Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 B 9 KÖRFUKNATTLEIKUR KÖRFUKNATTLEIKUR Benedikt Guðmundsson, þjálfari bikarmeistara Grindavíkur Gekk upp eins og í lygasögu BENEDIKT Guðmundsson, þjálfari Grindvikinga, ákvað fyrir leikinn að geyma nokkur tromp uppi í erminni, til að hrella ís- firðinga þegar á hólminn væri komið - hann var búinn að ákveða að láta lið sitt leika sérstaka vörn - og ætlaði ekki að leyfa ísfirðingum að skora meira en sjötíu stig. „Við stefndum á að leika geysilega sterka vörn og settum upp visst varnaraf- brigði á móti þeim. Það gekk upp alveg eins og í lygasögu. Menn héldu eflaust að við værum eitthvað að misstíga okkur í vörninni í byrjun þegar Frikki og Bevis voru að skora undir körfunni hjá okkur, en það var einmitt vörnin sem við settum upp. Við ætluðum að taka bakverði þeirra út úr leiknum og leyfa Frikka og Bevis að leika lausum hala. Ég vissi að þessir tveir leikmenn myndu aldrei ná að skora áttatíu til níutíu stig. Við ákváðum að halda hinum niðri og það gekk eins og í lyga- sögu. Já, það var hreint ótrúlegt hvernig vörn okkar gekk upp,“ sagði Benedikt, sem var ánægður með sína menn. Hann má það svo sannarlega, þeir fóru algjörlega eftir dagskipun hans, sögðu: Lok, lok og læs...! Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Þegar Benedikt var spurður um hinn öfluga liðsstyrk sem hann væri með - valinn mann í hverju rúmi, brosti hann og sagði: „Það kom fram í fyrri hálfleik, hvað liðsheildin er góð - þá voru þeir Helgi Jónas, Grikkinn og Darrel ekki að skera sig neitt úr, heldur voru aðr- ir leikmenn að leika vel. Við getum alveg leikið körfuknattleik þó að þessir þrír, þríeykið sem talað er um, nái sér ekki á strik. Mér fínnst að við höfum sýnt mikinn liðs- styrk." Benedikt var ekki fullkomlega ánægður með sóknarleik sinna manna. „Sóknarleikurinn hjá okk- ur var á tímum nokkuð stirður. Það sýnir styrk að skora 95 stig í leik þar sem sóknarleikurinn nær ekki að rúlla eins og maður vill hafa hann.“ Er munurinn jafnmikill á liðun- um og lokatölurnar segja til um - 95:71? „Nei, ég get ekki skrifað undir það. Við vorum betri í þessum leik. Isfirðingar geta verið stoltir. Þeir eru með frábært lið, sem hefur staðið sig vel í vetur.“ Er það ekki annar bikar en þessi, sem þið sækist eftir? „Síðustu daga hefur keppnin um þennan bikar skipt mestu máli hjá okkur, næst verður það að tryggja okkur deildarbikarinn og eftir það hefst keppnin um þann stóra - sjálfan Islandsbikarinn. Það má segja að nýtt mót hefjist þegar úr- slitakeppnin byrjar - baráttan á eftir að harðna. Þó að við séum í efsta sætinu og það sé talið að við séum með besta liðið, geta orðið breytingar á í mars - eitthvað annað lið getur verið bú- ið að ná okkur þá.“ Hvaða lið eru líkleg til afreka og hafa verið á uppleið? „Njarðvíkingar hafa verið með góðan stíganda að undanfömu. Margir hafa verið að bíða eftir að þeir nái sér á strik. Þá er ég smeykur við lið eins og KFI og Tindastól. Margir gera sér ekki grein fyrir styrkleika liðanna, vegna þess að þau eru ekki af Suð- urnesjunum og hafa ekki verið að gera stóra hluti undanfarin ár. Þetta eru mjög sterk lið. KR-ingar eru á uppleið. Kefla- víkurliðið byrjaði ekki vel, en hefur verið að leika vel í vetur. Nú er að- eins spuming hvernig nýi útlend- ingurinn falli inn í leikskipulag liðs- ins. Haukar hafa sýnt mikinn styrk með því að halda sínu striki þó að þeir hafí misst Jón Amar Ingvars- son til Belgíu á miðju keppnistíma- bili. Við getum tapað fyrir öllum þessum liðum ef við hittum á slæm- an dag. Það er hörð keppni framundan. Já, hörð og spennandi keppni,“ sagði Benedikt Guð- mundsson. „Áttum í erfiðleikum með að stilla upp“ Guðni Ó. Guðnason, þjálfari ís- firðinga, sem var að leika sinn fimmta bikarúrslitaleik, var ekki ánægður eftir leikinn - sagði að leikurinn hafi ekki verið nægilega góður. „Við náðum ekki að nýta okkar styrkleika, það er að leika sem næst körfunni, inni í teig. Grindvíkingar náðu að ýta okkur út, þannig að við náðum ekki þeim skotum sem við vorum að leita eft- ir. Þá náðum við illa að opna fyrir þriggja stiga skytturnar, en það er þó þannig að við vinnum yfir- leitt ekki leiki á þriggja stiga skot- um. Grindvíkingar léku mjög sterka vörn, við áttum í erfiðleikum með að stilla upp. Þá hittu þeir mjög vel úr sínum skotum og það er erfitt að ráða við Grindvíkinga þegar þeir hitta svona." Benedikt, þjálfari Grindvíkinga, sagði fyrir leikinn, að það væri stefnan að láta ykkur ekki skora meira en sjötíu stig. Það heppnað- ist. „Hverjar urðu lokatölur?“ spurði Guðni og hann fékk að vita það - 95:71. „Of mikill munur, við erum vonsviknir. Já, þeim tókst ætlunarverk sitt. Þeir unnu mjög verðskuldaðan sigur. Ég vil óska þeim til hamingju með bikarmeist- aratitilinn," sagði Guðni. Góð breidd hjá Grindavík Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálf- ari í körfuknattleik, var meðal áhorfenda og sagði hann að það hefði verið einkum tvennt sem réð úrslitum. „í fyrsta lagi eru Grind- víkingar með miklu meiri breidd en ísfirðingar, það sýndu til dæmis Bergarnir tveir. í annan stað voru þriggja stiga skotin að fara niður hjá Grindvíkingum." Jón Kr. sagði að það hafi verið aðeins rétt í byrjun sem Isfirðingar hefðu veitt Grindvíkingum smá keppni. „Eina ógnun þeirra var Bevis. Ólafur Ormsson og Salas fengu fá tækifæri til að taka þriggja stiga skot. Það er stórkostlegur sigur fyrir Grindvíkinga að vinna leikinn með rúmlega tuttugu stiga mun. Sá mismunur segir allt - hvað Grinda- víkurliðið er betra en KFI. Wilson lék vel og mér fannst Helgi Jónas leika stórkostlega í sóknarleiknum, gegnumbrot hans vora glæsileg. Það er erfitt að eiga við Grindvík- inga, sem hafa verið að leika mjög góðan körfuknattleik. Vörn þeirra er góð, þeir era að pressa þriggja stiga skyttur andstæðinganna vel, vitandi að Grikkinn er þeim til hjálpar ef þeir missa leikmennina framhjá sér,“ sagði Jón Kr. Gísla- son. Frábær barátta Helgi Jónas Guðfinnsson náði sér ekki nægilega á strik í byrjun leiks, skoraði aðeins þrjú stig í fyrri hálfleik. Hann var ánægður í leikslok og sagði ekki annað hægt, því að það er ekki á hverjum degi sem maður hampar bikar. „Bar- áttan var frábær hjá okkur, við vorum ákveðnir allir sem einn að fagna sigri. Ég náði mér vel á strik í seinni hálfleik, en annars skiptir það ekki máli hvort ég skori þrjú stig eða tuttugu - aðal- málið er að fagna sigri. Þá er ég sáttur," sagði Helgi Jónas og bætti við. „Það gekk eftir sem var sett upp fyrir leikinn, að loka á skytturnar hjá þeim og láta Frikka og Bevis skora. Það tókst vel, skyttur ísfirðinga komust ekki inn í leikinn - og þar með náð- um við yfirhöndinni, sem við slepptum aldrei.“ „Við erum besta lið á íslandi" Morgunblaðið/Asdis TRYLLTUR fögnuður Grindvíkinga. Pétur R. Guðmundsson, fyrirliði þeirra, hampar bikarnum og við hlið hans stendur Helgi Jónas Guðfinnsson, sem átti mjög góðan leik, skoraði 19 stig og átti átta stoðsendingar. ÞETTA var harður leikur. Bæði lið börðust af krafti og ekkert var gefið eftir; ef við bættum við okkur gerðu þeir það líka,“ sagði Darryl Wilson, bandaríski leikmað- urinn í liði Grindvíkinga, kampakát- ur að leikslokum. „Þetta var mjög góður leikur að mínu mati. Liðsheildin hjá okkur var góð, ekki bara byrjunarliðið heldur líka þeir tveir sem komu mest inná af bekknum.“ Wilson hafði tiltölulega hægt um sig í fyrri hálfleik en fór á kostum eftir hlé. Blaðamaður fullyrti að Wil- son hefði verið tiltölulega „heitur“ eins og körfuboltamenn kalla það, þegar þeir hitta vel. „Nei, ég var ekki heitur i kvöld; þetta var eitt af þessum köldu, stórhríðarkvöldum...“ sagði hann, glotti og bætti við: „...í fyrri hálfleik. En í seinni hálfleik var allt annað að sjá til mín. Þá hitnaði ég, náði að „stela“ boltanum Þrír léku allan tímann HELGI Jónas Guðfínnsson lék allau tímann á laugardag; var á vellinum í 40 mínútur. Sömu sögu er að segja af fsfirðing- unum Friðrik E. Stefánssyni og David Bevis. Darryl Wilson ly'á Grindavík lék hins vegar í 39 mínútur; fór skamma stund af velli seint í leiknum eftir að hann fékk sinadrátt. nokkrum sinnum og liðið í heild náði sér mjög vel á strik. Við náðum að stilla strengi okkar vel saman.“ Besta lið á íslandi „Við erum með betra lið en þeir. Ég tel engan vafa á því. Þess vegna var mjög sárt að tapa fyrir KFÍ heima í Grindavík í vetur en við vor- um ákveðnir í að láta það ekki koma fyrir aftur. Þá komum við ekki nægi- lega vel undirbúnir til leiks en nú var allt annað uppi á teningnum. Við er- um, að mínu mati, besta lið á íslandi,“ sagði Grikkinn Konstantin Tsartsaris við Morgunblaðið að leikslokum. „Mér fannst þeir vera slæmir á taugum í leiknum; ég hef ekki séð þá svona áður. Það er örugglega vegna þess að um úrslitaleik var að ræða, en það skipti okkur ekki máli. Við erum með reyndara lið þannig að þetta var eins og hver annar leikur fjrir okkur.“ Ekki nógu ákveðnir „Við komum alls ekki nægilega ákveðnir til leiks í dag; fengum ekki á okkur nema fjórar villur í fyrri hálfleik en þeh' miklu fleiri. Það segir mér að við höfúm alls ekki tekið nægilega á í vöminni,“ sagði David Bevis, Banda- ríkjamaðurinn í liði KFI og langbesti maður liðsins, við Morgunblaðið. „Þetta hefur verið vandamál hjá okkiu' í síðustu leikjum, en ég kann enga skýringu á því hvers vegna svo er. Við höfum gjaman náð að koma af miklum krafti til leiks eftir leikhlé í vetur en það gerðist ekki núna. Þeir vom reyndir mjög „heitir“ fyrir utan - hittu þá frábærlega, og það gerði okk- ur geysilega erfitt fyrir í vöminni." Lífið er saltfiskur - og körfubolti LÍFIÐ er saltfiskur, var letrað á eitt auglýsingaskiltanna í Laug- ardalshöll þegar Grindvíkingar og ísfirðingar leiddu saman hesta sína í bikarúrslitaleik karla í körfuknattleik á laugardag. Athyglisverð tenging við Nóbelsskáldið á útfarardegi þess, kynni einhver að hugsa, því eins og íslendingar vita mæta vel er mikill sannleikur fólginn í orðum Sölku Völku: „þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl". Og hverjir ættu svo sem frekar að gera sér grein fyrir því en fólkið sem troðfyllti Höllina á laugardag; íbúar sjáv- arplássa eins og Grindavíkur og ísafjarðar, þó Vestfirðingarnir séu ef til vill frekar á þeirri skoðun að lífið sé skata ellegar harðfiskur. Darryl Wilson og Konstantinos Tsartsaris hafa lík- lega aldrei unnið í fiski en ekki er ofsagt að þeir, og aðrir leik- menn Grindavíkurliðsins, hafi boðið upp á veislu á laugardag og upp frá því borði stóðu þeir sigurvegarar; gerðu 95 stig í leiknum en ísfirðingar 71. Grindvíkingar körfuboltalið eiga betra en Isfirðingar. Það var vitað, en í leik sem þess- ■■■HH um getur auðvitað Skapti allt gerst. Það eru Hallgrímsson gömul sannindi og ný. Öllu skiptir að koma rétt stemmdur til leiks, að sjálfstraustið sé nægj- anlegt; að lakara liðið trúi því að það geti sigrað og sterkara liðið telji sér trú um að það þurfi að Wilson og Helgi fóm á kostum DARREL J. Wilson og Helgi Jónas Guðfinnsson fóru á kostum í seinni hálfleik og skoniðu þeir 39 af 46 stigum Grindvíkinga í hálfleiknum, eða 84,78% af stigum þeirra. Wilson var þá með 23 stig og HeJgi Jónas 16. Þeir skoruðu 35 af fyrstu 37 stigum Grind- víkinga _ í stöðunni 49:37 í 86:66, aðeins Bergur Eðvarðsson komst að með eina körfu, 66:54. Þríeykið hjá Grindavík, Wilson, Helgi Jónas og Tsartsaris, skoruðu saintals 68 stig í leiknum, eða 71,5% af stigum liðsins. hafa fyrir hlutunum. Ekki bar á öðru framan af en að öll væru þessi atriði í lagi. Leikurinn var í járnum, ísfirðingar tóku síðan forystu og héldu henni um stund. Þeir börðust eins og ljón og bæði lið léku hratt; nokkuð sem ekki var reiknað með að hentaði ísfirð- ingum. Enda fór svo að botninn datt úr leik þeirra síðari hluta fyrri hálfleiks. Engu var líkara en þeir misstu móðinn; þeim gekk illa að hitta körfuna, sóknarleik- urinn varð ómarkviss og vörnin - sem verið hafði góð - átti erfitt uppdráttar. Staðan var 30:30 upp úr miðjum hálfleik en þegar þar var komið sögu minntu skyttur Grindvíkinga á sig; munurinn varð sex stig eftir tvær þriggja stiga körfur og þegar Darrell Wil- son gerði síðustu körfu fyrri hálf- leiks - með þriggja stiga skoti langt utan af velli - breytti hann stöðunni í 49:37. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, sagði í Morgunblaðinu á laugardag að hann ætlaði sér að stilla upp vörn sem hentaði vel gegn ísfirð- ingum. Nema hvað. Og áætlunin gekk eftir; Grindvíkingar höfðu góðar gætur á langskyttum andstæðinganna, sem geta orðið erfiðar viðfangs nái þær að hitna, einsog sagt er, en vildu heldur láta stóru mennina skjóta innan teigs. David Bevis færði sér það í nyt, lék geysilega vel og gerði alls 32 stig í leikn- um og tók 16 fráköst, en getur augljós- lega ekki fært liðinu sigur nánast upp á eigin spýtur. Friðrik Stefánsson er stór og sterkur drengur, sem tók nú til að mynda 10 fráköst, en léleg skot eru veikleiki hans eins og berlega kom í ljós að þessu sinni. Hann gerði aðeins 11 stig og í raun skapaðist ekki mikil hætta þó hann fengi knöttinn inni í teig. Marcos Salas gerði 10 stig og Ólafur Ormsson aðeins 8, þannig að fullyrða má að varnaraðferð Grindvíkinga hafí gengið upp. Og þegar Grindavíkurliðið nær að hemja andstæðing sinn með góðum varnarleik getur niðurstaðan aðeins orðið ein. Sóknarleikur Grindvíkinga er frábær, þegar þeir ná sér virkilega á strik, og það gerðu þeir sannarlega í þessum mikilvæga leik. Helgi Jónas og Wilson era frábærar skyttur auk þess að hafa næmt auga fyrir samleik; Helgi gerði 19 stig og átti 8 stoðsendingar, Wilson gerði 37 stig og átti 5 stoðsend- ingar. Þeir höfðu reyndar tiltölulega hægt um sig í fyrri hálfleik en blómstr- uðu eftir hlé; skotin rötuðu rétta leið og gegnumbrot Helga Jónasar voru stór- kostleg. Þegar svo við bætist Grikkinn Tsartaris, sem skoraði reyndar aðeins + 12 stig, en tók 15 fráköst og varði 7 skot, eiga andstæðingarnir ekki von á góðu. En Grindavíkurliðið er vitaskuld ekki einvörðungu skipað þremur mönn- um; Bergur Hinriksson var t.d. dýr- mætur að þessu sinni, gerði 13 stig og lék mjög góða vörn gegn Bevis í seinni hálfleik. Þegar öllu er á botninn hvolft var sig- ur Grindvíkinga mjög sanngjam. Um tíma í seinni hálfleik leit út fyrir að Is- firðingar myndu ógna þeim en allt kom fyrir ekki. Tsartaris fékk 4. villu sína eft- ir aðeins sjö mín. og fór af velli, munur- inn var þá 14 stig, en þegar hann kom inná aftur seinni hluta hálfleiksins mun- aði 17 stigum. Þó hans nyti ekki við sýndu félagar hans hvers þeir era megn- ugir. Breiddin er mun meiri í hópi Grindvíkinga en Isfirðinga. Þrátt fyiúr að ísfirðingar hafi tapað úrslitaleiknum er ekki annað hægt að dást að þeim. Leikmönnunum, sem gerðu hvað þeir _gátu, og stuðnings- mönnum liðsins, Isfólkinu einsog það nefnir sig, sem fjölmenntu og hvöttu menn sína til dáða. Grindjánarnir svokölluðu úr Grindavík fóra einnig á kostum á áhorfendapöllunum og það voru þeir sem fógnuðu að leikslokum að þessu sinni. Sigurinn var þeirra, en segja má að íþróttin hafi í raun sigrað. Allt fór svo prúðmannlega fram, utan sem innan vallar. Boðið var upp á leik- sýningu sem unun var á að horfa. Grindvíkingar og ísfirðingar eiga þakkir skildar fyrir eftirminnilegan dag. Lið beggja hafa leikið vel í vetur og stuðningsmennirnir einmitt verið áber: andi fyrir skemmtilega framkomu. í þessum tveimur byggðarlögum er lífið fiskur. Fiskur og körfubolti. Lék við hvern sinn fing- Morgunblaðið/Ásdís DARRYL J. Wilson sækir að körfu ísfirðinga, Friðrik Stefánsson er til varnar. Wilson skoraði 37 stig í leiknum. ur i nyj- um skóm ÞEGAR leikhlé var tekið undir lok fyrri hálfleiksins notaði Grindvíkingurinn Darryl J. Wil- son tækifærið og bað liðstjórann Dagbjart Willardsson um nýja skó, en Wilson átti erfitt með að fóta sig á vellinum, þar sem búið var að festa sextán auglýsinga- dúka víðs vegar á völlinn - hann rann til hvað eftir annað. Dag- bjartur, sem söng baráttusöng Grindvíkinga; „Þeir skora og skora...“ inn á hljómplötu, fór inn í búningsklefa og náði í nýja skó fyrir Wilson, sem hann fór í í næsta leikhléi. Wilson byijaði á því að skora þriggja stiga körfu langt utan af velli nokkrum sek. fyrir leikhlé, 49:37. Hann setti síðan niður þriggja stiga skot í upphafí seinni hálfleiksins og skoraði sjö fyrstu stig Grindvík- inga í hálfleiknum. Já, Wilson lék við hvern sinn fingur í nýju skón- ■ KONSTANTINOS Tsartsaris, hinn hávaxni leikmaður Grindavík- ur, vann uppkastið í byrjun leiks- ins, er hann stökk upp með Friðriki Stefánssyni - sló knöttinn til Darryl J. Wilson. ■ ÞAÐ var við hæfí að Pétur R. Guðmundsson setti knöttinn fyrst- ur manna í körfuna og skoraði einu stig sín í leiknum, 2:0. Pétur er einn af fjóram Grindvíkingum, sem enn leika með, sem urðu bikarmeistarar 1995. Hinir era Helgi Jónas Guð- finnsson, Bergur Hinriksson og Unndór Sigurðsson. ■ HELGI Jónas Guðfhmsson reyndi fyrstur þriggja stiga skot, eða eftir eina mín. - skot hans geig- aði. Það var aftur á móti Guðlaugur Eyjólfsson sem skoraði með þriggja stiga skoti fyrir Grindavík skömmu síðar, 5:2. Næsta þriggja stiga karfa kom eftir 12,30 mín. er Grindvíkingurinn Bergur Hinriks- son skoraði 33:30 og í kjölfarið kom önnur þriggja stiga karfa frá Darryl J. Wilson 36:30. ■ ÞAÐ var ekki fyrr en í seinni hálfleik, er 22,30 mín. vora búnar af leiknum sem ísfirðingar settu nið- ur þriggja stiga skot. Það gerði Da- vid Bevis og undir lok leiksins skoraði Baldur Jónsson eina þriggja stiga körfu og Magnús Gislason tvær. ■ BALDUR og Magnús skoraðu aðeins með þessum þriggja stiga skotum. Einn Grindvíkingur skor- aði sín sex stig í leiknum með tveimur þriggja stiga körfúm, Guð- laugur Eyjólfsson. ■ GRINDVÍKINGAR settu niður ellefu þriggja stiga skot af 29 skot- um, eða 33 stig. Það vora 34,7% af stigum þeirra í leiknum. Helgi Jónas og Wilson settu niður fjórar hvor, Guðlaugur tvær og Bergur Hinriksson eina. ■ ÍSFIRÐINGAR nýttu aðeins fjögur þriggja stiga skot af 16, skoraðu 12 stig, eða 16,9% af stig- um sínum, með þriggja stiga skot- um. Magnús Gíslason setti niður tvö skot og þeir Bevis og Baldur eitt hvor. ■ NÝTING KFÍ í þriggja stiga skotum var 25%, en Grindvíkinga 37,9%._ ■ GRÍSKI leikmaðurinn Tsartsaris fékk sína fjórðu villu þegar 12 mín. vora til leiksloka og staðan 64:50 fyrir Grindavík. Hann var þá tek- inn af leikvelli, en kom inná undir lokin. ■ ÞEGAR 1,57 mín. vora eftir af leiknum og öraggur sigur Grind- víkinga í höfn, opnuðu þeir kassa sem hafði að geyma gular húfur, sem á stóð: Grindavík - bikarmeist- ari 1998. Leikmennimir á vara- mannabekknum settu húfurnar sti-ax upp. ■ ÍSFIRÐINGAR mættu með kór- ónur, en það verður að bíða betri tíma að leikmenn KFÍ setji þær upp. ■ DAVID Bevis skoraði 32 stig fyr- h- Isfirðinga, eða 45% af stigum þein-a. Friðrik Stefánsson skoraði ellefu stig, samtals skoraðu þeir 60,6% af stigum KFÍ. ■ DAVID Bevis tók flest fráköst í leiknum, eða 16. Hann tók tólf vam- arfráköst og fógur í sókn. Friðrik Stefánsson tók tíu fráköst, þannig að þeir félagar tóku samtals 26 frá- köst af 37 sem ísfirðingar tóku. ■ KONSTANTINOS Tsartsaris, tók 15 fráköst af 29 sem Grindvík- ingar tóku, ellefu í vöm og fjögur í sókn. ■ HELGI Jónas átti flestar stoðsendingar í leiknum, eða átta af 21 sendingum Grindvíkinga. Wil- son kom næstur á blaði með fimm sendingar, en David Bevis átti fjór- ar stoðsendingar af ellefu sending- um KFÍ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.