Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 16
KNATTSPYRNA
Steinar
til liðs
við ÍBV
Eyjamenn fara í æfingaferð til Kýpur og
hafa einnig sett stefnuna á Portúgal
Steinar Guðgeirsson, fyrirliði
Fram, hefur ákveðið að ganga
til liðs við Islandsmeistai-a ÍBV og
leika með félaginu næstu tvö árin.
Ekki hefur hann enn skrifað undir
samning, en það er aðeins formsat-
riði. Bjami Jóhannsson þjálfari
IBV staðfesti þetta í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Steinar er fjölhæfur leikmaður
‘sem fengur er að. Eg hugsa mér
hann fyrst og fremst á miðjuna til
þess að fylla skarð Sverris Sverris-
sonar sem allt bendir til að sé á
förum frá okkur,“ sagði Bjami
ennfremur.
„Islenskir knattspymumenn eru
orðnir svo vinsælir hjá félögum í
Evrópu eins og menn hafa orðið
varir við upp á síðkastið, en ég von-
ast til þess að ég missi ekki fleiri
leikmenn úr hópnum en raun er á.
Það er svo erfitt að byggja upp lið
þegar engin örugg vissa er fyrir
hendi hvað hóp maður hefur í
höndunum.“
Steinar bætist í hóp fleiri leik-
mann ÍBV sem dveljast á Reykja-
víkursvæðinu. „Við rekum meist-
araflokkinn í tveimur hópum, í
Reykjavík og í Eyjum og í raun og
veru er hópurinn aðeins saman í
þrjá mánuði í yfir árið.“
Að sögn Bjarna fer Eyjaliðið í
átta daga keppnis- og æfingaferð
til Kýpur undir lok næstu viku og
stefnt er að annarri ferð í síðari
hluta apríl, þá til Portúgal.
STEINAR Guðgeirsson, fyrirliði Fram, leikur með ÍBV næstu tvö
keppnistímabil.
Jakob
samdi við
Helsingborg
JAKOB Jónharðsson, vam-
armaður og fyrirliði bikar-
meistai-a Keflavíkur í knatt-
spyrnu, skrifaði í gær undir
þriggja ára samning við
sænska úrvalsdeildarliðið
Helsingborg. Hann heldur
utan til Svíþjóðar í lok vik-
unnar og fer með liðinu síð-
an í æfínga- og keppnisferð
til Kýpur í næstu viku.
Fyrir hjá sænska liðinu er
annar íslendingur, Hilmar
Bjömsson úr KR, sem gekk
til liðs við félagið fyrir
skömmu.
Sverrir er hjá
Sheff. Utd.
SVERRIR Sverrisson,
leikmaður íslandsmeistara
ÍBV, fór í gær til enska 1.
deildar liðsins Sheffield
United til þess að líta á
aðstæður með hugsanlegan
samning í huga. Þá stendur
til að Sverrir leiki með
varaliði félagsins í kvöld. í
framhaldi af honum kemur í
ijós hvort af samningum
verði.
Sverrir hefúr ekki útlokað
að ganga til samninga við
Malmö FF í Sviþjóð þar sem
hann var á dögunum, en
ákvað að setja það mál í salt
á meðan hann kannaði til
hh'tar hvað héngi á spýtunni
hjá Sheffieid.
BADMINTON
Sigur á
Frökkum
Frakkar fyrstu
mótherjarnir í EM
w
EM-DAGAR
FYRSTU leikimir í 4-riðli Evrópu-
keppninnar verða laugardaginn 5.
september og þá koma Frakkar í
„heimsókn. Aðrir leikir þann dag
eru Armem'a - Andorra og Ukraína
- Rússland. Síðan verður leikið sem
hér segir:
Laugardagur 10. október:
Andorra - Úkraína
Rússland - Frakkland
ARMENÍA - ÍSLAND
Miðvikudaginn 14. október:
Úkraína - Armenía
Frakkland - Andorra
! ÍSLAND - R ÚSSLAND
Laugardaginn 27. mars:
I ANDORRA - ÍSLAND
i Frakkland - Úkraína
■ Armenía - Rússland
. Miðvikudaginn 31. mars:
' ÚKRAÍNA - ÍSLAND
*kússland - Andorra
( Frakkland - Armenía
Laugardaginn 5. júní:
Úkraína - Andorra
Frakkland - Rússland
ÍSLAND - ARMENÍA
Miðvikudaginn 9. júní:
Andorra - Frakkland
R ÚSSLAND - ÍSLAND
Laugardaginn 4. september:
Úkraína - Frakkland
ÍSLAND - ANDORRA
Rússland - Armenía
Miðvikudaginn 8. september:
I Andorra - rússland
i ÍSLAND - ÚKRAÍNA
Armenía - frakkland
Laugardaginn 9. október:
FRAKKLAND - ÍSLAND
Rússland - Úkraína
Andorra - Armenía
Islendingar taka á móti Frökkum í
fyrsta leik Evrópukeppninnar í
knattspymu og verður leikurinn á
Laugardalsvellinum laugardaginn 5.
september. Fundur forráðamanna
liðanna í 4-riðli hittust í París í gær
og eftir sjö klukkustunda fund náðist
samkomulag. „Ég er þokkalega sátt-
ur við þessa niðurröðun," sagði Guð-
jón Þórðarson landsliðsþjálfari í
samtali við Morgunblaðið i gær-
kvöldi, en hann sótti fundinn ásamt
þeim Eggerti Magnússyni, formanni
KSÍ, og Geir Þorsteinssyni, fram-
kvæmdastjóra KSÍ.
„Það er oft talað um að betra sé að
byrja á léttari mótherjum, en ég
held það sé gott að byrja á því að fá
Frakka í heimsókn. Þeir eru með
skemmtilegt lið og búist er við miklu
af því í heimsmeistarakeppninni og
því verður skemmtilegt að fá Frakka
í heimsókn í september," sagði Guð-
jón.
Guðjón sagði að auðvitað fylgdi
því viss áhætta að leika á íslandi um
miðjan október en 14. þess mánaðar
koma Rússar í heimsókn. „Við hefð-
um getað leikið í desember á vellin-
um á síðasta ári, en þetta er eins og
rússnesk rúlletta, enda koma Rússar
í heimsókn," sagði Guðjón. Hann
sagði hins vegar að veðrið í Armeníu
í október ætti að vera í lagi en þar
leikur Island 10. október.
í lok mars verða tveir leikir, fyrst
í Andorra og þaðan verður farið
beint til Úkraínu. „Þeir sem leika í
Skandinavíu eru að hefja keppnis-
tímabilið og aðrir eru á fullu, nema
þeir sem eru heima. Við verðum að
sætta okkur við að leika á þessum
tíma, enda er ljóst að keppnistíma-
bilið er ekki aðeins S þrjá mánuði,“
sagði Guðjón.
ÍSLENSKA karlalandsliðið í bad-
minton tryggði sér sæti í milliriðli á
heimsmeistaramóti landsliða, sem nú
fer fram í Sandefjord i Noregi, með
því að sigra Frakka, 3:2, í síðasta
leik undanriðlanna. íslenska kvenna-
liðið er hins vegar úr leik eftir 3:2
tap fyrir Pólverjum.
í leik íslands og Frakkland reið
Tryggvi Nielsen á vaðið, lagði and-
stæðing sinn í einliðaleik, 15:11 og
15:12. Landsliðsþjálfarinn Broddi
Kristjánsson varð að játa sig sigrað-
an í þremur lotum. Það varð hlut-
skipti Sveins Sölvasonar að tapa sín-
um leik í tveimur lotum. íslendingar
gáfu á hinn bóginn ekkert eftir í tví-
liðaleiknum en báðar viðureignirnar
stóðu yfir í þijár lotur. Broddi og
Ámi Þór Hallgrímsson unnu 15:7,
9:15,15:9 og Tryggvi og Njörður Lu-
dvigsson unnu fyrstu lotuna í sínum
leik, 15:13,10:15 og 15:3.
Andstæðingar Islands í milliriðli
verða Úrkaína, Holland og Portúgal.
Fyrsti leikurinn fer fram í dag gegn
Úrkaínumönnum.
HANDKNATTLEIKUR
Duranona með 10 gegn Hameln
ROBERT Julian Duranona
gerði tíu mörk fyrir Eisenach
í 31:28 sigri á Alfreð Gíslasyni og
félögum í Hameln í þýsku 1. deild-
inni í handbolta um helgina. Ha-
meln vermir neðsta sæti deildar-
innar. Duranona gerði ekkert
mark úr vítum, en staðan var
13:10 í hálfleik fyrir Eisenach,
sem er í 10. sæti deildarinnar.
Islendingaliðin Dormagen og
Essen áttust við og vann Essen
Búið að reka þjálfara Dormagen
19:22 á útivelli. Patrekur Jóhann-
esson var markahæstur í liði Es-
sen með 6 mörk en Róbert Sig-
hvatsson, sem átti mjög góðan
leik, var markahæstur í lið Dor-
magen einnig með 6 mörk. Héð-
inn Gilsson gerði tvö mörk fyrir
Doramagen, sem komst yfir 4:0 -
og var með forustu allt þar til að
Essen jafnaði 16:16. Patrekur,
sem lék vel, og samherjar hans,
voru sterkari á endasprettinum.
Eftir leikinn var Hans-Joachim
Gossov, þjálfari Dormagen, látinn
taka poka sinn. Foiráðamenn
liðsins eru að leita að nýjum þjálf-
ara og þá á Norðurlöndum.
Wuppertal tapaði fyrir
Grosswallstadt á útivelli, 25:19.
Filippov var markahæstur í liði
Wuppertal með 6/1 mörk, Ólafur
Stefánsson gerði þrjú og Geir
Sveinsson eitt. Dagur Sigurðsson
lék ekki með vegna meiðsla, en
hann á enn eftir tvær vikur í að
verða leikfær.
Kiel sigraði Magdeburg auð-
veldlega, 30:20, og er langefst í
deildinni, með 37 stig eftir 22
leiki. Lemgo kemur næst með 32
stig og síðan Nettelstedt með 24
stig eftir 20 leiki.
ENGLAND: X 2 1 1 X X 2 X X 1X11
ITALIA: X 1 2 21X X X 1 X212