Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 E 3
Hveragerðisbær
Aðstoðarskólastjóri
Staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann
í Hveragerði er laus til umsóknar. Staðan verð-
urveittfrá 1. ágúst 1998, en nýr aðstoðarskóla-
stjóri þyrfti að geta hafið störf að hluta um
miðjan maí nk.
Skilyrði fyrir umsókn er að umsækjandi hafi
kennaramenntun, sé áhugasamur, dugmikill
og metnaðarfullur. Umsækjandi þarf að vera
fær í mannlegum samskiptum og vanur starfs-
mannastjórnun.
I Hveragerði búa um 1700 manns í 45 km fjarlægð frá Reykjavík og
um 11 km frá Selfossi. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í bænum
á síðustu árum. Það er stefna bæjarins að í Hveragerði verði miðstöð
lista- og menningar í nágrenni Reykjavíkur, auk þess sem bærinn
verði áfram þekktur af sérstöðu sinni í ylrækt, heilsutengdri þjónustu
og á sviði ferðamála.
í grunnskólanum eru 340 nemendur í 1, —10. bekk og er skólinn einset-
inn að hluta en stefnt er að því að hann verði að fullu einsetinn árið
2001.1 bænum eru tveir leikskólar, en nýlega var tekin í notkun stækk-
un annars þeirra, bókasafn, félagsmiðstöð, íþróttahús og sundlaug,
sem nýlega hefur verið gerð upp. Þá er rekið í bænum mjög öflugt
æskulýðs- og íþróttastarf. I bæjarstjórn er ríkjandi jákvætt og metnað-
arfullt viðhorf til skólamála.
Frekari upplýsingar um starfið veita auk undir-
ritaðs, Guðjón Sigurðsson, skólastjóri, í síma
483 4350 og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
skólanefndar, í síma 483 4940.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Bæjarstjórinn í Hveragerði,
Einar Mathiesen.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Svæðisstjórar
Stöður svæðisstjóra við Landsbankann
á Akureyri og Selfossi eru lausar til um-
sóknar.
Útibúin veita alhliða fjármálaþjónustu fyrir
einstaklinga og fyrirtæki. Svæðisstjóri hefur
yfirumsjón með rekstri svæðisútibúsins,
markaðssókn þess, arðsemi, áhættustjórn og
öðru er snertir reksturinn. Að auki hefur svæð-
isstjóri umsjón með og ábyrgð á starfsemi
annarra útibúa í umdæminu. Hann er einnig
tengiliður umdæmisins við bankastjórn og
stoðdeildir bankans. Starfið felur þannig í sér
mikil samskipti við viðskiptavini og starfsfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun, s.s. á sviði viðskipta, eða
sambærileg reynsla.
• Frumkvæði, samskiptahæfileikar og metnað-
ur í að ná góðum árangri.
• Góð framkoma og sölu- og skipulagshæfi-
leikar.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk.
Umsóknir sendist til Kristínar Rafnar, starfs-
mannastjóra Landsbankans, Laugavegi 7,
Reykjavík, er gefur nánari upplýsingar.
Sími 560 6340.
jtfSSSBjg
ST JÓSEFSSPÍTAU BU3I
HAFNARFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
athugið
Laus er 60% staða hjúkrunarfræðings, dag-
vinna, við meltingarsjúkdómadeild spítalans
(göngudeild) frá 1. apríl 1998 eða eftir nánara
samkomulagi. í boði er áhugavert starf á deild
sem er í stöðugri þróun hvað varðar hjúkrun,
rannsóknir og vísindavinnu. Gerðar eru rann-
sóknirá sviði speglana, lífeðlis- og lífefnafræði.
Umsóknum skal skila fyrir 3. apríl 1998. Upp-
lýsingar veita deildarstjórar, Kristín og Ingi-
gerður, í síma 555 3888 eða Gunnhildur Sig-
urðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 555 0000.
Lyflækningadeild
Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleysinga.
Einnig er laust framtíðarstarf frá 1. ágúst
1998. Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Sjúkraliðaróskasttil sumarafleysinga. Nánari
upplýsingar veitir Bergþóra Karlsdóttir, deild-
arstjóri, eða Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkr-
unarforstjóri í síma 555 0000.
Dalvíkurbær
Dalvíkurskóli
Lausar eru stöður kennara við skólann
Kennslugreinar:
Almenn kennsla yngri barna, kennsla á
unglingastigi, myndmennt, handmennt og
íþróttir, tónmennt í samstarfi við Tónlistarskóla
Dalvíkur.
[ Dalvíkurskóla eru 280 nemendur og að meðal-
tali 17 í bekk. í skólanum fer fram metnaðarfullt
skólastarf unnið af samhentu starfsliði.
Við leitum að góðu fagfólki sem ertilbúið að
takast á við skólaþróun með okkur en skólinn
er í miklu umbótastaefi undir kjörorðunum:
„Gerum góðan skóla betri".
Tónlistarskóli Dalvíkur
Laus er staða forskólakennara við skólann
Framundan er uppbygging á samstarfi við
grunnskólana í nýju sveitarfélagi.
Leitað er eftir kennara sem getur sinnt tón-
menntar- og forskólakennslu.
Umsóknarfresturtil 22. apríl.
Upplýsingar gefa skólastjórar:
Dalvíkurskóli, Þórunn Bergsdóttir,
sími 466 1380 (81), h. 466 1162
Tónlistarskóli Dalvíkur, Hlín Torfadóttir,
sími 466 1493, h. 466 1863.
Bílastillingamaður
Viðviljum ráðatil okkarmann sem hefurfrum-
kvæði, á auðvelt með að vinna með öðrum
og hefur þægilegt viðmót og getur starfað
sjálfstætt.
Við erum að leita að röskum manni sem
• hefur staðgóða þekkingu á innspýtingar-
kerfum
• vill fylgjast með því sem er að gerast í fag-
inu
• á auðvelt með að leita eftir upplýsingum
og miðla þeim
• er reiðubúinn til að sækja námskeið og færa
þá þekkingu inn í fyrirtækið.
Við leitumst við að veita persónulega þjónustu
og leggjum upp úr að hlusta vel á viðskiptavin-
inn til að tryggja að hann fái þá þjónustu sem
hann þarfnast. Velgengni fyrirtækisins er kom-
in undiránægðumviðskiptavinum. Lykillinn
að ánægðum viðskiptavini erfyrirmyndarþjón-
usta sérhvers starfsmanns.
Við leggjum upp úr að verkstæðið okkar sé
hreint og snyrtilegt.
Upplýsingar veittar á staðnum.
BÍLASKOÐUN
&STILUNG
S551 3100
Hátúni 2a, 105 Reykjavík.
Hornafjörður
Framkvæmdastjóri
stjórnsýslusviðs
Laust er til umsóknar starf framkvæmdastjóra
stjórnsýslusviðs Hornafjarðar.
Framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs er aðstoð-
armaður bæjarstjóra og hefur m.a. yfirumsjón
með starfsmannamálum, stjórnsýslumálum,
tölvumálum, atvinnumálum og öðrum skyld-
um verkefnum.
Krafist er viðeigandi háskólamenntunar (t.d.
lögfræði, stjórnmálafræði, viðskiptafræði).
Reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu og í
stjórnun æskileg.
Allarfrekari upplýsingar veitir bæjarstjóri
Hornafjarðar í síma 478 1500.
Umsóknarfrestur er til 17. apríl nk.
Hornafirði, 27. mars 1998.
Bæjarstjóri Hornafjarðar.
LANDSPÍTALINN
þágu mannúðar og visinda...
Aðstoðaryfirljósmóðir
óskast á fæðingardeild Landspítalans frá og
með 1. september 1998. Óskað er eftir Ijós-
móður með hjúkrunarmenntun og góða starfs-
reynslu. Æskilegt er að viðkomandi hafi
reynslu í stjórnun.
Upplýsingar veitir Guðrún G. Eggertsdóttir,
yfirljósmóðir fæðingardeildar, í síma 560 1130.
Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk.
Deildarsálfræðingur
óskast á geðdeild Landspítalans í skor 1.
Umsækjandi láti fylgja ítarlegar upplýsingar
um menntun og fyrri störf og rannsóknir.
Nánari upplýsingar veita Lárus Helgason yfir-
læknir og/eða Eiríkur Örn Arnarson, yfirsál-
fræðingur. Umsóknarfresturertil 20. apríl nk.
Umsóknir berist til Eiríks Arnar Arnarsonar,
yfirsálfræðings á geðdeild Landspítalans.
Deildarfélagsráðgjafi
óskast á endurhæfingar- og hæfingardeild
Landspítalans í Kópavogi í 80% stöðu.
Vinnutími eftir samkomulagi.
Umsóknir berist til Gísla Einarssonar, yfirlækn-
is, en hann veitireinnig nánari upplýsingar
í síma 560 1430 ásamt Bérbel Schmid, yfir-
félagsráðgjafa, sími 562 2700.
Rannsóknir á svefni
og öndun
Starfsmaður óskast til að aðstoða við að rann-
saka sjúklinga sem lagðir eru inn á lungnadeild
Vífilsstaðaspítala með grun um svefn- og önd-
unartruflanir. Starfið er fjölbreytt og felur í sér
mikil mannleg samskipti. Vinnutími er breyti-
legur og samkvæmt samkomulagi. Grundvall-
arþekking á tölvum er nauðsynleg. Æskilegt
er að væntanlegur starfsmaður hafi grunn-
menntun á sviði heilbrigðisvísinda (hjúkrunar-
fræði, líffræði, sálarfræði).
Nánari upplýsingar veitiryfirlæknir lungna-
deildar Vífilsstaðaspítala í síma 560 2800.
Umsóknirsendisttil skrifstofu Ríkisspítala,
merktar starfsmannastjóra, fyrir 21. apríl nk.
Röntgentæknar/
röntgentæknanemar
óskast til sumarafleysinga á röntgen- og mynd-
greiningadeild Landspítalans.
Upplýsingar veitir Nanna Friðgeirsdóttir, í síma
560 1077.
Næringarráðgjafi/
næringarfræðingur
óskast á næringarstofu Landspítalans í 50%
starf frá 1. maí nk. Starfið felst í ráðgjöf til sjúk-
linga og aðstandenda og ákvörðunum um
næringarmeðferð sjúklings í samvinnu við aðr-
ar heilbrigðisstéttir. Næringarstofa sinnir ráð-
gjöf og rannsóknum í næringarfræði og fær
beiðnir frá öllum deildum sjúkrahússins.
Starfsmaður þarf að vera löggiltur næringar-
ráðgjafi/næringarfræðingur og er starfsreynsla
æskileg.
Upplýsingar veitir Kolbrún Einarsdóttir í síma
560 1544. Umsóknirsendisttil næringarstofu
merktar atvinnuumsókn, fyrir 15. apríl nk.
Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags
og fjármðlaráðherra.
Umséknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi
Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspftala.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
V______________________I_____________ -■
Veitingahús
Starfsfólk óskst við þjónustustörf í sal. Reynsla
æskileg.
Um er að ræða fullt starf og hlutastörf.
Upplýsingr í síma 899 8994.