Morgunblaðið - 15.03.1998, Page 10

Morgunblaðið - 15.03.1998, Page 10
10 E SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Miogarour Fjölskylduþjónustan í Grafarvogshverfi Verkefnisstjórar óskast til að taka þátt í spennandi mótunarstarfi í Mið- garði. Við auglýsum eftir: ★ Verkefnisstjóra á sviði fjölskylduþjónustu. Æskileg menntun erfélagsráðgjöf eða sálfræði en önnur háskólamenntun á sviði ráðgjafar kemurvel til greina. Um er að ræða þróunar- starf þar sem áhersla er lögð á að leiðbeina fjölslc/ldum í vanda, koma á fót stuðningshóp- um, samvinnuverkefnum og annast fræðslu til almennings, félagasamtaka og stofnana. ★ Verkefnisstjóra til að annast umsjón með heimaþjónustu og liðveislu. Æskileg menntun er félagsráðgjöf, hjúkrunar- fræði eða iðjuþjálfun. Um er að ræða afleysinga- stöðu í 6 mánuði vegna barnsburðarleyfis. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að fara óhefðbundnar leiðir í starfi og taka virk- an þátt í uppbyggingu á nútímalegri ráð- gjafaþjónustu. Þær kröfur eru gerðartil um- sækjenda um stöðu verkefnisstjóra fjöl- skylduþjónustu að þeir hafi góða hæfileika til þess að setja fram upplýsingar í ræðu og riti. Auk þess leggjum við ríka áherslu á pers- ónulega eiginleika eins og frumkvæði, jákvætt viðhorf, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til sam- vinnu. Ráðið verður í báðar stöðurnar frá 1. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri, í síma 587 9400. Hægt er að fá upplýsingar um Miðgarð á netinu og er veffangið http://www.rvk.is/midgardur. Umsóknarfresturertil 1. apríl nk. og skulu um- sóknir sendast til Miðgarðs, Langarima 21, 112 Reykjavík, bréfsími 587 9401, netfang midgard@rvk.is. Miðgarður, fjölskylduþjónustan í Grafarvogi, hóf starfsemi í septem- ber 1997. Rekstur miðstöðvarinnar er hluti af tilraunaverkefni Reykjav- íkurborgar í Grafarvogi. Miðgarður veitir íbúum, stofnunum og félaga- samtökum í G/afarvogi fjölþætta þjónustu. Meðal nokkurra verkefna má nefna ráðgjafaþjónustu við leik- og grunnskóla, félagslega ráðgjöf við íbúa, heimaþjónustu fyrir alla aldurshópa, barnavernd, umsjón með daggæslu í heimahúsum og verkefnisstjórn með samvinnuverk- efninu Grafarvogur í góðum málum. Á miðstöðinni starfa saman iðjuþjálfi, tómstundaráðgjafi, sálfræðingar, kennari, félagsráðgjafar og leikskólakennarar auk þjónustufulltrúa. Einnig hefur forvarnarfull- trúi lögreglunnar aðsetur í Miðgaröi. Eitt af markmiðum með stofnun Miðgarðs er að stuðla að eflingu íbúalýðræðis í Grafarvogi. Fulltrúar íbúasamtaka Grafarvogs eiga sæti í stjórnarnefnd Miðgarðs, stofnuð hafa verið Grafarvogsráð og ungmennaráð og fleiri verkefni eru í undirbúningi. Læknablaðið óskar eftir starfsmanni. Um er að ræða 50% starf sem gæti aukist. Starfið felst meðal annars í yfirlestri og frá- gangi greina. Krafist er mjög góðrar íslenskukunnáttu, góðr- ar kunnáttu í að minnsta kosti einu Norður- landamáli og ensku, tölvukunnáttu (ritvinnslu/ Word, Tok), sjálfstæðis í vinnubrögðum og þægilegs viðmóts. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af útgáfumálum og umbroti (Quark), þekki til starfa á heilbrigðissviðinu, hafi þekkingu á net- inu og Excel. Vinnutími og laun eru samkomulagsatriði. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf strax. Reynslutími er þrír mánuðir. Umsóknir sendist Læknablaðinu, Hlíðasmára 8,200 Kópavogi. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Birna Þórðardóttir, ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins, í síma 564 4104, netfang: birna@icemed.is Stefnumótun og rekstrarráðgjöf Forskot auglýsir eftir ráðgjöfum á sviði stefnumótunar og almennrar rekstrarráðgjafar. Nauðsynlegt er að umsækjandi: V Hafi framhaldsmenntun á háskólastigi í viðskiptum, rekstrarhagfræði eða verkfræði V Búi yfir góðri islenskukunnáttu ý Hafi reynslu af verkefnastjórnun 'l Eigi auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu og reynslu af a.m.k. einu eftirfarandi sviða: ý Fjármál V Vörustjórnun ý Framleiðslustjórn V Gæðamál Umsóknir berist til Mbl., merktar: „F - 4444", fyrir 24. mars. Forskot er ungt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem sinnir ráðgjöf á sviði stefnumótunar, markaðsmála, starfsmannamála, þjónustu og upplýsingatækni. Hjá Forskoti starfar samhentur hópur ráðgjafa með víðtæka menntun og reynslu. Hlutverk Forskots er að vinna að bættum árangri fyrirtækja og stofnana í nánu samstarfi við Forskot. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru Tryggingastofnun ríkisins, Reykjavíkurborg - Dagvist barna, Fjármálaráðuneytið, Isfugl, AKOplast, Eimskip og Búnaðarbanki Islands. Forskot er í samstarfi við KPMG og er um leið samstarfsaðili KPMG Management Consulting. Forskot ■ Laugavegi 44 • 101 Reykjavik Sími: 511-1950 - Bréfasími: 511-1955 Netfang: forskot@mmedia.is Markaðsstjóri Við leitum að markaðsstjóra fyrir einn af viðskiptavinum okkar. Um er að ræða útgáfufyrirtæki sem gefur út barna- og unglingablöð og bækur. Flelstu verkefni markaðsstjóra: 'l Stýra beinni markaðssetningu V Sjá um auglýsingar og kynningarmál V Bera ábyrgð á samningagerð og samskiptum við samstarfsaðila, svo sem prentsmiðjur, auglýsingasafnara, dreifingafyrirtæki, fjölmiðla og samstarfsfyrirtæki i markaðsmálum V Bera ábyrgð á umsjón áskrifendaskrár og stýra innheimtu Nauðsynlegt er að umsækjandi: V Hafi góða þekkingu og reynslu af markaðsmálum V Sé töluglöggur V Búi yfir góðri íslenskukunnáttu Frumkvæði, hugmyndariki, samskiptahæfni og skipulagshæfileikar eru mikilvægir eiginleikar í starfinu. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „S-1897", fyrir 23. mars. Forskot • Laugavegi 44 • 101 Reykjavík Sími: 511-1950 • Bréfasími: 511-1955 Netfang: forskot@mmedia.is SJÚKRAHÚS REYKJ AVÍ K U R Lyflækninga- og endurhæfingasvið Hjúkrunarfræðingar — aðstoðardeildarstjóri Staða aðstoðardeildarstjóra á barnadeild B-5 Sjúkrahúss Reykjavíicur er laus til umsókn- ar. Staðan veitist frá 1. júní 1998 eða eftir sam- komulagi. Umsóknarfrestur ertil 15. apríl 1998. Nánari upplýsingar veitir Auður Ragnars- dóttir, deildarstjóri bamadeildar, í síma 525 1566 og Margrét Bjömsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri lyflækninga- og endurhæfingasviðs, í síma 525 1555. Myndgreininga- og rannsóknarsvið Röntgentæknar Röntgentæknar óskast til sumarafleysinga á röntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Foss- vogi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1998. Nánari upplýsingar gefur Jóhanna Boeskov, deildarstjóri röntgendeildar, í síma 525 1452 eða 525 1445. Við ráðningar í störf vilja borgaryfirvöld stuðla að því að þau flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf og hvetja það kynið, sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein, til að sækja um. Sumarafleysingar Strætisvagnar Reykjavíkur er þjónustufyrirtæki á sviði fólksflutninga. Fyrirtækið vill ráða 55 vagnstjóra til afleysinga á tímabilinu 1. júní til 26. ágúst. Leitað er að fólki sem hefur vilja til að vinna hjá fyrirtæki sem leggur megináherslu á að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina. Ákjósanlegir eiginleikar eru: Lipurð í mannlegum samskiptum, snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki. Viðkomandi þarf að hafa meiraprófsökuréttindi (rútupróf) og nokkratungumálakunnáttu. Nýliðar sitja námskeið. Vaktavinna, heilsdags- og hlutastörf Jafnt konur sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá farþegaþjónustu í skiptistöð á Hlemmi. Þeim skal skilað þangað eða í þjónustustöð SVR, Hverfisgötu 115 fyrir 17. apríl 1998. Athugið að staðfesta þarf eldri umsóknir. VIÐSKIPTAFRÆÐINGAR/ HAGFRÆÐINGAR Við höfum verið beðin um að finna starfsfólk í tvö störf hjá stóru fyrirtæki í Reykjavík. Fyrra starfið felur m.a. í sér skoðun og afstemmingar á sjóðum, umsjón með eignaskráningu, endurskoðun og innra eftirlit og tengsl við endurskoðendur. Síðara starfið felur í sér umsjón rekstraráætlana og eftirlit með því hvernig þær standast, innri taxtamál, miilifærslur vegna launa, ráðgjöf vegna bókhaldskerfa o.fl. Við leitum að viðskipta- eða hagfræðingum með góða tölvufærni, samstarfshæfni og skipulags- hæfileika. Nánari upplýsingar veita Magnús Haraldsson og Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til { Ráðgarðs fyrir 22. mars n.k. merktar: > „Fyrra starfið" og/eða „síðara starfið". RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði5 108Reykjavík Sími 5331800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: http://www.radgard.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.