Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 5
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 B 5 OQ9 NAGANO ’98 Fyrstu verðlaun Danaá vetrar- leikum DANIR komu mjög á óvart er þeir utuiu silfurverðlaun í cur- ling kvenna í Nagano á sunnu- dag. Danir léku við Kanada í úrslitum og töpuðu 5:7 og unnu þar með fyrstu verðlaun Dana á Vetrarólympíuleikum frá upphafi. Flestir bjuggust við að Kanada myndi rúlla yfir Dani því Kandametm eru þre- faldir heimsmeistarar í grein- inni. En heimsmeistararnir þurftu að hafa ntikið fyrir sigrinum. „Þetta er frábært. Nú er Damnörk komin á blað og það er mikill heiður fyrir okkur að hafa tekið þátt í því,“ sagði Helena Blach Lavrsen, fyrirliði danska liðsins. Um 1,3 milljónir manna stunda curling í Kanada, en aðeins nokkrir tugir í Danmörku. Danska ólympíuliðið hafði ekki einu sinni aðstöðu til æfinga í Dan- mörku og varð því að leita út fyrir landsteinana með æfing- ar sínar fyrir leikana. Svisslendingar komu á óvart Svisslendingar komu mjög á óvart í curlingkeppni karla og urðu ólympíumeistarar í fyrsta sinn. Þeir unnu Kandamenn, sem fyrirfram voru taldir sig- urstranglegastir, auðveldlega í úrslitaleik 9:3. Patrick Hu- erlimann, fyrirliði Svisslend- inga, var mjög ánægður og sagði að þessi úrslit væru lík- lega þau óvæntustu á leikun- um. Sigur Sviss kom aðeins daginn eftir að einn liðsmanna Kanada hafði lýst því yfir að Kanadamenn hefðu það mikla yfirburði, að 50. besta liðið hjá þeim myndi auðveldlega vinna hvaða lið sem væri frá Evrópu. Hann hefði betur látið þessi orð ósögð! Reuters Seizinger aftur best Brynja með 23. besta tímann BRYNJA Hrönn Þorsteinsdóttir frá Akureyri var fyrst íslendinganna til að keppa á Ólympíuleikunum í Nagano í gær er hún tók þátt í fyrri hluta alpatvfkeppninnar, bruni. Hún var með rásnúmer 18, eins og sést á myndinni, og náði 23. besta tíman- um og var 5,97 sekúndum á eftir ólympíumeistaranum í bruni, Katju Seizinger frá Þýskalandi, sem náði besta tímanum. 32 keppendur tóku þátt í tvíkeppninni, en fimm þeirra náðu ekki að komast í mark. Kristinn Svanbergsson, fram- kvæmdastjóri SKÍ, sagðist ánægður með árangur Brynju. „Við erum ánægð með hana. Hún var að keppa í fyrsta sinn í bnmi og því ekki hægt að búast við að hún standist þeim bestu snúning. Hún náði mun betri tíma en í þremur æfingaferðum sem hún fór í brautina og það er já- kvætt,“ sagði hann. Brynja var með rásnúmer 16 í síð- ari hluta tvíkeppninnar, sviginu, sem fram fór rétt eftir miðnætti í nótt. Hún er fyrsti íslendingurinn sem keppir í tvíkeppni á Ólympíu- leikum. Reuters ÞÝSKA skíðadrottningin Katja Seizinger (t.h) varð ólympíumeistari í bruni kvenna í Nagano eins og í Lillehammer 1994. Með henni er Pernilla Wiberg frá Svíþjóð, sem varð önnur. Brunið í tvíkeppninni fór fram í sömu braut og aðalbrunið síðar í gær. Katja Seizinger var rétt búin að fagna ólympíumeistaratitlinum þegar hún þurfti að fara aftur nið- ur í tvíkeppninni. Hún keyrði þá enn hraðar og náði besta tímanum og Perailla Wiberg kom næst, 0,34 sek á eftir. Wiberg verður að telj- ast sigurstranglegust í tvíkeppn- inni því hún er mjög góð svigkona, mun betri en Seizinger. ÞÝSKA skíðadrottningin Katja Seizinger varð ólympíumeistari í bruni kvenna í Nagano í gær og skráði nafn sitt á spjöld sög- unnar með því að verða fyrsta konan til að verja ólympíutitil í bruni. Hún hefur haft mikla yfirburði í hraðagreinunum í vetur og því koma sigur hennar ekki á óvart. Pernilla Wiberg frá Sví- þjóð varð önnur og vann fyrstu verðlaun Svía í bruni á ólympíu- leikum. Florence Masnada varð þriðja og er fyrst franskra kvenna til að vinna til verðlauna í bruni ólympíuleika frá því 1968. Picabo Street frá Bandaríkjun- og hafnaði í fimmta sæti. „Brautin um, sem varð ólympíumeistari var mjög erfið og ekki sú sama og í risasviginu, náði sér ekki á strik þegar við æfðum í henni,“ sagði Street. Brautin var færð niður um 275 metra frá því á æfingunum á fostudag og var Street óánægð með það. „Það er mikið afrek að verja titil- inn í bruni og ég er í sjöunda himni,“ sagði Seizinger em hafði fyrir keppnina gagnrýnt fram- kvæmdanefndina fyrir að vera með of létta og lítt krefjandi braut. „Það var mikil upplifun að sigra í bruninu í Lillehammer og hún er jafnvel enn meiri við að verja titil- inn, fjórum árum síðar. Aðstæður voru eins og best verður á kosið, en brautin var ekki eins krefjandi og ég hefði óskað,“ sagði ólympíu- meistarinn. „Silfuraerðlaunin eru mér afar mikilvæg, sérstaklega vegna meiðslanna sem hafa hrjáð mig í vetur,“ sagði Perailla, sem rif- beinsbrotnaði í desember. Hún bjóst þvi ekki við miklu í Nagano. „Eg var búin að fara svo oft niður brautina í huganum að það var ekkert sem kom mér á óvart. Að- stæður vora líka hagstæðar fyrir mig,“ sagði hún. Þetta vora fyrstu verðlaun Svía í Nagano. Seizinger fýrsl til að verja ÓL-titil í bruni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.