekúndu á undan
landa sínum, Hans Knauss, sem varð
annar. Didier Cuche frá Sviss náði
óvænt þriðja sæti.
„Ég er svo ánægður. Ég bjóst
aldrei við að ná þessum árangri. Það
var gott fyrir mig að keppninni var
frestað tvo daga í röð og ég fékk því
lengri tíma til að jafna mig eftir
brunið," sagði Maier. „Það var erfitt
að ná einbeitingu
áður en ég fór niður
því bnmið var enn í
huga mér. En um
leið og ég fór í
gegnum fyrsta hlið-
ið var það gleymt
og ég fann rétta
taktinn," sagði Mai-
er.
Knauss félagi
hans sagðist hafa
vitað að Maier
myndi gefa allt í
botn, enda væri
hann þekktur fyrir
það. „Arangur hans
er hreint frábær.
Ég talaði við hann
eftir byltuna í brun-
inu og þá leit hann
til himins og þakk-
að Guði að hann
væri ekki þar uppi.
Ég er mjög ánægð-
ur með annað sætið enda er þetta í
fyrsta sinn sem ég kemst á verð-
launapall á ólympíuleikum. Ég var
aðeins í 20. sæti á ÓL í Lille-
hammer,“ sagði Knauss.
„Ég mann ekki eftir nokkrum öðr-
um skíðamanni sem hefur sigrað mót
strax eftfr eins mikla byltu og Her-
mann lenti í,“ sagði Wemer Mai--
greiter, landsliðsþjálfari Austurríkis.
„Eftir slíkt fall er vanalrga ekki bú-
ist við miklu. Hann hefur sýnt að
hann er bestur - brjálæðingurinn
sigraði í dag,“ sagði þjálfarinn.
Maier sagði að hann hefði sofið vel
fyrir keppnina. „Það var auðvitað
draumurinn að sigra. En það var
erfitt að trúa því. Þetta sýnir að hlut-
irnir ganga ekki alltaf upp. Einn
daginn er allt bújð en þann næsta
fagnar þú sigri. Eg er nú mjög af-
slappaður og er tilbúinn í stórsvig-
ið,“ sagði ólympíumeistarinn.
Hermann Maier
Fæddur: 7. desember 1972 (25 ára)
Fæðingarstaður: Flachau, Austurríki.
Fjölskylduhagir: Ógiftur.
Stórmót/árangur: Þetta eru fyrstu ólympíuleikar
hans. Hann hefur ekki einu sinni keppt á heims-
meistaramóti. Hefur unnið tíu heimsbikarmót í
vetur á öðru ári sínu í keppninni. Hann er stiga-
hæstur í heildarstigakeppninnin. Hann hefur
unnið öll fjögur risasvigsmótin í vetur og nú
ólympíumeistari.
Annað: Hann er fyrrum múrai-i og skíðakennari.
Hann missti sæti sitt í unglingalandsliði Austur-
ríkismanna þegar hann var 15 ára, sagður með of
veikbyggð hné. Hann komst aftur í landsliðið eftir
að hafa verið með einn af tíu bestu brautartímun-
um sem undanfari í heimsbikannóti í heimabæ
sínum, Flachau. Hætti sem múrari í október 1996
og gerðist atvinnumaður í skíðaíþróttum. Vegna
þess hve gríðarlega sterkur hann er gengur hann
undfr gælunafninu „Tortímandinn“.