Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 10

Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Vals- menn lausir úr flens- unni FÁUM kom á óvart 32:20 sigur nýbakaðra bikarmeistara Vals á botnliði Breiðabliks í Smár- anum á sunnudagskvöidið. Valsmenn flestir voru nýstignir úr flensu eins og sjá mátti á leik þeirra oft á tíðum svo að minni mótspyma en venjulega kom sér sérlega vel. Valsmenn ætluðu sér strax að ná undirtökunum en Blikar voru viðbúnir og stóðu upp í hárinu á þeim framan af en eins og í flestum leikjum Kópa- vogspiltanna í vetur Stefánsson kom slakur kafli> sem skrífar þrautreyndir Vals- menn nýttu sér til að ná öruggri forystu, 13:6. Blikar höfðu ekki sagt sitt síðasta og söx- uðu forskotið niður í fjögur mörk í upphafi síðari hálfleiks en þá dreif Jón Kristjánsson þjálfari og leik- maður Vals lið sitt á Iappir til að gera út um leikinn, sem þeir og gerðu. „Þetta var eins og allir leikir okkar í vetur, við náum of sjaldan að stilla upp í vömina og er þá refsað harð- lega. En við börðumst og andinn er enn í lagi en eftir því sem töpin verða fleiri verður þetta leiðinlegra," sagði Elvar Guðmundsson fyrirliði, sem átti ágætan leik ásamt Sigurbimi Narfasyni, Gunnar Jónssyni og Brynjari Geirssyni. Valsmenn hafa oft leikið betur en flensan sat greini- lega enn í sumum leikmönnum og mættu tveir síðustu úr flensunni fyrst á æfingu í gær. „Þetta hefur verið erfitt og við vomm kraftlausir en það er erfiðast við svona leiki að ná upp baráttu. Annars var þetta í lagi og bikarleikurinn situr ekki í okkur - hann er búinn og ekkert meira um það að segja,“ sagði Jón þjálfari eftir leikinn. Hann hélt sínu striki allan leikinn og til að byija með létu Davíð Olafsson og Ari Allansson ljós sitt skína. Góð ferð Gróttu/KR Sigfús G. Guðmundsson skrífar smínútum Gróttu/KR til Eyja Grótta/KR lauk ferð sinni til Eyja á laugardag eins og það hóf hana með því að sigra ÍBV 15:19 í síðari leik liðanna á tveim- ur dögum. Það blés ekki byr- lega á upphaf- leiksins fyrir því Eyjastúlkur byrjuðu vel, komust í 3:0. Það fannst þjálfara Gróttu/KR, Ágústi Jóhannssyni, full mik- ið. Hann bað um leikhlé og messaði hressilega yfír stelp- unum. Eftir það var ekki aftur snúið því lið Gróttu/KR jafn- aði leikinn fljótlega í 4:4 og náði síðan yfírhöndinni og hélt henni út leikinn. Anna Steinsen átti prýðis- leik fyrir Gróttu/KR, en rétt eins og í fyrri leik liðanna á föstudagskvöld var það liðs- heildin og góð vöm sem skil- aði liðinu góðum sigri. Hjá IBV var baráttan ekki fyrir hendi. Þær Eglé í markinu, Sandra Anulyte og Ingibjörg Jónsdóttir komust einna best frá leiknum. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson JASON Ólafsson, Aftureldingu, fær ekki góðar móttökur hjá KA-mönnunum Halldóri Sigfússyni og Björgvini Björgvinssyni. Vænlegt hjá Aftureldingu AFTURELDING bæUi stöðu sína á toppi deildarinnar eftir góða ferð til Akureyrar sl. sunnu- dagskvöld þar sem liðið sigraði KA örugglega, 27:22. Leikurinn var afskaplega fjörugur og dómarar leiksins nánast í akkorði við að senda menn út fyrir hliðarlínuna. Heimamenn sátu í skammarkróknum í 10 mínútur en gestirnir úr Mos- fellsbæ í heilar 22 mínútur, sem er sjaldgæfur árangur. Aft- urelding lenti fjórum sinnum i því að spila tveimur færri í drjúgan tíma en KA-menn höfðu ekki burði til að nýta sér liðsmuninn. Það kom í ljós í þessu uppgjöri toppliðanna að breiddin er mun meiri hjá Aftureldingu og KA má ekki við því að missa Stefán Þór lykilmenn. Jóhann G. Sæmundsson Jóhannsson er sem skrífar fyrr meiddur en var þó á leikskýrslu. Þá meiddust Karim Yala og Leó Öm Þorleifsson í leiknum og voru tölu- vert frá meðan þeim var komið í leik- hæft ástand á ný. Heimamenn bitu þó vel frá sér í fyrri hálfleik og komust í 6:4 á 11. mínútu en þá skor- aði Afturelding 5 mörk í röð og breytti stöðunni í 6:9. Þessu forskoti hélt liðið þrátt fyrir að lenda í brott- vísunum því KA-menn voru afar mis- tækir og skoruðu aðeins 4 mörk síð- ustu 19 mínútur hálfleiksins og stað- an í leikhléi var 10:13. Afturelding byijaði seinni hálfleik tveimur leikmönnum færri en liðið hélt þó forskotinu og jók það frekar. Þetta endurtók sig þrisvar f hálf- leiknum, tveir leikmenn Afturelding- ar voru reknir út af með skömmu millibili en KA tókst samt ekki að minnka muninn. Það var þó enn spenna í leiknum þegar um 10 mín- útur voru eftir og staðan 19:21 en þá skoraði Einar Gunnar Sigurðsson fyrir Aftureldingu þegar 4 leikmenn liðsins sóttu á móti fullskipaðri vöm KA. Þetta var högg í andlit heima- manna og ekki bætti úr skák fyrir þá að Bergsveinn Bergsveinsson var orðinn heitur í markinu. Eftirleikur- inn var auðveldur og Afturelding sigraði með 5 marka mun. Páll Þórólfsson átti stórleik, skor- aði 8 mörk og vann vel, Bergsveinn varði með tilþrifum og Einar Gunnar skoraði að vild þegar honum var hleypt í sóknina. Hjá KA voru það helst Sverrir Bjömsson og Karim Yala sem vom ógnandi og Sævar Ámason átti góða spretti. KA-menn era nú í þéttum hópi liða sem reyna að fylgja Aftureldingu eftir, en mótið er ekki búið. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, sagði að þetta hefði verið mikilvægur sigur en það væru erfiðir leikir framundan og deildarmeistaratitillinn engan veg- inn í höfn Góður sigur HK- manna á ÍR-ingum Sindri Bergmann Eiðsson skrifar HK-ingar áttu ekki í miklum erf- iðleikum með að sigra slakt lið ÍR er liðin mættust í Digranesinu á sunnudagskvöld. Leikurinn var jafn framan af, en með góðum lokaspretti kaffærðu HK-ing- amir IR, og enduðu fimm mörkum yfir 27-22. ÍR-ingar komu vel stemmdir til leiks, börðust vel í vöminni og skor- uðu úr fimm af fyrstu sex sóknunum, og komust í 5-1. Orka ÍR-inga fjaraði þó út eftir 10 mínútur og HK-ingar gengu á lagið og vora fljótir að jafna. Eftir það skiptust liðin á að skora og var leikurinn í jámum til hálfleiks, HK-ingar höfðu þó tveggja marka forskot í leikhlé, 13-11. ÍR-ingar byijuðu seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri, með því að ausa úr orku- brunni sínum. Skoraðu fyrstu þrjú mörkin, og komust yfir 13-14. Orka ÍR-inga var líkt og í fyrri hálfleik fljót að fjara út. HK skoraði næsta mark og leikurinn hélst jafn, eða allt þar til að um 10 mínútur vora eftir að HK-ingar skiptu um gír, vömin small saman, Hlynur Jó- hannesson lokaði markinu og HK komst í 23-20 þegar 4 mín. vora eft- ir. HK-ingar misstu tvo menn útaf og ÍR-ingar höfðu alla burði til að jafna. ÍR-ingum tókst hins vegar á undraverðan hátt að skora ekki mark, heldur fengu þeir á sig eitt og HK-menn vora með unninn leik. Liðin skiptust síðan á að skora og endaði leikurinn með 27-22 sigri HK. Sigurður Sveinsson, leikmaður og þjálfari HK, var þó ekki alveg sátt- ur eftir leikinn: „Vömin var góð, en sóknin var slök, við létum brjóta of mikið á okkur og létum boltann ekki rúlla. Við misstum einbeitinguna, annars hefðum við getað klárað leikinn miklu fyrr. Þeir voru miklu slakari en ég bjóst við, þetta var fjögurra stiga leikur og ég bjóst við þeim miklu grimmari." Um mögu- Ieika HK í úrslitakeppninni sagði Sigurður að þar sem þeir væra bún- ir að ná í stig úr sex af seinustu sjö leikjum, væri þetta allt í lagi og þeir stefndu ótrauðir á titilinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.