Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 B 7 KÖRFUKNATTLEBKUR Góð pressuvörn dugði „VIÐ spiluðum mjög vel og frábæra vöm í fyrri hálfleik, sem lagði gmnninn að sigrinum, þær urðu ráðvilltar í sókninni gegn stífri pressuvöm okkar,“ sagði Anna María Sveinsdóttir, þjálfari og leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn. „Það er að vísu alltaf stress í byijun í svona leik og tekur nokkrar mfnútur að komast yfir það en eftir það var ljóst hvemig leikar fæm. Hefðin er líka okkar megin, við vitum út í hvað við emm að fara og síðastliðin sex ár hefur pressan alltaf verið mikil á okkur þannig að það var ekki möguleiki á að við mættum til leiks með vanmat í huga. Við kunn- um þetta og emm alltaf tilbúnar. I liðinu em nokkrar ungar stúlk- ur en þær léku vel í dag - hafa eflaust smitast af okkur hinum eldri.“ Morgunblaðið/Ásdis ERLA Reynisdóttir fyririiði lyftir sigurlaununum í Bikarkeppni KKÍ hátt á loft. A eftir henni koma Jennifer Boucek, Lóa Björg Gestsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir og Bryndís Harpa Magnúsdóttir. Bikarinn fór fimmta árið í röð til Keflavíkur Létu ekki hefðina nægja KEFLAVÍKURSTÚLKUR höfðu vissulega hefðina með sér þegar þær mættu ÍS í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni á laugardaginn - höfðu unnið bikarkeppnina fimm ár í röð. Þær vissu engu að síður að slíkt fleytti liðinu ekki langt og slógu hvergi af svo að eftir tíu mínútna baráttu höfðu þær náð undirtökunum í leiknum, sem þær héldu til loka og sigruðu örugglega 70:54. eflvíkingar byrjuðu strax með ■^pressuvöm, sem gekk ágætlega en hittnin var afleit í sóknarleiknum. Stefán Jenny Boucek sájþó Stefánsson um að skora. IS- skrífar stúlkur voru grimmari í frá- köstunum og ekki á þeim buxunum að láta vaða yfir sig. En þegar Erla Reynisdóttir skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð fyrir Keflavík eftir átta mínútur var ísinn brotinn og nokkuð dró af stúdínum. Pétur Ingvarsson, þjálfari IS, tók þá leikhlé, sem dugði til að ná upp baráttunni á ný en pressuvörn Keflvíkinga var ekki lengi að brjóta þá mótspymu á bak aftur og hafði 17 stiga forskot í leikhléi, 39:22. Eftir hlé juku Keflvíkingar forskotið hægt og sígandi án þess að stúdínur fengju nokkuð að gert. Fljótlega var öll spenna úr leiknum og varalið Keflvíkinga fékk að spreyta sig á meðan áhorfendur fylgdust hljóðlega með, h'tið fór fyrir hvatningu á pöllunum en meira var um skvaldur. Keflavíkurstúlkur sýndu mikinn styrk með því að gefa hvergi eftir þó þær hefðu náð ágætum tökum á leiknum. Jenny Boucek, erlendi leikmaðurinn í liðinu, var allt í öllu enda skoraði hún sjálf fleiri stig í fyrri hálfleik en allt ÍS-liðið. Kristín Blöndal og Erla Reynisdóttir börðust einnig ágætlega en stóm stúlkurnar réðu litlu undir körfunni. „Erfitt að ieika undir pressu“ „Við komum vel undirbúnar til leiks en þetta var erfitt og gekk ekki upp í dag. Það var erfitt að vera allan leikinn undir pressu en við reyndum að berjast eins og við gátum,“ sagði Alda Leif Jónsdóttir hjá ÍS eftir leikinn en hún átti ágætan leik ásamt Lovísu Guðmundsdóttur og Maríu Leifsdóttur. Stúlkurnar áttu við ofjarl að etja, stóðu í honum í upphafi en það tók sinn toll af þreki. Eg er stoltur af mínum stúlkum „BETRA liðið vann,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari ÍS, eftir leikinn en var stoltur af sínum stúlkum. „Við komum tilbúin til leiks eins og þær en þær voru bara betri. Ég bjóst ekki við að Keflvíkingarnir gæfu allt í leikinn og myndu vanmeta okkur en það gerðu þær alls ekki og börðust frá fyrstu mínútu. Annars er ég stoltur af mínum stúlkum, þær stóðu sig eins og hefjur. Ég bjóst við að þær gæfu allt í leik- inn og það gerðu þær en þegar við fáum á okkur sterka vörn lendum við oft í vandræðum. Við höfum svo sem ekki verið að velgja Keflvíkingum undir uggum í vetur enda þær með betra lið en ef við tök- um útlendinginn hjá þeim út, eru þetta svipuð lið,“ sagði Pétur Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.