Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 13

Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 B 13 I I I i J I I I I I B 1 S I , ■ ð 8 i I 4 Hermann Hreiðarsson væng stýfði Dennis Bergkamp Ferguson foxillur vegna ummæla Andy Grays Darren Walsh HERMANN Hreiðarsson og Valerien Ismael kljást hér við Dennis Bergkamp á Highbury. EF ÞAÐ er eitthvað sem Denn- is Bergkamp hatar meira en að fljúga, hlýtur það að vera að kljást við Hermann Hreið- arsson. Hann stígur ekki upp í flugvél og án efa stæði honum á sama þótt hann sæi Eyja- manninn aldrei aftur - í það minnsta ekki á knattspyrnu- velli. Honum verður þó ekki að ósk sinni því lið þeirra, Ar- senal og Crystal Palace, muna mætast tvívegis á næstu níu dögum; í úrvalsdeildinni á laugardag og í bikarkeppni enska knattspyrnusambands- ins á miðvikudag í næstu viku, þar sem leik þeirra í 5. umferð lauk með markalausu jafntefli á sunnudag. Hermann og Bergkamp öttu nú kappi öðru sinni og líkt og í úr- valsdeildarleiknum í október hafði sá fyrrnefndi betur - stakk Berg- kamp nánast í vasann, ef svo má að orði komast, og var víða valinn mað- ur leiksins í fjölmiðlum. Maðurinn sem fyrirhafnarlítið hefur opnað hverja vörnina á fætur annarri í vetur komst hvorki lönd né strönd enda gætti Hermann hans eins og sjáaldurs auga síns. Þá sjaldan Bergkamp braust fram úr „skugg- anum“ voru samherjar hans engan veginn með á nótunum og í eina skiptið sem hann kom skoti á mark var miðvörðurinn Steve Bould sá eini sem áttaði sig þegar Kevin Miller markvörður missti knöttinn frá sér. Honum tókst ekki að skora! Öi’vænting Bergkamps jókst eftir því sem á leikinn leið og þrivegis reyndi hann að launa Hermanni lambið gráa - líkt og sóknarlotur Arsenal í leiknum runnu þær til- raunir út í sandinn. „Eins gott,“ sagði blaðamaður Daily Star í um- sögn sinni um leikinn. „Mynduð þið vilja efna til áfloga við mann sem lít- ur út eins og Dolph Lundgren og ætti vel heima í Rocky-kvikmynd?“ Bergkamp hafði þó ekki orð á illri meðferð á fundi með fréttamönnum eftir leikinn, sagðist ekkert hafa við leikstíl Hermanns að athuga. Á hinn bóginn sagði hann þreytu hafa setið í sér, hvernig svo sem á því stæði, og hann yrði að taka sig saman í andlitinu fyrir leikina sem við blasa, „tóma bikarúrslitaleiki", eins og hann komst að orði. Engin illindi ,Ársenal gerði ekki mark og ekki heldur Dennis Bergkamp, þannig að ég er ánægður," sagði Hermann. „Það hljóp eitthvert ergelsi í hann sem bendir til þess að ég hafí staðið mína plikt. Annars eru engin illindi okkar á milli, hann var með þeim fyrstu sem tóku í hönd mína að leik loknum.“ Arsene Wenger knattspymu- stjóri Arsenal gat þó ekki á sér set- ið að höggva í sama knérunn og eft- ir fyrstu glímu Hermanns og Hollendingsins, þegar hann hélt því fram að Hermann hefði beitt bola- brögðum. „Dennis Bergkamp var alltof oft haldið, eins og í fyrri leikn- um. Við verðum að kaupa á hann aukatreyju." Steve Coppell knattspyrnustjóri Palace spurði hins vegar frétta- menn hver væri hinn raunverulegi skúrkur í málinu? „Bergkamp er sjálfur nautsterkur og hikar ekki við að bakka inn í varnarmenn. Eðlileg viðbrögð eru að ýta á móti en Hermann stóð bara fast í fæt- urna. Hann er, sem fyrr, með hreina samvisku." Annars bar fátt til tíðinda á Hig- hbury á sunnudag, nema hvað bæði lið áttu að fá dæmda vítaspyrnu, Palace íyrir hlé en Arsenal í síðari hálfleik. Dómarinn var hins vegar á öðru máli. Lítið var um marktæki- færi en þau skárstu féllu útherjan- um Marc Overmars hjá Arsenal í skaut. Hann var hins vegar ekki á skotskónum. Óvenju lítið hefur verið um óvænt úrslit í bikarkeppninni á þessum vetri en þegar Gary Neville, vamar- maður Manchester United, klippti Andy Liddell, framherja Bamsley, niður í teignum þegar sjö mínútur lifðu af leik liðanna á Old Trafford á sunnudag hafa sennilega margir haldið að fyrsta sprengjan væri að falla. En hvað var a’tarna? Dómar- inn hristi höfuðið og gaf mönnum merki um að halda leik áfram. Nið- urstaðan varð jafntefli, 1-1. Gamla brýnið John Hendrie kom gestun- um yfir eftir farsakennd mistök markvarðarins Peters Schmeichels en Teddy Sheringham jafnaði fyrir United eftir glæsilegan undirbún- ing Ryans Giggs. Ferguson og Gray í hár saman Akvörðun dómarans vakti furðu margra og Andy Gray, knatt- spyrnuskýrandi hjá sjónvarpsstöð- inni Sky Sports, sem þekktur er Stórieikir í átta liða úrslitum NEWCASTLE á heimaleik á móti Manchester United eða Leicester í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar, en dregið var f 6. umferð á sunnudag. Arsenal eða Crystal Palace fær West Ham eða Blakburn f heimsókn, Coventry tekur á móti Sheffi- eid United og Wolvcrhampton sækir Leeds eða Wimbledon heim. fyrir tæpitungulaust tal, sagði eftir leikinn að um augljósa vítaspyrnu hefði verið að ræða. Síðan lengdi hann mál sitt: „Hefði þetta átt sér stað hinum megin á vellinum er ég sannfærður um að ákvörðunin hefði verið önnur.“ Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, brást ókvæða við þessum orðum: „Andy Gray fer með rangt mál þegar hann segir að við hefðum fengið vítaspyrnu undir sömu kringumstæðum. Það er bull hjá manni sem dirfíst að segja að hann sé ekki andsnúinn Manchester United.“ Ferguson gerðist aftur á móti ekki svo djarfur að bera blak af dómaranum, Michael Riley: „Atvik- ið hefur verið sýnt oftar á Sky en morðið á Kennedy. Þetta átti að vera vítaspyrna, ákvörðunin var röng. Ummæli Grays eru engu að síður kjaftæði." Ferguson rýkur sjaldan upp eins og naðra og viðbrögð hans á sunnu- dag benda til þess að honum sé órótt. Svo sem ekki að undra, gengi liðsins, sem lék við hvurn sinn fíng- ur fyrir áramót, hefur verið afleitt í síðustu leikjum og ekki var jafntefli við Barnsley, sem United kjöldró, 7- 0, í deildinni eigi alls fyrir löngu, til þess fallið að róa taugamar. Staða meistaranna er að vísu enn sterk í deildinni og bikarinn ef til vill ekk- ert markmið í sjálfu sér - það er Meistaradeild Evrópu sem veldur stjóranum áhyggjum. Þar ætlar hann sér sigur - allt annað yrði áfall. Eins og United lék gegn Bams- ley, einkum í fyrri hálfleik, verður liðið aftur á móti Frakklandsmeist- umm Mónakó auðveld bráð í fjórð- ungsúrslitunum í mars. Leikur þess var bragðdaufur og þótt krydd kæmi í hann þegar David Beckham stóð upp af bekknum í hálfleik á það enn langt í land með að ná fyrri styrk. Þess ber þó að geta að vösk sveit manna var fjarri góðu gamni á sunnudag, svo sem Butt, Scholes, Cole og Solskjær. Fyrsti sigur Coventry á Villa Park Fimm leikir voru í bikarkeppn- inni á laugardag og tryggðu Coventry, Newcastle og Leeds sér sæti í sjöttu umferð. Coventry lagði Aston Villa á Villa Park með marki frá rúmenska landsliðsmanninum Viorel Moldovan - hans fyrsta fyrir félagið. Þrátt fyrir gott gengi Coventry að undanfórnu verða úr- slitin að teljast óvænt þar sem fé- lagið hefur ekki unnið á Villa Park í annan tíma. „Við vomm betri,“ sagði Gordon Strachan, knatt- spymustjóri Coventry. „Við mætt- um til leiks með því hugarfari að sigra og leikmennimir voru mjög jákvæðir." Rod Wallace og Jimmy Floyd Hasselbaink komu Leeds í 2:0 á móti Birmingham en Gary Ablett og Peter Ndlovu jöfnuðu fyrir gest- ina í seinni hálfleik. Hasselbaink skoraði aftur þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði heimamönnum sigur. Alan Shearer skallaði í mark Tranmere eftir fyrirgjöf frá Alessandro Pistone um miðjan fyrri hálfleik og það nægði Newcastle til sigurs. Blackburn missti Kevin Gallacher út af með rautt spjald eftir hálftíma leik en gerði jafntefli, 2:2, við West Ham í Lundúnum. Gallacher skor- aði íyrir lið sitt í byrjun en eftir að Paul Kitson hafði jafnað gaf Skot- inn Eyal Berkovic olnbogaskot og var vikið af velli fyrir vikið. Berkovic kom West Ham yfir skömmu fyrir hlé en Chris Sutton jafnaði eftir liðlega klukkutíma leik. Harry Redknapp, stjóri West Ham, var vonsvikinn: „Þeir fengu eitt marktækifæri í seinni hálfleik og nýttu það. Við ættum ekki að þurfa að fara á Ewood Park.“ Wimbledon komst í 1:0 á móti Wolverhampton, Jason Euell skor- aði með skalla eftir stundarfjórð- ung, en Finninn Mixu Paatelainen jafnaði um miðjan seinni hálfleik. ■ ARSENAL hefur ekki unnið heimaleik í bikarkeppni enska knattspymusambandsins í fimm ár, lagði síðast Nottingham Forest í febrúar 1993. Síðan hefur liðið leikið sjö leiki á Highbury, tapað þremur og gert fjögur jafntefli. ■ STEVE Bould varnarmaður Ar- senal verður frá keppni næstu vik- umar eftir að hafa þumalfingur- brotnað í leiknum gegn Crystal Palace um helgina, jafnvel er óttast að hann leiki ekki meira á þessu keppnistímabili. ■ ALEX Ferguson knattspymu- stjóri Manchester United hefur gef- ið í skyn að hann muni ekki stilla upp sínu sterkasta liði þegar United sækir Barnsley heim í bikamum í næstu viku. Framundan sé stremb- in dagskrá í úrvalsdeildinni og Meistarakeppni Evrópu og fyrir vikið muni hann grípa tækifærið og hvfla lykilmenn í bikamum. Fergu- son er engu að síður sigurviss fyrir leikinn. ■ ÞAR sem Manchester United þarf að mæta Barnsley öðra sinni hefur viðureign liðsins og heimsúr- vals Eric Cantonas verið frestað um óákveðinn tíma en hún átti að fara fram 24. febrúar næstkomandi til að minnast Miinchen-slyssins hræði- lega, þar sem átta leikmenn United létu lífið íyrir fjöratíu áram. Að öllu óbreyttu verður leikurinn ekki háð- ur fyrr en í sumar þar sem Cantona verður í Mexíkó næstu þrjá mánuði að leika í kvikmynd. lordanescu fer til Grikklands ANGHEL Iordanescu, lands- liðsþjálfari Rúmemu sl. fimm ár, mun taka við landsliði Grikk- lands eftir HM í Frakklandi. Hann skrifaði undir samning við Grikki í gær um að hann verði þjálfari þeirra fram yfir EM 2000. „Takmarkið er að komast í úrslitakeppnina. Ég hef trú á því að það takist," sagði Iorda- nescu, sem mun stjóma lands- liði Rúmeníu í HM. Hann fær 20 millj. ísl. króna í árslaun og ef Grikkland kemst í lokakeppni EM fær hann svipaða upphæð aukalega. Alaves mætir Mallorka LEIKMENN 2. deildar liðsins Alaves á Spáni heldur í vonina að liðið verði fyrst liða utan 1. deildar frá 1980 til að leika til úrslita í bikarkeppninni á Spáni. Alaves leikur við Mallorka í undanúrslitum og fyrri leikinn heima. Liðið sem er frá bænum Vitoria í Baskahéruðunum hef- ur slegið út fjögur 1. deildar lið, þar af Real Madrid. Barcelona mætir Real Zaragoza í hinni undanúrslitaviðureigninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.