Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 8
8 E SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Söluráðgjafi Framsækið innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða söluráðgjafa til starfa. Starfssvið: 1. Söluráðgjöf. 2. Fræðsla til viðskiptavina. 3. Þátttaka í gerð söluáætlana. 4. Þátttaka í námskeiðahaldi. Kröfur til umsækjenda: Skipulagshæfileikar. Hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði og ábyrgðartilfinning. Menntun á sviði hársnyrtiiðnaðar og tungumálakunnátta a.m.k. í ensku er skilyrði. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Söluráðgjafi 120" fyrir4. apríl n.k. T Rótt þokking á róttum tíma fyrir rótt fyrirtæki HAGVANGUR RAÐNINGARÞJÖNUSTA Coopers & Lybrand Hagvangur hf. Skeifan 19 108Reykjavík Slmi 581 3666 Bréfsími 568 8618 Netfang radningar@coopers.is Veffang http://www.coopers.is Tyssedal Hotel er byggt árið 1913 og staðsett í Harðangursfirði, 180 km frá Bergen, á vesturströnd Noregs. Það er frægt fyrir góðan mat og vandaða þjónustu, einnig fyrir fjölda málverka eftir fræga norska listamenn. Hótelið er rekið af íslenskum hjónum. Yfirkokkur og kokkur óskast á hótel í Noregi Okkur vantar yfirkokk og kokk til starfa sem fyrst (fyrir 1. maí). Góö laun í boði. Við hjálpum til með að finna húsnæði. Framtíðarstöf fyrir góða menn. Umsóknir sendist til: Tyssedal Hotel, Gamle Oddavei 3, 5770 Tyssedal, Noregi. Nánari upplýsingar gefur Óli J. Ólason í síma 0047 5364 6907. Hjúkrunarfræðingar — Seyðisfjörður Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við Heil- brigðisstofnunina Seyðisfirði á sjúkradeild og heilsugæsludeild í sumar, frá ca 20. maí til 1. september. Sjúkradeildin er í nýlegu húsnæði, þar sem öll aðstaða til hjúkrunar og umönnunar er mjög góð. Hluti deildarinnar er afmarkaður, þar sem vistaðir eru minnisskertir sjúklingar. Aðalviðfangsefnin eru á sviði öldrunarhjúkrun- ar, en einnig erfengist við margskonar medic- insk vandamál, bæði bráð og langvarandi. Næturvaktir hjúkrunarfræðinga eru í formi bak- vakta, heima. Heilsugæsludeild. Þar er um að ræða 50% stöðu hjúkrunafræðings. Möguleiki er að auka vinnuprósentu með vöktum á sjúkradeild. Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj- andi starfi, hafðu þá samband við Þóru hjúkrunarforstjóra sjúkradeild eða Lukku hjúkrunarforstjóra heilsugæslu í síma 472 1406, sem gefa nánari upplýsingar. Heilbrigðisstofnunin Seyðisfirði. íslenska farsímafélagið hf. Tölvunarfræðingur ístenska farsímafélagið leitar að þjónustuliprum einstaklingi í mikil- væg verkefni i upplýsingadeild fyrirtækisins. Starfssvið: • Viðhald og stjórnun Oracle gagnagrunns. • Tengsl við söluaðila gjaldakerfis og Inter- nets. • Aðstoðar við úrvinnslu gagna. • Viðhald og þróun á heimasíðu. Hæfniskröfur: • Frumkvæði og geta til að vinna undir álagi. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Þjónustulund. • Góð enskukunnátta. • SQL og PL/SQL kunnátta, reynsla í Unix og Sun Solaris þekking. (slenska farsímafélagið hf. er nýtt og öflugt fjarskiptafyrirtæki sem veita mun fyrsta flokks GSM-þjónustu um allt land. Fyrirtækið mun á næstu misserum byggja ört upp starfsemi sina. Félagið mun veita skapandi og kraftmikið andrúmsloft fyrir alla starfsmenn, þ.m.t. góða starfsþjálfun og hvetjandi launakerfi. Við erum að leita að fólki sem veitir framúrskarandi þjónustu. Nánari upplýsingar eru veittar hjá íslenska far- símafélaginu í síma 570 6000. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu íslenska farsímafélagsins, Síðumúla 28,108 Reykjavík. Umsókn ásamt mynd þarf að berast íslenska farsímafélaginu fyrir miðvikudaginn 8. apríl. Stjómandi Þjónustufyrirtæki sem er leið- andi á sínu sviði óskar að ráða stjórnanda deildar sem sér um sölu á gólfefnum, innréttingum, hreinlætistækjum o.fl. Starfið felst í sölumennsku, vöru- þróun, starfsmannahaldi og erlend- um og innlendum samskiptum. Við leitum að jákvæöum og drífandi einstaklingi. Reynsla á sviöinu er æskileg en ekki skilyrði. Upplýsingar veita Katrín S. Óladóttir og Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „stjórnandi" fyrir 5. apríl n.k. Rótt þokkirg á róttum tíma -fyrir rótt fyrirtœki HAGVANGUR HADNINGARMÚNUSTA Coopers & Lybrand Hagvangur hf. Skeifan 19 108Reykjavík Sími 581 3666 Bréfsfmi 568 8618 Netfang radningar@coopers.is Veffang http://www.coopers.is LANDS SÍHINN Fjarskiptanet, Notendalínudeild Akranes — símsmiður Fjarskiptanet óskar að ráða vanan símsmið til starfa sem fyrst á Akranesi. Nánari upplýsingar um starfið gefur Þorsteinn Jóhannesson í síma 550 6780. Umsóknarfrestur er til 6. apríl 1998. Ofangreint starf hentar jafht konum sem körlum. Sérútbúnum umsóknum skal skilað til Starfs- mannadeildar (s. 550 6470) eða á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást, merktum: Leikskólar Reykjavíkurborgar óska eftir að ráða eftirtalið starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Austurborg v/Háaleitisbraut leikskólakenn- ari eða annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Erna Jóns- dóttir í síma 588 8545. Álftaborg v/Safamýri Leikskólakennarar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk í tvær 100% stöður. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ingibjörg Kristjánsdóttir, í síma 581 2488. Heiðarhorg v/Selásbraut Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu og 50% stöðu eftir há- degi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Emilía Möller, í síma 557 7350. Lækjarborg v/Leirulæk Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu og 50% stöðu eftir há- degi. Þroskaþjálfi, leikskólasérkennari eða leik- skólakennari í 100% stuðningsstarf. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Svala Ingvarsdóttir í síma 568 6351. Rauðaborg v/Viðarás Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ásta Birna Stefánsdóttir í síma 567 2185. Vesturborg v/Hagamel Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu. Um framtíðarstarf er að ræða. Þroskaþjálfi, leikskólasérkennari eða leikskólakennari í 100% stuðningsstarf. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Árni Garðars- son í síma 552 2438. Eldhús Seljaborg v\Tungusel Matráður óskast. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Guðrún Ant- onsdóttir í síma 557 6680. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 563 5800. Idntæknistofnun vinnur ad tækniþróun og aukinni framleidni í íslensku atvinnulífi. Á stofnuninni eru stundadar hagnýtar rannsóknir, þróun, rádgjöf, gædaeftirlit, þjónusta, frædsla og stödlun. Áhersla er lögd á hæft starfsfólk til ad tryggja gædi þeirrar þjónustu sem veitt er. Líffræðingur — sumarstarf Starfsmaður óskast við Rannsókna- og fræðslu- miðstöð í hveralíffræði, Hveragerði. Starfslýsing: Ræktun örvera, skráning, leiðsögn fyrir íslenska og erlenda ferðamenn. Launakjör miðast við launakerfi BHM. Starfstími: Virka daga kl. 10—12 og kl. 13—18 frá 1. júní—31. ágúst. Kröfur: Líffræðimenntun eða önnur sambærileg menntun. Tungumálakunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar veita Jakob K. Kristjáns- son, Iðntæknistofnun íslands, s. 570 7200, net- fang: jakobk©iti.is og Sólveig K. Pétursdóttir, Iðntæknistofnun, s. 570 7202, netfang: solveigp©iti.is. Umsóknarfrestur ertil 15. apríl. Umsóknir skulu stílaðar á Jakob K. Kristjáns- son, deildarstjóra líftæknideildar Iðntækni- stofnunar, Keldnaholti, 112 Reykjavík. Símsmiður — Akranes Starfsmannadeild, Landssími íslands hf., Landssímahúsinu við Austurvöll, 150 Reykjavík. Iðntæknistof nun ■ I IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholti, 112 Reykjavík Sími 570 7100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.