Morgunblaðið - 29.03.1998, Side 1

Morgunblaðið - 29.03.1998, Side 1
JMto&nttÞfafcifr ATVINNU/RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGVR 29. MARZ1998 BLAÐ E ______ATVINNUAUGLÝSINGAR Atvinnutækifæri í Bandaríkjunum HUGBÚNAÐAKFYRIRTÆKIÐ Caliber Solutions LLC hefur bækistöðvar í Stamford í Connecticut, skammt fyrir norðan New York-borg. Fyrirtækið vill ráða verkefnis- stjóra og ráðgjafa sem bera ábyrgð á stjórnun á uppsetn- ingu AXAPTA hjá viðskiptavinum. Einnig vill það ráða forritara. Útveguð verða atvinnuleyfí. Flugstjóri hjá Islandsflugi ÍSLANDSFLUG hf. óskar eftir að ráða flugstjóra. Lág- marksreynsla er 3.000 flugtímar. Umsóknir sendist skrif- stofu félagsins í síðasta lagi 1. apríl nk. Leikskólastjóri í Neskaupstað STARF leikskólastjóra við leikskólann Sólvelli í Neskaup- stað er laust til umsóknar. Starfíð veitist frá 1. júlí og er umsóknarfrestur til 30. apríl. „Au-pair“ í Lúxemborg REGLUSÖM stúlka óskast til að gæta 2ja barna og að- stoða við heimilisstörf í Lúxemborg frá 1. júní 1998. Parf að vera minnst 18 ára, með einhverja ensku- eða þýsku- kunnáttu og hafa ökuleyfi. RAÐAUGLÝSINGAR Gatnagerð vegna Gullinbrúar BORGARVERKFRÆÐINGURINN i Reykjavík og Vegamálastjóri óska eftir tilboðum í gatriagerð yið tvöföld- un Gullinbrúar frá Stórhöfða að Hallsvegi. Útboðsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar frá og með 2. apríl gegn 10.000 króna skilatryggingu. Veiðarfæragerð til sölu NETAGERÐIN á Húsavík, sem í dag er hluti af Fiskiðju- samlagi Húsavíkur, er til sölu. Velta var á síðasta ári um 100 milljónir króna. Hjá Netagerðinni starfa 10-12 manns. Rekstrinum fylgir góð húseign, staðsett á hafnarsvæði. Einnig allar vélar og tæki ásamt lager. SMÁAUGLÝSINGAR Sjálfshjálparh ópar á vegum Geðhjálpar GEÐHJÁLPnvetur fólk til að nota sér sjálfshjálparhópa samtakanna í baráttu við geðsjúkdóma. Aðstandendur sem vilja mynda sjálfshjálparhóp eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna í síma 5525990. Félagsfundur Lífssýnar FÉLAGSFUNDUR LÍFSSTOAR verður haldinn í Bol- holti 4, 4. hæð, þriðjudaginn 31. mars kl. 20.30. Loftur Reimar Gissurarson, doktor í dulsálarfræði, fjallar um sál- fræðilegar sjálfshjálparaðferðir. RÓBERT Hlöðversson (t.v.), framkvæmdastjóri Nýju skoðunarstofunnar, og Hörður Olavson, framkvæmdastjóri Hóp- vinnukerfa ehf., skoða gæðahandbók Nýju skoðunarstofunnar á intraneti fyrirtækisins. Tölvuvædd gæðahandbók Nýju skoðunarstofunnar NYJA skoðunarstofan hf. er fyrsta skoðunarstofan á sínu sviði sem sótti um faggildingu hérlendis. Vinnu við frumgerð gæðakerfís fyrirtækisins lauk laust fyrir áramótin, en haldið er utan um gæða- handbók Nýju skoðunarstofunnar í Lotus Notes- hugbúnaðarkei’finu Gæðaverði frá Hópvinnukerf- um ehf. Eftir úttekt faggildingardeildar Löggild- ingarstofu um ái-amótin var ákveðið að veita fyrir- tækinu bráðabirgða-starfsleyfi. Faggildingarkrafa Sífellt fjölgar þeim fyrirtækjum sem vinna eftir vottuðu gæðakerfi. Ástæðan er betra skipulag á vinnu, betri nýting starfsfólks og betri þjón- usta. Flest þessara fyrirtækja hafa sjálíviljug ákveðið að taka upp gæða- kerfi og fó þau vottuð, en hjá nokkrum fyrirtækjum er það krafa. Hér er átt við fyrirtæki sem sinna skoðunar- eða prófunarþjónustu fyrir hið opinbera. Með þessari kröfu er fyrst og fremst veríð að tryggja eins- leitni í þeim skoðunum og prófunum sem fyrirtækin taka að sér. Um síðustu áramót var gerð krafa um að fyrirtæki sem sinna skoðunum á aðbúnaði, hollustu og innri eftirlits- kerfum vinnsluleyfishafa í sjávarút- vegi þyrftu að vera faggild. Eitt þeirra fyrirtækja sem boðið hafa upp á þessa þjónustu í gegnum árin er Nýja skoðunarstofan hf. Því var ráð- ist í það verkefni í lok síðasta árs að koma upp gæðakerfi sem hæft væri til faggildingar. í gæðakerfum er mikill texti. Þessi texti þarf að vera aðgengilegur öflum þeim sem á honum þurfa að halda. Einnig verður til mikið af gögnum og öll þurfa þau að eiga sinn samastað. Alltaf verðm- að hafa í huga þær sí- felldu breytingar sem verða á verk- ferlum, kröfum og skipulagi, og verð- ur allt að komast fljótt og örugglega til þeirra sem á þeim þurfa að halda. Til að halda allri hönnunar-, pappírs- og viðhaldsvinnu í lágmarki þótti eðli- legt að nýta tölvur sem mest. I upp- hafi var því tekin sú ákvörðun að allur texti sem ekki þyrfti nauðsynlega að vera á pappír skyldi vera á tölvutæku formi og til uppflettingar þannig. Fyrir valinu varð Gæðavörður frá Hópvinnukerfum ehf., tölvukerfi sem keyrt er á Lotus Notes-gagna-grunni, sem heldm- að öflu leyti utan um tölvutækan texta gæðakerfisins. Það heldur alveg utan um útgáfu gæða- skjala, ábyrgðarmenn, höfunda og samþykkjendur, ásamt því að hafa innbyggt ferli fyrir vinnslu skjala, allt frá fyrsta orði að útgáfu. Útgefin gæðaskjöl geta starfsmenn svo skoð- að á intraneti fyrirtækisins í hvaða vafra sem er. Tenging við veraldarvefinn Með notkun þessa kerfis sparast gífurlegur tími sem annars hefði far- ið í pappírsvinnu sem fylgir útgáfu gæðaskjala á pappírsformi. Einnig sparast mikifl tími í vinnslu með skjölin, því mun þægilegra er að vinna með skjöl sem ætíð verða á tölvutæku formi en þegar hugsa þarf um framsetningu á pappír. Sá tími sem sparast getur því frekar farið í að fræða starfsmenn um viðkomandi breytingai-. Með tölvutækum gæða- skjölum skapast líka mun fleiri möguleikar í framsetningu, sem auð- veldar skilning á viðfangsefninu. Að sjálfsögðu er einnig auðvelt að búa til tilvísanir á veraldarvefinn, t.d. í gildandi lög eða á heimasíðu Fiski- stofu. Sala á reyktum laxi þrefaldast ÍSLENSK matvæli hafa stóraukið útflutning sinn á reyktum laxi til Bandaríkjanna og hefur salan þar í landi þrefaldast það sem af er þessu ári, ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Þegar hafa verið sendir þrír 11 tonna gámar á þennan markað en gert er ráð fyrir að alls verði þeir átta á árinu og heildarútflutningur- inn þar með um 90 tonn. Reyktur lax frá íslenskum mat- vælum, sem seldur er undir vöru- merkinu Icefood, hefur fengið mjög góða dóma neytenda, segir í frétta- tilkynningu frá íslenskum matvæl- um. Er það rifjað upp að reyktur lax frá fyrirtækinu hlaut bestu dóma í bragðprófun matgæðinga í þætti sem sýndur var á ABC sjón- varpsstöðinni skömmu fyrir síðustu jól. Aflur lax sem fyrirtækið setur á markað er úr fiskeldisstöð íslands- lax við Grindavík. Stærstur hluti framleiðslu ís- lenskra matvæla fyrir markaðinn í Bandaríkjunum er reyktur lax sem seldur er í eins punds pakkningum og í fjögurra únsu pakkningum, en einnig er seldur þangað pipar- reyktur lax og graflax í léttari pakkningunni. Laxinn má finna víða í verslunum í New York og í New Jersey, bæði í smærri mat- vöruverslunum, en einnig í stór- mörkuðum, svo sem í Shop Rite og í Path Mark. Gert er ráð fyrir verulegri aukn- ingu hjá Islenskum matvælum í sölu á laxi á þessu ári. Þannig er búist við að salan verði um 200 tonn í ár, en tæpur helmingur er seldur til Bandaríkjanna. Þá er einnig aukning í framleiðslu á margs kon- ar sfldarafurðum á milli ára, en bú- ist er við að heildarsala aukist um 20% frá í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.