Morgunblaðið - 29.03.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.03.1998, Qupperneq 2
2 E SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AT VINNUAUG LV S I N G Al Frá Háskóla íslands Sjúkraþjálfun Við námsbraut Háskóla íslands í sjúkraþjálfun er laust til umsóknar starf lektors. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara. Samkvæmt forsendum aðlögunarsamkomu- lags raðast starfið í launaramma B. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið frá 1. september 1998 en umsóknarfresturertil og með 27. apríl nk. Umsóknir og öll umsóknargögn þurfa að vera í þríriti, æskilegt er að gögnum sé skipt í þrjá samskonar lausblaðabunka. Umsóknum skulu fylgja nákvæmarferilsskýrslursem greinafrá námi umsækjenda, störfum, ritverkum og rannsóknum, svo og upplýsingar um hvaða rannsóknir þeir hafi í hyggju að stunda ef til ráðningar kemur. Þá skulu umsækjendur senda eintök af þeim ritverkum, birtum og óbirtum, sem þeir óska eftir að verði tekin til mats. Þeg- ar fleiri en einn höfundur stendur að ritverki skal umsækjandi gera grein fyrirframlagi sínu til verksins. Einnig er æskilegt að umsækjendur láti fylgja umsagnir um kennslu- og stjórnunar- störf sín. Umsóknum og umsóknargögnum skal skila til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðal- byggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Um veitingu starfsins gilda reglur um veitingu starfa háskólakennara, sbr. auglýsingu nr. 366/ 1997. Nánari upplýsingar gefa Svandís Sigurðardótt- ir, formaður námsbrautarstjórnar í síma 525 4006 — netfang svandis@rhi.hi.is og Guð- rún Ósk Sigurjónsdóttir á starfsmannasviði í síma 525 4273. Tölvuverkfræði Við rafmagns- og tölvuverkfræðiskor verkfræði- deildar Háskóla Islands er starf dósents í tölvu- verkfræði lausttil umsóknar. Tölvuverkfræði er nýtt svið innan skorarinnar og mun dósent- inn taka þátt í mótun kennslu og rannsókna á sviðinu. Mikilvægt er að umsækjendur hafi kennsluhæfileika og reynslu af rannsóknum í tölvuverkfræði. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Samkvæmt for- sendum aðlögunarsamkomulags raðast starfið í launaramma C. Umsóknarfresturertil 1. ágúst 1998 og áætlað- ur upphafstími ráðningar er í desember 1998 eða eftir samkomulagi. Umsóknir og öll umsóknargögn þurfa að vera í þríriti. Æskilegt er að umsóknum sé skipt í þrjá samskonar lausblaðabunka. Umsóknum skulu fylgja nákvæmarferilsskýrslur um nám, störf, kennslu og vísindarannsóknir umsækj- enda, ásamt prófskírteinum, flokkuðum rita- skrám, og rannsóknaáætlunum. Þá skulu um- sækjendur senda inn eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem þeir óska eftir að verði tekin til mats. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að ritverki skal umsækjandi gera grein fyrirframlagi sínutil verksins. Að lokum er ætlast til þess að um- sækjendur láti fylgja umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því sem við á. Umsóknum og umsóknargögpum skal skila til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðal- byggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Um meðferð umsókna og tillögugerð um ráð- stöfun starfsins gilda reglur um veitingu starfa háskólakennara, sbr. auglýsing nr. 366/1997. Nánari upplýsingar gefa Anna Soffía Hauks- dóttir, skorarformaður, í síma 525 4671 — net- fang ash@kerf.hi.is, og Guðrún Ósk Sigurjóns- dóttir hjá starfsmannasviði í síma 525 4273 — netfang gosa@rhi.hi.is. Framkvæmdastjóri Starf framkvæmdastjóra samskiptasviðs við stjórnsýslu Háskóla Islands er laust til umsókn- ar. Starfið lýtur einkum að sameiginlegri öflun og miðlun upplýsinga um Háskólann, sem og samskiptum innan skólans og utan. Jafnframt skal framkvæmdastjórinn sinna ýmsum þróun- arverkefnum á vegum Háskólans. Háskóla- menntun og góð málakunnátta er nauðsynleg. Þá er þekking á starfsemi háskóla æskileg. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara. Samkvæmt for- sendum aðlögunarsamkomulags raðast starfið í launaramma D. Áætlaður upphafstími ráðningar er í maí 1998 og umsóknarfrestur er til og með 14. apríl nk. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 131/1990 ræður há- skólaráð framkvæmdastjóra stjórnsýslusviða til 5 ára í senn. Umsóknum skal skila til starfs- mannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar gefa Amalía Skúladóttir, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, í síma 525 4002 og Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir, deild- arstjóri á starfsmannasviði, í síma 525 4273. FRAMKVÆMDASTJÖRI Framkvæmdastjóri óskast hjá sérhætðri þjónustustofnun í umfangsmiklum verkefnum. Starfssvið • Ábyrgð á rekstri. • Stefnumótun, fjölbreytt samningagerð og eignaumsýsla. • Samskipti við stjórnvöld. Hæfniskröfur • Menntun á háskólastigi. • Árangursrík starfsreynsla og reynsla af samningagerð. • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar. Með umsóknir og fyrirspurnir er farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Magnús Haraldsson og Torfi Markússon frá kl. 9-12 síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 17. apríl n.k. merktar: „Framkvæmdastjóri". RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði5 108Reykjavík Sími 5331800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: httpv/www.radgard.is Menntaskólinn á Egilsstöðum, 700 Egilsstaðir, sími 471 2500. Lausar stöður frá 1. ágúst 1998: Edlisfrædi og efnafræði, 100% staða samtals. Franska, 100% staða til eins árs vegna forfalla. Sálar- og uppeldisfræði, samskipti og tján- ing, 100% staða. Sérkennsla, 50—100% staða. Stærðfræði og tölvufræði, 2 stöður. Viðskiptagreinar, 50—75% staða. Krafist er háskólamenntunar og kennslurétt- inda í viðkomandi greinum. Laun samkvæmt kjarasamningi HÍK/KÍ og ríkisins. Ennfremur eru lausar eftirtaldar stöður: Áfangastjóm, 100% staða með 6—12 klst. kennsluskyldu. Umsækjendurskulu hafa réttindi til kennslu á framhaldsskólastigi, helst á raungreinasviði. Krafist er góðrar kunnáttu í töflureikni (excel) og gagnagrunnsforritum (access). Umsækjandi þarf að búa yfir góðum skipulags- og samskiptahæfileikum. Staðan veitist til allt að fjögurra ára. IMáms- og starfsráðgjöf, 100% staða með 6 klst. kennsluskyldu Umsækjendurskulu hafa réttindi náms- og starfsráðgjafa og kennsluréttindi áframhalds- skólastigi. Staðan veitist til eins árs. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skólameistara Mennta- skólans á Egilsstöðum, sem einnig veitir nánari upplýsingar í s. 471 2501 og 471 3820. Netfang: hob@ismennt.is Umsóknarfrestur er til 20. apríl 1998. Skólameistari. Fiæðslumiðstöð Re)4qavíkur Laus er staða umsjónarmanns skólahúsnæðis Álftamýrarskóla , Breiðagerðisskóla og Selja- skóla. Markmið: Að taka þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer innan skólans þar sem áhersla er lögð á vellíðan nemenda. Helstu verkefni: • Sér um að húsnæði, allur búnaður og lóð skólans séu ávallt í fullnægjandi ástandi og aðgengileg fyrir starfsfólk og nemendur. • Sinnir almennu viðhaldi. • Annast verkstjórn starfsfólks skóla/skólaliða, skýrslugerð o.fl. skv. nánari verklýsingu und- ir stjórn skólastjóra. Kröfur gerðartil umsækjanda: • Stjórnunarhæfileikar og reynsla. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Reynsla af störfum með börnum. • Þekking á rekstri húsnæðis. Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkur. Upplýsingar um stöðurnar gefa skólastjórar og aðstoðarskólastjórar skólanna og Ingunn Gísladóttir á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í síma 535 5000. Umsóknarfrestur er til 16. apríl nk. Umsóknir eru sendar til skólastjóra. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.