Morgunblaðið - 15.03.1998, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
smíða í anda frönsku 18. aldar org-
elanna á sjöunda og áttunda ára-
tugnum. Stefna mín hefur alltaf
verið sú að taka fullt tillit til hefð-
anna en fylgja ekki einni ákveðinni
stefnu í blindni."
- Pú nefndir áðan ameríska 19.
aldar orgelið sem fyrirmynd að ein-
hverju leyti, er sterk hefð fyrir org-
elsmíði 1 Bandaríkjunum?
„Já, og það kom mér algjörlega í
opna skjöldu. Ég hafði ekki hug-
mynd um það. Þegar ég kom til
Boston í fyrsta skipti var farið með
mig í kynnisferð og mér sýnd amer-
ísk pípuorgel á Bostonsvæðinu frá
19. öld. Ég var alveg gáttaður á
fjölda þeirra og hversu vönduð
smíðin var og hvað þau höfðu mót-
aðan stíl. En nú er ég að tala um
orgel smíðuð á tímabihnu 1840-1890
því eftir það var aðaláherslan lögð á
stærð og hljómstyrk. Þetta gekk svo
langt að amerísk orgel smíðuð á
fyrri hluta þessarar aldar eru hálf-
gerð skrímsli í mínum huga. Það er
líka rétt að hafa í huga að ameríska
Nýja-Englands orgelið frá 19. öld
byggir á enskri hefð en ekki þýskri.
En orgelsmiðimir í Boston fóru sín-
ar eigin leiðir strax í byrjun 19. ald-
arinnar og mér finnst það dálítið
merkilegt að út frá því þróaðist al-
veg sérstakt hljóðfæri; rómantíska
19. aldar orgelið frá Boston sem
byggir á enska síð-barokkorgelinu.
Mér fannst - og finnst reyndar enn
- að þama hafi ég fundið týnda
hlekkinn í þeirri viðleitni að móta
orgel sem þjónaði jafii vel allri þeirri
ólíku tónlist sem samin hefur verið
fyrir kirkjuorgel í gegnum aldimar
og uppfyllti jafnfram þær fjölmörgu
þarfir sem nútímakirkjur og söfnuð-
ir þeirra hafa. Við skulum hafa í
huga að ameríska orgelinu var ætlað
annað hlutverk í kirkjunni en því
evrópska. Hinu ameríska var ætlað
að lyfta undir og styðja almennan
söng safnaðarins mun meira en tíðk-
aðist á meginlandi Evrópu eða í
Englandi á þeim tíma.“
- Er orgelsmíði ekki alveg jafnt
listgrein sem handverk?
„Það finnst mér. En námið geng-
ur alveg út frá því að þetta sé hand-
verk. í Þýskalandi þar sem ég lærði
mitt fag er námið byggt upp á ná-
kvæmlega sama hátt og húsgagna-
smíði og rafvirkjun, þetta er kennt
eins og hver önnur iðngrein. En
það er algjörlega út í hött, þar sem
handverkið, smíðin sjálf, er ekki
nema hluti af verkinu. Til þess að
verða góður orgelsmiður þarf að
sökkva sér í sögulegan, menningar-
legan og listrænan bakgrunn
ldrkjuorgelsins og kunna skil á tón-
listinni sem samin hefur verið fyrir
hljóðfærið í gegnum aldimar. Saga
kirkjubyggingarlistar er einnig
ómissandi þóttur. Þetta er afskap-
lega fullnægjandi starf vegna þess
hversu marga þræði það fléttar
saman. Sjálfur hef ég haft
óslökkvandi áhuga á kirkjuorgelum
síðan ég var þrettán ára og fyrir
mér er orgelsmíði hrein ástríða,
árátta sem maður getur ekki sporn-
að við. Ólæknandi baktería."
- Hvar kemur þú að verkinu?
Ertu hönnuður fyrst og fremst eða
smíðar þú hljóðfærið sjálfur?
„Ég lærði upphaflega húsgagna-
smíði og fór síðan á samning sem
nemi í orgelsmíði hjá einum virtasta
orgelsmiði í Þýskalandi á þeim
tíma, Von Beckerath í Hamborg.
Þetta var 1954, og ég gerði allt sem
gera þurfti, smíðaði belgi og pípur
og ef sú staða kæmi upp í dag þá
gæti ég smíðað pípuorgel af eigin
rammleik. í dag er starf mitt fólgið
í hönnun hljóðfæranna, sölu-
mennsku og ég sé einnig um tón-
stillingu (tonal finishing) hljóðfæris-
ins eftir að smíði þess er lokið. Hafi
ég tíma aflögu þá tek ég að mér að
hljómstilla (intónera) pípurnar."
Noack segir starfsmenn fyrir-
tækisins ekki marga, aðeins sjö
vinna við framleiðsluna, orgelsmíð-
ina sjálfa, og svo auk hans sjálfs
tæknilegur hönnuður og skrifstofu-
fólk. Noack hefur sjálfur þjálfað
alla orgelsmiðina sína og kennt
þeim handbragðið sem gefur
Noack-kirkjuorgelunum sinn sér-
staka blæ. „Þetta er afskaplega
góður hópur og samhentur, meðal-
starfsaldurinn er 15 ár í fyrirtæk-
inu og smiðirnir mínir eru framúr-
skarandi góðir fagmenn. Það er
„UM LE^^og smíðinni er lokið breytist tilgangur orgelsins,“ segir Fritz Noack orgelsmiður.
SMIÐAR ORGEL
AF ÁSTRÍÐU
Á dögunum var staddur hér á landi þýsk-
bandaríski orgelsmiðurinn Fritz Noack
sem smíðar ný pípuorgel í tvær kirkjur í
Reykjavík, Langholtskirkju og Neskirkju.
Hávar Sigurjónsson fann Noack á vett-
vangi í Langholtskirkju og forvitnaðist
um orgelin og orgelsmíðarnar.
SAMHLIÐA orgelkaupunum
verða gerðar umtalsverðar
breytingar í Langholtskirkj-
unni en nýja orgelið verður
staðsett innst fyrir miðjum kór og
mun að sjálfsögðu setja mikinn svip
á kirkjuna. Þá verður sett upp gler-
listaverk eftir Sigríði Asgeirsdóttur
í gluggagaflinn kórmegin og gengið
frá lofti kirkjunnar þannig að
hljómburður haldist sem bestur.
Samt sem áður eru allar breytingar
sem lúta að hljómburðinum til þess
gerðar að hann haldist sá sami og
verið hefur, að teknu tilliti til nýja
orgelsins. „Til þess að halda hljóm-
burðinum óbreyttum verður að gera
ýmsar breytingar," segir Fritz
Noack og bendir á að orgelið sé svo
umfangsmikið að það hefði talsverð
áhrif á hljómburðinn í kirkjunni ef
ekkert væri gert til aðlögunar.
Stærð hijóðfæranna tveggja er að
sögn Noacks í meðallagi eftir því
sem gerist um pípuorgel. „Þau eru
nokkum veginn helmingi minni en
orgelið í Hallgrímskirkju enda eru
kirkjubyggingarnar minni. Stærðin
segir þó alls ekki allt,“ segir Noack
með áherslu.
Fyrirtækið Noack Organ inc. er í
Georgetown, litlu þorpi utan við
Boston, og húsnæðið í anda starf-
seminnar, gömul skólabygging frá
fyrri hluta 19. aldar, þjónar þessu
virðulega hlutverki. „Þama er nægt
rými til að setja upp orgelin og
prófa þau, við grófstillum pípumar
og göngum úr skugga um allt sé í
lagi áður en hljóðfærið er sent burt
og sett upp á endanlegum áfanga-
stað. Með þessu móti teljum við
okkur tryggja bestu gæðin og við
látum ekkert orgel fara frá okkur
íyrr en við erum sannfærðir um að
það sé og verði eins og til er ætl-
ast.“
Gert er ráð fyrir að orgelin verði
sett upp í kirkjunum eftir rúmt ár
og mun stefnt að því að taka þau í
notkun haustið 1999. En hvers kon-
ar orgel ætlar Noack að smíða fyrir
kirkjumar tvær?
„Orgelinu í Langholtskirkju verð-
ur kannski best lýst með því að
segja það h'kjast norður-þýska síð-
barokkorgelinu, en lykilorðið í þess-
ari setningu er „líkjast". Þetta er
ekki eftirlíking, heldur er þetta skil-
getinn afkomandi barokkorgelsins,
en um leið er gert ráð fyrir að
seinni tíma orgeltónsmíðar njóti sín
fullkomlega á hljóðfærinu. En það
má líka segja að annar ekki fjar-
skyldur forfaðir komi úr allt annarri
ætt, þ.e. ameríska orgelið frá miðri
19. öld. Það hljóðfæri nær bestum
tökum á rómantískri orgeltónlist án
þess að takinu sé alveg sleppt af
klassíska orgelinu. Ef við berum
saman orgelin tvö myndi ég segja
að Neskirkjuorgelið verði líkara því
ameríska en Langholtskirkjuorgelið
líkist barokkorgelinu."
- Hvað ræður því að orgelin verða
svona ólík? Era það organistamir
eða orgelsmiðurinn sem ráða því?
„Bestu hjónaböndin era þau þar
sem báðir aðilar hafa sömu mark-
mið og svo reyndist vera í báðum
þessum tilfellum. En ef við ímynd-
um okkur að hvorki Jón Stefánsson
né Reynir Jónasson væra organist-
ar við kirkjumar er ég viss um að
niðurstaðan hefði orðið sú sama.
Þar ræður kirkjubyggingin sjálf
mestu; Langholtskirkjan kallar á
formfastara hljóðfæri en Neskirkj-
an á mýkra hljóðfæri, þótt alltaf sé
erfitt að fara út í svona samanburð
og skilgreiningar. En ég er sann-
færður um eftir að hafa hlýtt á
messur í báðum kirkjunum að þeim
er best þjónað með þeim hljóðfær-
um sem í smíðum era. Ég vil samt
taka það fram að munurinn á orgel-
unum tveimur er sennilega miklu
minni en orð mín gefa til kynna. En
munurinn er engu að síður til staðar
og okkur sem smíðum hljóðfærin
finnst það ólíkt skemmtilegra held-
ur en gera tvö eins.“
- Stafar munurinn af því að tónlist-
arstefnur organistanna era ólíkar?
„Nei, hann stafar ekki af því.
Hljóðfærin era ekki smíðuð sem
leikföng fyrir starfandi organista
kirknanna enda koma þeir og fara á
meðan hljóðfærið stendur í kirkj-
unni kynslóð fram af kynslóð. Ég
leyfí mér að taka dálítið stórt upp í
mig í þessu sambandi og segja að
aldrei hafi komið upp óánægja með
eitt einasta af þeim 135 kirkjuorg-
elum sem ég og samstarfsmenn
mínir höfum smíðað. Við höfum
kannski ekki alltaf verið í tísku,
eins og t.d. þegar vinsælt var að