Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 12
12 B PRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 KNATTSPYRNA MORGUNB LAÐIÐ Þrenna hjá Ronaldo Juventus hefur enn fjögurra stiga forystu í ítölsku deildinni og það var ekki síst fyrir góðan leik sókn- ardúetsins Alessandro Del Piero og Filippo Inzaghi. Hvor um sig gerði eitt mark þegar liðið vann Samp- doria 3:0 og hafa þeir félagar nú gert 37 mörk fyrir Juventus í vetur og slíkum árangri hefur enginn sóknardúett náð síðan þeir Michel Platini og Paulo Rossi voru hjá Ju- ve. Þriðja markið gerði Daniel Fon- seca, sem kom inná fyrir Izaghi, eft- ir sendingu frá Del Piero. Ronaldo var einnig í essinu sínu um helgina og gerði þrennu er Inter Milan vann Lecce 5:0. Hann hefur verið gagnrýndur talsvert að und- anförnu fyrir að leika ekki nógu vei en forráðamenn Inter Milan hljóta að vera í sjöunda himni með pilt þessa dagana. Það gerist varla betra í einum leik en að gera þrjú mörk og leggja eitt upp, en hann lagði upp mark Mauros Milanese, hans fyrsta mark fyrir félagið en hann var nýlega keyptur frá Parma. Oliver Bierhoff tryggði Udinese eitt stig er liðið var í heimsókn hjá Parma. Bierhoff, sem er marka- hæsti maður deildarinnar með 17 mörk, jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en lið Parma var manni færra allt frá því skömmu fyrir leik- hlé. Hollendingurinn Patrick Kiuivert gerði tvö mörk þegar AC Milan vann bikarmeistara Vicenza 4:1 og þóttu leikmenn Milan sýna gamal- kunna takta. Leikmenn PSG teknir á beinið MICHEL Denisot, forseti Parísar St. Germain, sakaði suma leikmenn félagsins um að virða hvorki þaö né stuðn- ingmenn þess eftir að liðið tapaði 1:0 heima á móti Nantes í frönsku deildinni um helgina, en þetta var fjórða tap liðsins í röð. I frönskum fjölmiðlum kom fram að PSG hefði haft sam- band við Arrigo Sacchi, fyrr- verandi þjálfara AC Milan og ítalska landsliðsins, en Marco Simone, fyrrverandi miðheiji AC Milan, varði brasih'ska þjálfarann Ricardo hjá PSG. „Við eigum í erfiðleikum en það kemur fyrir öll lið. í fyrra skiptum við um þjálfara hjá Milan en það breytti engu.“ Paris St. Germain er í fímmta sæti, sex stigum á eftir Marseille og Metz í efsta sæti. Owen er bestur Reuters MICHAEL Owen fagnar þriðja marki sínu gegn Sheffield Wednesday og um leið nýju meti. Hann er yngsti leikmaðurinn sem gert hefur þrennu í úrvalsdeildinni. Michael Owen óstöðvandi Mi daga gamall - varð á laugar- dag yngsti leikmaðurinn til að gera þrennu í ensku úrvalsdeildinni, þeg- ar hann skoraði öll mörk Liverpool í 3-3 jafntefli við Sheffield Wednes- day á Hillsborough. Er hann þriðji yngsti þrennugerðarmaðurinn í efstu deild ensku knattspyrnunnar frá upphafi, aðeins Alan Shearer og Jimmy Greaves voru yngri þegar þeir gerðu fyrst þrjú mörk í deildar- leik. Shearer 17 ára og 240 daga þegar hann skoraði fyrir Sout- hampton gegn Arsenal í apríl 1988 og Greaves 17 ára og tíu mánaða þegar hann gerði þrennu fyrir Chel- sea gegn Portsmouth í desember 1957. Sheffield Wednesday komst í 3-1 í leiknum með mörkum frá Benito Carbone, Paolo Di Canio og Andy Hinchliffe en Owen bjargaði andliti gestanna. Engu að síður gefur jafn- teflið ekki rétta mynd af gangi mála því sóknarmenn Liverpool, einkum Owen, fóru á kostum og hefði vörn- in staðið sína plikt hefði liðið unnið auðveldan sigur. Það gerði hún hins vegar ekki, frekar en gegn Sout- hampton um síðustu helgi, og ætli Liverpool að velta féndunum fornu, Eyjólfur góður á móti Bayern Eyjólfur Sverrisson og samherjar í Hertha unnu Bayem Munchen 2:1 í þýsku deildinni um helgina. Eyjólfur var öflugur í vörn Hertha og þó Bayern sótti stíft undir lokin stóðust nýliðamir áhlaupið að við- stöddum 76.000 áhorfendum á ólympíuleikvanginum í Berlín. Mich- ael Preetz skoraði á 18. mínútu og Ant Covic bætti öðm marki við 20 mínútum fyrir leikslok, en aðeins Oliver Kahn í marki Bayern kom í veg fyrir að nýliðarnir gerðu fleiri mörk. Preetz skallaði í eigin mark á 83. mínútu og þar við sat. Lothar Mattháus, vamarmaður hjá Bayern, sagði að andi Valent- ínusardagsins hafi verið ofarlega í huga samherja sinna. ,Á þessum degi gefa menn gjafir til þeirra sem þeir elska. í dag fékk Hertha gjöf- ina“ sagði hann, en við sigurinn færðust nýliðamir upp um tvö sæti og em í áttunda sæti með 50% ár- angur. Kaiserslautern vann Stuttgart 1:0 og er með fimm stiga forystu. Mari- an Hristov frá Búlgaríu nýtti sér varnarmistök undir lokin og skoraði af öryggi en þetta var fyrsta tap Stuttgart á heimavelli í vetur. Upp- selt var á völlinn, um 53.000 manns. Otto Rehhagel, þjálfari nýliðanna, hefur verið jarðbundinn allt tímabil- ið en gat ekki leynt bjartsýni sinni eftir sigurinn í Stuttgart. „Við mætt- um til leiks með því hugarfari að nýta færin og gerðum það. Ég er ánægður með sigurinn og útlitið er bjart hjá okkur.“ 1860 Munchen komst í 3:1 á móti Leverkusen en tapaði 4:3. Ulf Kirst- en, Marku Happe og Paolo Rink frá Brasilíu, sem gerði tvö mörk, skor- uðu fyrir Leverkusen í seinni hálf- leik. Werner Lorant, þjálfari 1860 sagði að það sem hann vildi segja um lið sitt væri ekki prenthæft en Christoph Daum, þjálfari Leverku- sen, hrósaði sínum mönnum í há- stert. „Þetta var sterkt fyrir liðsand- ann og við sýndum að menn mega aldrei gefast upp.“ Miðherjinn Erik Meijer hjá Leverkusen meiddist á hné og verður væntanlega frá í sex vikur. Bochum vann Gladbach 3:1 og fór úr fallsæti en Rostock vann Bielefeld 2:1 og er áfram í baráttu um Evr- ópusæti. Manchester United, af stalli er ljóst að stoppa verður í götin. Eftir að Owen hafði jafnað, 1-1, var sem heimamenn ætluðu að hanga á jafnteflinu. Ron Atkinson tefldi fram þremur miðvörðum eftir hlé í þeirri von að stöðva Owen og herbragðið bar árangur - lið hans gerði tvö mörk á sjö mínútum um miðjan seinni hálfleik. Eftir að Evans hafði skipt Karl- heinz Riedle og Patrik Berger inná fyrir varnarmennina Rob Jones og Björn Tore Kvarme fóru hjólin að snúast hjá gestunum og undrabam- ið gerði tvö mörk. Derby gerði góða ferð til Liver- pool, vann Everton 2:1 og fór í fimmta sætið. Þetta var fyrsta tap Everton á Goodison Park á árinu og auk þess missti liðið Duncan Fergu- son út af með rautt spjald fyrir háskaleik eftir stundarfjórðungs- leik. Franski miðherjinn Michael Madar hjá Everton fór meiddur af velli eftir 10 mínútur og Tony Grant fór sömu leið skömmu fyrir hlé. Lið- ið mátti ekki við þessu og á brattan var að sækja í stöðunni 2:0 en því tókst að klóra í bakkann áður en yf- ir lauk. Tottenham fékk Leicester í heim- sókn og gerðu liðin 1:1 jafntefli á White Hart Lane. David Ginola fór á kostum hjá Spurs en Pegguy Arp- hexad var líka frábær í marki Leicester og hirti fyrirgjafir landa síns hvað eftir annað. ■ Urslit /B14 ■ Staðan / B14 LIÐIN vika var merkileg í sögu Michaels Owens hjá Liverpool. Hann lék fyrsta landsleik sinn, var í byijun- arliði Englands á móti Cliile og er yngsti lands- liðsmaður Englands á öld- inni. Þessi rúmlega 18 ára piltur var svo aftur í sviðs- Ijósinu um helgina þegar hann gerði þrennu í fyrsta sinn á atvinnumannsferlin- um og er yngsti leikmaður- inn sem gerir þrennu í efstu deild á Englandi. Hann var maður fyrmefnds landsleiks að mati Sky- sjónvarpsstöðvarinnar og var maður leiksins í Sheffí- eld um helgina. Karlheinz Riedle, samherji lians frá Þýskalandi, var heldur ekki að skafa utan af því. „Ég hef aldrei kynnst miðheija eins og honum,“ sagði Þjóðveijinn sem hefur lengstum þurft að verma varamannabekkinn vegna frammistöðu Owens og Robbies Fowlers frammi. „Hann er sá besti sem ég hef leikið með.“ Riedle hefur leikið með mörgum góðum leikmönn- um eins og Rudi Völler og Jörgen Klinsmann. „Sign- ori var mjög góður en Owen er sá besti“ sagði hann, en Giuseppe Signori var samheiji hans hjá Lazio á Ítalíu. „Michael stendur upp úr.“ Ron Atkinson, knatt- spyrnusfjóri Sheffield Wed- nesday, hrósaði Owen líka. „Ég gerði breytingar í hálf- leik til að reyna að stöðva Owen sem hafði sýnt leik- mönnum mínum hæla sína hvað eftir annað. Þær skil- uðu sínu - hann gerði að- eins tvö mörk eftir þær.“ Glenn Hoddle var ánægð- ur með strákinn í lands- leiknum. „Þetta var frábær frammistaða með það f huga að um fyrsta lands- leik var að ræða. Fram- ganga hans hefur hjálpað honum á leiðinni til Frakk- lands og skemmdi svo sann- arlega ekki fyrir honum. Hann á ýmislegt ólært en hann verður æ betri.“ Roy Evans, sljóri Liver- pool, hefur gætt þess að of- bjóða honum ekki. „Ef álagið er of mikið verður hann lengur frá. Sýni hann þreytumerki tek ég hann úr liðinu.“ Evans sagðist hafa verið ánægður með piltinn í landsleiknum. „Ég sagði honum að snúa sér að viður- eign okkar á Hillsborough," sagði Evans og Owen gerði það heldur betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.