Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998
OQp NAGANO ’98
MORGUNBLAÐIÐ
Grisjuk
og Platov
vörðu
ólympíu-
titilinn
Rússneska parið Pasha Grisjuk
og Evgeny Platov vörðu ólymp-
íutitilinn í ísdansi í Nagano í gær og
voru um leið fyrst til þess í sögu
ieikanna. Þau sýndu frábær tilþrif
og fengu m.a. hæstu einkunn, 6,0
stig, frá tveimur dómurum fyrir
Jistfengi í frjálsa dansinum. Landar
þeirra, Anjelika Krylova og Oleg
Dvsiannikov, hlutu silfrið og
franska parið, Marina Anissina og
Gwendal Peizerat, bronsið.
„Það var auðvitað draumurinn
þegar við komum hingað að verja
titilinn," sagði Grisjuk eftir sigur-
‘inn. Hún var svo ánægð að gleðitár
runnu niður kinnar hennar þegar
urslitin voru ljós. „Við höfðum mikið
sjálfstraust, enda höfum við æft
mjög vel og búið okkur vel undir
þessa keppni. Við höfðum ánægju af
því sem við vorum að gera og nut-
Um þess,“ sagði Platov. „Það var
töluvert álag á okkur því flestir
bjuggust við sigri okkar, en við
stóðumst álagið og ég er mjög
ánægður.“
Þau hafa verið sigursæl og geta
nú státað _af tveimur gullverðlaun-
um frá Ólympíuleikum. Þau eru
fjórfaldir heimsmeistarar og þre-
faldir Evrópumeistarar. Þau búa í
Boston í Bandaríkjunum og æfa
undir handleiðslu rússneska þjálfar-
ans Tatiönu Tarasovu, sem einnig
er þjálfari Ilia Kulik, ólympíumeist-
ara í listhlaupi karla. Grisjuk og
Platov hafa ákveðið að gerast at-
vinnumenn í greininni eftir leikana í
Nagano.
Reuters
ILIA Kulik byrjaði fjögurra ára að leika sér á skautum á frosnum
tjörnum í Moskvuborg. Fljótlega komu einstakir hæfileikar hans í
Ijós og foreldrar hans sáu sig tilneydda að senda hann í
skautaskóla. Uppskeran 16 árum síðar er ólympíumeistaratitill.
Reuter
PASHA Grisjuk og Evgeny Platov frá Rússlandi vörðu ólympíutit-
ilinn í ísdansi í Nagano í gær og voru um leið fyrst til þess í sögu
leikanna. Þau sýndu frábær tilþrif í frjálsa dansinum.
Kulik er
sá besti
Byrjaði fjögurra ára að leika sér á skautum
á frosnum tjörnum í Moskvuborg
Rússinn Ilia Kulik varð á laugar-
daginn ólympíumeistari í list-
hlaupi karla á skautum. Æfíngar
hans voru vel útfærðar og öll
stökkin fullkomin. Hann tók m.a.
átta sinnum þrefalda skrúfu í æf-
ingum sínum. Þessi tvítugi
Moskvubúi fékk hæstu einkunn hjá
öllum níu dómurunum. Kanadíski
heimsmeistarinn Elvis Stojko vai-ð
annar og Frakkinn Philippe Cand-
eloro þriðji.
Kulik byrjaði fjögurra ára að
leika sér á skautum á frosnum
tjörnum í Moskvuborg. Hann hafði
gaman að því að vera á skautum
með bömunum í hverfinu sem
hann bjó í. Fljótlega komu einstak-
ir hæfileikar hans í Ijós og foreldr-
ar hans sáu sig tilneydda að senda
hann í skautaskóla. Fjölskylda
hans fékk síðan að sjá það á laug-
ardaginn, 16 árum síðar, að Kulik
er sá besti. Þetta eru þriðju ólymp-
íuleikamir í röð sem Rússar fagna
sigri. Viktor Petrenko vann í Al-
bertville 1992 og Alexei Urmanov í
Lillehammer 1994.
Kulik var heimsmeistari ungl-
inga árið 1995 og síðan Evrópu-
meistari mánuði síðar. Eftir það
náði hann öðru sæti á HM 1996, en
síðan bar ekki mikið á honum fyir
en á þessu ári. Þjálfari hans til árs-
ins 1996 var Victor Kudryavtsev.
Þá skipti hann um þjálfara og fór
til Boston í einkaþjálfun hjá Tati-
aníu Tarasovu.
„Við höfum unnið mjög stíft í
frjálsu æfingunum sem hafa verið
lakastar hjá mér hingað til,“ sagði
Kulik. „Eg hef góða undirstöðu
núna fyrir frjálsu æfingarnar og ef
ég geri mistök er ég maður til að
bæta þau upp.“ Tarasvoa þjálfari
sagði eftir sigurinn á laugardaginn:
„Þegar hann varð heimsmeistari
1995 var hann drengur, nú er hann
orðinn fullorðinn."
Heimsmeistarinn Elvis Stojko
náði ekki að sýna þær æfingar sem
hann ætlaði, því meiðsli í nára hafa
hrjáð hann undanfarið. Hann gat
ekki mikið æft fyrir keppnina í
Nagano og má teljast góður að
hafa náð í silfrið. Eftir keppnina
var hann mjög þjáður og gat varla
gengið.
Ítalía og
Kanada
deila gullinu
ÍTALIR og Kandamenn deildu
með sér gullverðlaununum í
tveggja manna sleðakeppni
leikanna. Þetta er aðeins í
annað sinn sem tveir sleðar
hafa deilt efsta sæt á ÓL, í
fyrra skiptið voru það Italir
og Þjóðverjar á leikunum í
Grenoble 1968. Þá var ákveðið
að Italir hlytu gullið því þeir
náðu besta brautartímanum í
einstakri umferð, en keppend-
ur fara fjórar ferðir, samtals
5,46 km. Þess má geta að tún-
inn er mældur upp á 1/1000
hluta úr sekúndu.
Koukleva
hitti best
GALINA Koukleva, hermaður
úr rússneska hernum, varð
ólympíumeistari í 7,5 km
skíðaskot.fimi kvenna á sunnu-
dag. Þýska stúlkan Ursula
Dils varð önnur og landa
hennar, Kartin Apel, þriðja.
Það gekk ekki vel hjá
Kouklevu í byijun því hún
hitti ekki vel og Dils hafði for-
ystu þar til kom að siðasta
skotbakkanum. Þá urðu henni
á mistök, hún hitti ekki og
varð að taka aukahring og það
íijTtti Koukleva sér og sigraði.
Olympíumeistarinn frá því í
Lillehammer, Myriam Bedard
frá Kanada, varð aðeins í 32.
sæti.
Postma
setti met
HOLLENSKI skautakappinn
Ids Postma (24 ára) var
sterkastur á svellinu í 1.000
metra skautahlaupi á sunnu-
dag. Hann skautaði vega-
Iengdina á 1.10,64 nun. og
bætti dlympíumet Bandaríkja-
mannsins Dan Jansen frá því í
Lillehammer fyrir fjórum ár-
um. Landi hans, Jan Bos, sem
er núverandi heimsmeistari í
greininni, varð annar á
1.10,71 mín. og Hiroyasu
Shimzu frá Japan, þriðji á
1.11,00. Heimsmethafinn, Jer-
emy Wotherspoon frá Kanada,
varð að sætta sig við sjötta
sæti.
Stojko frá í
tvær vikur
KANADÍSKI heimsmeistarinn
í listhlaupi á skautum, Elvis
Stojko, verður frá keppni
vegna meiðsla næstu tvær vik-
urnar. Stojko varð annar í list-
lilaupinu á eftir Rússanum Ilia
Kuli á laugardag og er fullyrt
að meiðsli hans í nára hafi
kostað hann gullið. Hann var
sárþjáður í keppninni á laug-
ardag og gat því ekki beitt sér
eins og hami á vanda til.
Læknir lians segir að nú verði
hann að hvflast í minnst tvær
vikur ef hann ætlar að verða
orðinn góður fyrir lieims-
meistaramótið sem verður í
lok mars.
Frestað sex
sinnum
EKKI hefur gengið áfallalaust
að keppa í alpagreinum á
Ólympíuleikunum. Veður hef-
ur sett strik í reikninginn og
hafa fimm keppnisdagar fallið
úr vegna veðurs. Á laugardag-
inn átti að keppa í risasvigi
karla og var keppninni frestað
sex sinnum, alltaf um hálftíma
í senn, en eins og svo oft áður
var ekki hægt að keppa vegna
þoku og snjókomu.