Morgunblaðið - 13.03.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.03.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1998 B 7 * DAGLEGT LÍF HÓPUR stúlkna frá Skautafélagi Reykjavíkur æfir nú af kappi fyrir Íslandsmót í listdansi. Rósa Ásgeirsdóttir, Linda Viðarsdóttir, Snædís Ingadóttir, Sigurlaug Árnadóttir og Ólöf Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Golli Draumurinn að keppa erlendis og læra í Englandi SKAUTADROTTNINGIN unga Michelle Kwan heillaði marga upp úr skónum á nýliðnum vetrarólympíu- leikum^ í Nagano, ekki síst Sigur- laugu Ámadóttur 13 ára nemanda í 8. bekk LJ í Hlíðaskóla. Fjórir flokkar æfa listdans hjá Skautafélagi Reykjavíkur og er Sig- urlaug ein fimm stúlkna sem lengst eru komnar. Þessa dagana eru þær að æfa fyrir íslandsmót í listdansi 21. mars næstkomandi og væntanlega opnunarhátíð skautasvellsins í Laug- ardal þar sem þær munu meðal ann- ars sýna hópdans sem á ensku nefn- ist „precision skating", nýja keppnis- grein þar sem nokkrir dansarar eru á svellinu í einu og hreyfa sig samtímis sem einn maður. Sigurlaug byrjaði að æfa skautaíþróttina sjö ára göm- ul á nýju svelli í Laugardal og á glænýjum skautum. Ekki spillti fyrir að Steinvör stóra systir var nýbyrjuð að æfa listdans. „Ég hafði rennt mér á skautum á Tjöm- inni og ósinum við Höfn í Hornafirði þegar ég átti heima þar. Við krakkarnir renndum okkur líka stundum á polli fyrir framan íþróttahúsið. Ég hafði verið í ballett en hætti og fannst gaman að byrja á íþrótt § sem enginn annar var að æfa. Listdans- ins virtist ágætis framhald af ballettinum og er líka spennandi íþróttagrein," segir hún. Stúlkumar æfa þrisvar til fjórum sinnum í viku en æfingatíminn hefur verið nokkuð á reiki fyrir Islandsmótið og tímar meðal annars fallið niður vegna framkvæmda við yfirbygginguna. „Að- staðan hefur að vísu batnað mikið síðan þakið var byggt því það var erfitt að æfa í rigningu eða þegar snjórinn festist á ísnum. Gallinn er hins vegar sá að okkur vantar þjálfara,“ segir Sigurlaug. Stelpurnar í hópn- um eru flestar 16-19 ára og sú elsta, sem er tvítug, hefur tekið kenn- arapróf ytra. Pær eldri hafa tekið að sér að leiðbeina krökkunum í yngsta hópnum sem er einna blandaðastur því þar eru bæði stelpur og strákar og áhuginn er slíkur hjá yngri kyn- slóðinni að til stendur að koma fimmta flokkinum á fót. Hópur Sigurlaugar fær síðan leiðsögn í þrjá daga um næstu helgi en þá kemur kennari frá Englandi til þess að hjálpa stelpunum fyrir ís- landsmótið. Erfitt en ótrúlega skemmtilegt Hún segir erfitt að læra listdans en ótrúlega skemmtilegt sé áhuginn fyrir hendi. Nauðsyn- legir eiginleikar eru gott úthald og líkamlegur styrkur og ekki spillir fyrir að vera liðugur því þá eru hreyfingarnar fallegri að hennar sögn. Að mörgu er að hyggja þegar ætlunin er að nema listdans til fullnustu. Fyrsta skrefið er að M; kunna vel að skauta afturábak og áfram, ' krossa, halda jafnvægi og stjórna brúnum skautanna svo hægt sé að gera ytri og innri boga. Sigurlaug Árnadóttir er ein þeirra stúlkna sem nú æfa af kappi fyrir Islandsmót í list- dansi á skautum. Helga Kristín Einarsdóttir spjallaði við þrettán ára skautadrottninffli með eldrautt hár. Þegar að stökkunum kemur er svo byrjað á valshoppi, sem er hálfhring- ur. Skautasnillingar eru ekki á hverju strái á íslandi segir Sigurlaug, sem ásamt stöllum sínum fjórum er lengst komin í íþróttinni og getur lent úr tvöföldu stökki. Ein þrautin er hringsnúningur á öðrum fæti eða pirouette líkt og í ballett og stökkin heita cherry-flip, toe-loop, salchow, loop, flip, lutz og axel útskýrir hún. Dansarinn snýr sér einn hring í loft- inu í þeim öllum nema axel þar sem farið er hálfan hring til viðbótar og þegar meiri færni er náð verður hringurinn tvöfaldur eða þrefaldur. Kúnstin er síðan að lenda bæði standandi og fallega. Sigurlaug segir að verið sé að reyna að koma skipu- lagi á íþróttina og að Islandsmót í listdansi hafi nú verið haldið tvö ár í röð. Stúlkumar hafa hins vegar farið í æfingabúðir til Englands tvö síðastliðin sumur vegna skorts á viðeigandi þjálfun hér. Ekki er heldur víst að þær komist allar út í sumar því kostnaður við skauta- tíma, leiðsögn, fæði, húsnæði, flugfar og uppihald er talsvert mikill segir Sigurlaug. „Mig langar mikið til þess að halda áfram að æfa, til dæmis í Bretlandi, því þar eru góðir kennarar,“ segir hún aðspurð um framtíðina. Hver stúlknanna um sig hefur samið æfingar fyrir Is- landsmótið að þessu sinni og byggt á kennslu sem þær fengu á námskeiðinu ytra í fyrrasumar. „Draumur- inn er að komast út og keppa, ekki á einhverju stórmóti heldur bara alþjóðlegu móti og öðlast reynslu. Ekki það að ég geri mér vonir um fyrsta sæt- ið. Ég vil bara fá að vera með,“ segir hún. Mamma saumar En keppni á íslands- móti felur í sér ýmislegt fleira en líkamlega áreynslu, svo sem klæðnað við hæfi. „Mamma saumaði á mig búning í fyrra en hann er orðinn dálítið lítill. Eg er að hugsa um að hafa þann nýja annað hvort rauðan eða grænan. Rauður passar við lagið en grænn á senni- lega betur við hárið á mér,“ segir Sigurlaug. Tónlistin er auðvitað úr stórmyndinni Titanic. „Lagið sem ég valdi er úr myndinni en samt ekki það sem er vinsælast núna. Myndin var æðislega skemmtileg. Ég var alveg eftir mig þegar hún var bú- in,“ segir Sigurlaug loks og í ljós kemur að fleiri heilla en Michelle Kwan. Kannski Leonardo Di Caprio? „Jú, ætli hann sé ekki aðal sjarmörinn," viðurkennir Sigurlaug Árnadóttir skautadrottning að síðustu. SIGURLAUG Árnadóttir er ein fárra sem getur lent úr tvöfóldu stökki. SYSTURNAR Sigurlaug, þá 8 ára, Ragnhildur Eik og Steinvör Þöll á skautum. Steinvör er hætt æfingum en öðru máli gegnir um þær yngri. 1ÖKÖ Z±oð Kæliskápar/ísskápar/Frystar VERSLUN FYRIR ALLA RAOGREIDSLUR Vi& Fellsmúla • Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-1 EUROCARD raðgreiðslur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.